Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sumitomo á bak við samninga Hamanaka? Tókýó. Reuter. SUMITOMO fyrirtækið vill ekkert segja um blaðafrétt þess efnis að framámenn þess hafi samþykkt suma koparsamninga Yasuo Ham- anaka, sem höfðu í för með sér 1.8 milljarða dollara tap. Talsmaður Sumitomo sagði að ekkert væri hægt að segja um slík- ar fréttir meðan málið væri í rann- sókn innan fyrirtækisins. „Ekki svikahrappur“ Brezka blaðið Financial Times segir eigendur máimmiðlunarfyrir- tækisins Winchester Commodities telja að nokkrir helztu koparsamn- ingamir, sem hafi leitt til tapsins, hafi fengið samþykki manna úr stjórn Sumitomo. Haft var eftir Charlie Vincent og Ashley Levett, sameiginlegum eig- endum Winchester Commodities, að Hamanaka hefði ekki verið„svika- hrappur" eins og látið hefði verið í veðri vaka. Vincent og Levett, sem hafa sagt upp störfum framkvæmdastjóra, sögðu Financial Times að nokkrir háttsettir starfsmenn Sumitomo hefðu samþykkt samninga, sem Winchester hefði gert við fyrirtækið. Brezk æsifréttablöð hafa fjölyrt um að Vincent og Levett höfðu hvor um sig 23 milljónir dollara í tekjur á reikningsári fyrirtækisins til apríl 1995. Þeir búa í Monaco af skatta- ástæðum og hafa fengið viðumefnið „koparfingurnir." Innherjavið- skipti hjá Escom könnuð Frankfurt. Reuter. KÖNNUN er hafín á vegum eftir- litsstofnunar verðbréfaviðskipta í Þýzkalandi á meintum innhetja- viðskiptum með hlutabréf í Escom AG, öðru stærsta tölvusölufyrir- tæki Evrópu, sem hefur sótt um vernd gegn lánardrottnum. Stofnunin varð vör við grun- samlega mikla aukningu viðskipta með hlutabréf í Escom og lækkun á hlutabréfaverðinu á síðustu vik- unum áður en fyrirtækið bað um vernd. Talsmaður eftirlitsstofnunar- innar sagði að viðskiptin með Escom hlutabréfin hefðu átt- eða nífaldazt á þremur vikum. Rann- sóknin getur tekið nokkra mán- uði. Escom bað um vernd til að komast hjá gjaldþroti þegar ný áætlun sýndi 180 milljóna marka tap á fyrirtækinu 1995 miðað við 125 milljónir samkvæmt spá í marz. Fundur Escom með hluthöfum og nýjum hugsanlegum fjárfest- um bar ekki árangur. Frá 3. júní til 2. júlí, þegar Escom birti tilkynningu, lækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu í 4,63 mörk úr 9,15 mörkum. Auglýsing Philip Morris hafði öfug áhrif Cannes. Reuter. MIKIL auglýsingaherferð Philip Morris tóbaksfyrirtækisins til að hamla gegn áróðri gegn „óvirkum reykingum“ virðist hafa hafföfug áhrif og sýnir að beita verður mýkri aðferðum að dómi sérfræð- inga í auglýsingum. Dótturfyrirtæki Philip Morris í Evrópu hefur sætt árásum vegna harðrar auglýsingaherferðar með samanburði á hættum samfara óvirkum reykingum, kexáti og mjólkurþambi. Auglýsingin varð fyrir gagnrýni framkvæmdastjórnar ESB, nokk- urra evrópskra ríkisstjórna og þrýstihópa andstæðinga reykinga. Franskur dómstóll bannaði aug- lýsinguna og hún hafði nokkrar málshöfðanir í för með sér. Auglýsingastjórar á hátíð í Can- nes sögðu að vindlingaframleið- endur væru ráðnir í að koma boð- stað sínum til neytenda, en her- ferð Philip Morris virtist hafa haft öfug áhrif vegna þess að gengið hefði verið of langt. Auglýsendumir sögðu að her- ferð Philip Morris frá 4. júní í níu Evrópulöndum gætu orðið til þess að efla málstað þrýstihóps and- stæðinga reykinga, sem vilja tak- marka aðgang tóbaksiðnaðarins að fjölmiðlum. Fleiri takmörkunum spáð Einn auglýsendanna sagði að til fleiri takmarkana á tóbaksaug- lýsingum hlyti að koma vegna víðtækrar andstöðu gegn þeim. Þó segja auglýsingastofur að þær séu ráðnar í að hjálpa tóbaksfyrir- tækjum að að beijast gegn Iög- skipuðum takmörkunum á aug- lýsingum. Bent er á að evrópskar ríkis- stjómir íhugi frekari takmarkanir á markaðssetningu tóbaksafurða, meðal annars bann við aug:lýsing- um vindlinga sem innihaldi mikla tjöru. Sérfræðingar segja að markaðir tóbaksfyrirtækja í Evrópu séu á undanhaldi og þau verði að finna nýjar leiðir til að koma boðskap sínum til skila án þess að styggja almenning. Meðal annars er rætt um að auka auglýsingar í pósti og á sölu- stöðum og sölu á fatnaði og gjafa- vöru með merkjum tóbaksfram- leiðenda. ÚR VERIIUU Val á veiðikerfi krókabáta Þorskaflahámarksbátar fá 83% kvótans SMÁBÁTAEIGENDUR hafa valið á milli veiðikerfa og fer rúmlega helm- ingur þeirra á þorskaflahámark á næsta fiskveiðiári. Um 83% leyfilegs afla krókabáta á næsta fískveiðiári fellur í hlut aflahámarksbáta. Samkvæmt nýjum lögum um krókaveiðar gafst smábátaeigend- um nú kostur á að velja á milli þess að róa á þorskaflahámarki eða eftir sóknardagakerfi á handfæri og línu eða handfæri eingöngu. Til- kynningar um valið þurftu að hafa borist Fiskistofu fyrir l.júlí s.l. en alls var óskað eftir tilkynningum frá 1042 krókabátum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu völdu alls 561 bátur þorskafla- HALDIÐ var upp á ÍS-daginn í fyrsta skipti fyrir framan höfu- stöðvar Islenskra sjávarafurða við Sigtún í síðustu viku. Starfsmönn- um ÍS og fjölskyldum þeirra var boðið til skemmtunarinnar auk þess sem nágrönnum í Sigtúni og Engjateig var boðið að koma og skoða nýja húsnæðið. Karlakórinn hámark á næsta fiskveiðari og koma um 20.700 tonn í þeirra hlut af rúm- lega 25 þúsund tonna heildarkvóta smábáta eða um 83%. Það eru að meðaltali um 37 tonn á bát. Alls völdu 481 bátur sóknardaga- kerfið, þar af völdu 192 bátar hand- færi og línu og koma um 1.802 tonn í þeirra hlut eða rúm 9 tonn á bát að meðaltali. Þeir bátar sem róa eingöngu með handfæri á næsta fiskveiðiári verða 289 talsins. Fá þeir í sinn hlut um 2.525 tonn eða að meðaltali tæp 9 tonn á bát. Margir færa sig í þorskaflahámrkið Nokkuð var um að bátar væru Fóstbræður kom og söng nokkur lög og Lúðrasveit Laugarnesskóla, spilaði fyrir gesti. Ymislegt góð- gæti að hætti ÍS var grillað á staðnum, s.s. lýsingur, Alaskaufsi og loðna. Iæiktæki voru á staðnum og farið var í leiki með börnunum. Skemmtu allir sér konunglega í blíðskaparveðri. færðir úr því kerfi sem þeir voru í á síðasta fiskveiðiári i annað kerfi á því næsta. Alls fóru 168 krókabát- ar úr sóknardagakerfi yfir í þor- skaflahámark. Ellefu krókabátar fóru úr þorskaflahámarki yfir í sóknardaga með handfæri ein- göngu og aðeins einn bátur fór úr þorskaflahámarki yfir í sóknardaga með línu og handfæri. Nokkrir eigendur krókabáta völdu á milli kerfanna með fyrir- vara um leiðréttingu á aflareynslu vegna athugasemda sem þeir gerðu. Reiknað þorskaflahámark einstakra báta getur því átt eftir að hækka eða lækka þegar tillit verður tekið til athugasemda. Dregið hefur úr loðnuveiði NOKKUÐ hefur dregið úr loðnuveiði og skipin nú mun lengur að fylla sig en í upphafi vertíðarinnar. Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, segir mun erfiðara að eiga við loðn- una en þó sé veiðin góð miðað við árstíma. Júpiter ÞH var að leggja af stað af loðnumiðunum þegar Morgunblað- ið hafði samband um borð um hádeg- isbilið í gær. Lárus sagði þennan túr lang erfiðasta túrinn á vertíðinni. Hinir hefðu gengið hraðar fyrir sig og nokkuð hefði dregið úr mokinu sem var. „Við köstuðum sjö sinnum í þessum túr en aðeins þrisvar í fyrsta túrnum þannig að verulega hefur dregið úr veiðinni. Þetta er samt ágæt veiði á sumarveiðimælikvarð- anum. Það telst gott að fylla þessi skip á tólf tímum eins og við gerðum nú,“ sagði Lárus. Komin norður undir miðlínu Lárus segir loðnuna á nokkuð stóru svæði, mikil yfirferð sé á skip- unum og menn þurfi að keyra mikið og leita. Loðnan færi sig norður hægt og bítandi og sé nú alveg að verða komin norður undir miðlínu Islands og Grænlands. í fyrradag bárust um 7000 tonn af loðnu á land og voru þá komin á land tæp 43 þúsund tonn frá upp- hafi vertíðar samkvæmt tölum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Þar af eru um 2200 tonn af erlendum skip- um. Mest hefur verið landað hjá SR Mjöli á Siglufirði, um 7000 tonnum. Á Raufarhöfn hefur verið landað um 5500 tonnum og um 5100 tonnum á Seyðisfirði. Landanir í gær eru ekki inn í þessum tölum. Morgunblaðið/Sverrir IS-dagiirinn haldinn í fyrsta sinn i. f I i I » i i I I I. I i' I r í I i f í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.