Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 23 Suu Kyi við útför AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Búrma, var í gær viðstödd útför Leo Nic- hols, konsúls Noregs í Rango- on, en hann lést í fangelsi sl. laugardag. Auk Suu Kyi var að minnsta kosti einn vest- rænn sendiráðunautur við út- förina, Jorgen Reimers, sendi- herra Danmerkur í Tælandi og Búrma. Alls fylgdu um þijátíu manns Nichols til graf- ar en Reimers og nokkrir sendiráðunautar til viðbótar hyggjast rannsaka hvernig lát Nichols bar að. Norðmenn ganga af hvalafundi NORSKA sendinefndin á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins gekk af fundi í gær og gaf engar skýringar á skyndilegu brott- hvarfí sínu. Í gær átti að ræða ályktun um hvort víta ætti Norðmenn fyrir að halda áfram hrefnuveiðum. Norð- menn eru afar reiðir vegna samþykktar ráðsins þar sem þess er krafist að þeir virði alþjóðlegt bann við hvalveiðum frá 1982, auk þess sem sam- þykkt var að banna Norð- mönnum að aflétta útflutn- ingsbanni á hvalkjöti og öðrum hvalaafurðum. Fé fyrir upp- lýsingar um morðingja ATVINNUREKENDUR blaðamannsins Veronica Guer- in, sem myrt var á götu úti fyrr í vikunni, hétu í gær 10 milljónum ísl. kr. til þeirra sem gætu gefið upplýsingar sem leiddu til handtöku tveggja leigumorðingja og glæpafor- ingjans sem talið er að hafi staðið að morðinu á henni. Guerin var glæpafréttaritari The Sunday Independent. Tékknesk stjórn í næstu viku? VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, sagðist í gær vongóður um að ný minnihlutastjórn myndi sverja embættiseið í næstu viku. Samkomulag er nú óðum að nást á milli verð- andi stjórnar hægriflokkanna og jafnaðarmanna, sem munu styðja hana. Kvaðst Havel búast við því að Vaclav Klaus forsætisráðherra myndi segja af sér á þriðjudag og að ný minnihlutastjórn hans myndi jafnvel taka við á fimmudag. Broccoli látinn ALBERT Broccoli, sem þekkt- astur varð fyrir að framleiða kvikmyndirnar um njósnarann James Bond, lést á fimmtudag á heimili sínu í Kaliforníu. Ekki hefur verið upplýst um dánarorsök Broccolis, sem var 87 ára, og gjarnan kallaður Chubby, með vísan til vaxtar- lags hans. Auk Bondmynd- anna, framleiddi Broccoli m.a. hinar vinsælu barnamyndir um Kitty Kitty Bang Bang. Reuter Minnast fórnarlamba stríðs KONUR sem sitja kvennaráð- stefnu hjálparsamtakanna „Zena 21“ og „BOSFAM" í Sarajevo, minnast fórnarlamba stríðsins í Bosníu. Lögðu þær blóm á staðinn þar sem 16 manns voru myrtir er þeir biðu í röð eftir brauði árið 1992. Ráðstefnan sem kon- urnar sitja er sú fyrsta sinnar tegundar sem haldin er í Bosníu- Herzegóvínu og fjallar um stöðu konunnar þar í landi. 26.-Z9. jum ■R4 sjjá Kringlukastsblad sem fylgdi Morgunblaðinu I vikunni DAGA Mörghundruð tilboð a nyjum vörum HverO ævintyraiega goð kaup kynnir Kringlukast eikur á inglukasti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.