Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 19 I > í » I I I) varðandi slíka samninga við fyrir- tæki og fól skattyfirvöldum öll samskipti við þau án nokkurra pólitískra afskipta frá fjármála- ráðuneytinu. Sama er að segja um til dæmis BHMR-samningana og hin frægu bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar. Aðdragandi þeirra viðburða hefur legið í láginni og engin tilraun hefur verið gerð til að skýra þá stöðu sem fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll stóðu frammi fyrir eftir þjóðarsáttasamningana 1990; þaðan af síður hefur verið lagt mat á hugsanlega atburðarás fyrir íslenskt efnahagslíf, frið á vinnumarkaði og almenn launa- kjör ef þá hefði verið valinn verri kosturinn af tveimur illum. Til- gangurinn hefur helgað meðalið — ætlunin var ekki að hefja umræðu um afstöðu og frammistöðu fram- bjóðendanna á ferli sínum eða meta hæfni þeirra og verklag, heldur einungis að koma höggi á persónuna og forsetaefnið Olaf Ragnar Grímsson. Ég hygg að fáir íslendingar liggi okkur það á hálsi að hafa látið það vera að þræta við þessa aðila. Gamalt máltæki segir að eigi skuli egna óstöðugan. Við höfum því eindregið hafnað öllum ábendingum og hvatningum um að svara í sömu mynt. Þar með er ekki sagt að skotfæri hafi skort. Ólafur Ragnar Grímsson hefur um árabil staðið á vettvangi ís- lenskra stjórnmála. Hann hefur verið þar gustmikill málafylgju- maður, en einnig maður sátta og samstarfs, þegar það hefur átt við. Sá þráður er óslitinn í hans stjórnmálaferli sem snýst um að opna stjórnkerfið, gera fjölmiðla- umræðu fijálsari en áður var, losa viðskipta- og bankakerfi úr viðjum kunningja-, ætta- og flokks- tengsla og koma okkur út úr stjórnleysi og spillingu verðbólgu- áranna. Þessi viðleitni, sem hann og fleiri stjómmálamenn, ritstjór- ar og ný kynslóð stjórnenda hafa gert að höfuðviðfangsefni síðustu áratuga, hefur skilað okkur betra þjóðfélagi en áður var. Styrkur Ólafs Ragnars Gríms- sonar sem forsetaframbjóðanda er meðal annars fólginn í þessari sögu. Þekking og hæfni, reglu- semi og dugnaður eru verðleikar sem fólk vill að forseti hafi til að bera. Á ferðum Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur um landið hefur tekist beint og milliliðalaust sam- band milli þeirra og almennings í landinu. Það samband er trygging fyrir því að Ólafi Ragnari takist að vera glæsilegur fulltrúi þjóðar- innar á forsetastóli. Fyrir hönd Kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars Grímssonar, ÓLAFÍA BJÖRK RAFNSDÓTTIR Höfundur er skrifstofustjóri. með því að taka bara upp óum- deildar staðreyndir og orðréttar tilvitnanir í Ólaf Ragnar Grímsson sjálfan. 4. Viðbrögð nokkurra fjölmiðla við birtingu auglýsinga okkar sýna að þeir eru við sama heygarðs- hornið og ganga áfram þeirra er- inda frambjóðandans að þagga fortíðina niður. Þeir gagnrýna ekkert efni auglýsinganna, enda er réttu máli þar hvergi hallað. Þess í stað ráðast þeir á okkur fyrir að vilja gegna þeirri skyldu við kjósendur, sem þeir hafa brugðist. Við því eigum við aðeins eitt svar: Að skora á kjósendur að kynna sér efni þessara auglýs- inga og fella sína dóma á þeim grundvelli. SIGURÐUR HELGASON, BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON. Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Pétri Hafstein: „NÚ í tvo daga samfellt hafa birst auglýsingar í Morg- unblaðinu um feril Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Vegna þessa vil ég árétta að auglýsingar þessar eru framboði mínu alls óviðkomandi og ekki á þess vegum. Ég hef ávallt lagt fyr- ir stuðningsmenn mína að sýna drengskap og heiðarleika í kosningabaráttunni. Það hafa þeir gert. Ég tel ekki rétt að beita þeim aðferðum, sem sjá má í Morgunblaðinu. Ég harma að hópur manna skuli hafa gengið fram með þessum hætti á lokastigi kosn- ingabaráttunnar. Þetta hefur skaðað framboð mitt, því ýms- ir telja að þetta sé frá mínum stuðningsmönnum komið. Ég vil árétta að svö er ekki.“ Verið velkomin á opnun nýrrar hárgreiðslustofu okkar og nuddstofu minnar að Skólavörðustíg 8-10 (Bergstaðastrætismeginn) í dag laugardag kl. 14-17. m Solla L&a V nuddari — FELAGAR prul i Hafðu heppnina með pér í fríinu! Margra vikna Lottómiði! -vertu viðbúin(n) vinningi Þú getur haldið áfram að spila í Lottóinu þó að stefnan sé tekin til útlanda í sumarfríinu. Þú kaupir miða sem gildir í allt að 10 vikur (þú ræður vikufjöldanum) og þá er aldrei að vita nema milljónirnar bíði þín við heimkomu. Væri pað ekki spennandi endir á vel heppnuðu sumarleyfi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.