Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG er bara að æfa mig fyrir djobbið frú forseti . . . Prestastefna um skipun presta í embætti Æviráðning innan kirkju en skipaðir tímabundið Fjallað var um skipun presta í embætti sam- kvæmt nýjum lögum um opinbera starfs- menn á Prestastefnu sem lauk á fimmtudag. FLESTIR sem til máls tóku voru andvígir því að æviráðning presta væri afnumin en virtust sjá þá leið færa að myndað yrði embættisveit- ingakerfi sem skipaði menn til þjón- ustu innan kirkjunnar almennt. Prestar yrðu æviráðnir hjá kirkj- unni en skipaðir tímabundið af sóknamefndum. Með þessu móti gæti orðið hreyfmg á prestum milli sókna. Baldur Kristjánsson, biskupsrit- ari, minnti á að Alþingi hefði nýlega samþykkt lög um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins. „Það sem snýr að okkur í þessum efnum er það að prestar verða embættismenn áfram en lögin gera ráð fyrir að embættismenn séu aðeins skipaðir til fimm ára í senn. Það er alveg Ijóst að þetta hefur veruleg áhrif á okkar embættisgjörð," sagði Bald- ur. Hann sagði að lögin gerðu ekki ráð fyrir þeirri sérstöðu að prestar væru kosnir til embættis og í öllu falli þyrfti Alþingi að setja reglur um það hvernig farið yrði með ráðn- ingamál presta að loknum fimm ára starfstíma. Baldur sagði að kirkju- ráð hefði mótmælt þessum lögum og bent á að breytingarnar hefðu verið gerðar án samráðs við kirkj- una. Baldur viðraði þá skoðun sína að rétt væri að prestar væru aðeins skipaðir tímabundið. Það myndi auka hreyfingu innan kirkjunnar. „Það gæti þó verið eðlilegt að prest- ar yrðu með einhverjum hætti ævi- ráðnar innan kirkjunnar en ekki endilega æviráðnir þjónar ríkisins," sagði Baldur. Gegn guðfræði kirkjunnar Geir Waage, formaður Prestafé- lags íslands, sagði að kirkjulegar stofnanir hlytu að móta kirkjusiðina áður en Alþingi tæki af skarið um svo róttæka breytingu sem lögin fela í sér. „Að mínu viti stendur einkum tvennt gegn því að fímm ára ráðn- ing sóknarpresta verði lögleidd til frambúðar án nokkurra hliðarráð- stafana. í fyrsta lagi gengur þetta fyrirkomulag beinlinis gegn guð- fræði kirkjunnar og þar með gegn allri grundvallarskipan sem verið hefur. Æviráðningin og traustur umbúnaður í prestaköllunum sjálf- um hefur verið til þess að tryggja frelsi í boðún fagnaðarerindisins. Um leið brjóta lögin alla hefð í sam- skiptum ríkis og kirkju en kirkjan hefur kennt að allir menn skuli hlýða ríkisvaldinu á meðan það set- ur sig ekki á móti frelsi fagnaðarer- indisins. í öðru lagi er hið kirkju- lega embætti sett í uppnám. Ég tel að ákvæði frumvarpsins um fimm ára ráðningartíma presta raska svo kirkjuskipaninni að því verði ekki unað. Því hef ég lagt það til að lögin verði ekki til frambúðar látin taka til sóknarprestsembætta þjóð- kirkjunnar. Reynist ekki unnt að koma við breytingu á lögunum tel ég að umsvifalaust þurfi að und- irbúa löggjöf um breytt fyrirkomu- lag á sambandi ríkis og kirkju svo unnt verði að tryggja kirkjunni þann umbúnað sem tryggt geti frelsi boðunar fagnaðarerindisins með tryggum hætti,“ sagði Geir. Guðfræðileg rök sem skálkaskjól Séra Halldór Reynisson kvaðst andvígur æviráðningu presta og sagði starfsbræður sína of bundna af því að gæta hagsmuna sinna sem presta. Hann kvaðst telja þau rök að frelsi til boðunar fagnaðarerind- isins væri stefnt í hættu með tíma- bundinni skipan sóknarpresta vera skálkaskjól í þessari hagsmuna- gæslu. Halldór gerði það að tillögu sinni að æðstu embættismenn kirkj- unnar, þ.á m. biskupar, ættu einnig að fá tímabundna skipun í embætti sín. Séra Auður Eir tók undir þetta sjónarmið Halldórs en benti á þá leið að prestar yrðu æviráðnir innan kirkjunnar en skipaðir tímabundið í hvert prestakall. Séra Gunnar Björnsson kvaðst lítast illa á það skipulag að prestar yrðu skipaðir til fárra ára i senn og spurði hvern- ig ætti að standa að endurkjöri þeirra að fimm árunum liðnum. Hann sagði að með nýju lögunum hefði löggjafarvaldið farið inn á hið andlega valdsvið kirkjunnar. Afburðanemandi frá Háskólanum 9,5 í aðaleinkunn í Raunvísindadeild Erlendur Smári Þorsteinsson Erlendur Smári Þor- steinsson er tuttugu og fimm ára gam- all og hefur útskrifast bæði úr stærðfræði og tölvunarfræði frá Háskóla ísland. í ágústlok heldur hann til Bandarikjanna í nám við Carnegie Mellon University í Pittsburgh i Pennsylvaníu, en hann fékk styrk frá þeim skóla fyrir háum skólagjöldum, húsnæði og fæði í þrjú ár. Auk þess fékk hann fjóra aðra styrki eða frá Fulbrig- htstofnuninni, American Scandinavian Foundation, Námsmannalínu Búnaðar- bankans og Félagsstofnun stúdenta. - Hver var aðalein- kunnin í greinunum tveim- ur? „Ég fékk 9,04 í stærð- fræði sem er fjórða hæsta ein- kunn í stærðfræðiskori Háskól- ans frá 1972 og 11 hæsta í Raun- vísindadeild. Lokaeinkunn í tölv- unarfræðinni var 9,5 sem er sú hæsta sem gefin hefur verið í tölvunarfræðiskor og hæsta lokaeinkunnin í Raunvísindadeild frá 1972. Lokaritgerðin í tölvunarfræð- inni var um dulmálsfræði, en hún verður mikið notuð á næstu árum meðal annars til rafrænna undir- skrifta og til að koma í veg fyrir fölsun þeirra, og einnig til að útiloka að fleiri en seljandi geti notað krítarkortanúmer kaup- anda í tölvunetsviðskiptum. Rit- gerðin verður notuð sem hliðsjón- arrit við kennslu í dulmálsfræð- um við Háskóla íslands." - Hvernig fer maður að því að vera svona góður námsmaður? „í mínum huga er hægt að flokka marga námsmenn á eftir- farandi hátt: 1) Námsmenn sem eru mjög klárir og þurfa lítið að hafa fyrir náminu. Þeir eru hins- vegar fáir. 2) Námsmenn sem vinna mikið og uppskera góðan árangur. 3) Námsmenn sem leggja óhemju mikið á sig en virðast ekki ná árangri þrátt fyr- ir góðar gáfur. E.t.v. kunna þeir ekki að skipuleggja tíma sinn. 4) Námsmenn sem ekki eru til- búnir að leggja það á sig sem þarf til að ná tilskildum árangri. Ég tel mig tilheyra flokki tvö. Ég vann við byggingu Blöndu- virkjunar í þrjú sumar og þegar einn yfirmaður minn frétti að ég væri að hefja nám í Háskólanum gaf hann mér ráð sem ég fór eftir. Hann ráðlagði mér að taka námið sem vinnu, vakna klukkan átta, nota hálftíma í hádegismat og fara í kaffi klukkan fjögur, en vinna þess á milli. Ég þurfti að vinna ansi mikið í stærðfræðinni og vinnuvikan var um 70 klukkustundir með fyrirlestrum, lestri, verkefnum og öðru. Tölvunarfræðin er öðru- vísi byggð upp og má segja að ég hafi verið í 80 prósenta vinnu við hana síðasta árið með 70% vinnu hjá Raunvísindastofnun. Gott skipulag og agi eru aðalatriði ásamt hæfileikum ef ætlunin er að ná góðum árangri í námi. Ég þakka líka uppeldinu fyrir árangurinn, en ég fékk bókar- uppeldi og hvatningu hjá foreldr- um mínum, og svo má að vissu leyti segja að stærðfræðin sé í ættinni, því móðurbróðir minn, Halldór Halldórsson, er stærð- fræðingur og líka Erlendur Steinþórsson frændi minn sem ► Erlendur Smári Þorsteins- son er fæddur árið 1971 á Blönduósi. Foreldrar hans eru Þorsteinn H. Gunnarsson bóndi á Reykjum og Inga Þórunn Halldórsdóttir aðstoðarskóla- stjóri Húnavallaskóla. Erlendur varð stúdent 1991 frá Mennta- skólanum á Akureyri og út- skrifaðist með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla íslands 1995. í sumar útskrifaðist hann aftur, nú með gráðu í tölvunar- fræðum. Unnusta Erlends er Sonja Björg Guðfinnsdóttir. starfar hjá NASA í Bandaríkjun- um.“ - Hvaða störf stundaðirþú hjá Raunvísindastofnun? „Kristján Jónasson prófessor fékk styrk til að vinna tvö verk- efni síðasta árið mitt við Háskól- ann og réð mig fyrst sem aðstoð- armann við að gera skipulag um hvernig lágmarka mætti olíu- eyðslu fraktflutningaskipa með tilliti til veðurs. Þetta verkefni var lagt til hliðar eftir snjóflóðið á Flateyri, og ég var ráðinn að- stoðarmaður við að meta endur- komutíma snjóflóða, en fleiri unnu að því, til dæmis Veðurstof- an. Einnig kenndi ég þennan vetur í stærðfræðiskorinni og var með dæmatíma, og ritstýrði Framsýn, blaði tölvunarfræði- nema.“ - Hvar vinnur þú á sumrin? „Eftir þijú sumur hjá Hagvirki og Fossvirki við byggingu Blönduvirkjunar vann ég þar þijú sumur sem leiðsögumaður en fjórða sumarið vann ég á tölvu- deild Landsvirkjunar við forritun. Núna í sumar starfa ég hjá Frið- riki Skúlasyni við vírusvarnarfor- ritið eða að gera nýjan gagna- grunn og breyta þeim gamla.“ - Hvað ertu svo að fara að læra í Pittsburgh? „Ég fer í doktorsnám sem tek- ur 4 til 5 ár og er það aðgerðar- greining (operation reserch) sem er sett upp sem millideildarnám í tölvufræði, stærð- fræði og verkfræði. En það snýst um að leysa stór vandamál úr dag- lega lífinu eins og skipulagningu flug- leiða, gera leiðarkerfi fyrir al- menningsvagna o.fl. Verkefnin eru sett á stærðfræðilegt form og markmiðið að finna bestu lausnina sem tölvur eru ef til vill margar vikur að finna. Nám- ið felst líka í að koma niðurstöð- unum á skiljanlegt form fyrir leikmenn eða til að kaupendur þess skilji það.“ Fékk fjóra styrki auk skólastyrks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.