Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipulagssljóri um úrskurð
umhverfisráðherra
Byggist á ann-
arri lagatúlkun
SKIPULAGSSTJORI ríkisins,
Stefán Thors, segir að úrskurður
umhverfisráðherra um mat á um-
hverfisáhrifum álvers á Grundart-
anga, byggist á annarri lagatúlkun
en úrskurður skipulagsstjóra hafi
gert. Umhverfisráðherra úrskurð-
aði að lög leyfi ekki að tengja
saman mat á umhverfisáhrifum
af byggingu álvers við mat á
umhverfisáhrifum vegna bygging-
ar virkjana og háspennulína eins
og skipulagsstjóri gerði í úrskurði
sínum.
„Við fórum yfir allar hliðar
þessa máls og niðurstaða okkar
var sú að við vildum tengja virkj-
unarframkvæmdir við byggingar-
framkvæmdir álversins á Grund-
artanga og skoða það sem eina
heild,“ segir Stefán.
„Ráðherra taldi að við hefðum
ekki lagaheimild til þess, heldur
að líta skuli á hvert mál út af fyr-
ir sig. Þetta er önnur lagatúlkun.
Við töldum okkur hafa heimild
fyrir okkar niðurstöðu, en munum
að sjálfsögðu haga okkur sam-
kvæmt úrskurði ráðherra," sagði
Stefán.
Þarf að skoða í heild
„Við töldum að skoða þyrfti
þetta mál í heild áður en endan-
lega yrði gengið frá þessari fram-
kvæmd. Heimiluð verður bygging
álverksmiðjunnar og hafa um-
hverfisáhrif hennar verið metin.
Samkvæmt úrskurði ráðherra
verða tengdar framkvæmdir metn-
ar sér, þegar þar að kemur, í stað
þess að bíða og meta heildaráhrif-
in. Þetta breytir engu um sjálf
umhverfisáhrifin sem verða þau
sömu.
Umhverfisráðherra er æðsta
yfirvald í þessum málum og við
munum taka tillit til þessa úr-
skurðar í framtíðinni í vinnu okk-
ar,“ segir Stefán Thors.
Rababaravín-
gerð athuguð
FRAMLEIÐSLA á rababaravíni er
í athugun hjá fyrirtækinu Engjaási
ehf. í Borgarnesi. Framleiðsla víns-
ins er á umræðu- og tilraunastigi
segir Indriði Albertsson fram-
kvæmdastjóri Engjaáss ehf. Um er
að ræða léttvín sem freyðir og á
við flestan mat.
Auglýst hefur verið eftir rababara
sem fer í tilraunina og grauta sem
fyrirtækið framleiðir. „Viðbrögð við
auglýsingunni eru mjög góð. Við
höfum fengið nokkur tonn af raba-
bara, enda vex rababari nánast i
hveijum garði hér á landi. íslenskur
rababari fæst aðeins á þessum árs-
tíma svo að við söfnum honum nú,
en tilraunir í gerð rababaravínsins
munu fara fram í haust og í vetur.
Hugmyndin var sú að framleiða vist-
vænt séríslenskt vín og er rababar-
inn hentugur til þess. En spurningin
er nú sú, hvort framleiðslan sé hag-
kvæm,“ sagði Indriði.
Afleggjari frá annarri
vínframleiðslu
Engjaás ehf. framleiðir öll
brennd vín sem leyfilegt er að fram-
leiða á íslandi, en auk þess fram-
leiðir fyrirtækið ávaxtagrauta og
pitsur. „Rabaravínið yrði eins konar
afleggjari frá annarri vínfram-
leiðslu hér, en hún er aftur á móti
mun flóknari en framleiðsla
brenndu vínanna. Framleiðsla sam-
bærilegra léttvína í Evrópu byggist
á margra áratuga reynslu sem við
þurfum að vinna upp í tilraunum
okkar,“ segir Indriði.
_ Morgunblaðið/Jón Svavarsson
VÉSTEINN Sæmundsson, 7 ára, sem leikur Palla sem var einn í heiminum, keyrir hér strætisvagn.
Palli sem
var einn
í heiminum
kvikmynd-
aður
KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ
Litla gula hænan er nú að Ijúka
tökum á barnakvikmynd sem
gerð er eftir sögunni um Palla
sem var einn í heiminum. Hún
verður sýnd í norska sjónvarp-
inu, Rikissjónvarpinu og í kvik-
myndahúsum í Þýskalandi og
víðar. Litla gula hænan er fyrir-
tæki Ásthildar Kjartansdóttur
og er hún jafnframt leikstjóri
myndarinnar.
Myndin er byggð á handriti
Jens Sigsgárd og sér Sigurður1
Sverrir Pálsson um kvikmynda-
töku. Vésteinn Sæmundsson, 7
ára, fer með hlutverk Palla sem
keyrir strætó og brunabíl, flýg-
ur flugvél og klessir á tunglið.
Ásta Hrönn Stefánsdóttir,
EFTIR að hafa klesst strætisvagninn gengur Palli burt.
framkvæmdastjóri Litlu gulu
hænunnar, segir að um 20
manns vinni að tökum myndar-
innar og er hún m.a. fjármögn-
uð af Kvikmyndasjóði íslands,
Norræna kvikmyndasjóðnum,
Nord Hrein Westfalen og Media
Investment Club.
Þar sem Palli er einn í heim-
inum er mikilvægt að bak-
grunnur og götur séu mann-
og bíllausar. Til þess að svo
geti orðið hefur kvikmyndun
mest farið fram á kvöldin og
nóttinni þegar rólegra er. Ing-
var E. Sigurðsson fer með hlut-
verk pabba Palla og mömmuna
leikur Vigdís Gunnarsdóttir og
Karl Guðmundsson fer með
hlutverk karlsins í tunglinu.
Áætlað er að frumsýna mynd-
ina að ári.
Fimm sjóslys urðu á íslenskum skipum á sextán dögum í góðu veðri í júnímánuði
Tilviljun að svo mörg
sjóslys verði á
svo skömmum tíma
Á SEXTÁN daga tímabili í júnímán-
uði urðu fimm sjóslys. Eins manns
er saknað úr þessum sjóslysum.
Gott veður var er öll þessi slys urðu.
• Sunnudaginn 9. júní lagðist FIosi
ÍS á hliðina og komst sjór í lestar
hans þegar verið var að dæla síld
í skipið. Mannbjörg varð.
• Sæborg GK 457 frá Grindavík
fórst 15. júní, fyrir austan land á
leið heim af síld. Mannbjörg varð.
•Maður féll útbyrðis af Gylli BA
frá Tálknafírði 19. júní og er enn
ófundinn.
• Fagranesið strandaði við Æðey
22. júní. Um 240 farþegum og
áhöfn var bjargað.
• Mýrarfellið frá Þing-
eyri hvolfdi í mynni Arn-
arfjarðar 25. júní. Mann-
björg varð.
Óvenjulegt er að slíkur fjöldi
slysa verði á þessum árstíma. Páll
Hjartarson aðstoðarsiglingarmála-
stjóri og Ragnhildur Hjaltadóttir,
formaður Rannsóknarnefndar sjó-
slysa, voru spurð álits á þessum
tíðu slysum.
Páll Hjartarson segir að það hafi
sýnt sig að óhöpp verði sem ekki
tengjast veðri né tíðarfari, heldur
geti margt annað valdið óhappi,
eins og röð af litlum sam-
verkandi yfirsjónum
áhafnarinnar, eða að eitt-
hvað gefí sig í búnaði
skipsins. Það sé einskær
tilviljun að svo mörg slys
gerist á svo skömmum tíma.
„Fræðslumál sjómanna þurfa að
vera í sífelldri endurskoðun. Skipið
er hættulegur vinnustaður og brýnt
er að menn geri sér grein fyrir að
það er aldrei of varlega farið þó
að veðrið sé gott. Á hinn bóginn
er aldur íslenska fiskiskipaflotans
almennt of hár. Ég get þó ekki
fullyrt neitt um það að aldur skip-
anna hafi eitthvað að segja í þessum
tilvikum,“ segir Páll.
„Það er mikið áhyggjuefni að svo
mörg sjóslys verða á þessum árs-
tíma,“ segir Ragnhildur Hjaltadótt-
ir, formaður Rannsóknarnefndar
sjóslysa. „Það má alltaf búast við
slysum í skammdeginu þegar veður
eru válynd, en ekki eins á þessum
árstíma. Þetta eru líka alvarleg
óhöpp, .þar sem skip hafa sokkið
og strandað. Maður fór fyrir borð
á Gylli BA, og það má teljast guðs
mildi að ekki hafi orðið manntjón
í hinum slysunum fjórum,“ segir
Ragnhildur.
„Enn hef ég ekki nógu miklar
upplýsingar í höndunum til þess að
koma með neina skýr-
ingu á þessum tíðu slys-
um. Einu sjóprófin sem
liggja nú fyrir eru vegna
Sæborgarinnar. Þar
kemur engin augljós
ástæða fram, hvers vegna skipið
sökk né hvort menn hafi hegðað
sér öðruvísi en þeir áttu að gera.
Ekki er ólíklegt að menn sýni
meiri varkárni þegar aðstæður eru
verri og séu kærulausari í góðu
veðri, líkt og sjá má í bílaumferð-
inni, en ég er ekki þar með að segja
að rekja megi þessi slys til mann-
legra mistaka. Það hlýtur að vera
tilviljun að svo mörg slys verði á
svo skömmum tíma.
Rannsóknarnefnd sjóslysa vinnur
úr sjóprófum og frumrannsóknum,
m.a. úr lögregluskýrslum sem tekn-
ar eru af skipbrotsmönnum. Skoð-
aðar eru teikningar af skipum og
vettvangskannarnir eru gerðar á
þeim skipum sem komið er með til
hafnar. Mér sýnist að þessi óhöpp
sem gerst hafa að undanförnu
krefjist mikillar yfirlegu.
Unnið hefur verið mikið starf á
undanfömum árum varðandi örygg-
ismál sjómanna, en betur má ef
duga skal. Skipið er mjög sérstakur
vinnustaður, sem er háður
veðri og vindum. Einnig
er mikilvægt að áhöfnin
vinni sem ein heild og að
samband innan hennar sé
gott. En sem stendur get
ég ekki dregið ályktun af þessum
tíðu slysum síðustu daga fyrr en
rannsóknum er lokið, enda á Rann-
sóknamefnd sjóslysa eftir að íjalla
um þessi mál,“ segir Ragnhildur.
Skipiö er
hættulegur
vinnustaður
Óhöppin und-
anfarið krefj-
ast skoðunar