Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 31 Heitt í kolunum Undanfarnar vikur hafa birst á laugardögum uppskriftir að grill- réttum sem þeir Oskar Finnsson, Ingvar Sigurðsson og Árni Þór Arn- órsson matreiðslumenn á Argentínu steikhúsi hafa verið að gefa hlust- endum Bylgjunnar á laugardögum. Þetta er í síðasta skipti í bili sem þeir félagar gefa uppskriftir á grill- ið. Grillaðir smáréttir Algengt er að fólk kjósi að bjóða upp á smárétti ef bjóða á fólki heim að kvöldiagi. Flesta smárétti má vinna fyrirfram og geyma í kæli þannig að það eigi bara eftir að skella þeim á grillið og bera fram. Sumir ná reyndar aldrei að bera þá fram vegna þess að oft myndast smáhópur af „sérfræðingum" við grillið sem gerir matnum góð skil áður en hann er borinn fram. Hér koma nokkrar tillögur að smárétt- unr. Grillaður humar á teini, Humar í skel, risarækjur, grænmetisspjót, beikonvafðar smápylsur, beikonvaf- in hörpuskel, fylltur sveppahattur með osti, smásamlokur með hvít- laukssmjöri, brauð á teinum, smáp- itsur, kjúklingaleggir, svínarif, nautarif, lambakótilettur, reykt svínasíða, maísstönglar, litlir tóm- atar, BBQ kjúklingabringur á spjóti o.fl. o.fl. Grillaóir sterkkryddaðir kjúklingavængir Ætlað sem smáréttur með öðru 800 gr kjúklingavængir spicy season all Nýmulinn svartur pipar ‘Atsk. rautt paprikuduft ‘/tdl matarolía 1 tsk. Soya sósa ca. 4 dropar græn tabascosósa Blandið saman olíunni, papriku- duftinu, soyasósunni og tabasco sósunni. Penslið kjúklingavængina með olíublöndunni og setjið á grill- ið, kryddið með spicy season all kryddinu. Eldunin tekur u.þ.b. 10 mín. og þegar hún er hálfnuð er svarti piparinn mulinn yfir úr kvörn. BBQ svínarif (spareribs) 2 kg svínarif 2 dl BBQ sósa Skerið rifin í hentugar stærðir t.d. 2 rifbein á hvetjum bita. Setjið rifin í sjóðandi vatn í 5-10 mínútur eftir kjötmagni á beinunum, takið upp og látið vatnið leka af. Grillið við snarpan hita. Kryddið og pensl- ið með BBQ sósunni. ■ -----» » ♦---- Hagkaup leigir húsdýra- garðinn BÆNDADÖGUNUM í Hagkaup er að Ijúka þessa dagana og af því tilefni hafa forsvarsmenn hjá Hag- kaup leigt húsdýragarðinn á laugar- dag og sunnudag. Þar verður mikið um að vera, aðgangur er ókeypis og börnin verða máluð, götuleikhús verður á staðnum, leiktæki og ýmis- legt fleira sem kætir ungu kynslóð- ina. Þá verða Gulli gúrka og Tommi tómatur í Húsdýragarðinum, Mac- hintosh hjónin, Pez trúðurinn, Klói kókómjólkurköttur, Frosties ljónið, Basset lakkrískallinn óg ýmsir fleiri sem lauma á góðgæti iianda gest- um. AÐSEIUDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Ekki Ólaf Ragnar, takk fyrir! NU GET ég bara ekki orða bundist lengur. Ætlar fólk virkilega að láta Ólaf Ragnar plata sig al- gjörlega upp úr skón- um? Og hvaða fólk er þetta eiginlega sem ætlar að kjósa hann? Það fólk hlýtur að vera óskaplega fljótt að gleyma eða þá veit bara ekki betur. Ja, ég veit að minnsta kosti fyrir víst að stór hluti þess fólks sem hefur starfað með honum og þekkir hann og hans vinnubrögð ætlar ekki að gefa honum sitt at- kvæði. Hvers vegna ætli það sé? Stuðningsmenn Ólafs hafa haldið því fram að ýmsir aðilar séu með skipulagða herferð gegn Ól- afi og að þetta sé einungis róg- burður sem sagt er um hann. Sannleikurinn er sá að þetta er ekki rógburður, heldur staðreynd- ir. Og fólkið í landinu á fullan rétt á að vita hvernig ferill Ólafs Ragnars lítur út í raun og veru, það á rétt á að sjá fleiri hliðar en aðeins þessa hvítþvegnu. Ástæðan fyrir því að annað eins hefur ekki verið talað og ritað um hina frambjóðendurna er einfaldlega sú að þeir hafa ekki eins skrautlega og vafa- sama fortíð og Ólafur Ragnar. Hann hefur til dæmis alveg tekið hamskiptum þessa síðustu mánuði og greinilega unnið hörð- um höndum að því að breyta ímynd sinni. Þessi stóryrti maður hefur varla látið í sér heyra frá áramótum en verið þess duglegri að mæta í kirkjur og á íþróttasam- komur. Við viljum fá heiðarlegan og einlægan einstakling sem forseta, einhvern sem getur komið fram við samlanda sína af kurteisi og virðingu. Einhvernveginn sé ég ekki Olaf Ragnar fyrir mér í þessu samhengi. Hann var að minnsta kosti ekki mjög kurteis við forsæt- Lilja Guðlaug Bolladóttir isráðherra voran hér á dögunum og ekki heyrðist mér hann bera mikla virðingu fyrir honum held- ur. Það er spurning við hvern þessi fræga lýsing hans á forsætisráð- herranum á best við. Svari nú hver fyrir sig. Eins og Olafs var von og vísa féllu mjög svo stór orð á Alþingi um forsvarsmenn Hafskips árið 1985. Þessi orð voru að mestu leyti byggð á kjaftasögum og vafa- samri fréttamennsku Helgarpósts- ins. Ólafur gat ekki einu sinni lyft upp símtólinu og hringt í æskufé- laga sinn, sem var einn af stjórn- endum Hafskips, (Ragnar Kjart- ansson), til þess að fá hans hlið á málinu áður en hann opnaði um- ræður um málið á Alþingi. Þar bar hann þennan fyrrum félaga sinn og fleiri þungum sökum. Svona fer Ólafur með vini sína! Og þó... Mörður vinur fékk nú all blíðlegri meðferð þegar fyrirtæki hans var gefin eftir söluskattsskuld upp á margar milljónir. Ólafur beitti þó ekki sömu aðferð á öll fyrirtæki. Onei. Stuttu eftir þennan vinar- greiða sendi hann lögregluna á nokkur fyrirtæki og lét loka þeim vegna þeirra söluskattsskulda. Þarna fer greinilega maður með tvö, ef ekki fleiri, andlit. Ólafur, var ekki Hafskipsmálið bara blásið svona upp til þess að minna færi fyrir þínu eigin svindli, eins og til dæmis greiðanum góða við Mörð? Fleiri dæmi er hægt að tína til og hafa þau flest verið nefnd í þeim ótal greinum sem hafa verið birtar fyrir þessar kosningar. Ólaf- ur kom til dæmis ekki alltaf heið- arlega fram sem fjármálaráðherra, ekki einu sinni þegar hann talaði beint til þjóðarinnar um fjármála- stöðu hennar. Utanríkisstefna Ólafs er heldur ekki beint í samræmi við skoðanir og stefnu meginþorra þjóðarinnar. Hann er á móti því að Island sé í NATO, hann var á móti EFTA á sínum tíma, hann var á móti því að ísland færi í EES og hann er ekki hlynntur því að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Hann vill ekki einu sinni skoða þann möguleika. Hvert myndi Ólafur teyma þjóðina næði hann kjöri? Nú skulum við segja sem svo að aðeins væru þrír í framboði núna; Guðrún Agnarsdóttir, Pétur Hafstein og Guðrún Pétursdóttir. (Athugið að þetta er aðeins dæmi.) Auðvitað myndi okkur öllum lítast betur á einn einstaklinginn frekar en annan eins og gengur og ger- ist. En ég er viss um að ekkert okkar myndi harma það ógurlega þó okkar kandidat kæmist ekki að. Þessar þrjár manneskjur eru allar toppmanneskjur, með fyrir- myndar feril á bakinu og myndu vafalaust allar standa sig vel í þessu embætti. En því miður er staðan ekki svona í dag. Við sem viljum alls ekki fá Ólaf Ragnar sem næsta forseta, okkur getur ekki staðið á sama. Hann er ekki maður sem við getum borið virð- ingu fyrir. Aldrei! Ég vil ekki þurfa að skammast mín fyrir forseta minn en það myndi ég svo sannar- lega gera yrði Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Ég hef ekki meira um þetta að segja. LILJA GUÐLAUG BOLLADÓTTIR Höfundur er nemi. Svart á hvítu FYRRVERANDI formaður Al- þýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, er stjórnmálamaður sem hefur einskis svifist til að koma sér áfram og koma höggi á andstæðinga sína. Hann hefur jafnframt hyglað vinum sínum mjög á kostnað almennings. Ág- ætt dæmi um þetta er meðferð hans á máli útgáfufyrirtækisins Svarts á hvítu annars vegar og Þýzk-íslenzka hins vegar þegar hann var fjármálaráðherra. Fjöldi félagshyggjumanna átti hlutabréf í Svörtu á hvítu og hafði mikla hagsmuni af því að fyrirtækið færi ekki í gjaldþrot. Þeirra á meðal voru fyrrum kosningastjóri Ólafs í innanflokksátökum í Al- þýðubandalaginu, Björn Jónasson, og Mörður Árnason, sem Ólafur réð til sín sem fjölmiðlafulltrúa í fjármálaráðuneytið. Þess má geta að Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, er bróðir fyrrnefnds Björns og var Ögmundur einn helsti við- semjandi Ólafs á þessum tíma, en fjölskylda þeirra átti mikið undir því að fyrirtækið færi ekki illa. Óðru máli gegnir um fyrirtækið Þýzk-íslenzka. Þar voru ekki innanborðs vinir fjármálaráðherr- ans enda fékk fyrirtækið að kenna á þeirri óvild sem Ólafur hefur almennt sýnt í garð fyrirtækja. Verðlaust veð Svarts á hvítu Þegar Svart á hvítu rambaði á barmi gjaldþrots skömmu eftir að Ólafur Ragnar settist í stól fjár- málaráðherra reyndi hann að bjarga fyrirtækinu með því að taka tölvutækan gagnagrunn sem veð upp í söluskatts- og launaskuldir. Ólafur mat þennan gagnagrunn vina sinna á 24 milljónir króna en hann seldist síðar á 100.000 krón- ur. Skattgreiðendur sátu eftir með sárt ennið en vinir Ólafs hafa eflaust ekki stutt hann af minni ákafa vegna þessarar greiðvikni hans. Umdeild söluskattsskuld Þýzk-íslenzka Deilt var um það í málaferlum Þýzk-íslenzka og ríkisins hvort fyrirtækinu bæri að greiða ríkinu söluskatt sem það hafði ekki inn- heimt. Fyrirtækið hafði samið við tollstjóra um að krafan yrði tekin fyrir í fógetarétti með lögtaks- beiðni í þeim tilgangi að því gæf- ist færi á að halda uppi vörnum fyrir dómi. Þrátt fyrir þennan samning lét Ólafur fjármálaráð- herra lögregluna loka fyrirtækinu fyrirvaralaust og neitaði að taka við bankatryggingu fyrir meintri skuld. Neyddust forsvarsmenn fyrirtækisins því til að greiða alla upphæðina þegar í stað til að fá fyrirtækið opnað að nýju. Lyktir málsins urðu þær að þýzk-íslenska var dæmt til að greiða hina um- deildu söluskattsskuld. Lokunar- aðgerðir þær sem Ólafur Ragnar hafði farið út í af svo miklum ofsa voru hins vegar dæmdar ólögmæt- ar og þurfti ríkissjóður meira að segja að greiða skaðabætur vegna þeirra. Ólafur verður aldrei sameiningartákn Hér að ofan sést svart á hvítu hvernig Ólafur Ragnar hefur mis- munað fólki og fyrirtækjum eftir því hvort um vini hans hefur verið að ræða eða ekki. Maður sem hyglar vinum sínum en fer með offorsi gegn öðrum er ekki líkleg- ur til að geta orðið sameiningar- tákn þjóðar. Stór hluti þjóðarinnar hefur með einum eða öðrum hætti orðið fyrir barðinu á Ólafi Ragn- ari. Stór hluti þjóðarinnar mun aldrei geta sætt sig við Ólaf Ragn- ar á forsetastóli. RÚNAR FREYR GÍSLASON Höfundur er leiklistarnemi. NÚ STENDUR sem hæst barátta milli þeirra sem hafa slegið eign sinni á landið og sjóinn — og okkar hinna sem fátt eigum nema það sem við öfl- um dag frá degi. Þessi barátta er um æðsta embætti þjóðarinnar, sem hinir vammlausu vilja að við hin trúum að sé gjörsamlega valdalaust. En valda- laust er það ekki. Jafnvel á hugsjóna- lausri öld gæti rödd þeirrar manneskju, sem á Bessastöðum býr — og þjóð- in elskar — opnað steinhjörtun og sameinað þjóðina að einu marki. í gegnum myrkar aldir þegar erlent vald bjó á Bessastöðum, horfði þrautpínd alþýða þangað og vænti griða, uppreistar af kon- ungsvaldinu, þegar innlendir höfð- ingjar gengu á þess litla rétt. Þjóðin væntir þess að með for- seta íslands fremstan megi hún upprétt ganga til framtíðar. I þessu greinarkorni ætla ég sannarlega ekki að róa á borði með einum frambjóðanda, því að liver verður að hugsa og álykta fyrir sig, en lítil sönn dæmisaga úr íslenskri sveit ætti varla að skaða. Árið 1952 þegar baráttan um forsetastólinn stóð að mestu milli séra Bjarna og Ásgeirs Ásgeirs- sonar var ég í sveit austur í Hvol- hreppi. Á bænum var tvíbýli og var gagnkvæm virðing milli heim- ilanna. Rótgróið íhaldsfólk bjó á öðrum jarðarpartinum, en fram- sóknarfólk á hinum. Vikurnar fyr- ir kosningardag sniðgengu hús- bændurnir hvorn annan og töluð- ust varla við nema brýna nauðsyn bæri til. Að kosning- um afstöðnum gekk lífið á bænum sinn vanagang og ríkti sama vinsemd og virð- ing og áður. Ekkert hafði skeð. Þetta þótti mér skrýtið, drengn- um. Seinna skildi ég að þarna fóru tveir sómamenn í skap- stærra lagi, sem vildu fyrir hvern mun forð- ast stór orð og erjur, sem hefðu getað sært og ekki gróið um heilt. Þroska og mennt þessara bændahöfð- ingja mættum við öll tileinka okk- ur og jafnvel þau okkar sem lög- lærð eru. Ég hvet þjóðina til þess að láta ekki óhróður og áróður fanta spilla dómgreind sinni, þegar valinn er einn úr hópi þessa sóma- fólks til að gegna ástsælustu og mestu virðingarstöðu þjóðarinnar og jafnframt hinni valdamestu. JÓHANNES EIRÍKSSON Höfundur er leigubílsstjóri. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvdli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Dæmisaga um drengskap Jóhannes Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.