Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 13
FRÉTTIR
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Góð byrjun
í Vopnafirði
og Dölum
GLÍMT við vænan lax í Kvíslafossi í Laxá í Kjós.
VEIÐI byijaði vel í Selá í Vopna-
firði eftir hádegi á fimmtudag.
Gekk svo mikið á, að þrír laxar
voru komnir á land eftir kortér.
Alls veiddust 7 laxar á fyrstu
vaktinni og í gærmorgun veidd-
ust nokkrir tilviðbótar.
Friðþjófur Thorsteinsson,
kokkur í Hvammsgerði, veiðihúsi
neðra svæðis Selár, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærdag
að laxarnir hefðu veiðst mjög
víða á svæðinu, m.a. tveir í Rauð-
hyl sem er fyrir ofan Selárfoss.
Er það mjög óvenjulegt að fiskur
sé genginn upp fyrir svo snemma
sumars.
„Annars veiddust þeir víða,
allt frá Rauðhyl og niður að sund-
laugarsvæðinu. Þetta voru mest
11-13 punda fiskar, en tveir
smærri, 3 og 7 punda. Mest
veiddist á spón,“ bætti Friðþjófur
við. Þorsteinn Þorgeirsson, bóndi
á Ytri-Nýpum, sagði í samtali við
Morgunblaðið að menn væru því
ekki óvanir að vel veiddist við
opnun í Selá, en þetta væri lífleg
opnun og gaman að sjá hve lax-
inn væri kominn langt fram ána.
Búast mætti við því að lax væri
kominn inn á efra svæðið, kennt
við Leifsstaði, en þar hefst veiði
ekki fyrr en í miðjum júlí.
Góð byrjun í Dölunum
„Þetta fór ljómandi vel af stað,
veiðin byrjaði eftir hádegið á
miðvikudag og veiddust þá 23
laxar. í gær veiddust svo 18 lax-
ar og þeir voru eitthvað búnir
að fá í morgun síðast þegar ég
vissi,“ sagði Gunnar Björnsson,
kokkur í veiðihúsinu Þrándargili
við Laxá á Ásum, í gærmorgun.
Hann sagði talsvert af laxi og
væri hann vel dreifður um ána.
„Þetta er mest veitt á maðk,
en eitthvað á flugu og flestir eru
laxarnir stórir, 10 til 16 pund.
Menn eru mjög hressir hérna eins
og vonlegt er,“ bætti Gunnar við.
Júlíana Magnúsdóttir sem rek-
ur veiðihúsið við Haukadalsá
sagði að veiði hefði byijað 15.
júní og miðað við ástundun væri
veiði mun betri en tvö síðustu ár.
„Þetta er eldra fólk sem er hér
alveg til 6. júlí. Það stundar veið-
ina mjög lítið, er í mesta lagi að
veiða 4-5 tíma á dag og fer sér
hægt. Miðað við það myndi ég
segja að veiðin væri mjög góð,
en háar tölur koma ekki héðan
fyrr en viku af júlí,“ sagði Júl-
íana.
„Það hafa verið stórar göngur
og mikið líf í morgun og í gær.
Straumurinn er stærstur 2. júlí
og hann lofar góðu. Stóri straum-
ur um þjóðhátíðina virðist hafa
brugðist nokkuð, en nú er þetta
vonandi að koma,“ sagði Páll G.
Jónsson, leigutaki Laxár í Kjós,
í gærmorgun. Þá voru komnir
rúmlega 100 laxar á land og fisk-
ur dreifður um alla á. Nokkrir
fiskar hafa einnig veiðst í Bugðu.
Páll er ennfremur með Haf-
fjarðará innan sinna vébanda og
sagði hann um 60 laxa vera
komna þar á land og væri það
viðunandi. „Það er talsvert af
laxi og fiskur að ganga, en hann
hefur tekið grannt og menn hafa
misst fleiri en þeir hafa náð,“
sagði Páll.
Yígður til
Staðastaða-
prestakalls
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, vígir sunnudaginn 30.
júní Guðjón Skarphéðinsson, guð-
fræðing, til Staðastaðaprestakalls
í Snfællsness- og Dalaprófats-
dæmi. Athöfnin fer fram í Dóm-
kirkjunni.
Vígsluvottar eru Ingiberg J.
Hannesson, prófastur, sem lýsir
vígslu, sr. Gísli Kolbeins, fyrrum
sóknarprest'ur, sr. Jón Bjarman,
sjúkrahúsprestur, sr. Lárus Þ. Guð-
mundsson, sendiráðsprestur, sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, dóm-
kirkjuprestur þjónar fyrir altari
ásamt biskupi. Organisti er Mar-
teinn H. Friðriksson og stjórnar
söng Dómkórsins. Messan hefst kl.
10.30 og eins og ávallt eru allir
velkomnir til guðsþjónustunnar,
segir í frétt frá biskupsritara.
----------♦ ♦ ♦----
Síðasti dagur
Kringlukasts
Á MIÐVIKUDAG hófst Kringlukast
í Kringlunni. Margir hafa gert góð
kaup þessa dagana á nýjum vörum
með allt að 20-50% afslætti, að því
er kemur frám í fréttatilkynningu.
Kaupleikurinn „stóri afsláttur“
nýtur vinsælda, en í honum er dreg-
ið fjórum sinnum á dag um einn
þátttakanda, sem gefst kostur á að
kaupa veglega vöru með miklum
afslætti. Kringlukastið stendur yfir
í fjóra daga að þessu sinni og því
lýkur í dag.
24 milljónum úthlutað
úr forvamasjóði
TÆPLEGA 24 milljónum króna
hefur verið úthlutað úr Forvarna-
sjóði til 27 styrkþega. íþróttasam-
band íslands og Ungmennafélag
íslands fá 4 milljónir vegna verkefn-
is til tveggja ára. 93 umsóknir bár-
ust um styrk samtals að upphæð
85,7 milljónir auk 20 umsókna þar
sem engin upphæð var nefnd.
í frétt frá heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytinu segir að 50 millj-
ónum verði varið til áfengisvarna
og bindindismála samkvæmt fjár-
lögum ársins 1996. Þar af ráðstafar
Forvarnasjóður 28,9 milljónum. Að
sögn Þóris Haraldssonar, formanns
sjóðsstjórnar, er enn 4,4 milljónum
óúthlutað. Af 21,1 milljón sem fjár-
laganefnd Alþingis hefur til ráðstöf-
unar er veitt tæpum 10 milljónum
til áfengisvarnaráðs auk úthlutunar
til áfangaheimila og félagasam-
taka.
Fræðslumiðstöðin í fíkniefnum
fær samtals 3 milljónir vegna
fræðsluefnis, bæklinga, ráðgjafar,
upplýsinga og samstarfsverkefnis.
SÁÁ fær samtals 3 milljónir vegna
fræðslustarfs í samvinnu við sveit-
arfélög og til annars fræðsluefnis
þar með talin myndbönd. Jafningja-
fræðsla fær 2 milljónir, Vímulaus
æska og Barnaheill fá samtals 1,5
milljónir, Vímuvarnaskólinn fær 1,5
milljónir og Risið fær 1,3 milljónir.
Takmarkið fær 900 þús., Vernd
fær 850 þús., Skjöldur fær 750
þús., Rannsóknastofnun uppeldis-
og menntamála fær 600 þús. Vímu-
laus æska, STOPP-leikhópurinn og
Sumar á Sýrlandi fá hvert 500
þús. og Klettur fær 450 þús. Bind-
indismót á Norður- og Austurlandi,
Samhjálp, Sumarheimili templ-
ara/bindindismót og þrír starfs-
menn Fangelsismálastofnunar fá
400 þús. hver. Áfengisvarnaráð
vegna Internets og Hálendishópur-
inn fá 250 þús. hvor. Tollgæslan
og Fræðslumiðstöð í fíkniefnum fá
150 þús. og Freeportklúbburinn,
EuroCAD/96 og geðdeild Landspít-
alans (vegna ráðstefnu) fá 100 þús.
hvert um sig.
Hátt í 400 manns á
jarðskjálftaráðstefnu
HALDIN verður í Reykjavík dagana
9.-14. september ráðstefna samtaka
evrópskra jarðskjálftafræðinga
(XXV General Assembly of the
European Seismological Commissi-
on, ESC). Reiknað er með að
350-400 manns muni sækja ráð-
stefnuna, fiestir frá Evrópu. Þó nokk-
ur þátttaka er einnig frá öðrum hlut-
um heims, einkum frá Bandaríkjun-
um.
Ráðstefnan tekur til allra þátta
jarðskjálftafræði. Reiknað er með að
niðurstöður a.m.k. 500 rannsókna-
verkefna verði kynntar á ráðstefn-
unni í erindum og með veggspjöldum.
Fyrirtæki víða að munu kynna rann-
sóknartæki. Farið verður í jarðfræði-
legar skoðunarferðir bæði fyrir og
eftir ráðstefnuna.
Veðurstofa íslands, Háskóli ís-
lands og umhverfisráðuneytið standa
að ráðstefnunni en nefnd íslenskra
vísindamanna frá mörgum stofnun-
um hefur frá þvi síðastliðið sumar
starfað að undirbúningi hennar.
Ragnar Stefánsson, Veðurstofu ís-
lands, er formaður undirbúnings-
nefndarinnar. Barði Þorkelsson, Veð-
urstofu íslands, er framkvæmda-
stjóri, en á honum og Helgu Bjarna-
son, hjá HH Ráðstefnuþjónustunni
sf., hvílir meginþunginn af undirbún-
ingi og skipulagningu ráðstefnunnar.
, , ^ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
STEFAN Olason bóhdi í Merki ásamt Óla syni sínum í Merkiskláfnum á leið yfir Jökulsá á Dal.
Kláfur til sýnis
fyrir ferðamenn
Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.
NU ER nýlokið við að gera upp
klafinn við bæinn Merki á Jök-
uldal. Kláfar eiga sér langa sögu
á Jökulal og þegar brýr voru
færr en nú eru á Jökulsá á Dal
voru kláfarnir aðal samgöngu-
tæki þegar ferðast var yfir ána.
Kláfur er kassi er rennur á tveim
vírum er strengdir eru yfir ána
þar sem gil er að ánni, þessir
kassar voru misstórir og er kass-
inn á Merkiskláfnum stór miðað
við þá kassa er voru á þessum
kláfuni.
Merkiskláfurinn er sá kláfur á
Jökulsá er lengst var í notkun
en hann var í notkun til ársins
1975 er brú kom á Jökulsá við
Merki, kláfurinn hafði ekki verið
í notkun síðustu tuttugu ár og
var orðin nokkuð fúinn. Það var
síðan fyrir forgöngu hrepps-
nefndar Jökuldalshrepps að kláf-
urinn var gerður upp og smíðað-
ur á hann nýr kassi er settur var
upp nú í vor. Þótti rík ástæða til
að halda við þessum þætti sam-
göngumála Jökuldæla þar sem
kláfar voru ríkur þáttur í dagleg-
um ferðum fólks.
Þó kláfarnir hafi verið góð
samgöngubót voru þeir líka
hættulegir og urðu nokkur
dauðaslys við kláfa á Jökuldal
og að minnsta kosti þrjú á þess-
ari öld. Jökulsá á Dal er heldur
ekki þekkt fyrir að sleppa því
er hún hefur náð taki á, undan-
tekning er þó er maður bjargaði
sér á sundi úr Jökulsá eftir að
hafa fallið í ána úr kláfnum við
Brú á Jökuldal.
Nýskipuð rann-
sóknarnefnd
flugslysa
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ skip-
aði í gær í rannsóknarnefnd flug-
slysa, í samræmi við ný lög um rann-
sókn flugslysa.
Formaður nefndarinnar er Skúli
Jón Sigurðarson, sem jafnframt hef-
ur fengið lausn frá starfi fram-
kvæmdastjóra flugslysarannsókna-
deildar Flugmálastjórnar, og vara-
formaður er Þorsteinn Þorsteinsson,
flugvélaverkfræðingur. Formaður
og varaformaður eru skipaðir í stöð-
urnar ótímabundið.
Jafnframt hafa Björn Þ. Guð-
mundsson, prófessor, Steinar Stein-
arsson, flugmaður, og Sveinn
Björnsson, flugmaður, verið skipaðir
í nefndina til fjögurra ára.
Karl Eiríksson, forstjóri, sem um
langt árabil hefur verið formaður
rannsóknarnefndar flugslysa, lætur
nú af því starfi.