Morgunblaðið - 06.07.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.07.1996, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lög Atla Heimis við ljóð Jónasar Hallgrímssonar Dagskrá flutt í þremur kirkjum norðanlands BAKKAKIRKJA í Oxnadal Jónas Hallgrímsson Atli Heimir Sveinsson „Það er því við hæfi að tónleikarnir séu haldnir í minningu hans og tileiknaðir Aðalsteinu dóttur hans, sem alla tíð hef- ur hugsað vel um kirkjuna og staðinn. Hún á því allt gott skilið fyrir þá ræktar- semi sem hún hefur sýnt minningu og verkum föður síns,“ sagði Halldór. Vildi lög við ljóðin sín Halldór sagði að síðustu misseri hefði Jónas Hallgrímsson sótt mjög á sig, hann hafi verið að ÞRENNIR tónleikar þar sem flutt verða sönglög Atla Heimis Sveins- sonar við Ijóð Jónasar Hallgríms- sonar verða haldnir á Norðurlandi næstu daga. Þeir fyrstu verða í Húsavíkur- kirkju á morgun, sunnudaginn 7. júlí, þá verða tónleikar í Bakka- kirkju í Öxnadal mánudagskvöldið 8. júlí og loks verða tónleikar í Grundarkirkju í Eyjafirði þriðju- dagskvöld, 9. júlí. Allir hefjast þeir kl. 20.30. Flytjendur eru Signý Sæmunds- dóttir sópran, Sigurlaug Eðvalds- dóttir fiðlu, Sigurður Ingvi Snorra- son klarinett, Hávarður Tryggvason kontrabassa og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanó. Þessi dagskrá var frumflutt í Skarðskirkju á Landi 31. maí síðastliðinn og endurflutt á Listahátíð í Reykjavík. „Eg hreifst mjög af tónleikunum á Skarði í Landi, þar sem dagskrá- in var frumflutt og ákvað þá þegar að beita mér fyrir því að Norðlend- ingar ættu þess kost að hlýða á þá. Einkanlega þykir mér mjög við hæfi að dagskráin verður flutt í Bakkakirkju, sem eitt sinn var sóknarkirkja Jónasar Hallgrímsson- ar en þar var faðir hans prestur á sínum tíma,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra einn svonefndra ljóðvina sem standa fyrir því að dagskráin er flutt norðan heiða. í minningu Jónasar Tónleikamir í Bakkakirkju em haldnir í minningu Jónasar Hall- grímssonar. Kirkjan er lítil, tekur um 60 manns í sæti þannig að að- eins er þar rúm fyrir sóknarbörn og gesti þeirra. Tónleikamir á Húsavík og á Grund eru hins vegar öllum opnir. Á Húsavík eru tónleikamir haldnir til heiðurs hjónunum Björgu Friðriksdóttur og Ingvari Þórarins- syni en þau hafa að sögn Halldórs unnið gott starf í þágu tónlistar- mála í bænum á liðnum áratugum. „Þau hafa verið miklir burðarásar í kirkjulífí og tónlistarmálum á Húsavík. Sjálfsagt hafa engir nema sóknarprestarnir átt fleiri spor í Húsavíkurkirkju en Ingvar Þórar- insson og þá má einnig nefna að hann hefur oftar en ekki boðið tón- listarmönnum norður tii tónleika- halds og borgað sjálfur mismuninn hafí tónleikar ekki staðið undir sér, en látið tónlistarmennina njóta þess þegar afgangur er. Því þótti okkur skemmtileg tilbreyting að Ingvari og Björgu yrði boðið til þessara tónleika." Halldór sagði Grundarkirkju mikla völundarsmíð, Magnús Sig- urðsson hefði reist hana á eigin kostnað af miklum rausnarskap. velta fyrir sér æviskeiði hans og hugarástandi eins og það endur- speglist í kvæðum hans og bréfum. Atli Heimir hefði frá unga aldri verið mikill aðdáandi Jónasar, „hann er mjög lýrískt tónskáld þeg- ar hann vill það við hafa og hefur nú tekist að gera falleg lög við ljóð Jónasar. Jónas vonaðist til að gerð yrðu lög við ljóð hans og að mínu mati hefur Atla Heimi tekist sérlega vel upp,“ sagði Halldór og bætti við að úrvalstónlistarfólk sæi um flutninginn. Oldrunarþjónusta Mikilvægt að kom- ið sé til móts við þarfir aldraðra Kazuko Enomoto Fyrir stuttu dvaldi hér á landi dr. Kazuko Eno- moto, prófessor í fræð- um félagslegrar þjón- ustu við Otemon-háskóla í Osaka í Japan. Var þetta þriðja heimsókn hennar hingað til lands. Undanfarna þrjá áratugi hefur hún rannsakað velferðarmál aldraðra, meðal annars kynnt sér öldrunarþjónustu hér á landi og í framhaldi af því gefið út bók um þau mál á íslandi. Þá má segja að hún hafi tekið öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar undir sinn verndarvæng. Frá því að hún kom hingað fyrst, árið 1992, hefur hún reglu- lega gefið öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar veglegar fjárupphæðir til kaupa á hvers konar fræðsluefni um öidrunar- mál. En hvers vegna hefur hún svo mikinn áhuga á öldrunarmál- um _á íslandi? „Eg hef stundað rannsóknir á öldrunarþjónustu víða um heim, meðal annars í Ameríku og Eng- landi og í þeim tilgangi hef ég ferðast víða. Á þessum ferðalög- um frétti ég af þeirri þjónustu sem aldraðir fá á íslandi og vakti það athygli mína. Því ákvað ég að koma til íslands og kynna mér þau mál nánar,“ segir hún og heldur áfram: „Þetta var auk þess kærkomið tækifæri, því síðan ég var lítil teipa hefur mig_ dreymt um að koma til íslands. Ég hafði heyrt svo margt gott um Islend- inga, en einnig fannst mér landið heillandi vegna þess að það er lít- il eyja eins og Japan. Seinna komst ég að því að við eigum meira sameiginlegt. Til dæmis er lífaldurinn hár bæði í Japan og á Islandi og svo lifa báðar þjóðirnar mikið á fiski.“ Hvers vegna finnst þér öldrun- armál svo mikilvæg? „Vegna þess að sífellt fleiri fylla hóp aldraðra í þjóðfélaginu. Mikil aukning í þeim hópi hefur aukin félagsleg vandamál í för með sér, sem auk þess verða enn alvarlegri í framtíðinni, ef ekkert verður að gert. í dag getur fóik víðast hvar í Japan aðeins valið um tvo mögu- leika í ellinni. Annars vegar að fá inni á elliheimili en hins vegar að fá þjónustu heim til sín. Að mínu mati er nauð- synlegt að bjóða upp á fleiri möguleika sem væru meira í samræmi við þarfir hvers og eins. Mikilvægt er að fólk haldi stolti sínu og sé sátt við tilveruna, þrátt fyrir háan aldur." Hvaða aðrir möguleikar koma þá til greina fyrir aldraða? „I fyrsta lagi má nefna þann möguleika að gamalt fólk fái eins konar fósturfjölskyldu, þannig að til dæmis aldraður maður fái að koma inn á venjulegt heimili þar sem séð yrði um hann eins og einn af fíölskyldunni. í öðru lagi mætti nefna þann möguleika að nokkrir aldraðir einstaklingar byggju saman á mjög huggulegu heimili. Þeir myndu veita hvor öðrum stuðning en einnig fengju þeir nauðsynlega umönnun frá starfsfólki sem væri á staðnum. í þriðja lagi væri hægt að bjóða ungu fólki að flytja inn á heimili gamals fólks og ieysa þannig um leið vanda ungs fólks sem væri í húsnæðisleit. Þannig myndi til dæmis gamall maður hjálpa ung- um manni með því að leggja til ► Dr. Kazuko Enomoto pró- fessor er fædd í Japan 13. febr- úar, árið 1934. Hún lauk fyrsta stigs háskólanámi í fræðum fé- lagslegrar þjónustu frá háskóla í Osaka í Japan árið 1957. Því næst hóf hún störf sem kennari við japanska framhaldsskóla, meðal annars í borginn Osaka. Hún gegndi þeim störfum í tíu ára eða þar til hún hóf frekara nám í þjóðfélagsfræðum í Kansai-háskólanum í Japan. Þaðan lauk hún doktorsnámi árið 1977. Seinna varð hún pró- fessor við Otemonháskóla í Os- aka í Japan. Á undanförnum þrjátíu árum hefur dr. Kazuko helgað sig rannsóknum á öldr- unarþjónustu bæði í Japan sem og á alþjóðlegum vettvangi. húsnæði, en á móti myndi sá ungi sjá um og aðstoða hinn aldraða eftir þörfum. Ef þessir þrír mögu- leikar væru til staðar, ásamt hin- um tveimur, sem ég nefndi áður myndu valmöguleika aldraðra aukast til muna.“ Hvaða álit hefur þú á öldrunar- þjónustu á íslandi? „Svo virðist sem íslendingum sé mjög umhugað um að bæta og efla þjónustu við aldraða og er óhætt að segja að þeir hafi að mörgu leyti betri öldrunarþjónustu en Japanir. Til dæmis eru meiri valmöguleikar fyrir aldraða á Ís- landi en í Japan og gamalt fólk á íslandi þarf ekki að fara langar vegalengdir til að nálgast þá öldr- unarþjónustu sem í boði er. Auk þess finnst mér öldrun- arþjónusta á íslandi áhugaverð vegna þess hve öll aðstoð við aldr- aða virðist vera sam- tengd og má sem dæmi nefna hve náin samskipti eru á milli fulltrúa frá félagslegu þjón- ustunni, elli- og hjúkrunarheimil- unum og þjónustuíbúðum aldr- aðra.“ Geta Japanir þá lært eitthvað af íslenskri öldrunarþjónustu? Já, til dæmis hef ég mikinn áhuga á að Japanir taki sér það til fyrirmyndar hve öldrunarþjón- usta á íslandi er samtengd, eins og ég nefndi fyrr. Ég kom í fyrsta skipti til Islands árið 1992 og síð- ar 1994 til að rannsaka þjónustu við aldraða hér á landi. Um svipað leyti gaf ég út bók á japönsku, þar sem fjallað er um öldrunarmáí á íslandi og þau borin saman við öldrunarþjónustu í Japan. Bókin er væntanleg í enskri þýðingu nú í sumar og ber aðaltitilinn: „Hous- es and welfare service for aged.“ Öldrunarþjónusta á íslandi hefur tekið miklum framförum á undan- förnum árum og er það von mín að Japanir bæti sitt kerfí líka. Öldrunarþjón- usta á íslandi samtengd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.