Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 151. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stuðningsmenn Jeltsíns leita samstöðu á þingi kvu. Reuter. ^ Sólog sumar- blíða BLÍÐSKAPARVEÐUR hefur verið í Reykjavík og víðar und- anfarna daga. Þessar litlu hnátur nutu sólarinnar við leik á dagheimilinu Vesturborg í Vesturbænum í gær. Þær heita Glóey Runólfsdóttir og Magnea Steiney Þórðardóttir og voru þær í læknisleik. Glóey stendur með blóm í hendi og má ætla að hún sé læknirinn, en Magnea Steiney liggur út af í hlutverki sjúklings. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að útlit væri fyrir áframhaldandi góðviðri í Reykjavík um helgina. STUÐNINGSMENN Borís Jeltsíns Rússlandsforseta reyndu í gær að nýta kosningasigur hans til að knýja fram „samsteypu lýðræðisafla" á þingi til mótvægis við kommúnista, sem ásamt öðrum vinstri hreyfingum ráða yfír 200 af 450 sætum neðri deildarinnar, Dúmunnar. Sergei Beljajev, þingflokksformað- ur miðjuflokksins Okkar heimili er Rússneska föðurlandið, sagði í sam- tali við fréttastofuna Itar-Tass í gær að þingmenn Jabloko, flokks Grígorís Javlínskís, hefðu tekið líklega í að taka þátt í slíku samstarfí ásamt öðrum andstæðingum vinstri manna. Fréttastofan Interfax hafði hins veg- ar eftir Beljajev að Javlínskí setti ákveðin skilyrði fyrir því að mynda bandalag. Kommúnistar og þjóðemissinnar hafa ráðið lögum og lofum í Dúm- unni eftir þingkosningarnar í des- ember. Heillaóskir streymdu áfram til Jeltsíns í gær og hringdi Bill Clinton Bandaríkjaforseti í hann. „Það var svo gott hljóð í honum að ég þurfti ekki að spyija hann um heilsuna," sagði Clinton á blaða- mannafundi um samtal sitt við Rúss- landsforseta. Víktor Tsjernomýrdín forsætisráð- herra sagði að Jeltsín mundi brátt tilkynna breytingar á stjóminni. Formlega má Jeltsín ekki tilnefna forsætisráðherra fyrr en hann verður svarinn í embætti í byijun ágúst. Jeltsín hefur gefið sterklega til kynna að Tsjernomýrdín muni sitja áfram í embætti. Dúman vill rannsaka Gratsjov Dúman krafðist þess í gær að fram færi opinber rannsókn á embættis- færslu Pavels Gratsjovs, sem settur var af sem varnarmálaráðherra 18. júní, og samstarfsmanna hans. Þingið vill láta rannsaka ásakanir á hendur Gratsjov, sem fram koma í skýrslu Levs Rokhlíns, hershöfð- ingja og formanns varnarmálanefnd- ar Dúmunnar. Rokhlín hélt því fram í þingræðu, að Gratsjov hefði verið „djúpt sokkinn í spillingu og hann hafði safnað í kringum sig afætum og þjófum“. Hann sagði að meðal afreka þessara manna hefði verið að flytja miklar ijárhæðir á reikninga í erlendum bönkum og peningarnir hefðu síðan gufað upp. ■ Sérfræðingar deila/16 Önnur fóstra leysir frá skjóðunni Svalt í vist- inni hjá Netanyahu Jerúsalem. Reuter. SARA Netanyahu, forsætisráðherra- frú í ísrael, vísaði í gær á bug ásökun- um brottrekinnar barnfóstru í sjón- varpsviðtali og sagðist ekki láta vinnuhjú halda sér og fjölskyldu sinni í gíslingu. Fóstran, Tanya Shaw, sagði frúna hafa rekið sig fyrir að láta súpu sjóða upp úr potti. I gær birti blaðið Maarív viðtal við aðra fóstru, Heidi Ben-Yair, sem rek- in var eftir viku vist hjá Netanyahu- hjónunum 1994. „Reglur Söru voru einkennilegar. Ein var sú að maður skyldi þvo sér um hendur í hvert sinn sem maður færi inn í herbergi í húsinu. Einu sinni öskraði hún á mig í 20 minútur fyrir að hafa borðað tómat. Hún kvað þá mjög dýra. Eg mætti aðeins borða einn tómat á dag og egg annan hvern dag. Hungrið svarf að, loks gafst ég upp og borðaði hafragi-aut barn- anna,“ sagði hún. ■ Ráðuneyti Sharons/17 Morgunblaðið/Ásdis Finnar hunsa and- stöðu Serba í Bosníu Reuter Himnarnir opnast Sar^jevo. Reuter. FINNSKIR sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna létu andmæli Bósníu-Serba sem vind um eyru þjóta í gær og sóttu lík að minnsta kosti níu manna, sem talið er að hafi ver- ið meðal múslima sem myrtir voru þegar þeir flúðu Srebrenica í fyrra. „Finnska sveitin hóf störf í gær þótt hún hefði ekki fengið þau leyfi, sem Bosníu-Serbar höfðu lofað, og minnst níu líkum var komið til Tuzla,“ sagði Alex Ivanko, talsmað- ur SÞ í Sarajevo. Starfsmaður í líkhúsi sjúkrahúss- ins í Tuzla sagði að þar væru geymdar líkamsleifar minnst 30 manna. Leita líkamsleifa múslima í grennd við Srebrenica Biljana Plavsic, settur forseti Bosníu-Serba, hefur gefið SÞ munnlegt leyfi til að sækja líkams- leifarnar, en yfirvöld hafa virt orð hennar vettugi. Sameinuðu þjóðimar eru að reyna að ná í líkamsleifar, sem hafa legið ofanjarðar í hlíð á Kravica-svæðinu fyrir utan Srebrenica frá því að Serb- ar tóku hið svokallaða griðasvæði þar í júlí 1995. Mörg þúsund múslima frá Sre- brenica er saknað. Talið er að þeir hafi orðið Serbum að bráð. Radovan Karadzic, forseti Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafa báðir verið ákærðir fyrir stríðs- glæpi, sem framdir voru þegar Sre- brenica féll. í gær bar sjónarvottur því vitni fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag að hann hefði séð Mladic stjórna fjöldaaftöku óbreyttra borg- ara frá Srebrenica. Vitnið, sem nýt- ur nafnleyndar, kvaðst hafa lifað af með því að fela sig meðal hinna myrtu. ÚRHELLI hefur gengið yfir suð- urhluta Kína undanfarna daga og leitt til einhverra mestu flóða í manna minnum. Myndin er tekin í Iiafnarborginni Sjanghæ í gær, en í flóðunum urðu landbúnaðar- héruð suðvestan við stórborgina verst úti. Flóðin eru nú í rénun. ■ Gífurlegt tjón/17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.