Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 45 ' Matur og matgerð Veisla á Bessastöðum Hinn 5. júli 1789 var haldin stórveisla á Bessastöðum segir Kristín Gestsdóttir, en núna rúmum tveimur öldum síðar stendur líka mikið til á því höfðingjasetri. íTTTiT iTííi!* ■-U'"- • -swXk*; _ *v »t -v** R •—' *'1 MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar síðan Levatzow stift- amtmaður hélt veislu á Bessastöð- um fyrir breska leiðangursmanninn Stanley og félaga hans hinn 5. júli, 1789, en þeir voru nýkomnir til Islands í könnunarferð með við- komu í Orkneyjum og Færeyjum. Leiðangur þessi stóð frá maí-sept. 1789 og tóku þeir land í Hafnar- firði, þar sem þeir hittu stiftamt- manninn sem bauð þeim til veislu að Bessastöðum. Þrir menn skrifa dagbók um þessa ferð og er það sem á eftir fer úr dagbók James Wright. „Norskur skipstjóri bauðst til að flytja okkur í land en þessi „asni“ strandaði með okkur nokkr- um sinnum á leiðinni og að lokum báru „frumbyggjarnir" okkur á bakinu til lands. Þar sem við lentum var nokkur fjöldi fólks saman kom- inn og horfði með forundran á þessa furðufugla sem þeim hefur fundist við vera. Mannfjöldinn sýndi okkur mikla virðingu og bukkaði sig og beygði þegar við gengum framhjá. Þjónn stiftamt- manns var þarna kominn til að fylgja okkur til Bessastaða, en þangað komum við ekki fyrr en kl. 2. þó að leiðin sé ekki meir en 3 enskar mílur.“ (Þarna hafa þeir væntanlega svo til gengið um hlað- ið á Grænagarði þar sem ég bý; mitt innskot.) „Við vorum boðnir velkomnir af Levatzow greifa, sem tók á móti okkur í dyrunum og leiddi okkur til mjög fallegrar stofu. Hann kynnti okkur fyrir greifynj- unni, konu sinni — fallegri viðkunn- anlegri konu, sem var klædd í hvít- an satínkjól eftir nýjustu tísku. Gangan til Bessastaða um grösugt svæði var í alla staði hin ánægju- legasta enda blíðskaparveður. Við settumst að miðdegisverði skömmu eftir kl. 4 ásamt stiftamtmanni og frú og annarri ungri hefðarkonu. Vel og höfðinglega var veitt — kjör- velssúpa — soðið og steikt kinda- kjöt — súrubúðingur — kartöflur — salat sem í var blaðsalat, karsi og ferskur lax — næpur — tertur — sætmeti — margs konar piklis og að lokum stór skál með hindbeija- mauki og úrvalsijóma. Með þessu var drukkið Malagavín.“ Wright fannst óþarflega fljótt staðið upp frá borðum og saknaði þess að hafa ekki drukkið meira af guða- veigunum við borðhaldið en ekki var meira veitt af slíku. Ég veit hvorki hvernig réttum var raðað saman í veislunni né í hvaða röð þeir voru bornir fram, en svona mundi ég gera það: __________1. Kjörvelsúpa 2. Súrubúðingur með reyktum laxi og hrásalat með soðnum laxi 3. Soðið og steikt kindakjöt með kartöflum, næpum og piklis 4. Sætmeti og tertur 5. Hindbeijamauk með ijóma Eg ætla að gera tilraun til að gefa lesendum smábragð af réttunum og bý til súrubúðing, en vandinn er sá að ég hefi ekki hug- mynd um hvernig sá búðingur var. Ekki var til matarlím á þessum tima og því líklegt að búðingurin hafi verið hleyptur með eggjum og kryddaður með múskati. Eg bý til súrubúðing með reykta laxinum og geri það eftir mínu höfði. Ef lesendur vilja meira verða þeir bara að láta sitt hugmyndaflug ráða. Meðan ég var að gera tilraun- ir með þetta urðu til hjá mér fleiri súruuppskriftir, reyndar með mat- arlími. Ég birti uppskriftir að þeim í næsta þætti og lýsi um leið mat jurtagarðinum á Bessastöðum árið 1789, en í honum voru ótrúlega fjölbreyttar plöntur. Einnig segi ég frá stiftamtmannsfrúnni, Lev- entsau greifynju. Súrubúðingurinn Mikið af súrublöðum, minnst 2 bollar 1 dl vatn 5 egg Vi tsk. salt nýmalaður pipar 'k tsk. múskat 1 'h dl ijómi 1. Þvoið súrublöðin og sjóðið í vatninu í 2-3 mínútur. Hellið á sigti og látið renna af þeim. 2. Þeytið egg með salti, mú- skati og pipar, setjið ijómann út í. 4. Meijið súrublöðin með gaffli og setjið saman við. 3. Smyijið form, helst fallega munstrað. Nota má kökumót og jafnvel aflangt álmót. Hellið eggja- hrærunni í mótið. 4. Hitið bakaraofn í 200 C, blástursofn í 180-190 C, setjið formið í ílát með vatni, vatnið nái upp að miðju. Sjóðið þannig í vatnsbaði í bakaraofninum í 45-60 mín. Stingið hnífi ofan í baksturinn til að aðgæta hvort allt sé hlaupið saman. 5. Skerið niður með bakstrinum og hvolfið á fat. Má bera fram heitt eða kalt. Meðlæti: Reyktur lax. ÞórarinnÁmason-ÞorleifurÞórarinsson 202 BaldurÁsgeirsson-MagnúsHalldórsson 195 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 178 Sæmundur Bjömsson - BöðvarGuðmundsson 171 A/V-riðill Sæbjörg Jónasdóttir—Þorsteinn Erlingsson 184 StefánJóhannesson-RagnarHalldórsson 181 Helgi Vilhjálmsson - Einar Einarsson 178 HannesAÍfonsson-EinarElíasson 175 Meðalskor 168 Sumarbrids á Suðurnesjum í SUMAR hefir verið spilaður sum- arbrids í félagsheimilinu á Mána- grund. Félögin standa sameiginlega að spilamennskunni og hefir þátt- taka verið misjöfn einkum vegna fótboltavertíðarinnar. Úrslit 12. júní: 1-2. Karl Karlsson - Svala Pálsdóttir 1-2. Eyþór Jónsson - Björn Dúason 3. Randver Ragnarss. - Guðjón- Svavar Jensen Úrslit 19. júní: Garðar Garðarsson - Kristján Kristjánsson Eyþór Jónsson - Haildór Áspar Gunnar Siguijónsson - Björn Dúason Birkir Jónsson er efstur í brons- stigaskráningu sumarsins með 60 stig, Dagur Ingimundarson hefir 40, Heiðar Agnarsson 38, Randver Ragnarsson og Guðjón Svavar Jens- en eru með 27 stig. Ekki var spilað sl. miðvikudag en á miðvikudaginn kemur hefst spila mennskan kl. 20. Amerísku Fléttumotturnar komnar aftur JVIRKA • '"{■ Mörkin 3. Sími 568 7477 Lokað á laugdaginn frá 1. júní - 1. septembcr. Morgunblaðið/Silli SVIPMYND frá Jónsmessumótinu á Húsavík. Spilaður var Mitchell tvímenningur þriðjudaginn 18.6. ’96. 20 pör mættu, úrslit urðu: N/S-riðill Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldóisson 279 #DAEWOO LYFTARAR BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Brids á Húsavík Einn liður í Jónsmessuhátíðinni á Húsavík var bridskeppni - tvímenn- ingur - og sest að spilum á miðnætti þá fjöldinn hóf göngu á Húsavíkur- fjall. Keppnin var öllum opin. Lokastaðan: Magnús Magnússon og Skúli Skúla- son, Akureyri með 85 stig. Þórir Aðalsteinsson og Gunnlaugur Stefánsson með 79 stig. Friðrik Jónasson og Torfi Aðal- steinsson, Húsavík með 76 stig. Kristín E. Þórarinsdóttir og Siguijón Harðarson, Hafnarfirði með 76 stig. Þeir sem völdu fjallgönguna voru löngu til byggða komnir áður en keppni lauk, kl. 5 að morgni. Bridsdeild Félags eldri borgara Kópavogi Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 269 SæmundurBjömsson- Böðvar Guðmundsson 260 Helgp Vilhjálmsson — Ámi Halldórsson 239 A/V-riðill Sigurður Gunnlaugss. - Gunnar Sigurbjömss. 291 Heiður Gestsdóttir - Stefin Björnsson 237 Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 233 Guðný Hálfdánard. - Guðmundur Þórðarson 232 Meðalskor 216 Spilaður var Mitchelltvímenningur fóstudaginn 21.10. ’96. 16 pör mættu, úrslit urðu: N/S-riðill VERKVER Smlðjuvegi 4b • 200 Kópavogur • TS 567 6620 Upplýsingar um kjörskrá, kjörstaði og kosningu utan kjörfundar eru veittar í kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar að Hverfisgötu 33. Símar 562 6555 og 562 4491. Akstur á kjördag. Kosningamiðstöðin Hverfisgötu 33 býður kjósendum sem þess óska upp á akstur til og frá kjörstað. Kjósendur í Mosfellsbæ, Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi geta nýtt sér þessa þjónustu með því að hringja í síma 552 7710 og 552 7712. Sttiðniiigsfólk Stuðhim að öruggri kosningii Ólafs Ragnai s 6i ímssonar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.