Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Kjósum Guðrúnu Agnarsdóttur, málsvara mannréttinda MEÐ HVERJUM nýjum kosn- ingum eykst máttur auglýsinga. Þær eru að vissu marki tákn um markaðsvæðingu þjóðfélags okkar. Myndefni með prúðbúnum fram- bjóðendum ásamt fjölskyldu er stillt upp á ólíklegustu stöðum og í frétt- um dynja klisjukenndar yfirlýsing- ar um hvernig frambjóðendur ætla að rækja embætti forseta líkt og á vörukynningu í stórmarkaðnum. Frambjóðendumir virðast enda við fyrstu sýn býsna líkir eða hafa upp á það sama að bjóða, enda er eins og hver elti viðhorf hinna til að bjóða sama vöruúrval. Eg er þó sannfærður um að frambjóðend- urnir eru ekki aðeins afar ólíkir sem persónur heldur tnyndu þeir rækja embætti forseta íslands með tals- vert ólíkum hætti. Fyrst langar mig til að minna á kosningarnar 1980. Þá voru fjórir frambjóðendur, þar af þrír karlar og ein kona, alveg eins og nú. Einn karlanna var virtur og vammlaus embættismaður, annar þekktur fyrir störf í þágu Há- skóla íslands og sem sáttasemjari en sá þriðji var mörgum þá ráðgáta þótt enginn efaðist um atorku hans. Fólkið valdi kon- una, ekki vegna þess að hún var kona, held- ur vegna þess hvaða einstakling hún hafði að geyma. Hún var þekkt fyrir að vera hrein og bein, heiðar- leg, greind, harðdug- leg, með mikið frum- kvæði og hún átti sér ekki fortíð í spilltum ákvörðunum stjórn- málalífsins. Fáum blandast hugur um það í dag að þetta val var rétt. Áhrif forsetans á þjóðarsálina og ímynd okkar innávið og útávið hafa rist dýpra og eru víðtækari en við skynjum meðan við njótum enn starfskrafta hennar. Enn á árinu 1996 eru boðnir fram þrír karlar og ein kona. Pétur Kr. Hafstein hefur átt farsælan og flekklausan feril sem embættismaður en skoðanir hans á helstu þjóðmálum hafa ekki verið kynntar sérstak- lega mikið í þessari framboðsbaráttu. Ástþór Magnússon er óþekkt stærð. Eng- inn efast um að hann berst fyrir friði, sér- staklega Friði 2000, en einnig hans afstaða til annarra almennra þjóðfélagsmála er nokkuð á huldu. Þriðji karlframbjóðandinn, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, kemur hins vegar úr heimi stjórnmálanna. Hann sker sig úr fyrir margra hluta sakir. Hann er þekktur sem harð- drægur og óvæginn stjórnmála- maður, þingmaður og ráðherra, fyrst sem framsóknarmaður og svo Birgir Björn Siguijónsson alþýðubandalagsmaður, sem hefur tekið þátt í öllum þessum venjulegu hrossakaupum stjórnmálamanna. Hann gerði á sínum tíma kjara- samninga fyrir hönd ríkisins við þúsundir ríkisstarfsmanna og hik- aði ekki við að rifta sömu samning- um með bráðabirgðalögum sem samkvæmt dómi Hæstiréttar fólu í sér brot á stjórnarskránni. Riftun þessara samninga var sérstakt áfall fyrir jafnréttisbaráttu háskóla-' menntaðra kvenna. Hann hefur meðvitað att saman stéttarfélögum háskólamanna og ófaglærðra, þeg- ar það hentaði hans persónulegu hagsmunum. Aðrir hafa rakið þátt hans í ófyrirleitnum skattaaðgerð- um, Hafskipsmáli og fleiru. Skiptir þessi fortíð máli við val á forseta? En einmitt þegar einn frambjóð- endanna á sér svona mislita fortíð og marga andstæðinga, þá er eins fjölmiðlar hafi sameinast um að þögn skuli ríkja um fortíð allra frambjóðendanna, nema ef nefna skyldi upphlaup Stöðvar 2 í kring- um eina Morgunblaðsgrein Péturs Kr. Hafstein fyrir mörgum árum! Við þessar aðstæður er það okk- ar lán að Guðrún Agnarsdóttir býð- ur sig fram til embættis forseta íslands. Guðrún er þekktur læknir og vísindamaður. Guðrún hefur einnig skapað sér sess í íslensku samfélagi sem sérstakur málsvari kvenna, barna og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, ekki aðeins sem þingmaður heldur einnig og ekki síður sem einstaklingur. Hún hefur sannarlega verið í farar- broddi sem baráttukona fyrir mannréttindum fólksins í landinu. Það er verðmæt reynsla fyrir vænt- anlegan forseta. Guðrún hefur einnig starfað mikið á erlendum vettvangi og er víða þekkt af verk- um sínum. Guðrún er dugnaðar- forkur með mikið frumkvæði. Fyrir utan allt annað er hún sérstaklega glæsilegur fulltrúi hvenær sem hún kemur fram. Guðrún Agnarsdóttir þarf ekki að fela eða flýja neitt í sinni fortíð. Valið á kjördegi stendur sannar- lega ekki á milli Ölafs Ragnars eða Péturs heldur um það hvers konar forseta við viljum ogþurfum. Verk- efni næsta forseta Islands verður að leiða okkur í gegnum enn meiri samfélagsbreytingar en síðustu 50 árin. Við þurfum ekki endilega konu sem forseta. En við þurfum forseta sem er öflugur málsvari mannréttinda hvar sem er og hve- nær sem er. Við þurfum forseta með djúpa réttlætiskennd. Við þurfum forseta með framtíðarsýn. Við þurfum forseta á friðarstóli sem er hafinn yfir flokkadrætti og hagsmunapot og forseta sem er ekki hundeltur af fortíð sinni. Við þurfum nefnilega forseta sem við getum öll sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Guð- rúnu Agnarsdóttur. BIRGIR BJÖRN SIGURJÓNSSON Höfundur er framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Ekki Ólaf ALLT virðist nú benda til þess að íslenskir kjósendur sendi Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastaði. Það er nokkurt áfall, því Ólaf- ur hefur í gegnum tíð- ina stundað það öðrum mönnum fremur að höfða til lökustu part- anna í íslendingum, öf- undar, dómgirni og . mannúðarleysis. Þekkt- ustu dæmin eru árás- irnar á á Flugleiða- menn 1980, Hafskips- menn 1985 og Magnús Thoroddsen 1989. Manni skánar ekki við að rifja upp hve þjóðarsálin var oft tilkippileg að slást í för með Ólafí Ragnari og fleirum, og mér þætti betra að geta svarið fyrir að hafa einhvem tíma verið tilbúinn að tölta með. En það er óhæfa að gera Bessastaði að minjasafni um mann- úðarleysi. Margir kjósendur bregðast reiðir við þegar menn rifja upp syndir Ólafs Ragnars eða hamskipti hans úr ftjálslyndum vinstrimanni 1974 í sjóðheitan sósíalista 1976, úr glaðbeittum gistivini Sjáseskús 1984 í sjokkeraðan ferðamann við upprifjun sex árum seinna og nú síðast úr örlítið óvissum trúleys- ingja í nóvember í kórréttan kirkju- sækjanda í kosningabaráttunni. En mannkostir forsetaframbjóðenda eru meginatriði og um þá er enginn gildari vitnisburður til en verk manna og ferili. Menn verða Iíka að átta sig á að það er ekki daðrið við Sjáseskú sem hneykslar, enda var það alsiða á 7. og 8. áratugun- um, og ekki heldur óvissan um al- mættið (sem nú má heita sannað að Ólafur sór ekki af sér) og tæp- lega sósíalismi Ólafs, sem einhveij- um gekk reyndar illa að taka alvar- lega. Hneykslunarefnið er sá eigin- leiki að hafa alltaf þá sannfæringu sem hentar aðstæðum. Það er ekki ærlegt, og það er beinlínis afleitt hjá forsetaefni sem hefur þráfald- lega bent á möguleika forsetans til að taka sér aukin völd. Stuðningsmenn Ól- afs Ragnars halda því fram að andstaðan við hann muni hjaðna og að hann geti orðið sameiningartákn eins og Ásgeir Ásgeirsson varð eftir harðari kosningabaráttu en þessa. Þá voru aðrir tímar í stjórnmálum og menn verða að átta sig á því að rétt eins og með Kristján og Vigdísi seinna lék lítill vafi á að Ásgeir Ás- geirsson væri góð- gjarn og ærlegur maður. Fátt hélt því aftur af mönnum að taka hann í sátt. Þeim, sem ekki þekkja, skal bent á að í kosningunum 1926 var málflutningur Ásgeirs tekinn sem dæmi um bætta siði í harkalegri stjórnmálaumræðu (sbr. ævisögu Ólafs Thors, 1. bindi, bls. 106) og að Ásgeir mótmælti samkvæmt fundargerðum Framsóknarflokks- ins hvemig Tíminn væri notaður til að sparka í Magnús Guðmunds- son, dómsmálaráðherra, sem væri „ekki tilfinningalaus fremur en aðrir menn“ þótt ráðherra flokksins hefði kært Magnús fyrir fjársvik, sem hann var síðar sýknaður af (sbr. ævisögu Jónasar frá Hriflu, 3. bindi, bls. 16). Það er jafnvafa- laust að Ásgeir Ásgeirsson var þekktur að prúðmennsku og að Ólafur Ragnar er með stóryrtustu pg óvægnustu stjórnmálamönnum íslendinga á seinni hluta þessarar aldar og jafnvel fremstur í þeim flokki. Samlíkingin með þeim Ás- geiri og Ólafi og ályktanir af henni eru því út í hött. Það er erfitt að finna skýringar á öflugum stuðningi kjósenda nú við stjórnmálamann sem þeir mátu til skamms tíma einna minnst allra samkvæmt skoðanakönnunum. Nærtækast er að fólki finnist mik- ið til um menntun Ólafs Ragnars og skarpa greind, glæsileika sem hefur komið með árunum, fumlaus- Ragnar Markús Möller an málflutning og heimsmannslegt fas. Flestir taka þó væntanlega undir að ef góðgirni og ærleika skortir, þá eru fágun, próf og gáf- ur einungis ómerkilegt tildur. Það má vel vera að ég sé minnugri á syndir Ólafs vegna þess að ég hef lafað saman við Sjálfstæðisflokkinn frá blautu barnsbeini þrátt fyrir einstaka efaköst og seinustu miss- erin einhveija sambúðarerfiðleika. Ég tel mig þó hafa leitað af mér allan grun í sálartetrinu og mega fullyrða að andstaða mín við Ólaf • mótist að öðru leyti ekki af stjórn- málaskoðunum hans eða mínum. Því til styrkingar treysti ég mér til að fullyrða að ég hefði getað sætt mig við að sameinast öðrum eftir kosningar til dæmis um Ragnar Arnalds eða Valgerði Sverrisdóttur gða Rannveigu Guðmundsdóttur. Án þess að mögla. Ég veit heldur ekki betur en þau séu vænar og heiðarlegar manneskjur sem myndu varðveita stjórnskipun ís- lands eftir bestu getu og samvisku. Það sem gerir að ég sætti mig ekki við Ólaf er hins vegar að ég tel stjórnmálaferil hans bera vott um óvenjuiegan skort á góðgirni og ærleika á opinberum vettvangi. Sú skoðun hefur ekki veikst við að lesa bréf Ragnars Kjartanssonar í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Að kjósa Ólaf án þess að að lesa bréf Ragnars nálgast að mínu viti brot á þegnskyldu. Þá sem ekki lesa vantar að minnsta kosti mikið upp á myndina af forsetaefninu og and- stöðunni við það. I öllum bænum lesið bréfið áður en þið kjósið Ólaf. Meðan skoðun mín á Ólafi breyt- ist ekki, sameinast ég auðvitað ekki einum eða neinum um þennan tilvonandi forseta, og ljóst er að fleiri eru sama sinnis. Mörgum stuðningsmönnum Ólafs stendur trúlega á sama um þessa þver- móðsku, en þeim sem kjósa Ólaf í þeirri vissu að hann sé góðgjarn maður og ærlegur kann að þykja líklegt að hún hjaðni. Ef þeir hafa rétt fyrir sér um Ólaf, gæti hitt gengið eftir líka með tíð og tíma. Ef þeir hafa rangt fyrir sér, er þjóð- areining á þunnum ís og forseta- embættið í háska. Þess vegna ligg- ur nú mikið við að sérhver kjós- andi geri það upp við samvisku sína að sá eða sú sem hann styður til Bessastaða sé góðgjörn og ærleg manneskja sem treystandi er til að varðveita íslenska stjórnskipun. MARKÚS MÖLLER Höfundur er hagfræðingur. I forseta- kosningum UM FÁTT er meira talað þessa dagana en væntanlegar forseta- kosningar og um það hver verði kjörin og hvers vegna. Mikið er rætt um valdsvið, um- gjörð og ábyrgðarhlut- verk forsetaembættis- ins en minna hefur far- ið fyrir umræðu um þá ábyrgð og þær siðferð- isskyldur sem okkur kjósendum eru lagðar á herðar. Sá sem vill taka ábyrga afstöðu í forsetakosningunum verður að gera sér fulla grein fyrir þeim skyld- um sem fylgja rétt- inum til þess að kjósa. Þessi réttur sem við í dag teljum svo sjálfsagðan og eðlilegan var ekki unninn baráttu- laust. Hundruð þúsunda manna um allan heim hafa lagt lífið að veði í gegnum árin til þess að við, sem á Islandi og annars staðar í lýðræði- slöndum búum, getum notið þeirra grundvallarmannréttinda að fá að kjósa okkur þjóðhöfðingja. Vegna.þess að kosningarétturinn er ekki sjálfgefinn, heldur afrakstur 600 ára sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar, verðum við að fara með hann af skynsemi og siðferðisþroska. Oft hafa kjósendur í lýðræðislöndum lát- ið glepjast af fallegu brosi og hljóm- fögrum orðum frambjóðenda en eftir kosningar hafa þeir látið sitt sanna eðli í ljós. Hafa þá margir óskað þess að þeir hefðu krossað við ann- ars staðar á kjörseðlinum og breytt þá málum þegar tækifæri var til í stað þess að taka áhættu í kosning- um. Sem betur fer hafa sh'k siðferðis- leg óhöpp sjaldan orðið þar sem lýð- ræði er rótgróið og fólk er vel upp- lýst, heldur eru þau algengari í ný- ftjálsum löndum þar sem lýðræðið stendur enn á brauðfótum og kjós- endur hafa enn ekki tamið sér nauð- synlega siðferðis- og ábyrgðarkennd í kjörklefanum. Áhættan er allt of dýr Flestir frambjóðendur til væntan- legra forsetakosninga eru flekklausir góðborgarar sem myndu án efa vera landi og þjóð til gagns og nauðsynja ef þeir kæmust til Bessastaða, Én þetta get ég því miður ekki fullyrt um alla frambjóðendur, ekki af því að ég þekki þá per- sónulega af einhveijum óheilindum, heldur hefur verið sáð fræi efa í huga minn. Þjóðkunnir menn sem í gegnum tíðina hafa verið þekktir af dreng- skap og góðum verkum hafa sáð þessum efa- semdum í huga minn. Þetta féll í góðan jarðveg þar sem undanfarið hef- ur verið að rifjast upp ýmislegt úr fortíð fram- bjóðenda undanfarið sem stutt hefur verið hald- góðum rökum. Þannig hafa birst greinar og ummæli sem ýmsir sannir Islendingar hafa látið falla um vafasama fortíð ákveðins frambjóðanda. Ég verð því að skoða hug minn og spyija mig þeirrar spurn- ingar hvort það geti verið ábyrgt eða siðferðilega rétt af mér sem kjósanda að greiða mitt atkvæði frambjóðanda með vafasama fortíð. Er eðlilegt að kjósa frambjóðanda sem mætir menn hafa sagt að fari með ósatt mál, fram- bjóðanda sem misnotað hefur aðstöðu sína gróflega sem ráðherra, frambjóð- anda sem sóað hefur almannafé til þess að hygla vinum og flokksgæðing- um, frambjóðanda sem kastar hug- sjónum sínum frá sér í von um fylgi og embætti? Okkur kjósendum, sem afkomend- um þeirra kvenna og karla sem börð- ust fyrir stofnun lýðveidis á íslandi og sem foreldrum þeirra barna sem á Islandi eiga eftir að búa um ókomna framtíð, er ekki siðferðilega stætt á því að taka áhættu við val á forseta. Ábyrgur kjósandi verður að láta allan vafa um heiðarieika, ættjarðarást, siðferðisvitund, og áreiðanleika for- setaframbjóðenda koma fram í vali sínu á forseta. íslenska þjóðin hefur ekki efni á því að við tökum áhættu við forsetaval. íslenska þjóðin hefur ekki efni á að fá lýðskrumara á Bessastaði, hún þarf að geta samein- ast heilshugar að baki nýjum forseta. SVAVAR HALLDÓRSSON. Höfundur er áhugamaður um bætt siðferði í stjórnmálum. Svavar Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.