Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 9 FRÉTTIR Sr. Geir Waage endur kjörinn for- maður PI SÉRA Geir Waage var endurkjörinn formaður stjórnar Prestafélags ís- lands á aðalfundi félagsins í gær. Séra Geir hlaut 59 atkvæði en dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprest- ur á Reynivöllum, sem bauð sig fram gegn sitjandi formanni, hlaut 55 atkvæði, séra Þorbjörn Hlynur Árnason 1 atkvæði og einn seðill var auður. Sr. Geir Waage sagði fyrir kjörið að það væri ekki sitt að ákveða hvern félagar í Prestafélagi íslands kysu en hvatti menn til þess að láta málefnaleg rök ráða vali sínu. Hann sagði að fyrir síðustu jól hefði hann íhugað alvarlega að gefa ekki kost á sér sem formaður stjórnar Prestafélagsins á ný eftir að hafa ráðfært sig við fjölskyldu sína. Hins vegar hefðu atburðir vetrarins ráðið því að honum hefði ekki verið stætt á öðru en að bera formennsku sína undir dóm presta. I máli Geirs kom fram að hann hefði undirbúið spurningar til herra Ólafs Skúlasonar biskups sem hann hefði viijað fá svör við á nýlokinni Prestastefnu. Spurningarnar hefði hann dregið til baka eftir að biskup og Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefðu við setn- ingu stefnunnar beðið um frið um ákvörðun biskups um starfslok hans eftir eitt og hálft ár. Sr. Geir vísaði ásökunum um óeðlileg afskipti af kirkjustjórn á bug og sagði að að- koma Prestafélagsins að málum, sem siðanefnd Prestafélagsins, hefði haft til umfjöllunar hefði ver- ið í fullu samræmi við siðareglur félagsins. Atlaga að sr. Geir Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir sagði að sr. Geir færi með rangt mál. Formaður stjórnar Prestafélagsins hefði á sínum tíma haft afskipti af hennar máli, svo- nefndu Seltjarnarnesmáli, án þess að hún hefði óskað þess. Sr. Sol- veig Lára sagði að sr. Geir hefði Morgunblaðið/Golli SÉRA Geir Waage var í gær endurkjörinn formaður Prestafélags íslands með 59 atkvæðum gegn 55 sem séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum hlaut. aðstoðað formann sóknarnefndar Seltjarnarnessóknar við að rita bréf til siðanefndar Prestafélagsins, þar sem hún hefði verið kærð. Sr. Sol- veig Lára kvaðst einnig hafa heim- ildir fyrir því að sr. Geir hefði haft samband við sóknarnefnd Grensás- sóknar og mælst til þess að sóknar- presturinn, sr. Gylfi Jónsson, yrði rekinn. Hún spurði fundarmenn hvort þeir teldu að unnt væri að treysta sr. Geir til þess að standa vörð um réttindi sinna félaga. Þegar sr. Solveig Lára hafði lok- ið máli sínu var gengið til kosninga samkvæmt fundarskrá, en fleiri komust ekki í ræðustól. Þegar talningu atkvæða lauk og ljóst var að sr. Geir Waage hafði verið endurkjörinn með 59 atkvæð- um á móti 55 atkvæðum dr. Gunn- ars var kjöri hans fagnað með lófa- taki. Þá var gengið til kosninga í stjórn Prestafélagsins. Úr stjórn gekk Baldur Kristjánsson en hann hafði setið í stjórninni í þrjú kjör- tímabil og var því ekki kjörgengur. Séra Bragi Skúlason gaf kost á sér til endurkjörs og var endurkjörinn og auk hans tekur sæti í nýrri stjórn félagsins séra Gísli Gunnarsson. Séra Geir Waage þakkaði að at- kvæðagreiðslu lokinni stuðning þann og traust sem prestar sýndu honum með endurkjöri og bað Guð að hjálpa öllum viðstöddum til ein- ingar og góðra verka. ■ Stuðningsyfirlýsing/35 Breytingum á gjaldskrá INTIS slegið á frest Þjónustuaðilar óttast óvissu með gjöld Internet á íslandi hf. hefur ákveðið að fresta breytingum á gjaldskrá sinni, þang- að til búið er að stofna samtök þjónustuað- ila sem kaupa alnets-tengingu af fyrirtæk- inu og miðla áfram til fyrirtækja og ein- staklinga. Þjónustuaðilar segjast ekki hafa fengið haldbærar skýringar á fyrirhugaðri breytingu gjaldskrár. INTERNET á íslandi hf.-INTIS rekur eitt fyrirtækja hérlendis al- nets-sambandið til útlanda, en síð- an kaupa þjónustuaðilar af þeim tengingu, svipað og sambandi heildsala og smásala er háttað. Til þessa hafa þjónustuaðilar greitt fast áskriftargjald miðað við band- breidd, auk 150 króna fyrir utan virðisaukaskatt á hvern notenda til viðbótar. INTIS kynnti þjónustuað- ilum hugmyndir um gjaldskrár- breytingar fyrir nokkru og hafa viðræður farið fram að undanförnu um annað fyrirkomulag mála en fyrirtækið legg- ur til. Flestir greiða meira Halldór Kristjánsson hjá Tölvu- og verkfræði- þjónustunni, einn þjónustuaðila, segir að yfir tuttugu fyrirtæki bjóði þjónustu af því tagi sem um ræðir og hafi verið rætt um það í talsverð- an tíma að þau mynduðu með sér samtök til að taka á hagsmunamál- um, siðareglum, sameiginlegum samningum um lækkaða gjaldskrá við aðila eins og INTIS og Póst og síma og ýmsum fleiri atriðum sem tengjast þessum rekstri. Fyrirhug- aðar breytingar á gjaldskrá hafi hins vegar flýtt fyrir stofnun sam- taka, sem muni setja á oddinn að knýja fram viðunandi niðurstöðu. „Þessi áform skapa óvissu í sam- bandi við þær greiðslur sem við þurfum að inna af hendi til INTIS fyrir þann fasta aðgang sem við endurseljum síðan,“ segir Halldór. „Við eigum að borga fyrir nýting- una á línunni eftir breytingar, en ef það gerist ef einhver viðskiptavina okkar not- ar tenginguna sína óhóf- lega rýkur upp nýtingin á bandbreiddinni og um leið snarhækka gjöld okkar til INTIS. Annað- hvort þurfa menn að taka þessa áhættu og halda áfram að inn- heimta föst gjöld af viðskiptavinum sínum eða setja upp dýran mæli- búnað til að rukka miðað við notk- un.“ Hann segir flesta þjónustuaðila þurfa að greiða meira eftir breyt- ingar á gjaldskrá. Þannig þurfi aðili sem hafi 100 notendur i teng- ingu að borga um 75 þúsund krón- ur á mánuði til INTIS í dag, en miðað við nýju gjaldskránni gæti hann verið að greiða allt frá 70 þúsund krónum, sem er iágmarkið, upp í 180 þúsund krónur miðað við nýtingu á bilinu 25-66%. Hann viti ekki fyrirfram hver niðurstaðan verði. „Ef svo ólíklega vildi til að ein- hver færi upp í 100% nýtingu gætu gjöldin verið frá 70 þúsund krónum upp i 270 þúsund krónur á mán- uði. Það er ekki spennandi að búa við óvissu af þessu tagi auk þess sem einhver samkeppnisaðili eða hrekkjalómur gæti tekið upp á því að dæla inn pósti eða einhveiju slíku sem fullnýtir bandbreiddina og um leið myndi kostnaður við- komandi fyrirtækis ijúka upp því að mælingin miðast við það sem kemur inn.“ Vilja jafna aðstöðu viðskiptavina Sigurður Jónsson, markaðsstjóri Internets á íslandi hf.-INTIS, segir fyrirtækið hafa um hríð undirbúið breytingar á uppbyggingu gjald- skrár sem geti bæði lækkað og hækkað kostnað þjónustuaðila, eft- ir þeirri þjónustu sem þeir veita. Fyrirtækið leitist við að jafna að- stöðu viðskiptavina með breyting- um á gjaldskrá, skapa aukið svig- rúm og sjálfstæði í endursölu og samnýtingu. Meginkostir nýja fyr- irkomulagsins fyrir endursalann séu þeir að honum gefíst aukin tækifæri til að þjónusta fyrirtæki með því að samnýta fasta línu til INTIS. „Hins vegar eru sumir í þeirri aðstöðu að þurfa að gera breyting- ar á þjónustunni og gjaldtöku og það er eitthvað sem menn vilja losna við, en um leið viðurkenna þeir flestir að sennilega er nauðsyn- legt að ráðast í þessar aðgerðir," segir Sigurður. „Breytingin gæti frekar virkað til hækkunar hjá þeim sem eru að selja þjónustu til einstaklinga að mestu leyti, en gæti jafnvel verið til lækkunar hjá þeim sem eru að þjónusta fyrirtæki. Hingað til hefur verið erfitt með þjónustuaðila að koma sér upp fyrirtækjum til að sinna, því að gjaldskráin hefur ekki ýtt undir það, en drögin að nýju gjaldskránni gerir það hins vegar. Við lítum svo á að við séum að hvetja til meiri útbreiðslu og gera það fýsilegra fyrir fleiri fyrirtæki og stofnanir að tengjast alnetinu beint í gegnum endursöluaðila okk- ar. Samkvæmt þessum hugmynd- um kaupir endursali okkar línu sem kostar ákveðna upphæð og hefur síðan sveigjan- leika til að tengja fyrir- tæki og einstaklinga við sig, að langmestu leyti án þess að það kosti hann meira, nema nýju viðskiptavinirnir skapi meira álag. Við erum með ákveðið gólf þar sem við reiknum með að þjónustuaðilar þurfi minnst að greiða fyrir um 25% meðalnýtingu á línunni og ef álag- ið er meira greiða þeir meira en ekki eftir fjölda þeirra einstaklinga eða fyrirtækja sem eru tengdir við þá,“ segir Sigurður. Hann segir fyrirtækið vilja gera þjónustuaðilum kleift að þjónusta fleiri fyrirtæki og stofnanir án mik- ils tilkostnaðar og hvetja þá til að samnýta línur og eyða ekki bandvíddinni um of. „Endursalar geta gert ráð- stafanir til að draga úr álagi á teng- ingum með því að miða gjald sitt að einhveiju marki við álag eða tímamælingu og skapa þannig svigrúm til að bjóða fleirum betri þjónustu,“ segir hann. P&S ódýrari í haust Halldór segir að þeir þjónustu- aðilar sem hafi fyrirtæki tengd á bak við sig fái verulega lækkun á þjónustu og þay raddir hafi heyrst innan endursala að verið sé að færa kostnað af herðum fyrirtækja yfir á einstaklinga. Póstur og sími hefja samsvarandi þjónustu og INTIS veitir í haust og segir Halldór að hún muni koma til með að vera ódýrari en ný gjaldskrá INTIS geri ráð fyrir. Fyrirsjáanlegt sé að þjónustuaðilar færi sig um set, en samfara flutningi sé margvíslegur kostnaður, auk þess sem P&S sé ekki tilbúinn enn sem komið er. Ljóst sé þó að leitað verði viðræðna við INTIS og P&S um gjaldskrá og fleiri þætti, þegar búið er að koma á fót fyrrnefndum sam- tökum þjónustuaðila. Fleirum gefist kostur á að þjónusta fyrirtæki Einstak- lingar sagðir axla aukinn kostnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.