Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 1
88 SIÐUR B/C
145. TBL. 84.ÁRG.
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Kristinn
Tæplega 195 þúsund
kjósendur á kjörskrá
KJÖRFUNDUR vegna kosninga
til embættis forseta Islands hefst
klukkan 9 í dag og lýkur kjör-
fundi klukkan 22. A kjörskrá
vegna forsetakosninganna eru
194.784 kjósendur. Kjósendur á
kjörskrárstofni nú sem höfðu
ekki kosningarétt vegna aldurs
1980 eru 76.781, eða 39% kjós-
enda. I fámennum sveitahrepp-
um stendur kjörfundur víða
skemur. Kosið er í um 340 kjör-
deildum á landinu öllu, þar af
tæplega 100 í Reykjavík, og
þurfa kjósendur að framvísa
nafnskírteini eða gera grein fyr-
ir sér á annan fullnægjandi hátt
þegar þeir koma til kjörfundar.
Hægt verður að greiða at-
kvæði utan kjörfundar í dag hjá
sýslumönnum og hreppstjórum,
en þeir sem það gera verða sjálf-
ir að sjá um að koma atkvæði
sínu til yfirkjörsljórnar í því
kjördæmi þar sem þeir eiga lög-
heimili. Hjá sýslumanninum í
Reykjavík geta þeir sem búsettir
eru utan Reykjavíkur greitt at-
kvæði utan kjörfundar kl. 10-12
og kl. 14-18. Reynist einhverjir
þeirra sem koma til kjörfundar
ekki vera á kjörskrá geta þeir
haft samband við yfirkjörstjórn
í viðkomandi kjördæmi.
Von á fyrstu tölum
upp úr kl. 22
Von er á fyrstu tölum í forseta-
kosningunum upp úr kl. 22 í
kvöld, eða skömmu eftir að kjör-
stöðum verður lokað. Ekki er
talið að endanleg úrslit liggi fyr-
ir fyrr en um miðja nótt, en það
stafar af því að mikið er um utan-
kjörfundaratkvæði sem talin
verða síðust. Þannig höfðu t.d.
rúmlega 15% þeirra sem á kjör-
skrá eru í Reykjavík greitt at-
kvæði utan kjörfundar í gær.
Talning atkvæða hefst víðast
hvar klukkan 17. í Reykjavík fer
talningin fram í Ráðhúsinu, í
Reykjaneskjördæmi fer talning
fram í íþróttahúsinu i Kaplakrika
í Hafnarfirði, í Vesturlandskjör-
dæmi fer talning fram í Grunn-
skólanum í Borgarnesi, í Vest-
fjarðakjördæmi fer talning fram
á efstu hæð í Stjórnsýsluhúsinu
á ísafirði, í Norðurlandskjör-
dæmi vestra fer talning fram í
félagsheimilinu Bifröst á Sauðár-
króki, í Norðurlandskjördæmi
eystra fer talning fram í Oddeyr-
arskólanum á Akureyri, í Aust-
fjarðakjördæmi fer talning fram
í félagsheimilinu Herðubreið á
Seyðisfirði og í Suðurlandskjör-
dæmi fer talningin fram á Hótel
Selfossi.
■ Forsetalqör/2,6,11,34
Ciller o g Erbakan
mynda stj órn í Tyrklandi
Heittrúaðir fá forsætisráðuneytið fyrst um sinn
Ankara. Reutcr.
SULEYMAN Demirel, forseti
Tyrklands, lagði í gær blessun sína
yfir nýja samsteypustjórn Vel-
ferðarflokks heittrúaðra múslima
og Sannleiksstígsins, flokks Tansu
Ciller, fyrrum forsætisráðherra.
Necmettin Erbakan, formaður Vel-
ferðarflokksins, verður forsætis-
ráðherra nýju stjórnarinnar fyrst
um sinn.
Erbakan verður fyrsti heittrúaði
músliminn sem sest í stól forsætis-
ráðherra í Tyrklandi, og hafa heit-
trúaðir ekki komist til svo mikilla
valda í landinu frá því veraldlegt
stjórnarfar komst þar á eftir fall
Ottoman-keisaradæmisins 1923.
Embættismenn Sannleiksstígs-
ins sögðu í gær, að formenn flokk-
anna myndu skiptast á um að sitja
í forsæti stjórnarinnar. Fyrst um
sinn verði Ciller aðstoðarforsætis-
ráðherra og ráðherra utanríkis-
mála.
Velferðarflokkurinn hefur flest
þingsæti, eða 158 af 550, og til
samans hafa stjórnarflokkarnir
276 sæti. Sumir þingmenn Sann-
leiksstígsins hafa þó hótað því, að
þeir geti ekki veitt samstarfi við
múslima brautargengi. í gær sagði
einn þingmaður sig úr flokknum í
mótmælaskyni.
Velferðarflokkurinn er andvígur
aðild Tyrklands að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO), og barðist
einnig gegn tollabandalagi sem
gert var við Evrópusambandið
(ESB) í stjórnartíð Cillers.
Reuter
Maður stórra hugmynda
NECMETTIN Erbakan umkringdur lífvörðum og fjölmiðlafólki
eftir að ljóst varð í gær, að liann verður næsti forsætisráðherra
Tyrklands. Fréttaskýrendur segja hann vera mann stórra hug-
mynda sem stundum skorti þó smáatriðin í. Þótt hann sækti sér
menntun til Vesturlanda hafði það ekki áhrif á trú hans, og frá
því hann var 13 ára hefur hann beðist fyrir fimm sinnum á dag.