Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó Heimasíða Barb Wire http://vortex.is/pamela „EKKI SEGJA VINAN"!! DEAD^LöViHG Leslie Nielsen fer á kostum í hlutverki sínu sim Drakúla greifi í sprenghlægilegri gamanmynd frá gríngreifanum Mel Brooks. Nielsen og Brooks gera hér stólpagrín aö þjóðsögunni um blóðsuguna ógurlegu. Þú munt aldrei líta blóðsugur sömu augum eftir þessa mynd!!! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i 12 ára. uiinmjiur FUGLABURIÐ IAN HART ART MALIK Vleistari slekking alekkir o sjálfan si Sýnd kl. 4.45, 7 og 9.15. MAUELEMi SJÖi'/E Sýnd kl. 5. Nýr kennari í skóla fyrir vandræðaunglinga fær eldskírn í því að takast á við vandræðaunglinga sem eru eins og eimreiðar á fullri ferð til glötunar. Allar venjulegar leiðir til að ná til krakkana eru fánýtar og þá er um að gera að reyna eitthvað nýtt. Aðalhlutverk: lan Hart (Backbeat) og Art Malik (True Lies). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sérkennilegar poppperlur TÓNLIST Gcisladískur EFTA! Efta! breiðskífa Risaeðlunnar. Á plöt- unni skipa Risaeðluna þau Margrét Kristín Blöndal söngkona og fiðlu- leikari, Ivar Ragnarsson bassaleik- ari, Sigurður Guðmundsson gítar- leikari, Þórarinn Kristjánsson trommuleikari, Hreinn Stephensen gitar- og harmonikkuleikari og Hall- dóra Geirharðsdóttir söngkona og saxófónleikari. Upptöku stýrði ívar Ragnarsson. Lög eru eftir hljóm- sveitarmeðlimi. Níu laganna eru áð- ur óutgefin, en 13 lög á plötunni eru af áður útkomnum geisladisk og tólf- tommu. Smekkleysa s/m hf. gefur út. 77,17 mín., 1.999 kr. NOKKUÐ er um liðið síðan Risa- eðlan var í fremstu röð íslenskra rokksveita með þær Margréti og Halldóru fremstar í flokki og lík- lega hefur íslensk hljómsveiti aldrei haft eins afgerandi framlínu; Mar- grét með villtan og á köflum sker- andi falskan fiðluleik og Halldóra Morgunblaðið/Kristinn RISAEÐLUR. Margrét Kristín Blöndal, Ivar Ragnarsson, Sigurð- ur Guðmundsson, Þórarinn Kristjánsson, Hreinn Stephensen og Halldóra Geirharðsdóttir. með þróttmikla kontraltorödd og kraftmikinn saxófón; að sjá hana syngja Allah eða Tequiero gleymist engum. Tónleikar Risaeðlunnar voru ein besta skemmtun sem völ var á í lok níunda áratugarins, en einhvern veginn fór svo að sveitin hætti smám saman að koma fram og gefa út. Einhverju réð kannski um að Risaeðlur virtust ekki ýkja spenntar fyrir frægð og frama; þær áttu það til að leggjast í leti mánuð- um saman og þá var lítið geft af lagasmíðum og æfingum. Loka- rispa sveitarinnar var lögin níu sem eru upphaf þessarar plötu, tvö tek- in upp 1991, en hin frá 1991 til 1995. Það var svo í takt við annað að aldrei var lokið við upptökurn- ar. Það var ekki fyrr en snemma á árinu að Eðlurnar vöknuðu til lífsins og luku við þær. Undir loks ferils Eðlunnar var Halldóra gengin úr skaftinu en Hreinn Stephensen kom sterkur inn með ýmislegar hugmyndir í gítar- leik og ekki síst skemmtilegt fram- lag í harmonikkuleik. Lögin níu sem hefja Efta! eru og bráðgríp- andi og vel slípuð því sveitin hafði leikið þau á tónleikum víða um heim. Þau eru um leið einkennandi fyrir Eðluna; sérkennilegt popp með óvæntum uppákomum á hveiju strái. Þegar best lætur verð- ur úr snilldar poppperlur, eins og til að mynda ísást, með líbönskum blæ, og Alltaf ást aftur, og einnig sérkennileg lög eins og þungarokk- ið í „Metalbeib", þungarokk með harmonikku og fiðlu. Það var sitt- hvað á seyði í Eðlunni þegar hún hætti og gaman ef liðsmenn hefðu þróað áfram hugmyndir eins og sveitastemmuna í Alltaf ást aftur. Mikið ber eðlilega á Margréti og Halldóru í verkum Risaeðlunnar og þéttur bassaleikur Ivars og lifandi trommuleikur Þórarins hafa sitt að segja. Ekki má gleyma Sigurði Guðmundssyni, sem er bráð- skemmtilegur gítarleikari og brotn- ar gítarlínur hans gefa stóran hluta af „Risaeðlublænum“ til að mynda er millikaflinn í Bíbí eftirminnilega góður. Frumlegs framlags Hreins er þegar getið. Það er eftirsjá að Risaeðlunni af tónleikasviðinu, þó segja megi að tími hennar hafi verið liðinn þegar hún loks lagði upp laupana. Eftir stendur grúi skemmtilegra laga, þar á meðal nokkur sem eru með þvi besta sem komið hefur fram á síðustu árum, til að mynda perlan Kindness and Love. Árni Matthíasson Skjögrað á ströndinni REGGAE on Ice. TONLIST Gcisladiskur í BERJAMÓ í beijamó, breiðskífa hljómsveitar- innar Reggae on Ice. Hljómsveitina skipa Matthías Matthíasson söngvari, Stefán Örn Gunnlaugsson hljóm- borðsleikari, Viktor Steinarsson, gít- arleikari, Ingimundur Óskarsson bassaleikari og Hannes Pétursson trommuleikari. Lög eftir ýmsa höf- unda, erlenda sem innlenda, en fjög- ur lög semja liðsmenn sveitarinnar. Hljómsveitin gefur út, Japís dreifir. 42,14 mín., 1.999 kr. ÍSLENSKAR reggísveitir hafa engar verið sem eitthvað hefur kveð- ið að þar til Reggae on Ice hóf upp raust sína fyrir nokkru. Fyrsta breið- skífa sveitarinnar leit dagsins ljós fyrir fáum dögum og lög af þeirri plötu hafa mikið heyrst í útvarpi. Ástæða þess hve lítið er um íslenskt reggí er öðrum þræði að reggí er vandmeðfarið; það er ekki nóg að hægja á bassagangi og syngja pato- is. Utangarðsmenn reyndu fyrir sér með reggí á sínum tíma, líklega fyr- ir áhrif frá breskum pönksveitum eins og Clash, en það var yfirleitt nær rokki en reggí; þeim lá alltaf svo mikið á. Reggí þeirra Reggae on Ice- manna er dæmigert íslenskt reggí, stirt og hugmyndasnautt, í það minnsta í gömlum íslenskum lumm- um sem þeir reyna að endurlífga með reggítakti. Dæmi um það er upphafslag plötunnar, Hversvegna varst’ ekki kyrr, eftir Jóhann G. Jó- hannsson og útsetningin á Lóan er komin er líka heldur klén, ekki síst fyrir innlegg Mána Svavarssonar sem hreinsar endanlega alla sveiflu úr laginu með geldri forritun. Öllu betur tekst upp með lög sem upphaf- lega voru samin sem reggílög, þó þeir bæti engu við, fara reyndar af- skaplega illa með Redemption Song Bobs Marleys, og reyndar rétt að spyija hvaða tilgangi það gegni að taka þessi lög upp aftur og gera ekki betur. Líklega gengur slíkt vel á balli þegar ofurölvi gestirnir staul- ast um gólfið og geta ímyndað sér um stund að þeir séu að skjögra um ströndina í Kingston, en á heldur illa við heima í stofu. í íslenska reggílag- inu Kyrrlátu kvöldi við sjóinn eftir þá bræður Ásbjörn og Þorlák Krist- inssyni eru þeir Reggae on Ice-liðar á álíka slóðum og Utangarðsmenn í haltrandi reggíi, gera reyndar eitt- hvað betur, en Matthías, sem kemst almennt vel frá sínu á plötunni, hef- ur þó ekkert í Bubba Morthens sem söngvari og skilar engu af reiðinni sem ólgaði undir á Geislavirkum. Stefán Örn Gunnlaugsson hljóm- borðsleikari á reyndar góðan leik í því lagi eins og víðar á plötunni. Frumsömdu lög plötunnar eru það eina sem gerir hana eigulega, því þar gera Jæir félagar víða vei, til að mynda í I berjamó og Lolítu, þó við- lagið hljómi ankannalega. Húðf- lúraðar konur hefði líka getað orðíð gott lag ef einhver hefði ráðið þeim félögum frá því að hafa „sögumann" í laginu; það hljómar ágætlega í eitt sinn eða svo en verður síðan óbæri- lega leiðinlegt. Með útgáfu eins og þá sem hér er til umfjöliunar er alltaf spurning hvaða mælikvarða á að leggja á grip- inn. Á að meta hann sem reggíplötu, eða á að bregða á hana poppkvarða? Á poppvigtinni er platan hæfilega létt sumarpopp, eflaust gott til síns brúks á dansgólfinu og í útilegunni. Á reggíkvarða fá þeir félagar klára falleinkunn. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.