Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 26
HORFT til himins.
Morgunblaðið/Halldór FUGLASKOÐARINN Gunnar Hallgrímsson mundai fjarsjána við Bessastaðatjörn.
FUGLASKOÐUN MEÐ GUNNARI HALLGRIMSSYN I
G ER aðallega í því að leita
1 að flækingsfuglum," segir
Gunnar Hallgrímsson á
leiðinni út á Álftanes. „Það
eru fuglar sem flækjast
hingað fyrir tilviljun, oft-
i ast undan veðri og vindum,
' en stundum í samfloti við
farfugla. Oftast eru þetta ungfuglar sem hafa
villst á haf út og ná svo landi hér eftir mikla
hrakninga."
Hann segir mér að um sjötíu tegundir af
fuglum verpi hér á landi en alls hafí hann
skráð 173 tegundir sem þýðir, að hann hefur
rekist á yfír 100 flækingsfuglategundir. Þar af
eru nokkrir sem aðeins hafa sést hér einu
sinni. „f fyrra sá ég til dæmis tvo sem aldrei
hafa sést hér áður svo vitað sé, en það voru
klapparmávur og amerískur fugl sem heitir
daggarskríkja.“ Hann hefur hins vegar ekki
séð alla íslenska varpfugla þótt undarlegt
megi virðast.
Skemmtilegt
támstundagaman
Gunnar kvaðs ungur hafa heillast af fuglum
og lífsháttum þeirra og atferli. „Faðir minn
var áhugasamur fuglaskoðari hér áður fyrr og
safnaði meðal annars eggjum. Þetta áhugamál
var því alltaf viðloðandi heimilið og ég fór að
fletta í bókunum hans, þegar ég var fimm eða
sex ára, og smám saman vatt þetta upp á sig.
Fuglar himinsins eru eitt merkilegasta sköpunar-
verk almættisins að áliti Gunnars Hallgrímssonar
menntaskólanema. Sveinn Guðjónsson er honum
sammála eftir að hafa fylgst með honum við
fuglaskoðun í nágrenni Reykjavíkur.
FLÓRGOÐANUM fer fækkandi og full ástæða til að passa upp á hann.
ÞERNUTEGUNDIR sem erfitt er að greina í sundur.
FUGLATEGUNDIR eru mis-
munandi erfiðar í greiningu og að
áliti Gunnars Hallgrímssonar ger-
ir það fuglaskoðun skemmtilega
og spennandi að glíma við erfíðar
greiningar. Hann tekur andakoll-
ur sem dæmi: „Þær eru allar brún-
ar og flikróttar og hafa ekkert
áberandi einkenni eins og karl-
fuglarnir. Eins getur verið mjög
erfítt að þekkja unga máva í sund-
ur, til dæmis svartbak, silfurmáv
og sflamáv. Jafnvel vanir fugla-
skoðarar geta flaskað á þessum
tegundum."
Gunnar segir að eins geti verið
erfítt að greina í sundur hinar
ýmsu þemutegundir. „Krían er
þerna og mjög erfitt að greina
hana í sundur frá sflaþemu svo
dæmi sé tekið. Krían verpir hér á
landi eins og allir vita. en sílaþerna
hefur flækst hingað. Eg held að sá
fugl hafi fundist dauður í Eyjum.
Gunnar segir að fuglaskoðun sé skemmti-
legt tómstundagaman, sem greina megi í
nokkra þætti:
„Þeir sem vilja fara út í fuglaskoðun byrja á
að fá sér bók með íslenskum fuglum. Fugla-
handbókin eftir Þorstein Einarsson er til
dæmis mjög góð,“ segir Gunnar. „Síðan lærir
maður að þekkja hina ýmsu líkamsparta fugl-
anna og útlit og skráir hjá sér það sem fyrir
auguber.
Eðlilegast er að byrja á algengum íslensk-
um fuglum og læra að þekkja þá í sundur. Svo
kemur þetta smátt og smátt og ef menn fá
þessa greiningarbakteríu sem ég hef, fara þeir
að leita að öðrum fuglum eins og flækingsfugl-
unum. Það er ótrúlega skemmtileg tilfinning
og spennandi þegar maður svo óvænt rekst á
óþekktan eða sjaldgæfan fugl. Best er að ná
mynd af honum, aðallega sem sönnun, ef um
mjög sjaldgæfan fugl er að ræða, því að allir
flækingsfuglar fara fyrir svokallaða Flæk-
ingsfuglanefnd, sem metur hversu líkurnar
eru sterkar, áður en fuglinn er skráður.
Annar-þáttur er atferlisskoðun, það er að
fylgjast með því hvernig fuglinn hegðar sér
við hinar ólíku aðstæður. Undir það flokkast
hreiðurgerð, fæðuöflun og hvernig þeir nálg-
ast hvorn annan.
Sumir hafa mest gaman af því að merkja
fugla. Með merkingunum er hægt að fá ýmsar
upplýsingar um ferðir fuglanna og ef þeir
finnast dauðir má oft fínna aldur þeirra út frá
merkingunni. Það eru yfirleitt þeir sem lengst
eru komnir í fugla-
skoðunarfræðunum
sem fara út í merk-
ingarnar. Merkin fást
hjá Náttúrufræði-
stofnun íslands og
hún gefur ekki hverj-
um sem er merki. Þú
verður að hafa aflað
þér trausts.“ segir
Gunnar og bætir því
við að oft sé þetta
þannig að menn
blandi öllum þessum
þáttum saman. „Hafa
bara gaman af fuglum
almennt og skoða þá
út frá öllum hliðum.“
Það var hægt að mæla það þannig
að sflaþernan er með lengri legg.
Önnur einkenni sem menn nota til
viðmiðunar eru að krían er með
dökkan nefbrodd, en það er óáreið-
anlegt greiningaratriði vegna þess
að viðmiðunartegundin gæti hafa
verið að að pikka í drullu og þess
vegna verið með dökkan nefbrodd.
Annað atriði er stélfjaðrimar.
Krían á að vera með lengri stél-
fjaðrir en vængenda, en hún getur
verið með eyddar stélfjaðrir og þá
er einkennið dottið út. Það er talað
um einhvem skugga á undirvæng,
en þú veist hvemig kríurnar era
þegar þær era að fljúga héma. Það
er ekkert auðvelt að sjá einhvern
blett við slíkar aðstæður og þess
vegna er þetta mjög erfitt grein-
ingarvandamál. En það er einmitt
þetta sem gerir fuglaskoðunina svo
skemmtilega og spennandi,“ segir
Gunnar.
I/íð Bessa-
staðatjörn
„Héma er ég búinn
að sjá í einni svipan
æðarfugl, stokkönd,
skúfönd, toppönd og
duggönd,“ segir
Gunnar þegar við
komum að Bessa-
staðatjörn á Álfta-
nesi. Fuglaskoðarinn