Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNAS ÞÓRARINN
ÁSGEIRSSON
+ Jónas Þórarinn
Ásgeirsson
fæddist á Húsavík
25. ágúst 1920.
Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi 14.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
24. júní.
Fátt kemur manni
jafn mikið á óvart og
dauðinn þótt ekkert sé
jafn víst og þau enda-
lok.
Það var vitað að
hverju dró en samt hélt maður í
vonina um sigur lífsins. Því fáa
menn hefí ég þekkt, sem voru jafn
lifandi allt sitt líf.
Jónas fæddist á Húsavík og
fluttist til Siglufjarðar 1921 með
foreldrum sínum, Ásgeiri Jónassyni
kaupmanni og Sólveigu Helgu
Gísladóttur, og taldi sig alla tíð
Siglfirðing þótt hann afneitaði ekki
landfræðilegum uppruna sínum.
Kynni okkar hófust fyrir 62
árum er ég fluttist til Siglufjarðar
með ijölskyldu minni í Norðurgöt-
una með viðkomu í Bakka. Þarna
í Norðurgötunni var þá mikið úrval
ungra manna, sem ég var svo hepp-
inn að kynnast og starfa með. Þar
má segja að hafi verið tápmikill
kjarni, sem starfaði í Skíðaborg og
Knattspyrnufélaginu og Jónas varð
þar snemma fremstur meðal jafn-
ingja.
Samskipti okkar Jónasar urðu
mest á íþróttasviðinu og því von
að ég tíundi það nokkuð. Hann var
frábær á vellinum, jafnvígur í vöm
og sókn. Harður en prúður. Á því
tímabili var Knattspymumót Norð-
urlands eina stórmótið, sem Sigl-
firðingar tóku þátt í. Þá kom fram
sú hugmynd á Akureyri að setja
saman lið til að heija á Reykvík-
inga. Fjórir eða fímm Siglfirðingar
voru tilnefndir í liðið. Jónas var
auðvitað einn þeirra. Af þessari
skemmtilegu hugmynd varð þó
ekki og má þar kenna um sam-
gönguerfiðleikum.
Afrek Jónasar vora þó mest í
skíðaíþrótt. Þar bar hann af í öllum
greinum, þótt skíðastökkið væri
hans sérgrein. Hann var margfald-
ur íslandsmeistari í skíðastökki og
norrænni tvíkeppni og var valinn
til að keppa fyrir íslands hönd á
vetrarólympíuleikunum í St. Moritz
1948. Hann keppti þar að auki á
Holmenkollen í Noregi og Öster-
sund í Svíþjóð, og ég veit ekki bet-
ur en 54 metramir hans á stökk-
braut byggðri úr snjó á Stórhólnum
í Hvanneyrarskál standi óhaggaðir
enn sem lengsta stökk hérlendis.
Það var á skíðamóti Siglufjarðar
1946.
Jónas lagði líka stund á fijálsar
íþróttir og var m.a. góður lang-
hlaupari.
Þá er ótalið, þótt nýrra sé af
nálinni, starf hans og annarra Sigl-
firðinga, búsettra syðra, í þágu
Skíðafélags Reykjavíkur, er hleypti
af stað þeirri skriðu, sem áhuginn
fyrir notkun gönguskíða er á þeim
bæ núna.
En lífið var ekki
bara íþróttir á þriðja
og íjórða áratugnum,
heldur vinna og aftur
vinna. Eins og aðrir
ungir menn tók Jónas
fullan þátt í sfldaræv-
intýrinu og vann þá á
planinu hjá Ingvari
Guðjónssyni, en þar
var mest um að vera.
Við söltun var aðal-
starf hans að aka full-
um tunnum af síld frá
stúlkunum. Söltun gat
staðið í margar
klukkustundir og all-
an tímann varð að hlaupa til að
hafa undan kvenfólkinu og þess á
milli var enn verið að fást við full-
ar síldartunnur, velta þeim og stúa.
Nótt lögð við dag meðan síld barst.
Þetta var harður skóli fyrir ungl-
ing, en þama held ég að Jónas
hafi öðlast þá undirstöðu að styrk
sínum og þreki, sem dugði honum
vel^á íþróttasviðinu.
Ásgeir, faðir Jónasar, efndi til
verslunar fljótt eftir að hann kom
til Siglufjarðar, stofnaði Verslunar-
félag Siglufjarðar og veitti því for-
stöðu til dauðadags. Hjá honum
steig Jónas sín fyrstu spor á versl-
unarmannsferli sínum, sem varð
langur. Er Ásgeir féll frá stofnaði
Jónas sína eigin verslun, Verslun-
ina Ásgeir. Jónas var góður kaup-
maður og gott að versla við hann,
leysti vanda manna fljótt og vel.
Fleyg er sagan af því þegar tog-
arajaxlinn kom til hans eftir árang-
urslausa leit í hinum búðunum að
ullarbrók og lá á. Jónas hafði ekki
vörana á boðstólum, en „bíddu við,“
sagði hann, brá sér inn á kontór
og kom að vörmu spori aftur með
vel saman brotna brók og sagði:
„Gerðu svo vel, þetta er mín eigin,
ég get ekki betur gert,“ og togaraj-
axlinn hélt ánægður um borð tilbú-
inn í vetrargaddinn.
Eftir að Jónas hætti verslunar-
rekstri starfaði hann að ýmsu, var
m.a. tvö sumur í lögregluliði Siglu-
fjarðar. Þá störfuðum við saman.
Það var skemmtilegur tími. Við það
starf nutu mannkostir Jónasar sín
vel. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur
1968. Jónas réðst til Sveins Egils-
sonar hf. og starfaði þar af bifreiða-
sölu til 1989, er hann lét af störfum
vegna vegna heislubrests.
Á Siglufjarðaráranum var hann
meðlimur Rotary-klúbbs Siglu-
ljarðar og söng með Karlakómum
Vísi í mörg ár.
Það getur verið beggja blands
að segja um menn að þeir hafi
verið hvers manns hugljúfí. Það
má nefnilega túlka það svo, að í
kringum þá hafí ríkt lognmolla. í
kringum Jónas ríkti engin logn-
molla en hann var vinsæll og eftirs-
óttur félagi. Fáa eða enga menn
hefi ég þekkt honum fyndnari og
jafnhlaðna kímni svo að small í.
Margar sögur hans af samferða-
mönnum og honum sjálfum eru
löngu landsfleygar og læt ég kyrrt
liggja. Það leiddist engum í návist
Jónasar, svo mikið er víst.
Jónas hafði heillandi framkomu,
var hreinn og beinn og kunni vel
Sérfræðingar
i l)lómaskr<‘y(iii‘íum
við öll ía*kilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
Skilafrestur
minningar-
greina
Eigi minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: í sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf
grein að berast fyrir hádegi á
föstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og laug-
ardagsblað þarf greinin að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag.
að vera í fjölmenni. Dætur mínar
höfðu á orði að hann kæmi fram
eins og heimsmborgari og þær
höfðu á réttu að standa.
Mesta gæfuspor sitt sté hann
er hann kvæntist unnustu sinni 13.
júní 1945, Margréti Ólafsdóttir í
Hlíð. Magga í Hlíð var meðal feg-
urðardísa bæjarins, vönduð og góð
stúlka, sem alla tíð stóð við hlið
eiginmanns síns, á hvetju sem
gekk, og kom það vel í ljós er hún
annaðist mann sinn í síðustu veik-
indum hans af stakri alúð, þá sjálf
heilsulítil.
Jónas og Margrét stofnuðu
heimili sitt í Hlíð. Þangað var gott
að koma og á ég þaðan margar
góðar minningar.
Um leið og þessi góði drengur
er kvaddur af stóram vinahópi
votta ég Möggu og öðram aðstand-
endum mína dýpstu samúð.
Bragi Magnússon.
Og þar eru fjöllin svo hátignar há,
svo hljómfagurt lækimir niða.
Og þar eru útmiðin blikandi blá
með bjargráð - og öldumar kliða.
Þar hef ég lifað og leikið mér dátt
með lífsglöðum vinum á kveldin.
Við trúðum á sjálfra okkar megin og mátt.
Ég man það var leikið með eldinn.
(Signý Hjálmarsdóttir)
Á morgun er kvaddur hinstu
kveðju Siglfírðingurinn Jónas Ás-
geirsson, vinur minn til margra
ára. Ég man fyrstu samskipti okk-
ar ákaflega vel. Jónas var að vinna
að skíðamóti á Siglufírði og var
óspar á að hvetja okkur drengina
til dáða. Ég var 8 eða 9 ára gam-
all og svo ákafur keppnismaður að
í göngukeppni missti ég báða staf-
ina og kom án þeirra í mark. Jón-
asi þótti þetta miður og bað mig
að koma daginn eftir í kennslu-
stund í stafanotkun. Hann rak á
þessum tíma verslunina Ásgeir og
seldi aðallega matvörar. Hann var
þekktur fyrr og síðar fyrir lipurð
við afgreiðslu og skemmtilegheit
en Jónas var hafsjór af sögum og
leitun að annarri eins skemmtun
og þegar hann fór á kostum. í versl-
unina til Jónasar mætti ég á tilsett-
um tíma til að læra á stafína en
sú kennslustund leiddi af sér annað
og meira því á staðnum var ég
innritaður í skóla Jónasar og
Möggu konu hans og með titilinn
sendill lærði ég jöfnum höndum
heimspeki, verslunarfræði og
sagnalist. Allt var það gott en þó
mest um vert að bindast þeim vin-
áttuböndum. Þetta voru mikil for-
réttindi og mikið lán fyrir ungan
dreng á þessum áram hér á Siglu-
fírði. Alltaf var nóg að gera við
að sendast, fara með vörar til kaup-
enda og sækja vörar til seljenda
og ég var hvorki gamall né hár í
loftinu þegar Jónas leyfði mér að
keyra bílinn sinn frá Leikskálum
og „yfram“ og til baka. Bílinn var
þó ekki alltaf hægt að nota og í
miklum snjó fórum við með send-
ingar í bakpokum á gönguskíðum.
Ýmsar sögur væri hægt að riija
upp hér af samskiptum Jónasar og
vina hans en kímni og léttleiki vora
þar allsráðandi. Eftirminnileg er
veiðisagan þar sem farið var með
stangir en komið heim með físk
með netaföram. Þar reyndi á ráð-
snilld Jónasar eins og oft áður.
Til góðs vinar liggja gagnvegir
segir í Hávamálum. Jónas og
Magga fluttu til Reykjavíkur í at-
vinnulægð Siglufjarðar 1968. Sam-
verastundir okkar eftir það voru
ekki eins margar og við hefðum
viljað en vel nýttar þegar þær gáf-
ust. Frásagnir Jónasar alltaf jafn
stórkostlegar og strákarnir mínir
jafn hugfangnir af þeim og ég fyrr-
um, gleyptu í sig hvert orð og
hveija athöfn hans.
Jónas var á yngri áram, og
reyndar fram yfír þau, mikill af-
reksmaður í íþróttum, skíðum og
fótbolta. Hann keppti í göngu, svigi
og stökki og gerði garðinn hvað
frægastan í stökkinu. Hann er einn
fárra íslendinga sem stokkið hefur
á Holmenkollen en það gerði hann
árið 1947 á 50. Holmenkollenmót-
inu. Þar var einnig sveitungi hans
og vinur Jón Þorsteinsson. Þeir
stukku tvö stökk og stóðu báðir
bæði stökkin og það var meira en
---------------------------------- <
hægt var að segja um þekktari <
kappa á því móti. (
Jónas keppti einnig á Olympíu-
leikunum í St. Morits árið 1948 og
stóð sig með ágætum.
Auk þess að vera virkur keppnis-
maður lét hann ekki sitt eftir liggja
í félagsmálum íþrótta bæði hér á
Siglufírði og í Reykjavík.
Jónas var kominn á fímmtugs-
aldur þegar honum þótti ráðlegt í
að fara að hætta í íþróttum og (
sagðist hafa hugsað eins og séra
Sigvaldi í Manni og konu: „Eg held '
að það sé nú sé best að ég fari að
halla mér.“
Góður Siglfírðingur er genginn.
Hann fylgdist vel með íþróttamál-
um og öðrum málefnum bæjarins
fram til þess síðasta og heimsókn
til þeirra hjóna og viðræður við þau
voru á við bestu vítamínsprautu.
Jónas sagði á síðustu áram að hon-
um þætti erfitt að koma til Siglu-
fjarðar því flestir vina hans væra
komnir í kírkjugarðinn. Það er trú
mín að hann sé nú búinn að hitta
þá á ný, sögumar farnar að
streyma og hlátrasköllin að glymja.
Örugglega er sögð sagan ómetan-
lega af húsmóðurinni sem fékk
boltann í pottinn hjá kvöldsoðning-
unni, en eldhúsglugginn hjá henni
sneri út að fótboltavellinum. „Það
steinleið yfir hana,“ endaði sagan
hjá Jónasi. Fræg er einnig sagan
af kjötinu seiga sem boðið var uppá
í einni fótboltaferðinni og allir
höfðu hlakkað til að borða. Jónas
kvað upp dóm um kjötið með því
að biðja um mæðiveikigirðinguna
í eftirmat! Sigrar hans og sögur
munu lifa um ókomna tíð. Hann
var skemmtilegur persónuleiki og
drengur góður. Möggu, Sólveigu,
Ásgeiri og fjölskyldum sendir mitt
fólk samúðarkveðjur.
Og þegar leiðin mín loksins er öll
og leystur úr §ötrum er andinn,
þá bergmálið yfir mér bláskyggðu fjöll,
og bárur gjálpið við sandinn.
(Signý Hjálmarsdóttir)
Hafí Jónas þökk fyrir gengin
spor.
Kristján L. Möller.
+ Óli ísfeld fædd-
ist á Eskifirði
27. janúar 1905.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Vestmanna-
eyja 19. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Anna
Jónsdóttir og Jón
Kjartansson í Eski-
fjarðarseli. Anna
dó frá fjórum börn-
um sínum ungum,
en þau eru nú öll
látin. Jón kvæntist
öðru sinni og
eignaðist sjö börn
með seinni konunni, Guðrúnu
Þorkelsdóttur. Þau eru flest
búsett á Eskifirði.
Útför Óla fer fram frá Landa-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Óli ísfeld veitingamaður og for-
stjóri Samkomuhúss Vestmanna-
eyja um áratugaskeið er látinn.
Gifturíkri ævi einstæðs öðlings er
lokið og hvíldin kærkomin eftir
þanga starfsævi. Síðustu árin dvaldi
Óli á sjúkrahúsinu og naut þar að-
hlynningar kærleiksríkra handa,
sem ber að þakka.
Alsystkini Óla, Kjartan, Ragnar
og Oddný, eru löngu látin. Oddný
var gift Stefáni Thorarnesen, lög-
reglumanni i Reykjavík. Einkasonur
þeirra, Sigfús verkfræðingur, var
Óla ávallt sérlega kær og góður
frændi. Seinni kona Jóns var Guð-
rún Þorkelsdóttir. Eignuðust þau
sjö böm og era þessi hálfsystkini
Ola mætir borgarar, flest búsett á
Eskifírði.
Ungur að árum braust Óli til
mennta, lærði matargerðarlist á
Hótel Fönix í Kaupmannahöfn. Þar
var húsagi, sagði Öli, og ef nemun-
um hefði orðið það á
að leggja frá sér matar-
ílát óþvegið, þá mátti
búast við kinnhesti frá
meistaranum.
Að námi loknu réðst
Óli á heimili þáverandi
sendiherrahjóna í Dan-
mörku, Georgíu og
Sveins Björnssonar,
síðar fyrsta forseta lýð-
veldisins.
Sveinn bauð Óla
brytastöðu á Gullfossi,
en Óli afþakkaði. Hann
treysti sér ekki til að
taka stöðuna vegna
sjóveiki, sem alla tíð heijaði á hann.
Sýnir þetta best hve Sveinn mat
Óla mikils, enda var hann trausts
verður. Aðalsmerki hans vora holl-
usta og drengskapur.
Eftir heimkomuna vann Óli í
Tryggvaskálanum á Selfossi hjá
Guðlaugi og því ágæta fólki. Síðar
hóf hann rekstur sumarhótels í
Kvennaskólanum á Blönduósi.
Markaði þetta framtak Óla tíma-
mót. Hélt hann starfseminni áfram
fram á styijaldarárin eftir að hann
var kominn tiLEyja.
Upphaflega kom Óli til Eyja 1938,
þegar rekstur samkomuhússins byij-
aði. Ársæll Sveinsson og fleiri framf-
aramenn höfðu forastu um að reisa
hér í kreppunni stærsta samkoinu-
hús landsins, sem bar það réttnefni
um langa hríð. Stutt viðstaða við
ráðgjöf breyttist í nánast ævistarfið,
en hér bjó Óli í tæp 60 ár, þar af
starfaði hann við samkomuhúsið
tæpa hálfa öld eða til 1986.
Við, sem áttum því láni að fagna
að vinna með Óla og eiga vináttu
hans, erum full þakklætis á skilnað-
arstund.
Mér er enn í minni, er ég labbaði
fram hjá samkomuhúsinu haustið
1956 á leið niður í Drífanda, þá
átti ég og bjó í næsta húsi, þegar
Óli kallaði til min og bauð mér
morgunkaffi með tilheyrandi, sem
ég að sjálfsögðu þáði með þökkum.
Já, það var oft kátt í eidhúsinu hjá
Óla. Margir komu og þáðu góðgerð-
ir. Ég var örugglega sá þaulsætn-
asti, því ég mætti í 30 ár.
Dugnaður Óla var einstakur,
ávallt fyrstur á fætur og síðastur
að ganga til náða. Lengst af, einkum
fyrstu áratugina, var mikil umsýslan
í Samkomuhúsinu þar sem flest
funda- og veisluhöld, auk dansleikja
og kvikmyndasýninga fóra fram.
Óli var fádæma hjúasæll. í marga
áratugi vann sama fólkið undir
stjóm hans.
Þegar vertíðarstemmningin var í
algleymingi með öllu aðkomufólk-
inu, var oft þéttskipað i samkomu-
húsinu. Fólk úr öllum landshlutum,
er hingað sótti í hundraðatali á áram
áður, á ljúfar minningar, og ófá eru
þau kynni, sem þarna var til stofnað
og ávaxtaðist til farsællar framtíðar.
Árið 1954 reisti Óli ásamt Sigurði
Gunnsteinssyni veglegt hús við
Hilmisgötu, þar sem hann bjó sér
glæsilegt heimili, þótt lengst af
byggi hann í samkomuhúsinu.
Oli var ávallt einhleypur og bam-
laus. Þegar samskipti kynjanna bar
á góma í léttu spjalli, sagði Óli gjarn-
an, að engin gréti gullið, sem aldrei
hefði átt það.
Matargerðarsnilld hans bar hróð-
ur hans víða, og minnumst við þess,
að aðkomufólk, sem sat hér veizlur,
er Óli stóð fyrir, lýsti oft undrun og
aðdáun yfír þeim mikla glæsibrag
sem þar var í hávegum.
Ég treysti því, að vinur minn fyrir-
gefí þessi minningabrqt, er leita á
hugann við leikarlok. Óli lifði lífínu
hávaðalaust, án þess að bera afrek
sín á torg.
Guð blessi minningu fágæts sam-
ferðamanns.
Jóhann Friðfinnsson.
ÓLIÍSFELD