Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 23
Suu Kyi
við útför
AUNG San Suu Kyi, leiðtogi
lýðræðissinna í Búrma, var í
gær viðstödd útför Leo Nic-
hols, konsúls Noregs í Rango-
on, en hann lést í fangelsi sl.
laugardag. Auk Suu Kyi var
að minnsta kosti einn vest-
rænn sendiráðunautur við út-
förina, Jorgen Reimers, sendi-
herra Danmerkur í Tælandi
og Búrma. Alls fylgdu um
þijátíu manns Nichols til graf-
ar en Reimers og nokkrir
sendiráðunautar til viðbótar
hyggjast rannsaka hvernig lát
Nichols bar að.
Norðmenn
ganga af
hvalafundi
NORSKA sendinefndin á fundi
Alþjóðahvalveiðiráðsins gekk
af fundi í gær og gaf engar
skýringar á skyndilegu brott-
hvarfí sínu. Í gær átti að ræða
ályktun um hvort víta ætti
Norðmenn fyrir að halda
áfram hrefnuveiðum. Norð-
menn eru afar reiðir vegna
samþykktar ráðsins þar sem
þess er krafist að þeir virði
alþjóðlegt bann við hvalveiðum
frá 1982, auk þess sem sam-
þykkt var að banna Norð-
mönnum að aflétta útflutn-
ingsbanni á hvalkjöti og öðrum
hvalaafurðum.
Fé fyrir upp-
lýsingar um
morðingja
ATVINNUREKENDUR
blaðamannsins Veronica Guer-
in, sem myrt var á götu úti
fyrr í vikunni, hétu í gær 10
milljónum ísl. kr. til þeirra sem
gætu gefið upplýsingar sem
leiddu til handtöku tveggja
leigumorðingja og glæpafor-
ingjans sem talið er að hafi
staðið að morðinu á henni.
Guerin var glæpafréttaritari
The Sunday Independent.
Tékknesk
stjórn í næstu
viku?
VACLAV Havel, forseti Tékk-
lands, sagðist í gær vongóður
um að ný minnihlutastjórn
myndi sverja embættiseið í
næstu viku. Samkomulag er
nú óðum að nást á milli verð-
andi stjórnar hægriflokkanna
og jafnaðarmanna, sem munu
styðja hana. Kvaðst Havel
búast við því að Vaclav Klaus
forsætisráðherra myndi segja
af sér á þriðjudag og að ný
minnihlutastjórn hans myndi
jafnvel taka við á fimmudag.
Broccoli
látinn
ALBERT Broccoli, sem þekkt-
astur varð fyrir að framleiða
kvikmyndirnar um njósnarann
James Bond, lést á fimmtudag
á heimili sínu í Kaliforníu.
Ekki hefur verið upplýst um
dánarorsök Broccolis, sem var
87 ára, og gjarnan kallaður
Chubby, með vísan til vaxtar-
lags hans. Auk Bondmynd-
anna, framleiddi Broccoli m.a.
hinar vinsælu barnamyndir um
Kitty Kitty Bang Bang.
Reuter
Minnast
fórnarlamba
stríðs
KONUR sem sitja kvennaráð-
stefnu hjálparsamtakanna „Zena
21“ og „BOSFAM" í Sarajevo,
minnast fórnarlamba stríðsins í
Bosníu. Lögðu þær blóm á staðinn
þar sem 16 manns voru myrtir
er þeir biðu í röð eftir brauði
árið 1992. Ráðstefnan sem kon-
urnar sitja er sú fyrsta sinnar
tegundar sem haldin er í Bosníu-
Herzegóvínu og fjallar um stöðu
konunnar þar í landi.
26.-Z9. jum
■R4
sjjá Kringlukastsblad
sem fylgdi
Morgunblaðinu
I vikunni
DAGA
Mörghundruð tilboð
a nyjum vörum
HverO
ævintyraiega
goð kaup
kynnir
Kringlukast
eikur á
inglukasti