Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 57 BRÉF • FORSETAKJÖR Sýnið samstöðu í verki Forsetaembættið, dæmi um ranga forgangsröðun Frá Ægi Geirdal: UNDARLEGUR er andskotinn! Þannig tók oft til orða, frænka mín ein gömul, þegar henni blöskr- aði stundum athafnir samferða- manna sinna. Þessi upphrópun hennar finnst mer vel við eiga, þeg- ar haft er í huga framboð Olafs Ragnars til forsetaembættisins. Þessi útsmogni stjórnmálamað- ur, til margra ára, hefur leikið sér að því að vefja hinum ólíkustu sam- ferðamönnum sínum um fingur sér og virðast þeir ætla að gefa honum atkvæði sitt. Sjálfstæðismenn, sem eru óánægðir með Davíð, ætla að kjósa Ólaf. Framsóknarmenn, sem eru bara óánægðir, ætla að kjósa Ólaf. Konur, sem finnst Ólafur eiga svo huggulega konu, ætla að kjósa Ólaf. Friðarsinnar, sem aldrei eru á eitt sáttir, ætla að kjósa Ólaf. Ólafur Ragnar hefur hatast út í sjálfstæðismenn svo lengi sem menn muna og reynt að vera þeim til óþurftar alla tíð. Ólafur Ragnar klauf sig frá Framsóknarflokknum og hefur verið þeim óþægur ljár í þúfu, hvenær sem hann sá sér færi á. Kvennabaráttunni hefur hann alveg gleymt, nema rétt fyrir kosn- ingar. Friðarmálum hefur hann ekkert sinnt, nema á þann hátt að taka enga áhættu og gæta þess að styggja enga vafasama þjóðarleið- toga, þ.e. á bak við öryggi skrif- borðsins. Það er ekki nema von að maður noti orðatiltæki gömlu konunnar. Auðvitað eiga sjálfstæðismenn að flykkja sér á bak við Pétur Haf- stein og sýna nú loksins að þeir geta unnið saman. Það gæti sýnt loksins svart á hvítu að þeir gætu unnið borgina að nýju með því að sýna samtakamátt sinn. Það er einmitt tilgangurinn með þessu öllu að standa saman og vinna í sameiningu. Ólafur Ragnar launar okkur stuðninginn aðeins með illu, það hefur hann sýnt aftur og aftur. Konur Það vakti heimsathygli og var ómetanlegt fyrir kvennabaráttuna, þegar konur sýndu samtakamátt sinn og tóku sér frí, hér um árið. Kjör Vigdísar vakti líka heimsat- hygli og varð kvennabaráttunni mikil lyftistöng. Konur hafa síðan helst sýnt samtakamátt sinn með því að koma saman og hlaupa. Þær urðu víst u.þ.b. 20.000 sem söfnuð- ust saman og hlupu nú um daginn og vissulega vakti það athygli og varð kvennabaráttunni til fram- dráttar. Guðrún Agnarsdóttir er mjög frambærilegur fulltrúi kvenna og nú, þegar ríður á að sýna sam- takamátt kvenna, guggna þær og koðna niður fyrir fáránlegum rök- semdum karlpeningsins um að kon- ur eigi ekki að kjósa konur. Loksins, þegar eftir 16 ár, gefst aftur tækifæri til þess að sýna al- mennilega samtakamátt kvenna, ætla konur að glutra því niður. Það, að kjósa aftur konu til embætt- is forseta, með yfirgnæfandi meiri- hluta kvenna að baki sér, myndi vekja slíka heimsathygli og verða ómetanlegt fyrir kynsystur ykkar út um allan heim. Það er mannrétt- indabarátta, friðarbarátta og kvennabarátta í verki. Friðarmál Það er skrítið til þess að hugsa að ekki séu meira en 4,9% lands- manna, sem styðja friðarbaráttuna, sem Astþór Magnússon stendur fyrir. Hvers vegna í ósköpunum er það svona erfitt að fylkja sér um þessi sjálfsögðu mannréttindi að allir eigi rétt á friði til þess að sinna sér og sínum? Barn í Bosníu spyr ekki um bak- grunn þess manns, sem færir því frið. Börn, sem þjást vegna hungur- sneyðar, spyrja ekki hvers hendur það eru sem rétta þeim brauðið. Heimilislaus börn spyija ekki hvers hendur bjóða þeim húsaskjól. Það virðist oft gleymast að mestu mann- kynsfrelsarar voru ekki hvítþvegnir englar áður en þeir fengu köllun og létu gott af sér leiða. Ef fram kemur leiðtogi með köllun til friðar og mannréttinda, þá endilega styðj- um hann, börnin biðja ekki um annað. Friðarsinnar, sýnið sam- stöðu í verki og styðjið ykkar mann. Konur, sýnið samtakamátt ykkar og styðjið ykkar frambjóðanda. Sjálfstæðismenn, verið samtaka og þá mun Ólafur Ragnar Grímsson verða úti í kuldanum. ÆGIR GEIRDAL listamaður, Kópavogi. Frá Ester Sveinbjarnardóttur: HVAÐ er að í landi þar sem báðir foreldrar þurfa að vinna úti frá ungum börnum sínum til þess að endar nái saman. Ef barnafjöldinn fer yfir tvö börn þarf annað for- eldrið að vinna heima og hitt for- eldrið þarf að vinna sleitulaust utan heimilis og ekkert sér á skuldahalanum. Hvernig framtíð verður búin þessari þjóð sem sinnir ekki börnum sínum? Þau alast upp meira og minna án þess að þroska með sér fjölskyldubönd, kærleika og samvinnu. Oft á tíðum er hent peningum í börnin og þeim gefin laus taumur til þess að bæta upp samveruleysið og forðast árekstra (t.d. útvistarreglur), í stað þess að kenna þeim að umgangast fjár- muni af virðingu og veita þeim þann aga og leiðbeiningar sem nauðsynlegt er hverjum og einum að læra strax á unga aldri til að bera stórsjói fullorðinsáranna. Markaðsöflin beita ýmsum ráð- um til þess að ná tökum á börnun- um og foreldrarir eru oft sljóir og sinnulausir og taka ekki afstöðu í málefnum barna sinna. Þeir synda auðveldlega með straumn- um þar til þeir stranda á rifi til- gangsleysis. Áður en varir eru foreldrarnir búnir að missa af upp- eldi barna sinna, góðu minningurr- um sem fylla sálina. En lífsbaslið lifir í verðlitlum steinkumböldum og höfnun samfélagsins á verð- mætum eldri kynslóða. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fjölda fólks á íslandi, burtséð frá öllum könnunum og~* meðaltalstekjum heimilanna. Veikt fólk fær ekki innlögn á spítala né nýtur bráðaþjónustu í heilbrigðiskefmu vegna skipulags- og peningaleysis sem enginn tekur ábyrgð á! Hægt er að eyða millj- örðum í Bessastaði og halda úti valda- og áhrifalitlu forsetaemb- ætti sem nær væri að sinna úr Forsætisráðuneyti eða jafnvel af forseta Alþingis. Forsetaembættið er leifar af konungsstjórn og á ekki við í lýðræðisþjóðfélagi eins og íslandi nema hlutverk embætt- isins yrði útvíkkað og notað sem oddaembætti til að standa vörð um lýðræði landsmanna. Þaðan' væri skipað í þverstjórnsýsluleg embætti s.s. umboðsmann alþing- is, barna og sjúklinga. Þessi emb- ætti eiga öll að gæta hlutleysis gagnvart ríkjandi sjórnvöldum. ESTER SVEINBJARNARDÓTTIR, iðnrekstrarfræðingur. Fylkjum liði um Pétur Frá Guðrúni B. Hjartardóttur: NÚ ER komið að lokum kynningar á forsetaframbjóðendum. Nú er það okkar að velja forsetann. Það er vandamál. Ogjró. Mér finnst Ólafur Ragnar Gríms- son ekki rétti maðurinn, vegna þess að hann kemur beint úr stjórnmála- þrasinu á Alþingi. Eg var reyndar undrandi á framboði hans. Hann var skörungur á Alþingi. Mér finnst að hann eigi að vera kjur á þeim stað. Hann var þar að vísu stundum svolítið ofsafenginn, en það setti bara svip á þingið. Mér finnst þó sem Ólafur Ragnar hafi aldrei barist fyrir láglaunafólkið, til dæmis barnafólk á lægstu töxtum, sem sumt hvert hefur vart til hnífs og skeiðar. Forsetaframbjóðendur og annað áhrifafólk má gjarnan beita sér fyrir jafnari lífskjörum fólksins í landinu. Einn er sá frambjóðandi sem er trauts verður í forsetaembættið. Ég hefi fylgst með og hlustað á forseta- frambjóðandann Pétur Kr. Hafstein. Hann er geðslegur maður, talar vel og hefur góða framkomu. Hann er málefnalegur og leggur engum illt til. Alvörugefinn þegar því er að skipta, en jafnframt hlýr og glaður í bragði. Reyndar komu þau hjón bæði mér fyrir sjónir sem yndilegar manneskur, þegar ég sótti fund hjá þeim. Pétur Hafstein er að mínu mati bezti kosturinn. Drengskaparmaður, sem býr að góðum eðliskostum, eins og frændur hans margir, m.a. fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björns- son. Hann myndi sóma sér vel á Bessastöðum. Ég hvet sérstaklega yngra fólkið til að athuga sinn gang í þessum kosningum og nýta kosningarétt sinn með framtíðina í huga. Þau Inga Ásta og Pétur eru ungt, glæsilegt og vel menntað fólk, verðugir fulltrú- ar íslenzkrar æsku. Ég hvet reyndar landsmenn alla til að fylkja liði um þau á kjördag. Ég gef þeim atkvæði mitt vegna þess að þau eru trausts- ins verðug. GUÐRÚN B. HJARTARDÓTTIR, Efstahjalla 17. Vammlausan forseta Frá Ástu Hávarðardóttur: KÆRU kjósendur. íhugum vandlega val okkar á næsta forseta landsins. Pétur Hafstein er maður með vammlausa fortíið. Hann er okkar besti kostur, heiðarlegur, traust- ur, hreinn og beinn í framkomu. Atkvæði þitt, kjósandi góður, skiptir miklu máli. Sameinumst um Pétur Hafstein og Ingu Ástu á Bessastaði. ÁSTA HÁVARÐARDÓTTIR, Blikanesi 19, Garðabæ. Forsetaframbjóðendur Frá Jóhönnu Jónsdóttur: VERSTA skammaryrði virðist vera að vera tengdur eða tengd Sjálfstæðisflokknum í þessum kosningum. Vinstri menn geta alltaf staðið seman en hægri menn ekki. Hægri menn hafa enga mál- svara hjá fjölmiðlum. Má forseti íslands taka afstöðu til eins fram- bjóðandans? Sjálfstæðismenn, kjósum allir sem einn Pétur á Bessastaði. JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Stóragerði 11, Reykjavík. Virkjun Bessastaða stórkostleg hugmynd Frá Þresti Jónssyni: HR. ÁSTÞÓR Magnússon! Ég undirritaður vil hér með lýsa yfir stuðningi mínum við þig sem forsetaframbjóðanda í komandi for- setakosningum. Ástæðum þess að ég vil gera það á þennan máta verð- ur hér á eftir lýst. Svo ég byrji nú á byrjuninni þá var það eins og hálfs árs sonur minn, Kolbeinn, sem fyrst veitti þér at- hygli á heimili mínu. Af hveiju er mér að fullu dulið. Hann setur iðu- lega þöglan þegar hann sér auglýs- ingar þínar í sjónvarpinu, hlustar með andakt og þegar auglýsingin er búin segir hann alltaf með mik- illi hrifningu „Ástthor", það sama gildir þegar hann sér myndir af þér í öðrum fjölmiðlum. Svo rammt er nú farið að kveða að þessu að hann tekur stundum tarnir, æðir hér um ganginn og stofuna og segir í sífellu „kósa Ástthor". í fyrstu þótti mér þetta aðeins sniðugt en smám saman fékk þessi áróður sonar míns mig til að hugsa: Ég hef alltaf haft áhyggjur af þróun mála hér á jörð, nefnt hið vestræna líf „umbúða- húmbúk" og verið gagnrýninn á sóun mannkyns á auðlindum jarðar. Þá hefur mér oft ofboðið tvískinn- ungur vestrænna ríkja í friðarmál- um. Ég vil sjá breytingar. En ég eins og svo margir aðrir með sömu skoðanir geri samt ekki neitt í mál- unum. Nú er svo komið (fyrir tilstuðlan innanhússáróðurs hér á heimilinu) að mér finnst hugmynd þín um að virkja Bessastaði til friðar og bætts lífs í heiminum stórkostleg. Það þarf einhver að gera eitthvað og það fyrr en seinna. Framtíðin er barnanna minna og ég hlýt að gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera þeirra framtíð sem bjartasta. Þó það sé ekki nema þeirrar ástæðu vegna þá mun ég veita framboði þínu atkvæði mitt. Að lokum vil ég nefna það að ég dáist að hugrekki þínu og einurð í þessum „kosningaslag" og hvet þig hér með til dáða. Ég vildi óska þess að ég gæti eitthvað gert til að vinná framboði þínu aukið fylgi. Verum minnugir þess að þú (og heimurinn) getur ekki tapað heldur aðeins unn- ið, því meira fylgi, því meiri sigur. Guð megi vera með þér. ÞRÖSTUR JÓNSSON, rafmagnsverkfræðingur, Bjargartanga 9, Mosfellsbæ. ( Örlítið innlegg í forsetaumræðuna Réttlætið ráði Frá Önnu L. Sigurðardóttur: MIG langar til að benda á nokkur atriði sem aftur og aftur koma upp í huga minn þegar talað er um for- setakjörið sem framundan er. Það vill svo til að ég þekki til Péturs, Ingu Ástu og drengjanna þeirra. Þannig hefur hagað til að ég hef fylgst með þeim að undanförnu og átt töluverð samskipti vegna vin- skapar barna okkar. Ég verð að segja að ég dáist að þeim í foreldra- hlutverki og natni þeirra við dreng- ina. Mér virðist þau umgangast þá sem jafningja og eins og reyndar hefur komið fram í blaðaviðtölum við þau hafa þau lagt allt kapp á að ala þá upp á sem heilbrigðastan hátt, lesnar fyrir þá góðar og gildar bókmenntir, stundaðar með þeim íþróttir og síðast en ekki síst þeim leyft að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem fólki er boðið upp á í dag. Mér er kunnugt um að þrátt fyrir miklar annir við ýmis skyldu- störf hafa þau ávallt látið fjölskyld- una og heimilið vera í fyrirrúmi. Látleysi og smekklegheit hafa ein- kennt þeirra lífsstíl. Ekki má gleyma þeirri staðreynd að víðlesn- ara og fróðara fólk um ísland, nút- íð þess og fortíð er vandfundið. Mér er sagt að Inga Ásta hafi til dæmis á sínum tíma er hún starfaði sem leiðsögumaður farið létt með að tala þijú tungumál í langferðabíl með eríenda ferðamenn og er það ekki á allra færi. Ef þetta sem ég hef upptalið hér að framan telst ekki til kosta sem við eigum að horfa til þegar við veljum fjölskyldu til Bessastaða, þá er mér illa brugð- ið. Styðjum Pétur, Ingu Ástu og strákana til Bessastaða. ANNA LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR Fáfnisnesi 5,101 Reykjavík. Frá Jennýju Á. Magnúsdóttur: í LJÓSI þróunar þessarar kosn- ingabaráttu, hversu pólitísk hún er orðin, er það ekki réttlætismál að kosið verði tvisvar? Fólk virð- ist skiptast í tvær andstæðar fylk- ingar og hætt er við að a.m.k. helmingur þjóðarinnar verði mjög óánægður með úrslit kosning- anna. Þessi barátta á ekki að vera svona pólitísk því við erum að kjósa persónu sem við viljum sem „andlit þjóðarinnar", en ekki nein pólitísk öfl. Því tel ég nauðsynlegt að kosið verði tvisvar og í síðara skiptið um tvo efstu frambjóðend- urna. JENNÝ Á. MAGNÚSDÓTTIR, Vesturgötu 101, Akranesf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.