Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 29

Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ | LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 29 1 m Hranm/íg ag hrgHingur Þorri tölvuleikja byggist á adrenalínlosti. Arni Matthíasson sökkti sér í hrannvíg og hrylling eina helgi og felldi meðal annars á annað þúsund ófreskjur. TÖLVULEIKIR sem byggja á adrenalínlosti, þ.e. að sá sem leikur er sem negldur við skjáinn í svitabaði og spennu- losti, eru legíó og þeir bestu bráðgóð skemmtun. Doom, sem byggðist á því að drepa og drepa eða verða drepinn, var byltingarkenndur leik- ur í skjáuppsetningu og þrívíddar- umhverfí og í kjölfarið fyldi grúi álíka leikja. Þó Doom sé enn sá besti þessarar gerðar eru margir bráð- skemmtilegir leikir til, til að mynda Duke Nukem, en þriðja útgáfa þess leiks er dæmigerður þrívíddarleikur og gengur út á það eitt að drepa ófreskjur eða verða drepinn ella. Flestir þeir sem á annað borð hafa leikið sér á tölvu kannast við Apogee-fyrirtækið. Það kynnti nýja háttu í leikjadreifingu; hver sem vildi gat fengið fyrsta hluta leiks endurgjaldslaust en vildi hann meira varð að kaupa framhaldið. Þetta bar slíkan árangur að áður en varði voru Apogee-menn komnir í samvinnu við ýmsa framsæka leikjaframleiðendur, þar á meðal ID hugbúnaðarhúsið sem kynnti nýjan leik í samstarfi við Apogee, Wolfen- stein. Sá leikur byggðist á fyrstu persónu, þ.e. sá sem lék sá það sama og hann hefði séð væri hann á staðn- um. Leikurinn hófst þar sem leik- andinn vaknaði í klefa í dýflyssu nasista og þurfti að skjóta sér leið út, fyrst með skammbyssu en á leið sinni fann hann sitthvað öflugra, til að mynda hríðskotabyssu, sprengju- vörpu o.fl. skemmtileg tól. Wolfen- stein var í átt að þrívídd, en fyrsti þrívíddarleikurinn sem eitthvað kvað að var áðurnefndur Doom, ekki þó í eiginlegri þvívídd en allná- lægt því. Ki/alastunur,; sprengignýr ag dauáahrgglur Duke Nukem, eða Nukum eins og hann hét um tíma, var áþekkur Apogee-leikjunum; hann var tví- víddarleikur þar sem persónunni var stýrt um einskonar slönguspil, upp og niður stiga og palla. Duke Nukem 3D er svo frábrugðinn þessu að hann á lítið sameiginlegt nema nafnið. Eins og 3D-viðskeytið gefur til kynna er hann þrívíddarleikur, hljóðrásin er mjög mögnuð, með til- heyrandi kvalastunum, sprengigný og dauðahryglum ófreskjanna þeg- ar við á. Vopnin eru ýmiss konar, skammbyssa, haglabyssa, vélbyssá, sprengjuvarpa, rörasprengjur, eld- flaugabyssa, minnkari, leysi- sprengjur og frystibyssa. Ófreskj- urnar eru og fjölbreyttar, ófreskju- svín með haglabyssur, óhrjáleg skrímsli sem ganga með geislabyss- ur, einskonar kolkrabbi sem nagar af manni holdið og drepur með hugsanabylgjum, einfrumungur sem sýgur heilann út um nefið, sjálf- virk flugskeyti, einskonar eðlu- ófreskja með hríðskotabyssu og ill- virki á svifnökkva sem skýtur sprengjuflaugum. I lok hvers hluta þarf síðan að takast á við öflugi-i ófreskjur, eina í hverjum hluta, og þá þarf að taka á öllu tiltæku. Leikur eins og Duke Nukem 3D kallar ekki á mikla hugsun og með þolinmæði má þræla sér i gengum hann á tiltölulega skömmum tíma. I hverju borði eru aftur á móti fjöl- mörg leynisvæði og sumir vilja ef- laust gefa sér tíma til að fínna leynd- armálin. Einnig er hægt að velja styrkleikastig, allt frá Piece of Cake, eða hægðarleikur, í Damn, I’m Good, eða fj. góður. Foreldrar hansarós kr/sik. 10 sik. kr. 599 Afskornar rósir 1. flokknr (stórar og flottar) aðeins sem áhyggjur hafa af ofbeldinu geta læst leiknum og þá dregur verulega úr ofbeldinu og vígin verða ekki eins blóðug. Óritskoðaður er leikurinn allgroddalegur, líkamshlutar fljúga um allt þegar mest gengur á og blóðslettur ganga í gusum með til- heyrandi hljóðrás. Dráp ng djöflagangur Duke Nukem 3D er dæmigerður fyrir leik sem heltekur þann sem leikur og það svo gersamlega að áður en varir er búið að eyða lung- anum úr nóttinni í dárp og djöful- gang. Eftir hverja lotu stendur leik- andinn upp eins og undin tuska, en þegar einu sinni er búið að fara í gegnum leikinn er kannski ekki mik- ið sem kallar á frekari dráp, í það minnsta ekki fyrr en næsta útgáfa kemur á markað. Duke Nukem 3D fæst m.a. í Skíf- unni „Megabúð" og B.T. tölvum. í Skífunni kostar hann 4.699 kr., en 4.600 í B.T. tölvum. Leikurinn er á geisladiski, en með á disknum fylgja Duke Nukem 1 & 2 og sitt- hvað fleira, til að mynda tól til að búa til eigin borð o.fl. Mælt er með 66 MHz 486-tölvu hið minnsta með 16 Mb minni, SVG skjá, 30 Mb lausu rými á hörðum diski og 16 bita hljóðkorti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.