Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 37
AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR
Það er nauðsyn-
legt að bregðast
við illmælgi
KJÓSENDUR eiga
um góða kosti að velja
í forsetakosningunum
í dag. Guðrún Agnars-
dóttir hefur hvarvetna
getið sér gott orð, jafnt
á þingi sem annars
staðar. Pétur Kr. Haf-
stein er vammlaust
prúðmenni, sem ég ber
persónulega hlýjar til-
finningar til. Ólafur
Ragnar Grímsson er
annálaður skörungur
með glæsilegan feril
að baki jafnt heima
sem erlendis.
Allar forsendur ættu
því að vera til þess að
forsetakosningarnar fari fram af
drengskap og með reisn og án rógs
og illmælgi. Því miður hefur svo
ekki orðið. Árásirnar á einn fram-
bjóðandann, Ólaf Ragnar, eru fyrir
löngu komnar út fyrir allt velsæmi.
Gegn honum hefur verið rekin nei-
kvæð kosningabarátta, sem þekkt
er í Ameríku; honum er fundið allt
til forráttu; allir hugsanlegir gallar
hans hafa verið margfaldaðir, sum-
ir raunar upplognir, og ekki einu
orði vikið að því að maðurinn hafi
e.t.v. einhveija kosti til að bera.
Það er erfitt að samþykkja póli-
tíska lágkúru af þessari gerð. Eina
refsingin sem handhafar slíkra
vinnubragða skilja felst í því að
tryggja Olafi Ragnari Grímssyni
sem glæsilegasta kosningu í dag.
Þetta er í vaxandi mæli orðin spurn-
ing um velsæmi í íslenskum þjóð-
málum.
Mig langar til að ræða hér tvö
mál sem Ólafur Ragnar hefur sætt
ámæli fyrir. Deilurnar vegna
BHMR 1989-1990 og þá sérkenni-
legu umræðu sem orðið hefur um
trúmál og þjóðkirkju í þessum for-
setakosningum.
BHMR-deilan 1989-1990
Fjármálaráðherra er oft í erfiðri
stöðu en ég held að sjaldan hafi
nokkur fjármálaráðherra verið í
jafn erfiðri stöðu og Ólafur Ragnar
Grímsson í BHMR-deilunni 1989-
1990.
Verðbólga ársins 1988 var um
25 prósent. Tímabil grósku í efna-
hagslífinu var á enda og ljóst var
að erfitt yrði fyrir launafólk að veija
hag sinn ef verðbólgan héldi áfram.
Snemma árs 1989
sameinuðust ríkisvald-
ið (ijármálaráðuneyt-
ið), samtök_ atvinnu-
rekenda, ASÍ og BSRB
um samninga sem áttu
að tryggja bættan hag
láglaunafólks (sömu
krónutölu skyldi bætt
á laun allra) samtímis
því sem ráðist yrði
gegn verðbólgunni.
Sambærilegir samn-
ingar sömu aðila voru
gerðir 1990. Með þeim
samningum var ára-
tuga gamall verð-
bólgudraugur kveðinn
í kútinn að mestu leyti.
Ein samtök launafólks kusu að
standa utan við þessa samninga-
gerð, BHMR, kjarasamtök nn'n. í
staðinn var krafist stórfelldra
launahækkana fyrir háskólamenn.
Flest BHMR-félög fóru þá í erfið
verkföll, þ.á m. félag framhalds-
skólakennara. I þessari deilu ríkis-
valds og kennara voru þannig mörg
þúsund framhaldsskólanemar settir
í nokkurs konar gíslingu, allt nám
þeirra var í uppnámi. Ef samningar
hefðu ekki náðst fyrir sumarið 1989
hefði blasað við hrein og klár upp-
lausn í þjóðfélaginu.
Þegar að því kom að framfylgja
helstu ákvæðunum í kjarasamningi
BHMR og ríkisvaldsins árið 1990
komu bæði ASÍ og BSRB með kröfu
um það að félagsmenn þeirra fengju
sömu launahækkun og félagsmenn
BHMR. Þetta var í reynd krafa um
að samningarnir við BHMR yrðu
felldir úr gildi. Hvaða annan kost
átti ríkisstjórnin ef hindra átti alls-
heijar átök á vinnumarkaðnum?
Erfitt er að sjá það. Öll ríkisstjórn-
in stóð sameinuð við gerð bráða:
brigðalaganna um BHMR 1990. Í
áróðrinum hefur samt þáverandi
fjármálaráðherra, Ólafi Ragnari
Grímssyni, einum verið kennt um
þau! En úr því að hann á einn að
bera alla skömmina, hvers vegna
hefur honum þá ekki einum verið
þökkuð hin hliðin á sama máli,
stöðvun óðaverðbólgunnar?
Trúmál og þjóðkirkja
Sá sem hér skrifar hefur staðið
að tillögum á ljórum landsfundum
Alþýðubandalagsins um að flokkur-
inn styddi aðskilnað ríkis og kirkju.
Gísli
Gunnarsson
Sérhver þekkist
af símim verkum
VIÐ sitjum og
horfum á umræðu-
þátt í sjónvarpinu
þar sem forseta-
frambjóðendurnir
svara spurningum
og miðla sínum boð-
skap til áhorfenda.
Við sitjum róleg. Allt
í einu hríslast hrollur
niður eftir baki okk-
ar beggja. Þetta
gerðist þegar Ólafur
Grímsson byijaði að
tala. Við erum ung
og höfum alla tíð
haft mikinn áhuga á
stjórnmálum. Þegar
leið á sjónvarpsþáttinn litum við
til baka og fórum að rifja upp
gamla tíma. Við fórum að ræða
um einn mesta hentistefnustjórn-
málamann sem íslenska þjóðin
hefur alið og stefnir nú á Bessa-
Helga E.
Björnsdóttir
staði. Manninn sem var einu sinni
framsóknarmaður, en er nú al-
þýðubandalagsmaður. Manninn
sem var einu sinni á móti NATO,
en segist nú hafa verið ötull stuðn-
ingsmaður Atlantshafsbandalags-
Jóhannes Kr.
Kristjánsson
Andstætt því sem sagt var í
kynningarþætti í sjónvarpinu sl.
miðvikudagskvöld hefur slík tillaga
aldrei verið samþykkt. Fylgi við
hana hefur að vísu stöðugt aukist
og ljóst var á síðasta landsfundi
flokksins (1995) að meirihluti var
fyrir henni. En minnihluti lands-
fundarfulltrúa var slíkri samþykkt
mjög andsnúinn og málið var að
komast í tilfinningahnút og var því
vísað „til athugunar í miðstjórn
flokksins og í einstökum félögum
fram að næsta landsfundi". En
mörgum þótti sem þessi deila væri
ekki flokksklofnings virði.
Helsti andstæðingur minn í Al-
þýðubandalaginu í máli aðskilnaðar
ríkis og kirkju hefur ávallt verið
Ólafur Ragnar Grímsson. Ég er
engan veginn ánægður með þessa
afstöðu hans en við höfum umborið
skoðanir hvor annars í málinu.
Annars er það með ólíkindum
hvemig nokkrir einstaklingar hafa
reynt að gera trúmál að deiluefni
í forsetakosningunum. Framlag
Jóns Steinars Gnnlaugssonar
hæstaréttarlögmanns í þessari um-
ræðu er ekki geðfellt. Hann hefur
m.a. gert það að meginmáli hvort
kristinn maður megi fyrir rétti
sveija við drengskap sinn fremur
en við guð sinn. Séra Gunnþór Inga-
son hefur svarað þessum hugleið-
ingum Jóns Steinars á frábæran
hátt í Morgunblaðinu 26. júní sl.
Þar minnti hann m.a. á það að til
eru kristnir menn sem alls ekki vilja
sveija eið við nafn guðs. Raunar
er gert ráð fyrir þessum möguleika
í forsendunum fyrir eiðstaf vitnis í
lögum um meðferð oþinberra mála.
Var hæstaréttarlögmaðurinn búinn
að gleyma því?
Að lokum
Hér hef ég aðeins fjallað um tvö
þeirra mála sem óvildarmenn Ólafs
Ragnars Grímssonar hafa reifað
undanfarna daga. Til að ræða þau
öll þyrfti langt mál því að fljótlegra
er að bera fram órökstuddar ásak-
anir en að hrekja þær.
Sannarlega er ég ekki sammála
Ólafi Ragnari um allt! En það breyt-
ir engu um heildarniðurstöðu mína:
Ólafur Ragnar er vel menntaður
skörungur sem hefur góðan skiln-
ing á íslensku samfélagi og ágæta
hæfileika til að gæta hlutleysis og
miðla málum þegar á þarf að halda.
Auk þess minni ég aftur á nauðsyn
þess að bregðast á kröftugan hátt
við róginum í kosningabaráttunni:
Það gerum við með stuðningi við
Ólaf Ragnar Grímsson. Um leið ít-
reka ég virðingu mína við aðra
frambjóðendur.
GÍSLI GUNNARSSON
Höfundur er háskólakennari í
sagnfræði.
ins í íjolda ára. Manninn sem for-
dæmdi íslenska viðskiptamenn úr
ræðustól Alþingis í skjóli þing-
helgi, en segir nú að ýmis ófögur
orð falli í sölum Alþingis í hita
leiksins. Manninn sem lýsti eðli
hæstvirts forsætisráðherra á eink-
ar viðurstyggilegan hátt, en segir
nú að þeir séu ágætisvinir. Mann-
inn sem vill fela fortíðina og seg-
ir að eigi skuli dæma hann af
fyrri gjörðum.
Svona munum við eftir Ólafi
Grímssyni og spyijum okkur að
því hvort við viljum sjá þennan
mann í forsetastól. Við komumst
fljótt að niðurstöðu og án umhugs-
unar segjum við nei. Við veltum
fyrir okkur kosningabaráttu Ólafs
Grímssonar og Guðrúnar Katrínar
og sjáum silkidúk falla yfir fortíð
Ólafs. En silkið er þunnt og það
er byijað að rifna.
Við_ kjósum rétt, við kjósum
ekki Ólaf Ragnar Grímsson.
JÓHANNES KR.
KRISTJÁNSSON,
HELGA E. BJÖRNSDÓTTIR.
Jóhannes er í fríi frá náwi og
Helga starfar að ferðamálum.
Sátt um forseta
Islands
VIÐ ÍSLENDINGAR
höfum borið til þess
gæfu, að velja einstakl-
inga til forseta sem
þjóðin öll, einnig þeir
sem kusu aðra fram-
bjóðendur, hefur átt
auðvelt með að sætta
sig við. Jafnvel í því
tilviki þegar kosinn var
stjórnmálamaður var
það ekki einstaklingur
sem stórum hluta þjóð-
arinnar fannst óbæri-
legt að hafa sem for-
seta. Af þessum ástæð-
um hefur ekki komið
að sök þótt forsetinn
hafi jafnvel verið kos-
inn með miklum minnihluta at-
kvæða. Þjóðin hefur að kosningum
loknum fljótlega fylkt sér að baki
honum.
Samkvæmt skoðanakönnunum
síðustu vikna er hins vegar vel
mögulegt að nú verði kosinn til for-
seta maður sem á að baki þannig
feril í stjórnmálum að stór hluti þjóð-
arinnar mun aldrei geta sætt sig við
hann sem þjóðhöfðingja. Mörgum
þykir hann hafa komið fram með
þeim hætti í hveiju málinu á fætur
öðru, að þeir geti aldrei litið á hann
sem forseta sinn.
Þetta er afar alvarlegt mál í ljósi
þess, að eitt allra mikilvægasta híut-
verk forseta Islands er að vera sam-
einingartákn þjóðarinnar. Hann
verður að vera maður sem þjóðin
vill hlýða á um hátíðir eða sem get-
ur talað í þjóðina kjark á erfiðum
tímum. Geti verulegur hluti þjóðar-
innar ekki litið á þann sem forseta-
embættinu gegnir sem forseta sinn,
hlýtur forsetaembættið að hafa glat-
að því sem dýrmætast var.
Aldrei forseti allra
Sú staðreynd að ekki er viðhöfð
sérstök kosning á milli tveggja efstu
í forsetakosningum á íslandi eins
og sums staðar erlendis, leggur í
raun óvenju miklar
skyldur á kjósendur og
gerir að verkum að þeir
verða að taka meira til-
lit til samborgara sinna
en gengur og gerist í
kosningum. Þótt 35%
þjóðarinnar geti ef til
vill náð því fram að til-
tekinn maður verði kos-
inn forseti vegna þess
hvernig atkvæðin dreif-
ast, verður þessi hópur
að gæta sín á því að
ekki sé um of umdeild-
an mann að ræða. Hver
einn kjósandi er ekki
að velja forseta fyrir
sjálfan sig einan heldur
þjóðina alla.
Nú kynni einhver að halda því
fram að þetta sé jú bara eðli lýðræð-
isins, einhveijir verði alltaf undir.
Þetta er vissulega rétt, og þegar
verið er að kjósa til pólitískra emb-
ætta er þetta eðlilegt viðhorf. Þá er
maður að kjósa það fólk sem maður
treystir best til að koma fram þeirri
stefnu sem maður aðhyllist. En þeg-
ar verið er að kjósa til ópólitísks
embættis sem á að vera hafið yfir
deilur eins og ævinlega fylgja stjórnT
málunum og allir verða að geta
sætt sig við hljóta önnur sjónarmið
að vera sterkari. Þá hlýtur að vera
mikilvægast að kjósa þannig að um
þann sem kjörinn er náist að minnsta
kosti þokkaleg sátt.'
Við skulum hafa þetta í huga
þegar við greiðum atkvæði í dag.
Við skulum greiða atkvæði með það
í huga að kljúfa ekki þjóðina. Við
skulum kjósa þann sem uppfyllir þaþ
skilyrði að eiga raunhæfa möguleika
á sigri jafnframt því að eiga ekki
að baki þannig feril að þjóðin geti
aldrei staðið einhuga að baki honum.
MARTA MARÍA
ÁSTBJ ÖRN SDÓTTIR
Höfundur er BA ísálfræði og
starfar á skóladagheimili.
_ Marta María
Ástbj örnsdóttir
„Fordæmislaus árás
á Olaf Ragnar“
ÞAÐ hefur væntan-
lega ekki farið fram
hjá landsmönnum sú
fordæmislausa ófræg-
ingarherferð sem farin
hefur verið gegn fram-
boði Ólafs Ragnars
Grímssonar til emb-
ættis forseta íslands.
Þó tók steininn úr, þeg-
ar þijár auglýsingar
birtust í Morgunblað-
inu fimmtudaginn 27.
júní. Þessar auglýsing-
ar eru þvílíkur viðbjóð-
ur, að engin fordæmi
eru í íslandssögunni
sem gætu nálgast ann-
an eins málflutning.
Það verður að segjast eins og er,
að þá er illa komið fyrir íslensku
samfélagi, þegar siðgæðisstuðull
þjóðarinnar er settur af mönnum
sem um má lesa margar blaðsíður
í hæstaréttardómum. Eru það slíkir
menn sem þjóðin vill hafa sem ráð-
gjafa við val á forseta sínum? Nei
það held ég varía. Ef það á að telj-
ast til lasta ráðherra í ríkisstjórn,
að láta menn borga skatta sína og
skyldur eins og aðra þjóðfélags-
þegna, þá er eitthvað að þjóðfélag-
inu. Eða er það löstur, ráðherra í
ríkisstjórn, að láta eitt yfir alla
ganga, jafnvel þó æskuvinir séu?
Er það löstur að beijast gegn spill-
ingaröflum, sem áratugum saman
hafa í skjóli einokunar, arðrænt og
okrað á þjóðinni og komið í veg
fyrir eðlilega samkeppni í flugsam-
göngum? Er það löstur stjórnmála-
manns, að vilja fara
varlega í sakirnar þeg-
ar um er að ræða full-
veldi og sjálfsákvörð-
unarétt þjóðarinnar?
Það er hörmulegt,
þegar heiftin og
græðgin verða greind,
heiðarleika og mann-
kærleik yfirsterkari.
Þannig er það með
þessa undarlegu eitur-
penna sem hafa fengið
að spúa bleki sínu
ómælt yfir þjóðina á
síðum Moggans und-
anfarið. Á sama tíma
er hógværum og mál-
efnalegum greinar-
skrifum stuðningsmanna Ólafs
Ragnars, stungið ofaní skúffur og
ekki birtar. Þessi skipulögðu
hryðjuverk sem yfir Ólaf Ragnar
hafa gengið, taka út yfir allan
þjófabálk. Þau eru ekkert minna
en atlaga að sjálfu lýðræðinu og
gróf móðgun við alla þjóðina. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, er ekki aðeins
langhæfasti frambjóðandin til emb-
ættis forseta, heldur hefur kosn-
ingabarátta hans, borið af hvað
varðar prúðmennsku og virðingu-
fyrir stjórnarskránni, forsetaemb-
ættinu og meðframbjóðendum
hans. íslandssagan mun fordæma
óhróðurinn og það mun þjóðin einn-
ig gera.
SVERRIR ÓLAFSSON.
Höfundur er listamaður.
Sverrir
Ólafsson