Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LYFTARAR VERKVER Smiðjuvegi 4b • 200 Kópavogur • B 567 6620 GREINARGERÐ Að gefnu tilefni Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! ÉG tel óhjákvæmilegt, í lok kosningastarfsins, að gera nokkra grein fyrir því hvaða stefnu fram- boð Ólafs Ragnars Grímssonar til forsetakjörs hefur fylgt um þátt- töku í fjölmiðlaumræðum. Af hálfu frambjóðandans hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að stuðningsmenn héldu uppi heiðarlegri og drengilegri um- ræðu. Það hefur verið kappkostað að koma á framfæri viðhorfum frambjóðandans og verðleikum án þess að rýra hlut meðframbjóð- enda. Þetta grundvallarviðhorf hefur verið okkar framlag til þess að sýna forsetakjörinu tilhlýðilega virðingu. í aðdraganda kosninganna fór að bera á skrifum sem voru í ætt við keðjubréf, eins og einn greinarhöfunda nefnir þau rétti- lega í Morgunblaðinu í gær. Þar var klifað á nokkrum atriðum úr löngum stjórnmálaferli Ólafs Ragnars Grímssonar með ós- mekklegum útúrsnúningum og rangfærslum. Eftir á að hyggja virðast þessi skrif fylgja ákveðnu munstri og er engu líkara en um samantekin ráð hafi verið að ræða. Hátún 4 Opið hús MJÖG FALLEG 3JA HERB. 77 FM IBUÐ A 2. HÆÐ I LYFTUHÚSI SEM TEKIÐ VAR í GEGN FYRIR 3 ÁRUM. PARKET Á FLESTUM GÓLFUM. GOTT SKIPULAiG. LEITAR AÐ 90-100 FM ÍBÚÐ MIÐSVÆÐIS. VERÐ 6,8 MILU. ÁHVÍLANDI HÚSBRÉF 3,8 MILU. MARÍA TEKUR Á MÓTI ÞÉR OG ÞÍNUM í DAG, LAUGARDAG, OG Á MORGUN, SUNNUDAG, KL. 14-16. Gimli fasteignasala, Þórsgötu 16, sími 552 5099. 5521150-5521370 LARUS l>. VALDIMARSSDN, FRAMKVÆMDASTJDRl ÞDRÐUR H. SVEINSSON HDL, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu - nýkomnar á söluskrá Á besta stað við Dalsel Sólrík 4ra herb. íb. á 1. hæð um 100 fm. Sér þvottah. Sameign eins og ný. Gott bílh. Mjög gott verð. Eins og ný - Bergstaðastræti Glæsileg 4ra herb. íb. á 1. hæð í reisulegu steinh. Um 100 fm. Ágæt sameign. Gott verð. Suðurendi - Birkimelur Sólrík 3ja herb. íb. um 80 fm á 3. hæð. risherb. fylgir. Snyrting í ris- inu. Sameign og lagnir mikið endurnýjað. Mjög gott verð. Lyftuhús - Hagkvæm skipti Sólrík 3ja-4ra herb. íb. á 4. hæð við Æsufell. Um 100 fm. Mikið stofu- rými. Sameign eins og ný. Skipti æskil. á lítilli 2ja herb. íb. Tilboð óskast. 2ja herb. ódýrar íbúðir M.a við: Meistaravelli, Rofabæ, Barónsstfg, Njálsgötu og Barðavog. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Opiðídag kl. 10-14. Fjársterkir kaupendur. Fjöldi góðra eigna. í skiptum ALMENNA FASTEIGNASALAN UD6IVE6118 S- 552 1150-552 1370 ...blabib - kjarni málsins! - kjarni málsins! Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi * greinargerð frá Kosningamiðstöð Olafs Ragnars Grímssonar. Bæði frambjóðandinn og fram- boðið sjálft hafá látið í té svör, skýringar og upplýsingar í tengsl- um við margt í þessum skrifum. Verk Ólafs Ragnars Grímssonar, orð hans og gjörðir á þriggja ára- tuga ferli sem háskólakennara og stjórnmálamanns eru sýnilegri en flestra annarra. Ferill hans er opin bók þeim sem vilja kynna sér hann, meðal annars í blöðum, tímaritum, skjölum, embættis- gögnum og Alþingistíðindum. Andstæðingar Ólafs Ragnars hafa eftir mætti reynt að tína til sitthvað úr ferli hans sem þeim finnst að vert sé að vara lands- menn við. En satt að segja hafa þeir ekki komið fram með neitt nýtt í þessum skrifum né annað en það sem rætt hefur verið í þaula áður. Undantekningin sem sannar regluna er umræðan um trúarviðhorf frambjóðandans og drengskaparheit hans þegar hann sem ráðherra bar vitni fyrir rétti. í þeim umræðum var að okkar mati, og fjölmargra annarra, framið nokkurs konar landhelgis- brot. Þannig hefur trúmálum ekki verið flíkað í þjóðmálaumræðu á íslandi til þessa og vonandi verður þetta frumhlaup til þess að meiri aðgát verði viðhöfð í umfjöllun um þessi efni. Þeir sem höfðu borið það upp á Ólaf Ragnar Grímsson að hann hefði sagt ósatt fyrir rétti höfðu ekki kannað mál- efni til hlítar og reyndust, þegar til kom, hafa farið með rangt mál. Auglýsingar nokkurra fyrrver- andi forstjóra í Morgunblaðinu og fleiri fjölmiðlum gegn Ólafi Ragn- ari Grímssyni bijóta í blað. Hingað til hefur meginreglan í þjóðmála- umræðu verið sú að ádeila er sett fram í formi greinar eða fréttavið- tals og er svarað í sama máta. Hér er hins vegar um það að ræða að einstakiingar með óskil- greind samtök sér að baki birta neikvæðar auglýsingar fyrir stórfé, þar sem komið er á fram- færi nánast sömu atriðum og klif- að hefur verið á í „keðjubréfun- um“, en framsetningin er gróf og meiðandi, ekki aðeins fyrir fram- bjóðandann og fjölskyldu hans, heldur einnig fyrir alla þá sem þátt taka í lýðræðislegum ákvörð- unum í samfélagi okkar, kjósend- urna í landinu. Þannig hefur ekki verið veist að einstaklingi áður í íslenskum fjölmiðlum og burtséð frá hags- munum Ólafs Ragnars Grímsson- ar sem frambjóðanda, er hér um annað alvarlegt landhelgisbrot að ræða sem varðar alla lýðræðislega umræðu á íslandi. Ég tel því afar brýnt að Siðanefnd íslenskra aug- lýsingastofa, samtök_ útgefenda og Blaðamannafélag íslands taki það upp hjá sjálfum sér að loknum kosningum að ræða þessar aug- lýsingar og fjalla um það hvort þær samræmist góðum sið í ís- lenskri umræðu. Efnislega eru auglýsingarnar brennimerktar því áróðursbragði sem kennt er við frægan banda- rískan stjórnmálamann og hann orðaði svo: Látum durgana bara neita því! Með því að koma á fram- færi aðdróttunum í spurningum og dylgja um tiltekin efni vakir fyrir þeim sem þessum aðferðum beita að sá fræjum efasemda um heilindi og trúverðugleika and- stæðingsins. Þessar aðferðir eru kunnar víða erlendis og þykja meðal annars einn ljótasti blettur- inn á opinberri umræðu í Banda- ríkjunum. Sem dæmi um hversu erfitt er að rökræða á þessum nótum má taka „Krossapróf um forsetafram- bjóðanda" sem „Óháðir áhuga- menn um forsetakjör 1996“ kaupa inn í Morgunblaðið 27. júní sl, en ábyrgðarmenn þessara sam- taka eru þrír fyrrverandi forstjór- ar, þeir Sigurður Helgason, fyrr- verandi forstjóri Flugleiða, Björ- gólfur Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Hafskips, og Ómar Þ. Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri ‘Þýsk-íslenska. Reynt _er að gera það tortryggi- legt að Ólafur Ragnar hafi sagt Ceausescu, einræðisherra í Rúm- eníu, vera heiðursmann. Hið rétta í málinu er að hann talaði í við- tali við Helgarpóstinn 24. maí 1984 um „báða þessa heiðurs- menn Ceausescu og Trudeau" og hafði um Rúmeníuleiðtogann og kanadíska forsætisráðherrann ís- lenskt orðatiltæki sem oftar en ekki er notað í kaldhæðnum tón. Út úr þessum ummælum geta menn svo snúið endalaust ef þeir hafa lyndiseinkunn til þess en það segir meira um þá sjálfa, sem það gera, heldur en mat Ólafs Ragn- ars Grímssonar á „heiðursmönn- Annað dæmi er spurningin um það hvort Ólafur Ragnar hafi gegnt ritstjórastarfi á Þjóðviljan- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Svo sem fram hefur komið í Morgunblaðinu erum við undirrit- aðir í fyrirsvari fyrir hóp manna sem hafa kosið að kalla sig óháða áhugamenn um forsetakjör 1996. Undanfarna daga hafa birst í Morgunblaðinu og Tímanum aug- lýsingar frá okkur vegna forseta- kosninganna í dag þar sem við vekjum athygli á nokkrum óum- deildum staðreyndum úr embætt- isferli Ólafs Ragnars Grímssonar forsetaframbjóðanda. Að gefnu tilefni viljum við taka eftirfarandi fram: Yfirlýsing frá óháð- um áhugamönnum um forsetakjör 1996 1. Að undanförnu hafa forseta- frambjóðendur birt mýgrút aug- lýsinga í fjölmiðlum, þar sem þeir lýsa eigin ágæti. Kosningarnar eru ekkert einkamál þeirra. Aðrir ís- lendingar, sem vilja láta sig kjör forseta íslands varða, hafa þar sama rétt. 2. Hópi okkar hefur þótt á það skorta að íslenskir fjöltniðiar sinntu þeirri brýnu skyldu sinni í þessum forsetakosningum að rifja upp fyrir þjóðinni fortíð frambjóð- enda í opinberu lífi í landinu. Eink- um teljum við þetta bagalegt vegna frambjóðandans Ólafs Ragnars Grímssonar, sem að okk- ar dómi á sér að baki mjög umdeil- anlegan feril, svo ekki sé meira X um 1983-1985. Svarið er nei. Hann var aldrei skráður ritstjóri og gegndi ekki ritstjórnarlegri ábyrgð, en hins vegar vann hann á og með ritstjórn blaðsins á þessu tímabili og skrifaði meðal annars forystugreinar í blaðið ásamt öðr- um. Ef hann hefði tekið upp þetta ritstjórastarf í skrá um starfsferil sinn hefði Ólafur Ragnar farið með rangt mál. Sjálfsagt hefðu andstæðingar hans þá bent á það að hann skreytti sig með rit- stjóratitli án þess að nokkurn tím- ann hefði verið um það getið í haus blaðsins. Nú kjósa þeir að láta sem hann sé að fela þátt í fortíð sinni. Hafi menn hugarfar til þess er hægt að gera flesta hluti tortryggilega. Síðasta dæmið sem hér verður nefnt er sú fullyrðing, sem þrástagast hefur verið á í „keðju- bréfunum" að Björn Jónasson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Svarts á hvítu, hafi verið kosn- ingastjóri Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Þetta er einfaldlega rangt. Björn Jónasson var ekki og hefur aldrei verið kosningastjóri Ólafs Ragnars. Þegar á þetta var bent í Fréttabréfi kosningamiðstöðvar okkar hvarf þessi fullyrðing úr „keðjubréfunum", en henni skýtur aftur upp í auglýsingu forstjór- anna fyrrverandi í Morgunblaðinu 28. júní. Ætla má að þar hafi „Óháðir áhugamenn um forseta- kjör 1996“ stuðst við frumheimild „keðjubréfanna", en láðst að fylgja línunni í þróun þeirra sjálfra. Það hefur einkennt þennan málflutning allan að hin svoköll- uðu „mál“ hafa aldrei verið lögð fram í heild, atburðarás og að- stæðum aldrei lýst, aðdraganda og eftirmálum ekki gerð skil. Ekki hefur til dæmis verið ijallað um „mál“ bókafyrirtækisins Svarts á hvítu hf. í samhengi við þær venjur sem tíðkast höfðu í fjármálaráðuneytinu um samn- inga við fyrirtæki í vanskilum þótt fyrir liggi í svari haustið 1987 við fyrirspurn Kjartans Jó- hannssonar, þáverandi alþingis- manns, að átímabilinu 1981-1987 hafi ráðuneytið gert 127 slíka samninga, ýmsa þeirra með engu traustari veðum en tekið var í til- viki bókaforlagsins. Því hefur ekki verið lýst að í raun tapaði ríkis- sjóður engu fé á samningnum við Svart á hvítu, því án samningsins hefði fyrirtækið samstundis orðið gjaldþrota án frekari eigna en raun varð á síðar. Því hefur ekki verið lýst að málefni Svarts á hvítu og fleiri fyrirtækja urðu til þess að Ólafur Ragnar breytti stefnu í fjármálaráðuneytinu I I I I , sagt. Hefur hann að okkar mati villt á sér heimildir í kosningabar- áttunni með því að vilja þagga niður allar umræður um þetta. Þetta hafa fjölmiðlar að langmestu leyti látið eftir honum. Okkur er til efs að slíkt gæti gerst í nokkru öðru lýðfrjálsu ríki við sams konar aðstæður. 3. Með auglýsingum okkar er- um við á eigin kostnað að leitast við að bæta úr þessu. Það höfum við gert á mjög málefnalegan hátt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.