Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Afkoma Kjötumboðsins hf. í járnum á síðasta ári
Utlit fyrir hagnað og
stóraukna veltu íár
LIÐLEGA 4 milljóna króna tap
varð hjá Kjötumboðinu hf. á síð-
asta ári samanborið við tæplega 4
milljóna hagnað árið áður. Rekstur
fyrri hluta ársins var fremur erfið-
ur en á síðari hluta þess skilaði
fyrirtækið hagnaði, að því er fram
kom á aðalfundi þess í gær. Betur
horfir í rekstrinum í ár og útlit er
fyrir hagnað og stóraukna veltu.
Rekstrartekjur félagsins námu
alls tæpum 1,8 milljörðum króna
árið 1995 og stóðu nánast í stað
frá árinu 1994. Veltufé frá rekstri
nam um 36 milljónum en var nei-
kvætt um tæpar 15 miltjónir árið
áður.
í skýrslu Helga Óskars Óskars-
sonar, framkvæmdastjóra Kjötum-
boðsins, yfir rekstur síðastliðins
árs kemur fram að hagræðing í
fyrirtækinu hafi leitt af sér mikla
Ráðinn stað-
gengill banka-
síjóra Búnaðar-
bankans
• Sveinn Jónsson hefur verið ráð-
inn staðgengili bankastjóra Búnað-
arbankans frá 1. júlí næstkomandi.
Sveinn er viðskiptafræðingur og
löggiltur endurskoðandi að mennt og
hefur auk þess
meistaragráðu í
hönnun tölvukerfa
frá City Univers-
ity í Lundúnum.
Sveinn hefur
verið aðstoðar-
bankastjóri við
bankann frá árinu
1988 og hafði áður
starfað í tíu ár sem
forstöðumaður bankaeftirlits Seðla-
banka íslands og í tíu ár sem einn
af eigendum endurskoðunarfyrirtæk-
isins Endurskoðun hf.
lækkun rekstrarkostnaðar. Þetta
hafi skilað sér í því að gjaldtaka
af sláturleyfishöfum hafi lækkað
um 51 milljón frá árinu 1993.
Hafi þóknun sláturleyfishafa nú
lækkað um 40% frá árinu 1993.
Þá segir ennfremur að félagið hafi
teygt sig mjög langt í kostnaðar-
lækkunum en í framhaldi af því
þurfi að leggja áherslu á að auka
hagnað með því að auka fram-
leiðni og efla vöruþróun.
Helgi sagði í samtali við
Morgunblaðið að fyrirtækið hefði
skilað hagnaði það sem af er árinu
og gert væri ráð fyrir hagnaði á
árinu í heild. Þá væri áætlað að
velta færi yfir 2 milljarða.
Fluttu út um 1.100 tonn
Um mitt síðasta ár fékk Goða-
vörumerkið nýtt útlit og teknar
VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest-
mannaeyjum skilaði alls tæplega
86 milljóna króna hagnaði af
reglulegri starfsemi fyrstu átta
mánuði reikningsskilaárs félagsins
sem hófstþann 1. september 1995.
Á sama tímabili árið áður nam
hagnaðurinn 23 milljónum. Heild-
arhagnaður að teknu tiíliti til hlut-
deildar í hagnaði sölusamtaka og
söluhagnaði nam ríflega 329 millj-
ónum á móti tæplega 63 milljónum
árið áður.
Þetta kemur fram í nýútkomnu
fréttabréfi Vinnslustöðvarinnar,
en þar segir að árangurinn í ár
sé mun betri en á síðasta ári. Sér-
voru í notkun nýjar umbúðir og
merkimiðar. í framhaldi af því var
ráðist í auglýsingaherferð og skilaði
þetta verulegri söluaukningu eftir
dræma sölu á fyrri hluta ársins.
Lokið var við að endurnýja allt
kælikerfi í vinnslu félagsins og
unnið var að gæðaátaki sem þykir
hafa skilað miklum árangri.
Kindakjötssala á innanlands-
markaði var alls 1.742 tonn á árinu
1995. Þá seldust 458 tonn af naut-
gripakjöti, 28 tonn af hrossakjöti,
264 tonn af svínakjöti og 135 tonn
af slátri. Flutt voru út 1.094 tonn
af kindakjöti, en þar af voru 280
tonn seld til Færeyja, 421 tonn til
Svíþjóðar, 172 tonn til Japans, 94
tonn til Bandaríkjanna og 67 tonn
til Danmerkur.
Fram kemur í skýrslunni að
óvíst sé hvaða áhrif áformaðar
staklega sé árangurinn góður í
ljósi þess að fyrirtækið varð fyrir
áfölium vegna lækkunar á afurða-
verði á erlendum mörkuðum.
Rekstrartekjur fyrstu átta mán-
uðina námu alls um 2,3 milljörðum
króna samanborið við liðlega 2
milljarða árið áður og jukust um
13,5%. Rekstargjöld hækkuðu úr
tæpum 1,7 milljörðum í liðlega 1,9
milljarða eða um 15,6%. Þar mun-
ar mest um hækkun á hráefnis-
kostnaði um ríflega 20% eða sem
nam um 200 milljónum.
Eigið fé nálgast milljarð
Eigið fé var alls um 705 milljón-
LIFEYRISSJ ÓÐURINN Framsýn
hefur gengið frá samningum við
þrjár lögmannsstofur um innheimtu
vanskilakrafna. Samið var við stof-
urnar að undangengnu forvali þar
sem leitað var eftir því hveijar
þeirra væru reiðubúnar til að ann-
ast innheimtur fyrir lægst verð. Það
er nýlunda að leitað sé tilboða í
innheimtuþjónustu með þessum
hætti og forvalið er ekki síður at-
hyglisvert fyrir þá sök að tilgangur
þess var að tryggja skuldurum hag-
stæð kjör en ekki endilega að
minnka innheimtukostnað sjóðsins.
Betri kjör en almennt bjóðast
Um er að ræða innheimtur á lán-
um og iðgjaldakröfum í verulegum
vanskilum. Þeir lögmenn, sem áður
höfðu starfað fyrir þá sex lífeyris-
sjóði, sem runnu saman í Lífeyris-
sjóðinn Framsýn, fengu að taka
þátt í forvalinu. í kjölfar þess samdi
Framsýn við Atla Gíslason hrl., en
hann er jafnframt aðallögmaður
sjóðsins, Asgeir Þór Árnason hrl.
og Jón Ingólfsson hrl.
Karl Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Framsýnar, segir að
húsbyggingar við hlið Kjötumboðs-
ins á Kirkjusandi geti haft á starf-
semi fyrirtækisins í framtíðinni.
Landsbankinn með 44% hlut
Eigið fé í árslok 1995 nam um
132 milljónum og hafði aukist úr
um 78 milljónum frá árinu á und-
an. Hluthafar fyrirtækisins voru
19 talsins í árslok 1995. Stærstu
ir í lok_ apríl og eiginij'árhlutfall
16,5%. í lok ágúst sl. var eigið fé
hins vegar 317 milljónir og eigin-
fjárhlutfall 8,3%. A það er hins
vegar bent að við þessar tölur
hefur bæst nýtt hlutafé úr útboði
í maímánuði. Þar var samtals um
að ræða bréf að nafnvirði 200
milljónir sem voru seld á genginu
1,39 eða fyrir 278 milljónir.
Heildarskuldir námu í apríl
3.565 milljónum, samanborið við
3.490 milljónir í lok ágúst. Nettó-
skuldir að frádregnum veltufjár-
munum námu tæpum 2.550 millj-
ónum, en tæpum 2,6 milljörðum í
lok ágúst
það sé sjálfsögð þjónusta að
tryggja skuldurum sem og öðrum
viðskiptavinum sem hagstæðust
kjör.
„Eitt markmiðið með samein-
ingu lífeyrissjóðanna var að lækka
kostnað við rekstur þeirra. Við
höfum leitað leiða til að lækka
kostnað á öllum sviðum, sjóðfélög-
um og viðskiptavinum til hagsbóta.
M.a. ákvað stjórnin að reyna að
lækka innheimtukostnað og bæta
þannig hag þeirra sem lenda í van-
skilum. Vanskilamaður ræður
engu um það hver innheimtir hjá
honum og getur ekki samið um
lögmannsþóknunina. Við ákváðum
að halda þessum kostnaði í lág-
marki og efndum því til forvals.
Það skilaði þeim árangri að
skuldarar okkar, sjóðfélagar sem
atvinnurekendur, greiða mun lægri
innheimtuþóknun en almennt tíðk-
ast á markaði. Við munum halda
áfram á þessari braut í framtíðinni
og stefnum á að ná fram enn meiri
hagræðingu í innheimtu skulda.
Ég lít á það sem sjálfsagða þjón-
ustu við viðskiptavini okkar.“ segir
Karl.
hluthafar voru Landsbankinn með
tæplega 44% hlut og Kaupfélag
Vestur-Húvetninga með 10,4%.
Bankinn eignaðist hlutafé í fyrir-
tækinu í fyrra eftir skuldauppgjör.
í stjórn Kjötumboðsins voru
kjörnir þeir Þorgeir B. Hlöðvers-
son, Helgi G. Þórðarson, Örn
Bergsson, Jón E. Alfreðsson og
Þórhallur Björnsson.
Hæsta
gengi
dollars
London. Reuter.
GENGI dollars gegn jeni hafði
ekki verið hærra í 28 mánuði í
gær, enda hefur dregið úr ugg
um japanska vaxtahækkun og
farið var lofsamlegum orðum um
bata dollars á leiðtogafundi 7
helztu iðnríkja heims (G7).
Gengi dollars hefur hækkað
um rúmlega 30% gegn jeni á 14
mánuðum og munaði litlu að
hann færi í yfir 110 jen. Dollar-
inn komst hæst í 109,98 jen og
er því spáð að hann muni kom-
ast í yfir 110 jena þröskuldinn
eftir nokkurt hlé og hækka síðan
ennþá meir.
Ein skýringin á hækkuninni
er léttir vegna þess að atvinnu-
lausum í Japan fjölgaði í 3,5% í
maí af því að það styrkir þá
skoðun að japanska stjómin
muni ekki herða á peningamála-
stefnu sinni. Aðgerðir í þá átt,
einkum vaxtahækkun, mundu
treysta stöðu jens gegn dollar.
I lokayfirlýsingu leiðtogafund-
ar G7 var látin í ljós ánægja
með bata dollarans eftir veika
stöðu hans í fyrra þegar gengi
hans var lægra en nokkru sinni,
en ekki var gengið svo langt að
hvetja beinlínis til enn meiri
hækkunar.
Þrátt fyrir bætta stöðu gegn
jeninu lækkaði dollar nokkuð
gegn marki í gær eftir að Hans
Tietmeyer seðlabankastjóri lét
þau orð falla að lægð í efnahags-
málum Þjóðverja væri að baki.
Hagvöxtur
í Bretlandi
London. Reuter.
HAGVÖXTUR í Bretlandi jókst
um 1,9% á fyrsta ársfjórðungi
miðað við sama tíma 1995 sam-
kvæmt opinberum tölum.
Miðað við þrjá síðustu mánuði
1995 jókst verg landsframleiðsla
um 0,4% og neyzla um 0,9, sem
er mesta aukning síðan síðla árs
1993.
Viðskiptajöfnuður á árinu
1995 í heild var óhagstæður um
2.9 milljarða punda, en ekki 6.7
milljarða punda eins og áður
hafði verið áætlað. Endurskoð-
unin stafar aðallega af nýjum
upplýsingum um meiri fjárfest-
ingartekjur á árinu en ætlað
hafði verið.
Viðskiptajöfnuðurinn var hag-
stæður um 1.1 milljarð punda á
fyrsta ljórðungi þessa árs.
Kópavogsbær býður út 350 milljóna
skuldabréf til 25 ára
Vextir voru 30
punktum yfir hús-
bréfaávöxtun
SKANDIA hf. hefur lokið við að
selja skuldabréf Kópavogsbæjar til
25 ára að fjárhæð 350 milljónir
króna. Að sögn Árna Odds Þórðar-
sonar, forstöðumanns hjá Skandia
hf., sem hafði umsjón með útboði
bréfanna, hlutu þau mjög góðar
viðtökur meðal stofnanafjárfesta
og seldust upp á um einum mánuði.
Vaxtakjör skuldabréfanna mið-
ast við ávöxtunarkröfu húsbréfa á
söludegi að viðbættum 30 punkt-
um. Það þýðir að bréf sem seld
voru í síðustu viku bera 5,7%
ávöxtunarkröfu. Til samanburðar
má nefna að Reykjavíkurborg
greiðir 8 punkta álag á húsbréfa-
ávöxtun á skuldabréf að fjárhæð
1,6 milljarðar sem boðin verða út
á næstunni.
Bréf gefin út í sama
flokki á næstu árum
Bréf Kópavogsbæjar eru svo-
kölluð greiðslubréf með 5% föstum
vöxtum. Af þeim verða greiddar
reglulegar afborganir á sex mán-
aða fresti, í fyrsta sinn þann 28.
maí 1998 en lokaafborgun verður
28. maí 2021. Uppgreiðsla er
heimil frá og með tiunda gjalddaga
bréfanna.
Árni telur að góðar viðtökur
fjárfesta skýrist af því að Kópa-
vogur sé stærsta sveitarfélag
landsins utan Reykjavíkur. Önnur
veigamikil ástæða sé sú að stefnt
er að því að gefa út bréf í þessum
sama flokki á næstu árum. Með
því að bjóða út stærri og færri
skuldabréfaflokka á Verðbréfa-
þingi sé unnt að efla viðskiptavakt
á Verðbréfaþingi með bréfin og
þau verði fyrir vikið seljanlegri.
Skandia verður viðskiptavaki
með þennan flokk Kópavogsbréfa
en síðan bætast við fleiri viðskipta-
vakar ef önnur verðbréfafyrirtæki
bjóða út samskonar bréf í þessum
flokki.
Fólk
Rekstrarbati hjá Vinnslustöðinni fyrstu 8 mánuði reikningsársins
Hagnaður af reglulegri
starfsemi um 86 m.kr.
Framsýn býður út innheimtu vanskilakrafna
Skuldarar fá
hagstæð kjör