Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið Engar vísbendingar um að banni verði aflétt EKKERT kom fram á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins, sem lauk í Aberdeen í Skotlandi í gær, sem bendir til þess að horfið verði frá hvalveiðibanni, að sögn Arnórs Halldórssonar, lögfræðings í sjávar- útvegsráðuneytinu, sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir hönd Is- lendinga. Arnór segir að fundurinn hafi verið árangurslaus, a.m.k. fyrir þau ríki sem vilji hefja hvalveiðar undir merkjum þess. Til marks um það inn á hvaða brautir umræðan innan ráðsins sé komin, hafi í gær verið einróma samþykkt ályktun um að settar verði reglur um hvernig standa skuli að hvalaskoðunum. Þá hafi þau ríki, sem hvað andsnúnust eru hvalveiðum í atvinnuskyni, t.d. Ástralía og Bretland, lýst því yfir að þau muni ekki undir neinum kringumstæðum fallast á þær. Arn- ór segir þetta benda til þess að mjög litlar líkur séu til þess að regl- um ráðsins um að ekki megi hefja hvalveiðar í ábataskyni verði breytt, enda þurfí til þess samþykki þriggja af hverjum fjórum aðildarríkjum. Hann segir einnig ekkert hafa þok- ast í vinnu við endurskoðað stjóm- unarkerfí, þ.m.t. reglur um eftirlit, sem unnið hefur verið að undanfar- ið og er að hálfu margra rikja for- senda þess að endurskoða megi hvalveiðibannið. Menn séu því engu nær því að hefja hvalveiðar með samþykki ráðsins en áður. Þungt í Rússum Rússar drógu í gær til baka umsókn um veiðar fimm Græn- landssléttbaka fyrir frumbyggja í sjálfstjórnarhéraði í Norðaustur- Rússlandi. Mexíkómenn og Ástralar mótmæltu umsókninni og neituðu að breyta afstöðu sinni þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Rússum. Rúss- ar sáu fram á að til atkvæða- greiðslu þyrfti að koma og að henni myndu þeir væntanlega tapa. Þeir drógu þá umsóknina til baka með þeim orðum að þeir álitu afstöðu þessara tveggja ríkja óvinveitta og létu í það skína að þeir myndu grípa til sinna ráða. Ályktað gegn hrefnuveiðum Norðmanna Ályktun gegn hrefnuveiðum Norðmanna var samþykkt í gær með yfirgnæfandi mun þrátt fyrir þann varnarsigur Norðmanna sem vannst þegar vísindanefnd hval- veiðiráðsins viðurkenndi mat þeirra á stærð hrefnustofns. Hrefnuveiði- kvóti Norðmanna, sem þeir ákveða á þeirri forsendu að þeir hafí gert fyrirvara við bann Alþjóðahvalveiði- ráðsins á sínum tíma, er þannig algjörlega i trássi við vilja meiri- hluta ráðsins. Norðmenn gengu af fundi í gær þegar ályktunin var samþykkt til að sýna vanþóknun sína og fengu fyrir vikið nokkra athygli fjölmiðla. Morgunblaðið/Sverrir HREFNA skorin. Orðalag tillögu sem gagnrýndi Kanadamenn mikið mildað Tillaga um bann við notkun raf- magns til aflífunar á dýrum var felld og var það að sögn Arnórs nokkur varnarsigur fyrir Japani. Japanir óskuðu eftir auknum kvóta fyrir tiltekin strandhéruð sem háð eru hvalveiðum en sú umsókn náði ekki fram að ganga. Þá ályktaði ráðið gegn vísindaveiðum Japana í Suður-íshafi, m.a. með vísan til þess að þar væri griðasvæði hvala. Nokkrar umræður urðu í gær vegna ályktunartillögu Frakka, Hollendinga, Breta og Bandaríkja- manna þar sem Kanadamenn voru gagnrýndir, skorað á þá að taka aftur hvalveiðikvóta sem þeir hafa úthlutað til indíána um að þeir megi fella einn Grænlandssléttbak og skorað á þá að ganga aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið. Það sjónar- mið kom fram í umræðum um tillög- una í gær, m.a. hjá Rússum, að ráðið gæti ekki ályktað um veiðar Jyjóðar sem ekki væri aðili að því. Áheyrnarfulltrúa Kanada gafst tækifæri til að tjá sig um málið og sagði hann tillöguna neikvæða og óviðeigandi. Þegar fulltrúar margra ríkja höfðu Iýst þeirri skoðun að tillagan væri vart til þess fallin að auka líkur á inngöngu Kanada- manna í ráðið og að þau gætu ekki fallist á orðalag hennar var lögð fram endurskoðuð og milduð tillaga og náði hún þannig fram að ganga. Tillaga Frakka kaffærð Tillaga Frakka um að hvalveiði- ráðið hæfí sérstakt átak í rannsókn- um í Norðurhöfum var harðlega barin niður af Rússum með stuðn- ingi Norðmanna, Finna og Dana. Arnór telur að leiða megi líkur að því að með tillögunni hafi Frakkar ætlað að undirbúa stofnun hvala- þjóðgarðs líkt og gert var í Suðurís- hafi en fyrir því beittu Frakkar sér mjög. Séra Halldór Gunnarsson Trúi vitnis- burði Sigrúnar Pálínu SÉRA Halldór Gunnarsson frá Holti sagði á Prestastefnu í fyrradag, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, að honum hefði fyrir mörgum árum verið greint frá samskiptum tiltek- innar konu og herra Ólafs Skúlasonar biskups íslands, sem eru rótin að svonefndu biskupsmáli, allt frá árinu 1980. Séra Halldór kveðst trúa vitnisburði Sigrúnar Pálínu. Séra Halldór sagði að móðir hans og Sigrún Pálína hefðu þekkst. Sigrún Pálína hefði fyrir mörgum árum sagt móður hans frá meintri nauðgunartil- raun sem átti að hafa gerst þegar Ólafur var sóknarprest- ur í Bústaðakirkju. Séra Halldór sagði aðspurð- ur um þetta mál við Morgun- blaðið í gær: „Fyrir um 10 dögum stóð ég frammi fyrir atburðarás með löngum að- draganda sem hafði þá leitt til þess að ég gat sagt: „Ég trúi vitnisburði Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur _ í svonefndu biskupsmáli.“ Ég mun skrifa Þorsteini Pálssyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, með afriti til annarra í yfirstjóm þjóð- kirkju íslands, um þessa af- stöðu mína með nánari rök- stuðningi," sagði séra Halldór Gunnarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hverfisgötu breytt FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Hverfisgötu framan við safnahúsið og Þjóðleikhúsið en þar er gert ráð fyrir hellu- lögðum gangbrautum og mið- eyju. Á gatnamótum, þar sem ekki eru umferðarljós, verður komið fyrir tijágróðri. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í ágúst. Ríkisstjórnin ákveður að taka á móti 31 flóttamanni Fjölgun um sex manna bændafj ölskyIdu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að tekið verði á móti 31 flóttamanni vegna stríðsátakanna í fyrrverandi Júgóslavíu. Páll Pétursson, félags- málaráðherra, segir að upphaflega hafí verið gert ráð fyrir að taka á móti 25 flóttamönnum. Hins vegar hafí í framhaldi af ósk fjögurra manna íslenskrar sendinefndar í Belgrad ver- ið ákveðið að fjölga í hópnum um sex manna fjölskyldu. Sú ákvörðun er talin hafa í för með sér þriggja til þriggja og hálfrar milljóna króna kostnaðarauka miðað við fyrri áætl- un. Kostnaður vegna komu flótta- mannanna hingað er talin nema á bilinu 10 til 20 milljónum króna. Páll sagði að tillaga hans um að bjóða hingað 25 flóttamönnum frá Bosníu hefði verið samþykkt í vetur. Ekkert hefði hins vegar orðið úr framkvæmdum fyrr því Alþjóða flóttamannastofnunin hefði með til- liti til breyttra aðstæðna í fyrrver- andi Júgóslavíu viljað sjá til hvort flóttamenn sæju sér fært að setja sig aftur niður á heimaslóðum. Eftir að ástandið hefði orðið skýrara hefði svo borist listi yfír 42 flóttamenn í nauðum. Af þeim hafi 19 verið á svokölluðum forgangslista. Sex til viðbótar Fjögurra manna sendinefnd, skip- uð tveimur fulltrúum frá Rauða krossi íslands, lækni frá ísafírði og túlki, hélt utan til að tala við flótta- mennina fyrir skömmu. Eftir að hafa valið 25 manna hóp óskaði áendi- nefndin eftir því að sex manna fjöl- skylda til viðbótar fengi tækifæri til að koma til landsins. Ríkisstjórnin samþykkti einróma tillögu Páls að taka við fjölskyldunni á fundi í gær- morgun. Um er að ræða bændafjölskyldu frá Krajina-héraði, hjón með fjórar dætur, 15 ára tvíbura, eina 9 ára stúlku og aðra 8 ára stúlku. Foreldrr arnir eru atvinnulausir og býr fjöl’- skyldan í einu litlu húsgagnalausu herbergi. Alþjóða flóttamannastofnunin lagði til að hingað kæmi fólk í blönd- uðum hjónaböndum enda gæti það ekki farið til sinna og var orðið við því. Foreldrarnir eru því af serbnesku og króatísku bergi brotnir. Flóttamennirnir koma hingað til lands eftir 2 til 4 vikur og fara til ísafjarðar. Páll sagðist í framhaldi af ósk sendinefndarinnar hafa spurst fyrir um hvort ísfirðingar gætu fall- ist á að taka á móti svo mörgum flóttamönnum þangað og fengið þau svör að fólkið væri allt velkomið. Hann sagðist hafa fengið upplýs- ingar um að allt væri til reiðu fyrir komu hópsins, þ.m.t. gott húsnæði, vinna þegar fólkinu hentaði, leik- skóla- og grunnskólapláss, og heilsu- gæsla svo eitthvað væri nefnt. Sýknaðir af ákærum fyrir snertilendingu á vatnsfleti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Örn Johnsen og Magn- ús Víking Grímsson af ákærum um brot gegn flugreglum og loftferða- lögum með því að raska öryggi flug- vélar og farþega við snertilendingar á vatni. Mennirnir voru einnig sýkn- aðir af kröfu ákæruvaldsins um sviptingu flugleyfis. Ákæruvaldið taldi að mennirnir hefðu raskað öryggi flugvéla sinna og stofnað þeim í hættu, auk þess sem Erni var gert að sök að hafa stofnað lífí farþega síns í hættu, þegar þeir létu lendingarhjól flug- véla sinna ítrekað snerta vatnsflöt. Ihuga málshöfðun Ákærðu héldu því hins vegar fram að þeir hefðu verið að fljúga listflug og æfa nauðlendingu á vatni. Héraðsdómur taldi að ekki hefði verið um svo verulega hættu að ræða að ákvæði hegningarlaga ættu við. Dómurinn taldi hins vegar að mennirnir hefðu gerst brotlegir við loftferðalög með því að fljúga sjón- flug leyfislaust í minni hæð en 500 fetum. Örn var dæmdur til að greiða 25 þúsund króna sekt og Magnúsi var gert að greiða 35 þúsund króna sekt, auk sakarkostnaðar. Sektirnar eru undir þeim mörkum sem kveðið er á um að séu áfrýjan- legar til Hæstaréttar án áfrýjunar- leyfis. Magnús og Örn telja sig hafa unnið sigur í málinu, og íhuga að höfða dómsmál á hendur Flugmála- stjórn íslands fyrir ólögmæta leyfis- sviptingu, og á hendur starfsmönn- um Loftferðaeftirlitsins fyrir um- mæli um tvímenningana í fjölmiðl- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.