Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Eins hreyfils flugvél nauðlenti í Geldinganesi í gærkvöldi Tveir menn sluppu ómeiddir TVEIR menn sluppu ómeiddir eftir að eins hreyfils tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152 í eigu Flugtaks hlekktist á í nauðlendingu í Geldinganesi skömmu fyrir kl. hálfátta í gær- kvöldi. Karl Alvarsson flugumferð- arsljóri segir að vélin hafi farið í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 19.15 og hefði neyðarkall borist mjög skömmu síðar. Flugmaðurinn hugðist nauð- lenda í Mosfellsbæ en náði því ekki og nauðlenti í Geldinga- nesi. Að sögn Skúla Jóns Sigurðar- sonar, formanns rannsóknar- nefndar flugslysa, missti hreyf- ill vélarinnar afl og stöðvaðist. í nauðlendingunni hlekktist vél- inni á og henni hvolfdi. Flug- stjórn gerði Landhelgisgæsl- unni samstundis viðvart og var þyrlan TF-SIF, sem þá var ný- lent á Reykjavíkurflugvelli, send upp í Geldinganes. Hún lenti þar kl. 19.31 og flaug með mennina á Reykjavíkurflugvöll. Þeir voru ómeiddir. Skúli Jón segir að vélin hafi verið tekin á leigu af einkaflug- manni og hann hafi ætlað að fljúga til Stykkishólms með einn farþega. Hann segir að flak vélarinnar hafi verið fjarlægt í gærkvöldi og hreyfill hennar tekinn til rannsóknar. Hann segir að rannsókn á til- drögum slyssins muni beinast að því að komast að ástæðum þess að hreyfillinn stöðvaðist. Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna Líkist landsmóti Hellu. Morgunblaðið. FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenskra hestamanna fer fram dagana 3.-7. júlí nk. á Gaddstaðaflötum við Hellu. Að mótinu standa 16 hesta- mannafélög á Suðurlandi, en starfs- svæði þeirra er frá Lómagnúpi í austri að Hvalfjarðarbotni í vestri. Þar sem flest stærstu hesta- mannafélög landsins taka þátt í mótinu lætur nærri að 70% skráðra félagsmanna í Landssambandi hestamanna (LH) eigi þar aðild. Fjórðungsmót á Suðurlandi líkist þannig landsmóti að umfangi. Vegna nýlegra breytinga á lögum LH er útlit fyrir að þetta fjórðungs- mót verði hið síðasta á Suður- landi, enda er gert ráð fyrir að landsmót verði framvegis annað- hvert ár en ekki á fjögurra ára fresti eins og verið hefur. Á Gaddstaðaflötum hefur á und- anfömum árum verið unnið að gagngerri uppbyggingu svæðisins, en fyrir landsmótið 1994 má segja að það hafi verið komið í núver- andi horf og telst nú með betri mótssvæðum landsins. Öli aðstaða verður innan seilingar fyrir hesta- menn, beitarhólf, tjald- og bíla- stæði auk fjölbreyttrar veitinga- sölu á svæðinu. Þá eru aðeins nokkur hundruð metrar i aðra þjónustu á Hellu. Búist við fimm þúsund manns Að sögn Fannars Jónassonar, framkvæmdastjóra FM, er von á a.m.k. fimm þúsund manns á mót- ið en gestir munu hafa verið um tíu þúsund á síðasta landsmóti. „Færri gestir á fjórðungsmóti er aðallega vegna færri erlendra gesta, sem verða þó um eitt þús- und, en fjöldi hrossa sem sýndur verður slagar upp í fjöldann á landsmóti, en reiknað er með að sýnd verði um sex hundruð hross.“ Að sögn Fannars verður mótið sett miðvikudaginn 3. júní. Fyrstu tvo daga mótsins verða kynbóta- hross hæfileikadæmd og fram fer forkeppni í öllum flokkum gæð- inga. Þessi forkeppni er nýmæli og er framkvæmd eftir nýsettum reglum LH. Á mótinu verða enn fremur sýningar kynbótahrossa, kappreiðar, ræktunarbússýningar, útreiðatúr og kvöldvökur. Þá mun hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar leika fyrir dansi í risatjaldi á föstudags- og laugardagskvöld. Kosninga- skrifstofa Upplýsingar um forseta- kosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um kjörskrá og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 Morgunblaðið/Júlíus Rit með fróðleik um hag landbúnaðar 4.638 lögbýli voru í byggð árið 1994 38% sauðfjárbænda eldri en 55 ára HJÁ Hagþjónustu landbúnaðarins er komið út ritið Hagur landbúnað- arins, sem stofnunin tekur saman á tveggja ára fresti. Ritið skiptist í 12 kafla sem hver um sig fjallar um tiltekinn málaflokk í máli og tölum. Megináhersla er lögð á umfjöllun um tímabilið frá 1990- 1994. í fréttatilkynningu kemur fram að mikinn fróðleik sé að fínna í ritinu um íslenskan landbúnað. Af einstökum málaflokkum sem teknir eru til umfjöllunar má nefna eignarhald og ábúð á bújörðum, framleiðslu, verðlagsmál, sam- setningu framleiðenda eftir aldri og búsetu, og afkomu í landbún- aði. Fardagaárið 1993/94 voru alls skráð 4.638 lögbýli í byggð á ís- landi. Auk þeirra voru skráðar eyðijarðir 1.836. Verðlagsárið 1993/94 voru 3.233 býli skráð með kýr og/eða sauðfé. Svína- kjötsinnleggjendur voru 116 að tölu og innieggjendur eggja og alifuglakjöts 61. Um 38% þeirra sem lögðu inn afurðir af sauðfé árið 1994 voru eldri en 55 ára og framleiddu þeir um 34% af öllu kindakjöti. Af mjólkurinnleggjend- um voru á sama tíma 33% yfir 55 ára aldri og framleiddu þeir um 27% af allir mjólk. í umfjöllun um verðlagsmál í Hagi landbúnaðarins kemur m.a. fram að raunverð á nýmjólk og fyrsta flokks dilkakjöt, (bæði verð til bænda og smásöluverð), hefur farið lækkandi á undanförnum árum, samtímis því sem miklar breytingar hafa orðið á rekstrar- umhverfí landbúnaðarins. Hagur landbúnaðarins er 160 bls. og fæst hjá útgfeanda, Hag- þjónustu landbúnaðarins á Hvann- eyri. Skoðanakannanir _______________._.—— Ólafur Ragnar með 37,7-40,4% ÓLAFUR Ragnar Grímsson fær 40,4% fylgi ef miðað er við þá sem afstöðu tóku í skoðanakönnun DV og Stöðv- ar 2 sem birt var í gær. Næst- ur kemur Pétur Kr. Hafstein með 29,6% fylgi, þá Guðrún Agnarsdóttir með 27,5% og loks Ástþór Magnússon með 2,5%. Fylgi Ólafs Ragnars er rúmum sex prósentustigum lægra en í síðustu könnun DV 20. júní en Guðrún Agn- arsdóttir eykur við sig um átta prósentustig. Fylgi Pét- urs Kr. Hafstein er rúmu pró- sentustigi lægra en í síðustu könnun. Gallup-könnun Samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallups á íslandi fyrir Sjónvarpið, er fylgi við Ólaf Ragnar Grímsson 37,7% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni. Pétur Kr. Haf- stein fær 30,8%, Guðrún Agn- arsdóttir 28,2% og Ástþór Magnússon 3,4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.