Morgunblaðið - 04.07.1996, Síða 45

Morgunblaðið - 04.07.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐlÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 45 ; BRÉF TIL BLAÐSINS Fyrirspurn til forráða- manna Bílastæðasjóðs Frá Jóhannesi Gunnarssyni: MÁNUDAGINN 24. júní þurftum frúin og ég að fara í „bæinn“ og sinna nokkrum erindum. Eftir tals- verða leit fann ég bílastæði á miðju planinu á móti Kolaportinu og Svörtu Pönnunni við Tryggvagötu og Geirsgötu. Ég greiddi í gjald- sjálfsala og fékk úr honum miða sem ég setti í framrúðuna á bílnum. Á miðanum stóð að ég mætti vera í stæðinu til klukkan 13.38. Það æxlaðist síðan þannig að við töfðumst í bænum og með það í huga að stöðumælaverðir í mið- bænum eru mjög „duglegir" að skrifa sektarmiða ákváðum við að fara hratt yfir og reyna að ná á tilsettum tíma að bílnum en þar sem við þurftum að leiða einn sem er nýorðinn tveggja ára á milli okkar sóttist okkur ferðin hægt. Þegar við komum á planið þar sem Esso bensínstöðin var við Hafnar- stræti sáum við yfir allt bílastæðið og okkur létti við að sjá að stöðu- mælaverðirnir voru langt frá bíin- um okkar að sekta „aðra trassa“. Það tók okkur síðan um tvær til þtjár mínútur að komast að bílnum og inn í hann. Þá var klukkan 13:44 og 30 sekúndum betur ná- kvæmlega (miðað við klukkuna sem bíbbar á hveijum klukkutíma á Bylgjunni). En viti menn, á rúð- unni var kominn sektarmiði og á honum stóð að hann hefði verið skrifaður klukkan 13:45. Miðað við staðsetningu stöðumælavarða á stæðinu og tímann sem það tók okkur að komast að bílnum hlaut miðinn að hafa verið skrifaður (allavega) klukkan 13:40-13:42. Ég ók að stöðumælaverði og spurði hvort hann hefði staðið við bílinn um leið og mælirinn féll. Hann fórnaði bara höndum og benti á unga stúlku og sagði að „hann vildi ekki skipta sér af þessu“ (?). Hann sagðist ekki hafa skrifað miðann án þess þó að líta á hann og virtist vita strax um hvað málið snérist. Stúlkan sagðist „hafa geng- ið oft framhjá bílnum og það hefði ekki verið annað að gera en að skrifa miðann". í þessu tilviki er. sökin mín. Ég kom hreinlega of seint og mörkin eru greinilega skýr. Eftir klukkan 13:38 var mælirinn fallinn! Ég fór beint í banka og borgaði 500 krónurnar sem þessar mínútur kostuðu því innan nokkura daga hefði sektin hækkað í 850 krónur og að lokum endað í lögfræðingum og það er hreinlega of dýru verði keypt. Mig langar að leggja nokkrar spurningar fyrir forsvarsmenn bíla- stæðasjóðs og aðra sem um málið fjalla: Éru allar klukkur stöðumæla- varða samstilltar? Eru þær réttar? Er ekki skylda, þar sem um jafnvel sekúndur er að ræða, að geta t.d. á rafrænan hátt sannað að klukkan hafi verið það sem sagt er? Hjá hveijum er sönnunarbyrðin? Að lokum langar mig að segja við verslunareigendur í miðbænum: Þar sem bílastæði eru ókeypis og án stöðumælavarða í Kringlunni mun ég nýta mér það í verslunar- ferðum mínum í framtíðinni án þess að bera af því nokkurn aukakostn- að. JÓHANNES GUNNARSSON, Lindasmára 33, Kópavogi. Tilboð á birki í hnaus, 125-175 sm, og skógarbirki með 35 plöntum í bakka og stóran rótarhnaus. Verðáðurkr. 990-1.350 nú kr. 590 Ef keyptir eru 6 bakkar af birki á tilboðsverði fylgir einn frítt. Fossvogsbletti 1 (fyrir neðon Borgarspítalo) Opið kl. 8-19, helgar kl. 9 -17. Sími 564 1777 plöntusalan í Fossvogi Plöntur og ráðgjöf eftir þínum þörfum fltotgtiitMafrifr - kjarni málsins! DRESS MANN BORGAÐU FIMMTUDAG FRA 09 - 20. FOSTUDAG FRA 09 - 20. LAUGARDAG FRA 09-18. LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.