Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C mmnlNbiMfe STOFNAÐ 1913 145. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 29. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS K JORFUNDUR vegna kosninga til embættis forseta íslands hefst klukkan 9 i dag og lýkur kjör- fundi klukkan 22. A kjörskrá vegna forsetakosninganna eru 194.784 kjósendur. Kjósendur á kjörskrárstofni nú sem höfðu ekki kosningarétt vegna aldurs 1980 eru 76.781, eða 39% kjós- enda. I fámennum sveitahrepp- um stendur kjörfundur víða skemur. Kosið er í um 340 kjör- deildum á landinu öllu, þar af tæplega 100 í Reykjavík, og þurfa kjósendur að framvísa nafnskírteini eða gera grein fyr- ir sér á annan fullnægjandi hátt þegar þeir koma til kjörfundar. Hægt verður að greiða at- kvæði utan kjörfundar í dag hjá sýslumönnum og hreppstjórum, Tæplega 195 þúsund kjósendur á kjörskrá en þeir sem það gera verða sjálf- ir að sjá um að koma atkvæði sínu til yfirkjörstjórnar í því kjördæmi þar sem þeir eiga lög- heimili. Hjá sýslumanninum í Reykjavík geta þeir sem búsettir eru utan Reykjavíkur greitt at- kvæði utan kjörfundar kl. 10-12 og kl. 14-18. Reynist einhverjir þeirra sem koma til kjörfundar ekki vera á kjörskrá getá þeir haft samband við yfirkjörstjórn í viðkomandi kjördæmi. Von á fyrstu tölum upp úr kl. 22 Von er á fyrstu tölum í f orseta- kosningunum upp úr kl. 22 i kvöld, eða skömmu eftir að kjör- stöðum verður lokað. Ekki er talið að endanleg úrslit liggi fyr- ir fyrr en um miðja nótt, en það stafar af því að mikið er um utan- kjörfundaratkvæði sem talin verða síðust. Þannig höfðu t.d. rúmlega 15% þeirra sem á kjör- skrá eru í Reykjavík greitt at- kvæði utan kjörfundar i gær. Talning atkvæða hefst víðast hvar klukkan 17. í Reykjavík fer Morgunblaðið/Kristinn talningin fram í Ráðhúsinu, í Reykjaneskjördæmi fer talning fram í iþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði, í Vesturlandskjör- dæmi fer talning fram í Grunn- skólanum í Borgarnesi, í Vest- fjarðakjördæmi fer talning fram á efstu hæð í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði, í Norðurlandskjör- dæmi vestra fer talning fram í félagsheimilinu Bifrðst á Sauðár- króki, i Norðurlandskjördæmi eystra fer talning fram í Oddeyr- arskólanum á Akureyri, í Aust- fjarðakjördæmi fer talning fram í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og í Suðurlandskjör- dæmi f er talningin fram á Hótel Selfossi. ¦ Forsetakjör/2,6,11,34 Ciller og Erbakan mynda stjórn í Tyrklandi Heittrúaðir fá f orsætisráðuneytið fyrst um sinn Ankara. Heuter. SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, lagði í gær blessun sína yfir nýja samsteypustjórn Vel- ferðarflokks heittrúaðra múslima og Sannleiksstígsins, flokks Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra. Necmettin Erbakan, formaður Vel- ferðarflokksins, verður forsætis- ráðherra nýju stjórnarinnar fyrst um sinn. Erbakan verður fyrsti heittrúaði músliminn sem sest í stól forsætis- ráðherra í Tyrklandi, og hafa heit- trúaðir ekki komist til svo mikilla valda í landinu frá því veraldlegt stjórnarfar komst þar á eftir fall Ottoman-keisaradæmisins 1923. Embættismenn Sannleiksstígs- ins sögðu í gær, að formenn flokk- anna myndu skiptast á um að sitja í forsæti stjórnarinnar. Fyrst um sinn verði Ciller aðstoðarforsætis- ráðherra og ráðherra utanríkis- mála. Velferðarflokkurinn hefur flest þingsæti, eða 158 af 550, og til samans hafa stjórnarflokkarnir 276 sæti. Sumir þingmenn Sann- leiksstígsins hafa þó hótað því, að þeir geti ekki veitt samstarfi við múslima brautargengi. í gær sagði einn þingmaður sig úr flokknum í mótmælaskyni. Velferðarflokkurinn er andvígur aðild Tyrklands að Atlantshafs- bandalaginu (NATO), og barðist einnig gegn tollabandalagi sem gert var við Evrópusambandið (ESB) í stjórnartíð CilJers. Maður stórra hugmynda Reuter NECMETTIN Erbakan umkringdur lífvörðum og fjölmiðlafólki eftir að Ijóst varð í gær, að hann verður næsti forsætisráðherra Tyrklands. Fréttaskýrendur segja hann vera mann stórra hug- mynda sem stundum skorti þó smáatriðin í. Þótt hann sækti sér menntun til Vesturlanda hafði það ekki áhrif á trú hans, og frá því hann var 13 ára hefur hann beðist fyrir fimm sinnum á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.