Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 4

Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 4
4 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Eins hreyfils flugvél nauðlenti í Geldinganesi í gærkvöldi Tveir menn sluppu ómeiddir TVEIR menn sluppu ómeiddir eftir að eins hreyfils tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152 í eigu Flugtaks hlekktist á í nauðlendingu í Geldinganesi skömmu fyrir kl. hálfátta í gær- kvöldi. Karl Alvarsson flugumferð- arsljóri segir að vélin hafi farið í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 19.15 og hefði neyðarkall borist mjög skömmu síðar. Flugmaðurinn hugðist nauð- lenda í Mosfellsbæ en náði því ekki og nauðlenti í Geldinga- nesi. Að sögn Skúla Jóns Sigurðar- sonar, formanns rannsóknar- nefndar flugslysa, missti hreyf- ill vélarinnar afl og stöðvaðist. í nauðlendingunni hlekktist vél- inni á og henni hvolfdi. Flug- stjórn gerði Landhelgisgæsl- unni samstundis viðvart og var þyrlan TF-SIF, sem þá var ný- lent á Reykjavíkurflugvelli, send upp í Geldinganes. Hún lenti þar kl. 19.31 og flaug með mennina á Reykjavíkurflugvöll. Þeir voru ómeiddir. Skúli Jón segir að vélin hafi verið tekin á leigu af einkaflug- manni og hann hafi ætlað að fljúga til Stykkishólms með einn farþega. Hann segir að flak vélarinnar hafi verið fjarlægt í gærkvöldi og hreyfill hennar tekinn til rannsóknar. Hann segir að rannsókn á til- drögum slyssins muni beinast að því að komast að ástæðum þess að hreyfillinn stöðvaðist. Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna Líkist landsmóti Hellu. Morgunblaðið. FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenskra hestamanna fer fram dagana 3.-7. júlí nk. á Gaddstaðaflötum við Hellu. Að mótinu standa 16 hesta- mannafélög á Suðurlandi, en starfs- svæði þeirra er frá Lómagnúpi í austri að Hvalfjarðarbotni í vestri. Þar sem flest stærstu hesta- mannafélög landsins taka þátt í mótinu lætur nærri að 70% skráðra félagsmanna í Landssambandi hestamanna (LH) eigi þar aðild. Fjórðungsmót á Suðurlandi líkist þannig landsmóti að umfangi. Vegna nýlegra breytinga á lögum LH er útlit fyrir að þetta fjórðungs- mót verði hið síðasta á Suður- landi, enda er gert ráð fyrir að landsmót verði framvegis annað- hvert ár en ekki á fjögurra ára fresti eins og verið hefur. Á Gaddstaðaflötum hefur á und- anfömum árum verið unnið að gagngerri uppbyggingu svæðisins, en fyrir landsmótið 1994 má segja að það hafi verið komið í núver- andi horf og telst nú með betri mótssvæðum landsins. Öli aðstaða verður innan seilingar fyrir hesta- menn, beitarhólf, tjald- og bíla- stæði auk fjölbreyttrar veitinga- sölu á svæðinu. Þá eru aðeins nokkur hundruð metrar i aðra þjónustu á Hellu. Búist við fimm þúsund manns Að sögn Fannars Jónassonar, framkvæmdastjóra FM, er von á a.m.k. fimm þúsund manns á mót- ið en gestir munu hafa verið um tíu þúsund á síðasta landsmóti. „Færri gestir á fjórðungsmóti er aðallega vegna færri erlendra gesta, sem verða þó um eitt þús- und, en fjöldi hrossa sem sýndur verður slagar upp í fjöldann á landsmóti, en reiknað er með að sýnd verði um sex hundruð hross.“ Að sögn Fannars verður mótið sett miðvikudaginn 3. júní. Fyrstu tvo daga mótsins verða kynbóta- hross hæfileikadæmd og fram fer forkeppni í öllum flokkum gæð- inga. Þessi forkeppni er nýmæli og er framkvæmd eftir nýsettum reglum LH. Á mótinu verða enn fremur sýningar kynbótahrossa, kappreiðar, ræktunarbússýningar, útreiðatúr og kvöldvökur. Þá mun hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar leika fyrir dansi í risatjaldi á föstudags- og laugardagskvöld. Kosninga- skrifstofa Upplýsingar um forseta- kosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um kjörskrá og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 Morgunblaðið/Júlíus Rit með fróðleik um hag landbúnaðar 4.638 lögbýli voru í byggð árið 1994 38% sauðfjárbænda eldri en 55 ára HJÁ Hagþjónustu landbúnaðarins er komið út ritið Hagur landbúnað- arins, sem stofnunin tekur saman á tveggja ára fresti. Ritið skiptist í 12 kafla sem hver um sig fjallar um tiltekinn málaflokk í máli og tölum. Megináhersla er lögð á umfjöllun um tímabilið frá 1990- 1994. í fréttatilkynningu kemur fram að mikinn fróðleik sé að fínna í ritinu um íslenskan landbúnað. Af einstökum málaflokkum sem teknir eru til umfjöllunar má nefna eignarhald og ábúð á bújörðum, framleiðslu, verðlagsmál, sam- setningu framleiðenda eftir aldri og búsetu, og afkomu í landbún- aði. Fardagaárið 1993/94 voru alls skráð 4.638 lögbýli í byggð á ís- landi. Auk þeirra voru skráðar eyðijarðir 1.836. Verðlagsárið 1993/94 voru 3.233 býli skráð með kýr og/eða sauðfé. Svína- kjötsinnleggjendur voru 116 að tölu og innieggjendur eggja og alifuglakjöts 61. Um 38% þeirra sem lögðu inn afurðir af sauðfé árið 1994 voru eldri en 55 ára og framleiddu þeir um 34% af öllu kindakjöti. Af mjólkurinnleggjend- um voru á sama tíma 33% yfir 55 ára aldri og framleiddu þeir um 27% af allir mjólk. í umfjöllun um verðlagsmál í Hagi landbúnaðarins kemur m.a. fram að raunverð á nýmjólk og fyrsta flokks dilkakjöt, (bæði verð til bænda og smásöluverð), hefur farið lækkandi á undanförnum árum, samtímis því sem miklar breytingar hafa orðið á rekstrar- umhverfí landbúnaðarins. Hagur landbúnaðarins er 160 bls. og fæst hjá útgfeanda, Hag- þjónustu landbúnaðarins á Hvann- eyri. Skoðanakannanir _______________._.—— Ólafur Ragnar með 37,7-40,4% ÓLAFUR Ragnar Grímsson fær 40,4% fylgi ef miðað er við þá sem afstöðu tóku í skoðanakönnun DV og Stöðv- ar 2 sem birt var í gær. Næst- ur kemur Pétur Kr. Hafstein með 29,6% fylgi, þá Guðrún Agnarsdóttir með 27,5% og loks Ástþór Magnússon með 2,5%. Fylgi Ólafs Ragnars er rúmum sex prósentustigum lægra en í síðustu könnun DV 20. júní en Guðrún Agn- arsdóttir eykur við sig um átta prósentustig. Fylgi Pét- urs Kr. Hafstein er rúmu pró- sentustigi lægra en í síðustu könnun. Gallup-könnun Samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallups á íslandi fyrir Sjónvarpið, er fylgi við Ólaf Ragnar Grímsson 37,7% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni. Pétur Kr. Haf- stein fær 30,8%, Guðrún Agn- arsdóttir 28,2% og Ástþór Magnússon 3,4%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.