Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 11 FORSETAKJÖR ’96 Kosninga- dagskrá ljósvaka- miðla Morgunblaðið/Ásdís FRÁ undirbúningi fyrir kosning-asjónvarp í sjónvarpssal í gær. Skoðanakönnun Frjálsrar verslunar * _____________ Olafur Ragnar með 39% Félagsvísindastofnun Oákveðnum fjölgar mUli kannana RÍKISSJÓNVARPIÐ og Stöð 2 standa fyrir sameiginlegri kosn- ingavöku í kvöld. Utsending hefst kl. 21.30 og dagskránni lýkur þeg- ar úrslit liggja fyrir. Aðalþulir verða fréttastjórar sjónvarpsstöðvanna, Bogi Ágústs- son og Elín Hirst. Búist er við að fyrstu tölur, a.in.k. frá Reykjavík og Reylqanesi, berist um kl. 22 og rætt verður við forsetaframbjóð- endur þegar þær liggja fyrir. Krislján Már Unnarsson og Helgi Már Arthúrsson ræða við sérfræð- inga og stjómmálamenn um at- kvæðatölur og sýnt verður beint frá kosningavökum frambjóðenda. Auk þess koma fram ýmsir þjóð- kunnir listamenn, s.s. Spaugstofan, Egill Ólafsson, Diddú, Páll Oskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini. Kosningavaka Ríkisútvarpsins hefst kl. 21.40 á rás 1. Fylgst verð- ur með talningu atkvæða og farið á kosningavökur frambjóðenda. Á rás 2 verða nýjustu tölur birtar og fylgst með stöðu mála á heila og hálfa tímanum. Á sunnudag milli kl. 13 og 14 verður nýkjörinn for- seti tekinn tali í beinni útsendingu árás 1. Kosningaútvarpi rásar 1 verður útvarpað á stuttbylgju frá kl. 21.40 og fram til kl. 5 að morgni sunnu- dags á 3295 og 7740 KHZ. Einnig verður kosningaúrslitum útvarpað á sunnudag milli kl. 13 og 14 á hádegistíðnum og 3295 KHZ. FYLGI Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum í dag er 39% samkvæmt skoðanakönnun Fijálsrar verslunar en fylgi Péturs Hafstein er 30%, Guðrúnar Agnarsdóttur 27% og Ástþórs Magnússonar 4%. Ekki er talinn marktækur munur á miili Pét- urs og Guðrúnar. í könnuninni, sem gerð var að kvöldi sl. fimmtudags, náðist tii 1.207 manns. 14% neituðu að svara, óvissir voru 15% og 4% vildu engan. Vikmörk eru 2 til 3%. Samkvæmt könnuninni hefur Guð- rún mest fylgi kvenna af öllum fram- bjóðendum eða 36%. Þannig segist þriðja hver kona ætla að kjósa haná. Sterkasti stuðningsmannahópur Guðrúnar eru konur á aldrinum 18 til 45 ára. í Reykjavík eru þrír efstu frambjóðendurnir nær jafnir að fylgi með um 32% hver. Forskot Ólafs liggur því í fylgi af landsbyggðinni. Óákveðnir eru 15% og hefur óá- kveðnum körlum fjölgað úr 11% í 16% en Ólafur hefur meira fylgi meðal karla en kvenna í könnuninni. Óákveðnar konur eru um 15%. Að- eins bar á að þeir sem eru óákveðn- ir segðust ætla að kjósa þann sem væri í öðru sæti í könnunum. Niður- stöður eru ekki gefnar upp með aukastaf. Fijáls verslun gerði aðra könnun að kvöldi miðvikudags til að sjá hvort hreyfing væri á fylgi milli daga. í þeirri könnun svaraði 691. Þá mæld- ist fylgi Ólafs Ragnars 42%, Péturs Hafstein 30%, Guðrúnar Agnarsdótt- ur 25%_og Ástþórs Magnússonar 3%. Fylgi Ólafs Ragnars minnkaði um 3% milli kvölda á sama tíma og fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur jókst um 2%. í frétt frá Fijálsri verslun er bent á að morguninn áður en seinni könnun- in var framkvæmd birtust umdeildar auglýsingar í Morgunblaðinu um Ólaf Ragnar. Fram kemur að aðeins hafi borið á að þátttakendur segðust styðja Ólaf Ragnar vegna þeirra. Engu að síður lækkar fylgi Ólafs Ragnars daginn eftir og því mætti spyija hvort hann hefði lækkað enn frekar ef auglýsingarnar hefðu ekki komið til. HLUTFALL óákveðinna eykst í nýjustu skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunnar um afstöðu kjós- enda til forsetaframbjóðenda. 26,9% svöruðu „veit ekki“ þegar þeir voru spurðir um afstöðu tii frambjóðenda, en þetta hlutfall var 21,3% í könnun sem gerð var um síðustu helgi. Eftir að þeir sem svöruðu „veit ekki“ höfðu verið spurðir hvern þeir teldu líklegast að þeir myndu kjósa fækkaði óá- kveðnum niður í 13,8%, en í könn- un sem gerð var um síðustu helgi fór hlutfall óákveðinna niður í 7,2% eftir seinni spurninguna. Fleiri ungir kjósendur styðja Olaf Ragnar Stuðningur við Ólaf Ragnar Grímsson meðal kjósenda á aldrin- um 18-24 ára virðist hafa verið að aukast síðustu daga. Ekki er eins mikill munur á stuðningi við Ólaf milli aldurshópa og áður, en hann hefur jafnan mælst með tals- vert meira fylgi meðal eldri kjós- enda en þeirra sem yngri eru. Nú mælist Pétur Kr. Hafstein með meira fylgi meðal eldri kjósenda en þeirra sem yngri eru og er það breyting frá fyrri könnunum. Fleiri framsóknarmenn svöruðu nú í könnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði 25.-26. júní lækkaði fylgi Ólafs Ragnars nokkuð og telur Stefán Ólafsson, forstöðu- maður stofnunarinnar, að skýring- in gæti verið sú að nokkuð færri gáfu upp stuðning við Framsókn- arflokkinn í könnuninni en í fyrri könnunum, en Ólafur hefur átt öflugan stuðning meðal framsókn- armanna. í könnun sem stofnunin gerði 26.-27. júní svöruðu fleiri framsóknarmenn og sjálfstæðis- mönnum fækkaði. Þetta kann að skýra að einhveiju leyti fylgis- aukningu Ólafs milli kannana. Könnunin sem hér er gerð grein fyrir var gerð dagana 26.-27. júní. Hún náði til 1.200 manna og var svarhlutfall 71,1%. 1. Hvern af eftirtöldum frambjóðendum vildir þú helst fá sem næsta forseta íslands? 2. Þau sem sögðu „veit ekki" voru spurð áfram: En hvern telurðu líklegast að þú munir styðja? Þau sem tóku afstöðu 30. maí-5. júní 14.-17. júní 22.-23. júní 25.-26. júní 26.-27. júní j 1. spurning 69,7% 64,1% 73,1% 74,8% 73,1% ! 1. og 2. spurning 83,6% 84,8% 86,7% 87,2% 86,2% | 3,4% 3,3% r +/- ^£^1,2% Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Ástþór Magnússon Óráðnir, skila auðu, kjósa ekki, neita að svara 26,9% Fylgi einstakra frambjóðenda skipt eftir búsetu þátttakenda Niðurstöður eftir Ástþór 1. og 2. spumingu Olafur Ragnar Grimsson Pétur Kr. Hafstein_Guðrún Agnarsdóttir Magnússon Allt landið Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin Fylgi einstakra frambjóðenda skipt eftir kyni og aldri Niðurstöður eftir , 1. og 2. spumingu Olafur Ragnar Grimsson Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Karlar Konur 60-75 ára 45-59 ára 35-44 ára 25-34 ára 18-24 ára I '129,5% ] 26,3% Ástþór Magnússon m 6,0% [| 0,8% 10,6% □ 4,4% □ 3,6% I 19,5% Breyting á fylgi frambjóðenda til embættis forseta íslands á milli skoðanakannana 30. maí-5. júní 14.-17. júní 22.-23. júní 25.-26. júní 26.-27. júní N'ðurstöður Úr ... _ , 1.og2.spurningu 44,1 %Q^ 40i4„/o 41,7% Ólafur Ragnar 39-5% Grfmsson 28,5% 14,0%' .. . Guðrún Pétursdóttir ,0'4%a==D8,3% 4,0% -0,7% 312% PétUrKr' öi,2% Hafstein 26,0% Guðrún Agnarsdóttir 3,1% 1 4,7% 4,9% Ástþór »3,3% Magnússon Hvaða frambjóðanda hyggjast menn kjósa sem næsta forseta Islands?, greint eftir því hvað menn kusu í síðustu Alþingiskosningum Niðurstöður úr 1. og 2. spurningu HH Ástþór Magnússon j I Ólafur Ragnar Grimsson I I Guðrún Agnarsdóttir I I Pétur Kr. Hafstein Kusu Framsóknarflokk Kusu Alþýðubandalag Kusu Þjóðvaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.