Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
2? ( Þess/ \ 1 HLAOPEGU rtffÖG / \ /f&ESSANO// l
©1996 Tribune Media Services, In All Rights Reserved. !f
^l/Jr . l>Þ-J / Ir&T^
Grettir
5Tf23UKA
STRjdJlíA
STKjOKA
STRjOKA
STRJOKA
\
Tommi og Jenni
flttu tiL /npAdLu) Bo-n^
búð'ino?J?oct- (''fer/vi e/íif
perircócK, > suesJcjtJ-
tcirsuberia.? /V buíinaut
0[bctraUa.,.SueskiubaX-
'ibgur! ftann eriscit!,-^
Ferdinand
ÉG ÞORI ekki að líta á einkunna- Hérna, Magga... lítt þú á það og Vá! Þakka þér fyrir, Magga...
spjaldið mitt... segðu mér fréttirnar...
BRÉF • FORSETAKJÖR
Hver borgaði
ferðalögin?
A
Spurning til Olafs Ragnars
Frá Þórdísi Guðbjartsdóttur:
FERÐALÖG Ólafs Ragnars Gríms-
sonar á friðarfundi um allan heim,
sem hann þreytist svo seint á að lýsa
fyrir alþjóð, hljóta að hafa kostað
mikla peninga. Venjulegir launþegar
sem eiga þess sjaldan kost að ferð-
ast út um heim eiga erfitt með að
skilja hvaðan allur farareyririnn hef-
ur borist Ólafi Ragnari. Hann var
lengstum óbreyttur þingmaður.
Hvaðart komu þá allir ferðapening-
arnir, Ólafur?
Væntanlega svarar þú spurning-
unni skjótt og vel hér í Velvakanda.
Flýtir þér að svara áður en þjóðin
tekur afdrifaríka ákvörðun um næsta
forseta íslenska lýðveldisins. Og þú
svarar henni þá væntanlega á þá
leið að þingmannasamtökin alþjóð-
legu hafi borgað brúsann. En hvern-
ig bárust allir þessir peningar til al-
þjóðlegu þingmannasamtakanna?
Hér skal ekki leitt að því getum
að þessir ferðapeningar hafi borist
eftir annarlegum ieiðum til friðar-
samtakanna. En margt skrýtið hefur
komið í ijós við bráðnun jámtjalds-
ins. Meðal annars hefur komið í ljós
við athugun leyndarskjala sovésku
og austurþýsku leyniþjónustunnar
að þar studdu menn með miklum
fiármunum alls kyns „friðarhreyfing-
ar“ á Vesturlöndum. Marmiðið var
að veikja varnir og samstöðu vest-
rænna ríkja. Því miður tók banda-
ríska leyniþjónustan - þegar kalda-
stríðið stóð sem hæst - þátt í fiár-
mögnun ýmissa samtaka sem höfðu
á sér friðsamlegt yfirbragð. Baráttan
um heimsyfirráðin var og er kannski
enn býsna hörð.
Ýmsir miður þjóðhollir einstakl-
ingar tóku þátt í hinum ljóta leik
sovésku leyniþjónustunnar - vafalít-
ið stundum án þess að kanna eða
hugsa út í hvaðan peningamir komu.
Menn verða ætíð að njóta sannmæl-
is. En enn og aftur skal varpað til
þín spumingunni, Ólafur Ragnar
Grímsson, því miklu varðar að for-
seti íslands sé flekklaus sonur sinnar
þjóðar en ekki fyrmm erindreki afla
sem kusu að starfa í skjóli myrkurs.
Spurningin er einföld: Hvaðan komu
ferðapeningarnir?
ÞÓRDÍS GUÐBJARTSDÓTTIR,
skrifstofumaður.
Hvers konar
forseta?
Frá Eydísi Aðalbjörnsdóttur og
Þorkeli Loga Steinsen:
í LJÓSI þeirrar umræðu sem hefur
átt sér stað undanfarið, um jafnrétti
kynjanna með vísun til forsetaemb-
ættis, langar okkur til að koma eftir-
farandi á framfæri.
Við erum þrítug, fi'ögurra barna
foreldrar. Við reynum að spjara
okkur sem hjón, foreldrar og úti á
vinnumarkaði. Okkar fyrirmyndir
eru Pétur og Inga Asta, hjón, sem
Eydís kynntist á unglingsaldri á
ísafirði og við höfum haldið sam-
bandi við síðan. Milli Ingu Astu og
Péturs er jafnræði. Samband þeirra
byggist á hlýju og gagnkvæmri virð-
ingu, sem kristallast í uppeldi á son-
um þeirra, sem nú eru 17 ára, 13
ára og 9 ára. Þau hafa náð því að
vera samstiga í lífinu, hvort sem er
í vinnu eða heimilislífi. Pétur hefur
sterka og hlýja nærveru, er gott
leiðtogaefni án sjálfumgleði eða
hroka. Fyrirmyndin verður ekki búin
til, manneskjan dæmist af verkum
sínum. Það er og verður ekkert leynt
eða hulið í kringum Pétur eða hans
störf.
Við stöndum frammi fyrir ein-
stæðu tækifæri til að fá fóik á Bessa-
staði, sem mun vinna okkur íslend-
ingum mikið gagn og verða fulltrúar
fyrir okkur öll. Við vitum að þau
munu hafa jafnrétti, heiðarleika, trú-
mennsku og framsýni að leiðarljósi.
Við trúum því einlæglega að forseti
íslands eigi að vera fyrirmynd, við
trúum því einnig að eiginleikar
manneskjunnar af hvoru kyninu sem
hún er, eigi að ráða vali kjósenda.
Þess vegna er val okkar auðvelt,
við viljum Pétur og Ingu Ástu á
Bessastaði.
EYDÍS AÐALBJÖRNSDÓTTIR,
ÞORKELL LOGI STEINSEN,
Fáikagötu 18,
107 Reykjavík.
Kosninga-
rétturinn
er dýrmætur
Frá Friðrik Weishappel Jónssyni:
BARÁTTAN fyrir forsetakosning-
arnar virðist vera farin að stjórnast
af einhverju allt öðru en því hvern
fólk telur vera besta frambjóðand-
ann. Kosningar sem einkennast af
slíku eru ekkert annað en skrípaleik-
ur. Sá sem lætur skoðanakannanir
eða álit annarra hafa áhrif á það
hvað hann kýs er að selja sannfær-
ingu sína. Slíkur maður getur varla
haft mikla sjálfsvirðingu.
Pétur Hafstein hefur sagt í sjón-
varpsauglýsingum að atkvæðisrétt-
urinn sé dýrmætur og að það skipti
máli hvemig hann sé notaður. Eg
tek hann á orðinu og ætla að kjósa
Guðrúnu Agnarsdóttur, enda kýs ég
samkvæmt minni sannfæringu og
læt ekki stjórnast af neinu öðru.
Vonandi gera allir slíkt hið sama.
FRIÐRIK WEISHAPPEL JÓNSSON,
Ingólfsstræti 10, Reykjavík.
Forsetafram-
boðsvísur
Frá Óskari Þórðarsyni:
„Megum við fá meira að heyra?‘f
um máttlaust níð sem ekki gagnar.
Getið þið ekki fundið fleira
fáránlegt um Ólaf Ragnar?
Einar Oddur lýsti yfir stuðningi
við Pétur Hafstein, einn fárra þing-
manna:
Flateyraijarlinn er kominn á kreik
og kýs að standa með Pétri.
Og segir kannski þó von hans sé veik:
„Það var ekki annar betri."
Eftir lestur níðgreinar um Ólaf
Ragnar Grímsson í DV 3. júní 1996
eftir Hannes Hólmstein Gissurar-
son, varð til hjá mér þessi staka:
Enn hefur bæst í fjandaflokkinn,
það fer að verða af slíku nóg.
Ekki er Hannes Hólmsteinn sokkinn
í hálfu kafi marar hann þó.
ÓSKARÞÓRÐARSON,
Blesugróf 8, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.