Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 35
JMta$nnfrl*frií
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VELDUR HVER A
HELDUR
ÞJÓÐIN gengur til kosninga í dag, 29. júní, til að
velja fimmta forseta lýðveldisins; sama mánaðar-
dag og fyrir sextán árum, er fráfarandi forseti, frú
Vigdís Finnbogadóttir, var fyrst kjörin árið 1980. For-
seti gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnskipan okkar,
þótt völd hans séu takmörkuð. En fyrst og síðast þarf
hann að vera sameiningartákn þjóðarinnar; „sómi ís-
lands, sverð þess og skjöldur", eins og sagt var um
leiðtoga landsmanna í sjálfstæðisbaráttunni fyrr á tíð,
Jón Sigurðsson, forseta.
Réttur fólks til að velja sér forseta, löggafarþing og
sveitarstjórnir, eftir leikreglum lýðræðis, er dýrmæt
eign og vandmeðfarin, en engan veginn sjálfgefinn.
Milljónir manna í umheiminum njóta ekki þessa réttar.
Það skiptir samtíð okkar og framtíð miklu máli, hvern-
ig sá réttur er nýttur, sem við förum með í dag, er við
göngum að kjörborðinu.
í þessu sambandi er rétt að staldra við orð Ásgeirs
Ásgeirssonar, annars í röð forseta lýðveldisins, er hann
viðhafði við athöfn í Alþingishúsinu, að lokinni guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni, eftir að hann sór embættiseið sem
forseti 1. ágúst 1952: „Með auðmýkt og bæn um vit
og styrk tek ég við þessu háa embætti.“ Síðar í ræðu
sinni sagði hann orðrétt:
„Trúin á þjóðina, traust á almenningi, er grundvöllur
stjórnskipulags vors; trú og traust á fólkið, sem áður
safnaðist í Almannagjá, en nú í kosningum um land
allt, að undangengnum frjálsum umræðum. Þetta er
eina stjórnskipulagið, sem leysir þjóðirnar undan oki
ofbeldisins. Kosningar eru aldrei hættulegar í lýðfrjálsu
landi, það væri áfellisdómur um lýðræðið sjálft. Þær
eiga að líkjast sverðinu Sköfnungi, sem græddi hvert
sár, sem veitt var með því. Baráttan er óhjákvæmileg
og átök nauðsynleg. Það eru leikreglurnar, sem ein-
kenna lýðræðið, og friðsamleg úrslit. Lýðræðið er jafn-
an í hættu, og ein hættan er nútíma áróðurstækni, sem
mótuð er í einræðisanda. Frjálsar umræður, vakandi
áhugi almennings og þjóðarþroski er sterkasta vörnin.
Þá láta staðreyndirnar ekki að sér hæða, - og sannleik-
urinn mun gera yður frjálsa.“
Barátta er óhjákvæmileg og átök nauðsynleg, sagði
Ásgeir heitinn Ásgeirsson. En kosningar í siðuðu samfé-
lagi eiga að vera sem sverðið Sköfnungur, að hans
dómi, það er að græða hvert sár, sem veitt er með
því. Þessi orð eiga viðvarandi erindi við okkur.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fráfarandi forseti lýðveld-
isins, sagði í síðasta nýjársávarpi sínu til þjóðarinnar:
„Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess, að íslending-
ar láta sér annt um embætti forseta íslands. Það er
um leiðjjóst, að það er ekki sjálfgefið, hvernig for-
setaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver
á heldur, eins og sjálfsagt er.“
Forsetinn sagði ennfremur:
„Nú þegar við höfum öðlast reynslu áranna er hægt
að gera þá kröfu til okkar að við sýnum í verki sjálfs-
virðingu, sem er forsenda þess að við berum réttmæta
virðingu fyrir öðrum mönnum og sköpum þar með for-
dæmi þeim yngri, svo að þeir skilji, að ekki er sá sterk-
astur sem reiðir vanstilltan hnefa til höggs, heldur hinn,
sem kemur fram við aðra með þeim sóma sem hann
vill að honum sjálfum sé sýndur. - Þessu viðfangsefni
fylgja mörg svið: hvarvetna er gerð sú krafa að við
sýnum yfirvegun og einbeitni og veljum um kosti en
látum ekki skeika að sköpuðu.“
Við eigum að sýna sjálfum okkur þá sjáifsvirðingu
að láta ekki skeika að sköpuðu þegar við nýtum kosn-
ingaréttinn: þegar við veljum þjóðinni sameiningartákn
og lýðveldinu þjóðhöfðingja. Við eigum ekki að „reiða
vanstilltan hnefa til höggs,“ heldur nýta þennan dýr-
mæta rétt af yfirvegun og í samráði við eigin skynsemi
og eigin samvizku.
Veldur hver á heldur, sagði frú Vigdís forseti í síð-
asta nýjarsávarpi sínu til þjóðarinnar. Um það er kosið.
Fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur hefur tvöfaldast
Röð forsetaframbjóðenda hefur
ekki breyst í skoðanakönminum
> _
Olafur Ragnar ávallt verið með forystu en forskot hans á Pétur hefur þó minnkað
Ólafur Ragnar Grímsson hefur mælst með mest fylgi í öllum skoðana-
könnunum sem gerðar hafa verið síðan framboðsfrestur rann út.
Forskot hans á Pétur Kr. Hafstein hefur þó minnkað. Kannanimar
sýna þá meginbreytingu að fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur hefur stór-
aukist. Egill Olafsson hefur borið saman niðurstöður þeirra skoðana-
kannana sem gerðar hafa verið á fylgi forsetaframbjóðenda.
Miklar og heitar umræður um Langholtskirkjudeiluna
á aðalfundi Prestafélags Islands
SPÁÐ í spilin á aðalfundi Prestafélags íslands í gær.
Morgunblaðið/Golli
Stuðningsyfirlýsing við
sr. Flóka samþykkt
með 26 atkv. gegn 6
SKOÐANAKANNANIR sem
gerðar hafa verið síðastlið-
inn mánuð um fylgi við
forsetaframbjóðendur gefa
til kynna að forskot Olafs Ragnars
Grímssonar hafi verið að minnka.
Kannanir sýna að fylgi við Guðrúnu
Agnarsdóttur hefur vaxið stöðugt.
Stuðningur við Pétur Kr. Hafstein
hefur einnig aukist en mun minna.
Fylgi við framboð Ástþórs Magnús-
sonar hefur ekki breyst mikið.
Síðan framboðsfrestur tii emb-
ættis forseta íslands rann út hafa
verið gerðar 13 skoðanakannanir á
fylgi frambjóðenda. Félagsvísinda-
stofnun hefur gert fimm kannanir,
Gallup fimm og DV og Stöð 2 þrjár.
í öllum könnununum er röð fram-
bjóðenda sú sama. Ólafur Ragnar
Grímsson fær mest fylgi, Pétur Kr.
Hafstein kemur næstur, Guðrún
Agnarsdóttir er í þriðja sæti og
Ástþór Magnússon er fjórði.
Mest breyting
á fylgi Guðrúnar
í fyrstu könnununum Félagsvís-
indastofnunar og Gallups, sem
gerðar voru um síðustu mánaða-
mót, mældist fylgi Ólafs Ragnars
44-47%, en í könnunum sem gerðar
voru í fyrradag mældist fylgi hans
um 39-40%. Um síðustu mánaða-
mót mældist stuðningur við Pétur
25-28%, en í fyrradag mældist fylgi
við hann 29-31%. Stuðningur við
Guðrúnu mældist 11-14% í upphafi
þessa mánaðar, en í fyrradag
mældist fylgi hennar 25-27%. Ást-
þór mældist með 3-4% fylgi í upp-
hafi mánaðarins og í fyrradag
mælist hann með svipað fylgi.
Þessar tölur sýna að mestar
breytingar hafa orðið á stuðningi
við Guðrúnu Agnarsdóttur. Hún
hefur náð að tvöfalda fylgi sitt frá
því að framboðsfrestur rann út.
Leiða má líkur að því að mjög stór
hluti af fylgi Guðrúnar Pétursdótt-
ur hafi farið til nöfnu hennar, en
hún mældist með 8-11% fylgi þegar
hún ákvað að draga framboð sitt
til baka.
Stuðningur sjálfstæðis-
manna við Ólaf minnkar
Félagsvísindastofnun hefur
spurt svarendahóp sinn hvaða flokk
hann kaus í síðustu kosningum.
Svörin gefa til kynna að pólitískar
skoðanir kjósenda ráði talsverðu
um afstöðu þeirra í forsetakosning-
unum. Kannanirnar sýna að um
40% þeirra sem kusu Álþýðuflokk-
inn í síðustu kosningum ætla að
kjósa Ólaf Ragnar. Hann nýtur
stuðnings um 60% framsóknar-
manna. Um 20% kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins lýsa yfir stuðningi
við Ólaf Ragnar. Stuðn-
ingur við hann meðal al-
þýðubandalagsmanna er
yfir 70%. Innan við 20%
fylgismanna Kvennalist-
ans ætla að kjósa Ólaf
og stuðningur við hann
meðal kjósenda Þjóðvaka er um
40%.
Svo virðist sem stuðningur við
Ólaf Ragnar meðal kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins hafi heldur farið
minnkandi. I fyrstu skoðanakönn-
un Félagsvísindastofunar sögðust
25,3% sjálfstæðismanna ætla að
kjósa Ólaf. Þetta hlutfall lækkaði
um u.þ.b. 2 prósentustig milli
kannana og var komið niður í
18,4% í könnun sem gerð var
25.-26. júní. í könnuninni sem birt-
ist í Morgunblaðinu í gær lýsa 20%
sjálfstæðismanna yfir stuðningi
við hann. Það má því leiða llkur
að því að fylgistap hans meðal
sjálfstæðismanna hafi stöðvast.
í þessu sambandi er rétt að
leggja áherslu á að Sjálf-
stæðisflokkurinn er
stærsti flokkur landsins
og þess vegna vigta
stuðningsmenn hans
þungt í fylgi allra fram-
bjóðenda. Þegar ein-
göngu er horft á stuðningsmanna-
lið Ölafs Ragnars kemur í ljós að
þar er að fínna álíka marga sjálf-
stæðismenn og alþýðubandalags-
menn.
Pétur að tapa stuðningi
framsóknarmanna?
Um 25% þeirra sem kusu Alþýðu-
flokkinn í síðustu kosningum ætla
að kjósa Pétur. Stuðningur við hann
meðal framsóknarmanna er um
15%. Um 60% kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins ætla að kjósa Pétur. Innan
við 5% alþýðubandalagsmanna ætla
að kjósa hann. Stuðningur við hann
meðal kjósenda Kvennalistans og
Þjóðvaka hefur verið nokkuð breyti-
legur sem skýrist af því að fylgi við
flokkana er lítið.
í fyrstu könnun Félagsvísinda-
stofnunar lýstu 49,8% sjálfstæðis-
manna yfir stuðningi við Pétur.
Það hækkaði upp í 56,3% í næstu
könnun og fór í 60,5% í könnun
sem gerð var 22.-23. júní. Þetta
hlutfall er óbreytt í tveimur síð-
ustu könnunum stofnunarinnar. í
þeim þremur könnunum sem gerð-
ar hafa verið í þessari viku hefur
stuðningur við Pétur meðal fram-
sóknarmanna heldur dvínað. Það
var 19,2% í könnun sem gerð var
22.-23. júní, 15,4% í könnun sem
gerð var 25.-26. júní og 11,5% í
síðustu könnun sem gerð var
26.-27. júní.
Fylgi Guðrúnar hefur aukist
meðal kjósenda allra flokka. Aukn-
ingin virðist þó vera meiri meðal
kjósenda Alþýðuflokks, Framsókn-
arflokks og Alþýðubandalags en
meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks.
I síðustu könnun lýsa 34,5% alþýðu-
flokksmanna yfir stuðningi við
hana, 23,6% framsókn-
armanna, 14,4% sjálf-
stæðismanna, 24,3% al-
þýðubandalagsmanna,
60,9% kjósenda Kvenna-
listans og 31,8% þjóð-
vakamanna.
Aukinn stuðningur
kvenna við Guðrúnu
Skoðanakannanirnar leiða í ljós
að mun fleiri karlar en konur ætla
að kjósa Ólaf Ragnar. Guðrún
nýtur hins vegnar mun meiri
stuðnings meðal kvenna en karla.
Óverulegur munur er á stuðningi
karla og kvenna við Pétur. Kann-
anirnar sýna að stuðningur karla
við Ólaf hefur ekki breyst mikið.
49,8% karla lýstu yfir stuðningi
við hann í fyrstu könnun Félagsvís-
indastofnunar, en 47,3% í þeirri
síðustu. Stuðningur við hann með-
al kvenna hefur hins vegar minnk-
að úr 38,1% í 33,4%.
í fyrstu könnun Félagsvísinda-
stofnunar kváðust 10% karla ætla
að kjósa Guðrúnu, en 16,1% í þeirri
síðustu. Stuðningur við Guðrúnu
meðal kvenna hefur hins vegar far-
ið úr 18,1% í 33,7%. Óverulegar
breytingar hafa orðið á fylgi Péturs
milíi kynja.
Kannanir hafa sýnt að staða
Ólafs Ragnars er mun sterkari á
landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu. Fylgi hans hefur örlítið
dalað á landsbyggðinni í síðustu
könnunum. Fylgi Ólafs á Reykja-
nesi hefur hins vegar minnkað
umtalsvert. Það mældist 50,4% í
fyrstu könnun Félagsvísindastofn-
unar en 36,8% í síðustu könnun.
Fylgi Ólafs í Reykjavík hefur lítið
breyst milli kannana og mælist
raunar meira í síðustu könnun en
í tveimur fyrstu könnununum.
Fylgi Péturs á landsbyggðinni
hefur breyst lítið síðasta mánuðinn
og mælist nú 27,2%. Fylgi hans í
Reykjavík og á Reykjanesi hefur
hins vegar aukist og er núna um
33%.
Fylgi Guðrúnar hefur aukist í
öllum landshlutum. Hún nýtur núna
rúmlega 26% fylgis í Reykjavík og
á Reykjanesi, en 23% fylgis á lands-
byggðinni.
Unga fólkið að fara
frá Pétri til Ólafs?
í fyrstu könnununum naut Ólaf-
ur Ragnar mun meira fylgis meðal
eldri kjósenda en þeirra yngri. Þessi
munur hefur jafnast nokkuð.
Stuðningur við hann meðal yngri
kjósenda virðist hafa aukist. Fyrstu
kannanirnar sýndu Pétur með
meira fylgi meðal yngri kjósenda
en þeirra eldri. Þetta virðist hafa
breyst því að síðustu tvær kannan-
ir endurspegla meiri stuðning við
hann meðal eldri kjósenda en með-
al þeirra sem yngri eru.
Svo er að sjá sem kjósendur á
aldrinum 18-24 ára hafi í einhveij-
um mæli fært sig frá Pétri yfir til
Ólafs. í fyrstu könnun Félagsvís-
indastofnunar lýstu 31,5% kjósenda
á þessum aldri stuðningi við Ólaf,
en þetta hlutfall var 38,9% í síð-
ustu könnuninni. Stuðningur við
Pétur í þessum aldurshópi var
32,4% í fyrstu könnuninni, en
25,3% í þeirri síðustu, sem er að-
eins meira en í könnuninni þar á
undan.
Kannanir virðast sýna nokkuð
greinilega að fylgisaukn-
ing Guðrúnar er mun
meiri meðal yngra fólks
en þeirra sem eldri eru.
Síðustu tvær kannanir
sýna um 30% fylgi við
hana í yngstu aldurshóp-
unum, en stuðningur við hana með-
al þeirra sem eru 60-75 ára mælist
15-18%.
Erfitt er að greina fýlgi Ástþórs
Magnússonar mikið niður vegna
þess að það er mun minna en ann-
arra frambjóðenda. Kannanir
benda til þess að stærstur hluti
fylgis hans komi frá ungum kjós-
endum. Hann fær einnig meira fylgi
frá körlum en konum.
NDIR lok aðalfundar
Prestafélagsins í gær báru
níu prestar fram tillögu
um stuðning við séra
Flóka Kristinsson, sóknarprest í
Langholtskirkjusókn. í yfirlýsingunni
segir einnig að aðalfundurinn vænti
þess að allir málsaðilar virði úrskurð
herra Bolla Gústafssonar vígslubisk-
ups og friður komist á í Langholts-
prestakalli.
Miklar umræður og á köflum til-
finningaþrungnar urðu um tillöguna
áður en hún var borin upp undir at-
kvæði. Margir aðalfundarfulltrúar
voru þó horfnir af fundi þegar um-
ræðan hófst síðdegis í gær. Voru
mjög skiptar skoðanir um hvort
stuðningsyfirlýsing fundarins við sr.
Flóka yrði túlkuð sem afstaða presta
með öðrum málsaðila Langholts-
kirkjudeilunnar og gegn öðrum.
Bað vígslubiskup
um fyrirgefningu
„Sr. Egill Hallgrímsson var flutn-
ingsmaður tillögunnar og sagði hann
að sr. Flóki hefði ekki gerst sekur
um neitt sem varðaði embættismissi
en ýmis merki væru á lofti um að
aðrir ætluðu ekki að hlíta úrskurði
herra Bolla Gústafssonar. „Ég vona
að fundurinn sýni kollega okkar
bróðurþel,“ sagði hann.
í sama streng tóku fleiri fundar-
menn og höfðu sumir á orði að aðilar
innan sóknamefndar reyndu að spilla
fyrir tilraunum til að koma á friði í
sókninni. Sr. Þórir Jökull Þorsteins-
son sagði ringulreið innan kirkjunnar
vegna málsins og málefnið varðaði
alla. Sr. Gunnar Björnsson og sr.
Geir Waage lýstu yfir eindregnum
stuðningi sínum við tillöguna. Geir
sagðist hafa gagnrýnt úrskurð Bolla
á sínum tíma og látið þung orð falla
við Bolla í geðshræringu. Kvaðst
hann síðar hafa gert þessi mál upp
við Bolla og beðið hann fyrirgefning-
ar. Geir Waage sagðist aldrei hafa
hvatt til að úrskurður Bolla yrði ekki
haldinn.
Sr. Gunnar Matthíasson sagðist
ekki geta samþykkt tillöguna því
þótt hann vildi styðja Flóka þá væri
ekki rétt að afgreiða þessa tillögu á
aðalfundinum. Sr. Gunnar Sigurjóns-
son sagðist ekki skilja hvað vekti
fyrir mönnum að bera þessa tillögu
fram, af hverju þyrfti að fá fram
Aðalfundur Prestafélags
íslands samþykkti í gær
stuðningsyfirlýsingu við
séra Flóka Kristinsson,
prest í Langholtssókn,
með 26 atkvæðum gegn
*
6. Omar Friðriksson
fylgdist með miklum og
tilfinningaþrungnum
umræðum um Lang-
holtskirkjudeiluna á að-
alfundinum.
atkvæðagreiðslu í Prestafélaginu til
að kveða upp úr um samstöðu með
félaga.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson,
sagði að guðsþjónustur sr. Flóka
væru til fyrirmyndar. Hann sagðist
hins vegar einnig vera æskuvinur
Jóns Stefánssonar organista og sagð-
ist ekki vera reiðubúinn að styðja
allar gjörðir Flóka í nútíð og fram-
tíð. Lýsti hann miklum efasemdum
sínum um tillöguna. Sr. Pétur Þórar-
insson varaði fundarmenn við að
samþykkja yfirlýsingu sem gæti
skemmt fyrir tilraunum til sátta í
deilunni. Þrátt fyrir að prestar stæðu
með Flóka mætti ekki gera hinn
deiluaðilann tortryggilegan.
„Bið ykkur að halda utan
um mig sem félaga“
Séra Flóki kvaddi sér hljóðs og
sagði að þessi mál hefðu verið sér
og fíölskyldu sinni mjög erfið og bað
starfsfélaga sína um stuðning. „Ég
er ekki hommi, ég er ekki hórdóms-
maður, ég er ekki þjófur, ég er ekki
fyllibytta. Mér hefur ekki orðið á í
störfum mínum svo varðaði embætt-
ismissi. Ég er prestur sem hef reynt
að rækja störf mín af þeim heiðar-
leika sem guð hefur gefíð mér. Ég
fer fram á að þið sýnið mér þá virð-
ingu að ég sé einn úr ykkar hópi,
og þið getið lýst því yfir að þið styðj-
ið mig sem prest og félaga ykkar,“
sagði sr. Flóki. „Ég er að biðja ykk-
ur um það að þið haldið utan úrií
mig sem félaga ykkar, sem er að
vinna að sama málefni og þið. Ég
ætla ekki að nýta mér þessa ályktun,
ef hún verður samþykkt, til þess að
veifa sem vopni framan í einn eða
neinn,“ sagði hann.
„Nauðsynlegt að endurvígja
Langholtskirkju"
Mikill ágreiningur var meðal fund-
armanna um afgreiðslu málsins eftir
ræðu sr. Flóka. Sr. Svavar A. Jóns-
son og sr. Jón Helgi Þórarinsson
kváðust ekki geta stutt tillöguna. Sr.
Ólöf Ólafsdóttir, sem er varamaður
í sóknarnefnd Langholtskirkju, lýsti
yfir eindregnum stuðningi við Flóka
og sagði hann hafa sætt slíkunf
ágangi og ákúrum af hálfu sókn-
arnefndar að hún hefði aldrei kynnst
öðru eins. Sagði hún það skoðun
margra að nauðsynlegt væri orðið
að endurvígja Langholtskirkju. Sagð-
ist hún ekki trúa því að fundarmenn
stæðu ekki með starfsfélaga sínum
þegar í harðbakka slær.
Tillagan stríðsyfirlýsing
gegn söfnuðinum
Bára Friðriksdóttir guðfræðingur
hefur starfað í Langholtskirkju með
sr. Flóka frá í nóvember. Sagðist hún
vera full sorgar vegna þessarar deilu
og sagðist vilja styðja sr. Flóka sem
manneskju en hún sagðist þó ekki.
geta stutt tillöguna því með henni
væri verið að lýsa stríði á hendur
söfnuðinum, og raunar gegn kirkju-
söfnuðum um allt land. Bára sagðist
vera í nokkurri geðshræringu þegar
hún flutti mál sitt en hún sagðist
aldrei hafa upplifað önnur eins mann-
leg samskipti og hún hefði mátt
reyna í samskiptum sínum við Flóka
á undanförnum mánuðum. Greindi
hún frá ýmsum atvikum í kirkjustarf-
inu og sagði að Flóki liti á sig sem
fjandmann sinn.
Tillagan var þessu næst borin und-
ir atkvæði í tvennu lagi. Fyrri hlúti
hennar, þar sem lýst var stuðningi
við sr. Flóka, var samþykkt með 26
atkvæðum gegn 6 en nokkrir sátu
hjá. Síðari hluti tillögunnar um að
málsaðilar virði úrskurð Bolla
Gústafssonar var samþykkt mótat-
kvæðalaust en hluti fundarmanna sat
einnig hjá við þá afgreiðslu.
Yngra fólk
kýs Guðrúnu
frekar en
það eldra
Sjálfstæðis-
mönnumsem
styðja Ólaf
fækkar