Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Odrengileg aðför Ólafs Ragnars að Guðmundi J. Fri Sigurgeir Orra Sigurgeirssyni: ÓLAFUR Ragnar Grímsson, þing- maður Alþýðubandalagsins og for- setaframbjóðandi, hefur á sínum pólitíska ferli beitt þeirri aðferð að ráðast á þá sem honum hefur þótt Jiggja vel við höggi til að skapa sér vinsældir og koma sér áfram. Þetta á bæði við um fyrirtæki og einstakl- inga. Hann veittist til að mynda að Flugleiðum þegar það fyrirtæki átti í rekstrarerfiðleikum í upphafi níunda áratugarins og í ágætri blaðagrein þann 25. þessa mánaðar lýsir æskufélagi Ólafs og einn af fyrrverandi forsvarsmönnum Haf- skips því hvernig Ólafur réðst fyrir- varalaust gegn sér og samstarfs- mönnum , sínum með ósönnum áburði í skjóli þinghelgi. Eitt ljót- asta dæmið um ódrengilegar árásir Ólafs á einstakling er þegar hann réðst að Guðmundi J. Guðmunds- syni, þáverandi flokksbróður sín- úm, eins og fram kemur í ævisögu Guðmundar. Aðstæður voru þær að Ólafur var varaþingmaður Guðmundar á lista Alþýðubandalagsins árið 1986 og hafði barist ákaft fyrir því að komast inn á þing á vegum ýmissa stjómmálasamtaka. Guðmundur J. hafði ekki verið heill heiisu, og vin- ur hans Albert Guðmundsson út- vegaði honum fé til að komast utan sér til heilsubótar. Síðan gerðist það, að þessi greiðvikni Alberts fiækti Guðmund inn í Hafskipsmál- ið svokallaða, því að Eimskipafé- lagið og Hafskip höfðu slegið sam- an til að gera Guðmundi kleift að fara þessa ferð. Um þennan þátt málsins vissi Guðmundur J. hins vegar ekki neitt, hann taldi að pen- ingarnir hefðu verið persónulegt lán frá Alberti vini sínum, og hafði ekki ástæðu til að ætla annað. Ýmis öfl innan Alþýðubandalagsins reyndu að nota þetta mál til að koma höggi á Guðmund og héldu því fram að hann þægi mútur frá stórfyrirtækjum. Fremstir í flokki voru Þjóðviljinn, málgagn Alþýðu- bandalagsins, og Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur hélt því meðal annars fram opinberlega að „Al- þýðubandalagið nötraði stafnanna á milli vegna þess að einn þingmanna þess gengi fýrir mútum“, eins og segir í ævisögu Guðmundar. Að beiðni Guðmundar hafði málið hins vegar verið rækilega rannsakað og rannsóknarlögreglan komst vita- skuld að þeirri niðurstöðu að ásak- animar á hendur Guðmundi væru með öllu ósannar. Þessi niðurstaða úr rannsókninni dugði þó ekki til að fá alla til að hætta ofsóknum sínum á hendur Guðmundi, Ólafur Ragnar, þá varaþingmaður Guð- mundar, bar til dæmis fram tillögu á miðstjómarfundi í Alþýðubanda- laginu um að víta Guðmund og krefjast afsagnar hans. Tillaga þessi var ekki borin undir atkvæði. Um þátt Ólafs Ragnars segir Guðmund- ur J. í bókinni: „Ég tók mjög nærri mér að Ólafur Ragnar skyldi vera einn forustumaðurinn í þessum hópi því við höfðum starfað mikið saman og ég hafði traust á honum. Við vomm að vísu ekki alltaf sammála — en ég hélt að við væmm vinir.“ Þetta minnir óneitanlega mjög á lýsingu Ragnars Kjartanssonar á æskufélaga sínum í greininni sem minnst er á hér að ofan. Svona hefur framkoma Ólafs ver- ið í gegnum tíðina. Þetta em þau vinnubrögð sem hann hefur talið sér sæmandi að viðhafa og við ættum að dæma menn af verkum þeirra en ekki fögmm fyrirheitum. Þeir sem hafa hegðað sér með þessum hætti og fengið með því ijölda manna upp á móti sér geta aldrei orðið forsetar allra íslendinga. SIGURGEIR ORRI SIGURGEIRSSON, Kirkjutorg 66. Athyglisverð hugmynd Guðrúnar Katrínar Frá Unni Hauksdóttur: EFTIR ábendingu frá vinkonu minni, sem sótt hafði hverfisfund með Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, gerði ég mér ferð á fund þeirra í Arseli fyrir skömmu. Það var eink- ar ánægjuleg stund og ljóst öllum viðstöddum að þar fara glæsileg hjón sem yrðu landi og þjóð til sóma á Bessastöðum. Framganga Guðrúnar Katrínar vakti ekki síst athygli mína. Hún flutti ávarp til gesta alveg blaðalaust, var vel máli farin og gaf bónda sínum lítið eftir í ræðumennsku. Sérstaklega þótti mér athyglisverð ein hug- mynd sem Guðrún Katrín nefndi, að gera Bessastaði aðgengilegri almenningi en verið hefur. Hún lagði til að Bessastaðir yrðu opnað- ir almenningi á ákveðnum tímum og fólki þannig gert kleift að kynn- ast af eigin raun fornminjum og umhverfi þessa merka sögustaðar. Mér skilst að eftir breytingamar sem gerðar hafa verið á Bessastöð- um sé mun auðveldara en áður að koma þessu við. Guðrún Katrín benti líka á að víða erlendis sé það liður í þjóðrækni fólks að heim- sækja og skoða merk stjómarsetur að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Þetta er mjög athyglisverð hug- mynd og ég hef heyrt á fólki að hún fellur í góðan jarðveg. Það er Ólafi Ragnari greinilega mikill styrkur að hafa Guðrúnu Katrínu sér við hlið og auðséð að hann ber virðingu fyrir henni sem jafningja. Það er aðalsmerki góðra hjóna. UNNUR HAUKSDÓTTIR, Langholtsvegi 108C, Reykjavík. Pétur á Bessastaði ■í'rá Jóni Bergsteinssyni: ÍSLENDINGAR eru að fara að kjósa sér forseta. Þá er öllum ljóst, að við þurfum á góðum manni að halda, vökumanni til að líta til með okkur einstaklingunum í önn dag- anna. Við, sem öxlum þá ábyrgð að vera menn, en hvorki hugarfóst- Ur þeirra né skyldir ættingjar, þurfum ekki að gerast ginningar- fífl frambjóðenda sem öllu þykjast geta stýrt til meiri vegsældar. Allt þetta raus í tíma og ótíma kemur engu til leiðar, nema þá helst að gera fólk hálfruglað. Kjósum því Pétur á Bessastaði. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30, Reykjavík. Með morgunkaffinu TM H©g. U.S. Pat. Otf. — all rights reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate AUÐVITAÐ sökkvum við ekki. Það er bara háflæði núna. HOGNIHREKKVISI .. að stoppa í fötin hans Ást er... Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: Iauga@mhl.is Vökvun stofublóma BETA hringdi til Velvak- anda með leiðbeiningar varðandi vökvun stofu- blóma, en hún sá fyrir- spum um það efni fyrir stuttu. í mörgum blóma- verslunum fæst blóma- áburður sem heitir Wat- erpro. Virkar hann þann- ig að plöntumar eru vök- vaðar með áburðinum áður en það fer í frí og dugar vökvunin allt upp í þijár vikur því vökvinn binst í kristöllum í efninu. Allar leiðbeiningar eru á íslensku. Tapað/fundið Reiðhjól tapaðist GULT og fjólublátt 20“, 6 gíra, reiðhjól af gerð- inni Pro Style hvarf frá Tunguseli föstudaginn 14. júní sl. Viti einhver um hjólið er hann beðinn að hringja í síma 557-8418. Bleikur Barbýbakpoki ÁSDÍS eignaðist systur sunnudaginn 19. maí. í öllu fjaðrafokinu gleymdi hún Barbýdótinu sínu þar sem hún var að leika sér. I pokanum var prinsessan hennar, ljóshærð með sítt hár og kórónu, indíána- maðurinn hennar og brúnn hestur. Ásdís litla sér sáran eftir prinsess- unni sinni sem ég gaf henni í sumargjöf. Nú langar mig til að biðja allar góðar mæður og feður um að athuga hvort bæst hefur við leikföngin í barnaherberginu. Ásdís á heima í Fannafold 179, sími 567-5678. Gæludýr Týndur köttur GRÁBRÖNDÓTTUR fimm ára ólarlaus en eyrnamerktur fresskött- ur, „RH-196", hvarf frá Lerkihlíð 7 25. júní sl. Fólk í nágrenninu er beð- ið að athuga í bílskúra og kjallara. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 553-0022 eða 568-8085. Páfagaukur BLÁR páfagaukur týnd- ist 25. júm' í Hlíðahverfi. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 562-6443. Hafnfirskir kettlingar ELLEFU vikna kassa- vanir högnar, annar hvít- ur og grár, hinn hvítur og svartur, fást gefins. Upplýsingar í síma 555-4504. Læða í heimilisleit VEGNA ofnæmis óskast rólegt heimili fyrir þriggja ára svarta og hvíta læðu. Upplýsingar í síma 552-9205. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Pula i Króatíu í sum- ar, í viðureign stórmeistar- anna Krunoslav Hulak (2.545), Króatíu, sem var með hvítt og átti leik, og Emir Dizdarevic (2.495), Bosníu, sem hafði svart og lék síðast 22. - Ha8-d8 í erfiðri stöðu. 23. Rxf7! - Hxd2 (23. - Dxf7 24. Dxd8+! og 23. - Bxf7 24. Dh6 leiðir bein- ustu leið til mats. 23. - Kxf7 24. Bxc6 - Hxd2 25. Bxe8+ var einnig vonlaust) 24. Rh6+ - Kh8 25. Hxd2 - Rd4 26. Hxd4! og svart- ur gafst upp, því 26. - exd4 er svarað með 27. f7! - Bxf7 28. Bd4+ og mátar. Víkveiji SVO SKEMMTILEGA vill til að forsetakjör sem þjóðarat- kvæðagreiðsla hefur aldrei farið fram frá stofnun lýðveldisins án þess að kosningarnar hafi borið upp á annaðhvort 29. júní eða 30. júní. Að vísu hafa einar kosningar til forseta, árið 1988, borið upp á annan dag, 25. júní, er Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn frú Vigdísi Finnbogadóttur, en Víkveiji verður að viðurkenna að hann getur vart talið það forseta- kjör með. Fyrsta forsetakjörið fór fram á þingfundi á Þingvöllum 17. júní árið 1944, er alþingismenn kusu Svein Björnsson, sem verið hafði ríkisstjóri í nokkur ár. í lögum er nú bundið, að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júní fjórða hvert ár. Síðan var fyrsta forseta- kjörið 29. júní 1952, sem þá var sunnudagur, eins og lög kváðu J)á á um. Þá var kjörinn Ásgeir Ás- geirsson, fyrrum bankastjóri og al- þingismaður. Þriðji forseti íslands var síðan kjörinn laugardaginn 30. júní 1968. Kjörinn var dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, og laug- skrifar... ardagiftn 29. júní 1980 var síðan núverandi forseti, frú Vigdís Finn- bogadóttir, kjörin forseti Islands. Hún hafði þá um árabil gengt leik- hússtjórastarfi hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Enn ganga Islendingar að kjör- borðinu til þess að kjósa sér for- seta. Hver það verður kemur í ljós í dag, kosningadaginn 29. júní, og þetta er jafnframt þriðja sinni, sem þessi dagur verður kjördagur og annað sinn, sem hann ber upp á laugardag. Sagt er laugardagur til lukku og vonandi verða allir lukku- legir að talningu lokinni. xxx FORSETI skal hafa aðsetur í Reykjavík eða nágrenni en hann hefur ætíð búið á Bessastöð- um á Álftanesi, sem gefnir voru ríkinu til þjóðhöfðingaseturs af Sigurði Jónassyni, forstjóra, árið 1941. Bessastaðastofa, sú eina sanna, var reist úr íslenzkum grásteini á árunum 1761 til 1766 að tilstuðlan Magnúsar amtmanns Gíslasonar. Hún var teiknuð af dönskum arki- tekt, Jakob Tortling, húsameistara konungs. Byggingarkostnaður var um 4.300 ríkisdalir. Latínuskóli var hann kallaður fyrr á öldum skólinn sá sem bjó verðandi presta undir ævistarfið. í kaþólskum sið voru þessir skólar á biskupssetrunum, Hólum og Skál- holti, auk kennslu sem fram fór í klaustrum. Biskupsstólar gegndu fræðsluhlutverki áfram í lúterskum sið, en þar kom að Bessastaðaskóli axlaði ábyrgð sem flaggskip fræðslu í landinu, 1805 til 1846. Skólinn reyndist nýt stofnun og er hlutur hans talinn stór í endurreisn íslenzkrar menningar. Bessastaðir á Álftanesi voru að fornu aðsetur æðstu fulltrúa kon- ungsvaldsins hér á landi. Bessastaðir koma því ríkulega við íslands sögu og eru verðugir þess að vera aðsetur og bústaður forseta lýðveldisins. Og nú, þegar höfuðborgarsvæðið er orðið ein samfeld byggð, allt frá Hafnarfirði að og til og með Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi, er þjóðhöfðingja- setrið nánast í útjaðri þessarar nýju Stór-Rey kj avíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.