Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 51 Um tuttugu ára skeið hefur Björn stjórnað heildverslun Asbjörns Ólafs- sonar af miklum dugnaði og sam- viskusemi og var farsæll í starfi. Allir sem kynntust Birni fundu manngæsku hans og mildi og leið vel í návist hans. Hann þekkti landið sitt vel og fjölda fólks, eftir áralang- ar söluferðir. Hann hafði frá mörgu að segja, en aldrei heyrði ég hann halia á nokkurn mann. Að leiðarlokum þökkum við Erla honum fyrir góð kynni og góðvild í okkar garð. Guð blessi minningu hans og gefi þér, Lollý mín, og börn- um ykkar og barnabörnum, styrk í sorginni. Skúli Jóhannesson. Nú þegar sólin er hæst á lofti og veður óvenju blíðlynd ber óvæntan skugga á við fráfall Björns Guð- I mundssonar. I einu vetfangi erum ( við óþyrmilega minnt á hverfulleika lífsins og að ekkert varir að eilífu. ( Samhliðasorginnisækjaþóáhugann ótal minningar um einstakan vin, minningar sem eru okkur hjónunum afar dýrmætar og aldrei munu gleymast. Björn var mikill gæfumaður, jafnt í einkalífí sem starfi. Hann var kvæntur Ólafíu Ásbjarnardóttur og eignuðust þau fimm mannvænleg börn. Fjölskyldan er einstaklega samrýnd og var Björn þar hinn sterki foringi, stoð hennar og stytta. Það sem einkennir fjölskylduna er lífs- gleði, umburðarlyndi og trygglyndi gagnvart vinum og samstarfsfólki. Eg kynntist Birni haustið 1987 er ég hóf störf fyrir matvælafyrir- tækið Knorr í Danmörku. Verkefni mitt er _að annast sölumál fyrirtæk- isins á íslandi í samvinnu við fyrir- tækið sem Björn veitti forstöðu, Ás- björn Ólafssson ehf. Fáir höfðu trú á þessu fyrirkomulagi enda var það nokkuð nýstárlegt. Það var ekki síst fyrir þekkingu, hæfni og reynslu Björns að það hefur reynst ágæt- lega. Þrátt fyrir að ýmis vandmál hafi komið upp á liðnum árum hafa þau ætíð verið leyst á farsælan hátt og þá ekki síst fyrir útsjónarsemi og færni Björns í viðskiptum og mann- legjum samskiptum. í starfi sínu hafði Björn samskipti við fjölda manna, bæði innlenda og erlenda, sem virtu hann mikils vegna hæfileika hans og heiðarleika. Björn var það sem sumir kalla heimsmað- ur. Þó hann væri veraldarvanur var hann bæði kurteis, hógvær og lítillát- ur. Björn var afar vel latinn sem for- stöðumaður Ásbjörns Ólafssonar ehf. og vinsæll meðal samstarfsmanna. Hann leit gjarnan á þá sem hluta af sinni fjölskyldu, og bar gestrisni hans og örlæti þess fagurt vitni. Hann ræktaði mjög vel hinn mann- lega þátt á vinnustaðnum og lét sér annt um velferð samstarfsmanna og fjölskyldna þeirra. Sumarið hefur löngum verið annatími hjá Birni og Lollý í sumarbústaðnum. Þar hafa þau skapað unaðsreit fyrir fjölskyld- una og ræktað garðinn sinn í besta og víðtækasta skilningi þeirra orða. Uppskeran er ríkuleg, góð og sam- hent fjölskylda og traust fyrirtæki, sem við samstarfsmennirnir höfum notið í ríkum mæli. Það eru forrétt- indi að eiga slíka vini. Að lokum vil ég og Ásbjörg þakka Birni fyrir vináttu hans og stuðning við okkur í hvívetna. Eg kýs að kveðja þennan góða vin á sama hátt og hann kvaddi mig jafnan í símann er ég var í söluferðum um landið: „Vertu blessaður elsku drengurinn minn. Farðu varlega og Guð veri með þér.“ Guð styrki Lollý og fjöl- skylduna í þeirra miklu sorg. Sverrir Ogmundsson. Björn Guðmundsson, forstjóri er látinn. Björn var þannig maður að hann eignaðist vini hvarvetna þar sem hann fór. Við áttum því láni að fagna að flytja skrifstofur okkar í Borgartún 33 um miðjan síðasta áratug þar sem Ásbjörn Ólafsson hf. hafði þá bæki- stöðvar sínar. Allt frá fyrstu stundu fann maður að maður var velkominn í þetta hús. Þar var að sjálfsögðu mest áberandi heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar sem Björn stjórnaði. Þar sveif virðu- leiki og hefð yfir vötnum en jafn- framt var andrúmsloftið afslappað og vingjarnlegt. Má fullyrða að þar hafi eiginleikar stjórnandans endur- speglast í fyrirtæki hans. Það var ekki annað hægt en að laðast að Birni Guðmundssyni. Slíkt var viðmót hans og persónutöfrar. Höfðingsskap hans var viðbrugðið. Ætíð er maður leitaði til Björns, sem var oft, var manni tekið opnum örm- um. Aldrei heyrði maður Björn hall- mæla nokkrum manni enda var hann fordómalaus. Eins og segir í upphafi þessara fátæklegu orða eignaðist Björn vini hvarvetna þar sem hann fór. Þetta varð annar okkar svo sannarlega var við á ferðalagi með honum um Pól- land þar sem Birni var alls staðar tekið eins og vini heimtum úr helju. Á löngu og ströngu ferðalagi var æðruleysi hans algjört, og viðmót hans og skap var eins og hann væri staddur austur í sumarbústað á góð- viðrisdegi. Okkur er heiður af því að hafa átt Björn Guðmundsson að vini. Megi guð almáttugur veita Ólafíu og fjölskyldu styrk í sorg þeirra. Eggert B. Ólafsson, Ingileifur Einarsson. • Fleirí minningargreinar um Björn Guðmundsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. GUNNLAUGUR SIG URBJÖRNSSON Gunniaugur Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1963. Hann lést á heimili foreldra sinna í Kópavogi 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 20. júní. Elsku Gulli minn. Með fáeinum orðum vil ég kveðja þig í hinsta sinn og þakka þér vináttu og hlýleik í minn garð. Við fráfall þitt er höggvið djúpt skarð í vinahópinn sem seint verður fyllt. En það er huggun í harmi, að þú ert laus úr viðjum veikinda og getur óhindrað haldið för þinni áfram, hvert sem er og hvenær sem er. Ferðalög voru ávallt líf þitt og yndi og eru ógleymanlegar ferðirnar sem við fórum saman um hálendi íslands. Sérstaklega er mér minnis- stæð ferðin í Hrauneyjar og Páfa- garð í mars 1995. Þú sýndir ótrúleg- an viljastyrk, nýkominn úr erfiðri aðgerð þar sem hægri handleggur þinn var numinn á brott. Hveijum öðrum en þér hefði dottið í hug að keyra sjálfur stóran og þungan jeppa upp til ijalla, í stórhríð og erfiðu færi? Þannig varst þú, alltaf tilbúinn í slaginn, engin sjálfs- vorkunn, og aldrei heyrði ég þig nokkurn tíma kvarta undan veikindum þínum. Hjá foreldrum þínum og bræðrum fékkst þú líka þá mestu hjálp og kærleika sem hugsast get- ur. Með þeirra aðstoð gafst þér möguleiki á fjallaferðum á þessu ári, sem aðrir hefðu talið útilokað og má líkja við kraftaverk. Úr einni slíkri ferð man ég svo glöggt er ég leit á þig eitt andartak þar sem þú lást í sólinni og þú reistir þig upp við dogg, horfðir með bros á vör á fegurð fjallanna í kring og festir greinilega útsýnið vel í minni. Þess- ar ferðir í ár gáfu ekki aðeins þér mikla gleði, heldur einnig mér og öðrum ferðavinum þínum úr Jö- klasnyrtihópnum. Vér erum hinir miklu ferðamenn, milljónum saman, gamlir jafnt sem ungir. Svo miklu lengra mun oss bera enn, þott mæðist bijóst og skórnir séu þungir. í hring í kringum allt og ekki neitt ókunnur máttur knýr oss hraðar, hraðar. Og enginn spyr, hvort ljúft sé eða leitt. Löng er vor ferð. Vér nemum aldrei staðar. (Steinn Steinarr) Foreldrum þínum, Siggu og Diddu, og bræðrum, Bjarna og Ing- vari, og öðrum nánum ástvinum, færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Góða ferð, elsku vinur, Þín Harpa. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Vímuefnanotkun unglinga er eitt alvarlegasta vandamál þjóðfélagsins í dag. • Foreldrar standa ráðþrota og vita ekki hvernig á að bregðast við þessari miklu ógn Bandalag kvenna í Reykjavík selur á morgun merki sitt „Blómið“ til fjáröflunar foreldrafræðslu um skaðsemi vímuefnaneyslu, afleiðingar hennar og vímefnavarnir. Við treystum meðborgurum okkar til að bregðast vel við og kaupa merkið til styrktar þessu átaki. Hvert Iftið blóm er skref. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna B.K.R. Bandalag kvenna í Reykjavík þakkar eftirtöidum aðilum stuðning við birtingu þessarar auglýsingar: THORVALDSENS BAZAR * SPARISIOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Sjómannafélag Reykjavíkur Vélstjórafélag íslands Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Kvenfélagasamband íslands Kvenréttindafélag íslands Þeim sem vilja styrkja framtakið „Foreldrafræðslu gegn vímuefnum", er vinsamlegast bent á reikning átaksins í Landsbankanum nr. 0101-05-180253.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.