Morgunblaðið - 04.07.1996, Page 12

Morgunblaðið - 04.07.1996, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI íbúar í S-Þingeyjarsýslu um sameiningu 3 skemmti- ferðaskip á Akureyri ÞRJÚ skemmtiferðaskip komu til Akureyrar í gær, Berlin, Italia Prima og Astor og er áætlað að fjöldi farþega hafi verið á bilinu 1.200 til 1.400 manns. Eftir tæpan hálfan mánuð verða aftur þrjú skemmtiferðaskip í einu á og við Pollinn. Astor og Italia Prima á Pollinum, en við Oddeyrar- bryggju lá skemmtiferðaskipið Berlin. Hlutafjárútboð ÚA að nafnvirði 150 milljónir hefst í dag voru á móti, 55,2% þeirra sem tóku þátt í Bárðdælahreppi voru á móti og 51,1% í Hálshreppi. Ríflega 73% þeirra sem svöruðu á Húsavík og í Reykjahreppi voru fylgjandi því að sameiningarviðræður yrðu tekn- ar upp við önnur sveitarfélög. Samstaðan verður að vera víðtæk Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um næstu skref í málinu, en héraðsnefnd Suður-Þingeyjar- sýslu hefði viljað kanna hug íbú- anna til sameiningar og hvort menn væru tilbúnir til að heimila sveitar- stjórnum í fyrstu að taka upp við- ræður um sameiningu. Sjálfur kvaðst hann fylgjandi sameiningu sVeitarfélaga og vildi helst sjá suð- ursýsluna alla í einu sveitarfélagi, en hann gerði sér grein fyrir því að árangurinn yrði ekki mikill nema um það næðist mjög víðtæk sam- staða. MEIRIHLUTI íbúa í níu hreppum í Suður-Þingeyjarsýslu svaraði ját- andi þegar spurt var í skoðana- könnun samhliða forsetakosning- unum hvort viðkomandi væri fylgj- andi því að hans sveitarstjórn taki upp viðræður um sameiningu við önnur sveitarfélög. Könnunin var gerð á Húsavík, Aðaldælahreppi, Skútustaðahreppi, Reykdælahreppi, Bárðdælahreppi, Ljósavatnshreppi, Reykjahreppi og Hálshreppi. Á kjörskrá voru 3089 manns og var þátttaka í forseta- kosningunum yfir 80%, mun færri tóku hins vegar þátt í skoðana- könnuninnni eða 1964, sem er 63,6% þátttaka. Alls voru 1242 fylgjandi því að sveitarstjórn við- komandi tæki upp viðræður um sameiningu við önnur sveitarfélög, en 631 svaraði neitandi. Auðir seðl- ar og ógildir voru 91. Morgunblaðið/Kristján Andstaða við viðræður um sam- einingu var mest í Tjörneshreppi, þar sem 56% þeirra sem tóku þátt Meirihluti seg- ist fylgjandi viðræðum ♦ ♦ ♦ Hluthafar eiga forkaups- rétt á genginu 4,50 Áætlað söluverð 678 milljónir króna Gönguferð um Innbæ og Fjöru BOÐIÐ verður upp á gönguferð um Innbæinn og Fjöruna undir leiðsögn á vegum Minjasafnsins á Akureyri næstkomandi sunnudag, 7. júlí. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi við Hafnarstræti 11 kl. 14 og gengið um elsta hluta bæjarins. Þátttaka í gönguferðinni er fólki að kostnaðar- lausu. Söngvökur eru í Minjasafnskirkj- unni öll þriðjudags- og fímmtudags- kvöld frá kl. 21 til 22 þar sem Ragn- heiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjart- arson flytja sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu. -----» » 4---- /i$íaíKtiAr9C TUBORGDJASS Listasumars og Café Karólínu verður í Deiglunni í kvöld, fímmtudagskvöld, 4. júlí kl. 21.30. Fram kemur Tríó Bjöms Thorodd- sen ásamt Agli Ólafssyni. Auk Björns skipa tríóið Ásgeir Óskarsson á trommur og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. í DAG hefst hlutafjárútboð Út- gerðarfélags Akureyringa hf. Um er að ræða útboð á nýju hlutafé að nafnvirði rúmar 150 milljónir króna og er áætlað söluverð þess um 678 milljónir króna, miðað við útboðsgengi sem ákveðið hefur verið 4,50. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á nýju hlutafé til 24. júlí nk. en ef þá eru óseld hlutabréf verða þau boðin til sölu á almennum markaði á genginu 4,50 á fyrsta degi eftir að almenn sala hefst. Líklegast að bréfin seljist öll í forkaupi Kaupþing Norðurlands hf. hefur umsjón með útboðinu. Jón Hallur Pétursson, framkvæmdastjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir að bréfin seldust upp í forkaupi, enda hafi verið töluverð- ur áhugi á hlutabréfum í fyrirtæk- inu að undanförnu. Síðustu vikur hefur gengi í viðskiptum með hlut- afé félagsins verið á bilinu 4,99 til 5,30. Gert ráð fyrir 100 miiyóna króna hagnaði Fyrstu þijá mánuði ársins var hagnaður af reglulegri starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa hf. 41 milljón króna. Þegar búið er að taka tillit til söluhagnaðar vegna sölu eigna og skatta var hagnaður tímabilsins 79,6 milljónir króna. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að hagnaður af starfsemi þess í ár verði um 100 milljónir króna. Á aðalfundi ÚA á síðasta ári var stjórninni veitt heimild til auka hlutafé félagsins. Á stjómarfundi í síðasta mánuði var svo ákveðið að auka hlutafé um rúmar 150 milljónir króna. Tilgangurinn er m.a. að mæta arðbærum fjárfest- ingum í framleiðslutækjum og öðr- um sjávarútvegsfyrirtækjum. Fyr- irhugaðar era miklar breytingar á landvinnslu ÚA sem miða að því að auka afköst og ná stærri hluta framleiðslunnar í verðmætari pakkningar. Breytingar fela í sér frekari tæknivæðingu á flestum stigum framleiðsluferilsins og breytingar á vinnutilhögun. í því sambandi er rætt um að taka upp tví- eða jafnvel þrískiptar vaktir í vinnslunni. Bærinn nýtir ekki forkaupsrétt Akureyrarbær er stærsti hlut- hafinn í ÚA með rúmlega 53% eignarhlut og Kaupfélag Eyfirð- inga er næststærsti hluthafinn með 8,29%. Ekki er áhugi meðal for- svarsmanna bæjarins að nýta for- kaupsrétt Akureyrarbæjar og ekki hefur verið tekin ákvörðun í stjórn KEA um hvort félagið nýtir sinn forkaupsrétt. Hins vegar hefur verið rætt um að bærinn ávísi for- kaupsrétti sínum til stjórnar ÚA en engin ákvörðun þar að lútandi liggur þó fyrir enn. Slippstöðin hf. á Akureyri Ný háþrýstidæla keypt SLIPPSTÖÐIN hf. hefur tekið í notk- un nýja háþrýstidælu, sem fyrirtækið hefur fest kaup á og getur náð allt að 2070 kílógramma þrýstingi á fers- entimetra. Hér er um að ræða fjár- festingu upp á 12 milijónir króna og er þetta stærstu tækjakaup fyrirtæk- isins í mörg ár. Tækið verður notað til þvotta og hreinsunar í Slippstöðinni og hvar sem er annars staðar þar sem þarf að nota slíka þjónustu. Dælunni hefur verið komið fyrir á yfírbyggðum flutn- ingabíl sem sérstaklega er útbúinn fyrir hana og þann búnað sem þarf hennar vegna. Með þessu móti má fara með tækið hvert á land sem er. Dælan er drifin áfram af díselvél og því þarf einungis að vera hægt að komast í nægjanlegt vatn til að hægt sé að nota hana hvar sem er. Notkunarmöguleikar eru ýmsir, sum- ir liggja fyrir en aðrir verða skoðað- ir á næstu vikum. í Slippstöðinni verður dælan notuð til að þvo skip og báta og hreinsa alla málningu af sé þess óskað. Einnig er hægt að hreinsa rör að innan, frá 35 m og upp í 1500 mm í þvermál, með sér- stökum spíssum. Þá er farið að nota háþrýstiþvott til að hreinsa hús að utan. Hægt er að setja svokallaða sandspíssa á byssumar og er þá notaður sandur til að hreinsa með og er sandmagnið við þessa aðferð aðeins 10% af því sandmagni sem notað er við venjulegan þurrsand- blástur. Stefnt er að því að nota þennan búnað í stað þurrsandblást- urs að hluta eða öllu leyti. Kostimir miðað við sandblástur eru margir, m.a. styttri verktími, minni kostnað- ur og minni hætta á skemmdum á alls kyns vélbúnaði um borð í skip- um. Hægt er að nota eina, tvær eða þijár hyssur í einu við þvottinn og með því að kaupa aukabúnað til við- bótar við dæluna verður hægt að nota fimm byssur í einu. Morgunblaðið/Kristján STARFSMAÐUR slippstöðvarinnar mundar byssu nýju háþrýsti- dælunnar fimlega við botnhreinsun á Stapafelli í flotkvínni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.