Morgunblaðið - 06.07.1996, Page 16

Morgunblaðið - 06.07.1996, Page 16
16 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Hugað að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Rússlandi Reuter SEÐLABANKASTJÓRI Rússlands, Sergei Dúbínín (t.v.), ræðir við innanrikisráðherrann Anatolí Kúlíkov á ríkisstjórnarfundi í Moskvu í gær. Sérfræðing’ar deila um efnahagshorfur Moskvu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Rússlandi þurfa að takast á við mikinn vanda í efna- hagsmálum, nú að loknum öruggum sigri Borís Jeltsíns í forsetakosning- unum og Ijóst er að kosningaloforð forsetans verða ekki öll uppfyllt. Verðbólguhraði er þó minni en verið hefur síðan umbætur hófust í land- inu eftir hrun Sovétríkjanna en fjár- hagur sambandsríkisins er slæmur, ekki síst vegna þess að á fyrra helm- ingi ársins tókst aðeins að innheimta um 60% skatta^ Sænski hagfræðing- urinn Anders Áslund, sem um hríð var ráðgjafí fyrir stjómvöld í Kreml, er ósammála þeim sem spá efna- hagskreppu í haust. Aslund segir að líkur séu á mikl- um vanda í bankakerfinu en það sé dæmigert fyrir land þar sem verðbólga sé á undanhaldi. Hann telur mestu skipta að úrslit forseta- kosninganna hafí verið sigur lýð- ræðisins og jafnframt að engin hætta sé lengur á afturhvarfi til hagstjórnar sovétskeiðsins. Áslund gerir lítið úr áhrifum kosningalof- orða forsetans. „Hvað er hann búinn að lofa miklum peningum? Einfalt svar er að það er ekki mikið. Rétt eins og bandarískur forseti á ferðalagi úti á landi hefur hann með miklum hávaða heitið smáfjárhæðum en fjallað varfæmislega um stóru framlögin". Sagði Áslund meiri ástæðu til að hafa áhyggjur af of- stýringu og skrifræði sem væri óbreytt í Rússlandi. Sumir sérfræðingar eru svart- sýnni. „Mörg erfið efnahagsvanda- mál hafa verið lögð til hliðar og hundsuð síðustu átta eða níu mán- uði vegna kosninganna," sagði Dirk Damrau, yfirmaður hjá verðbréfa- fyrirtæki í Moskvu. Forsetaefni kommúnista, Gennadí Zjúganov, gagnrýndi Jelts- ín harðlega fyrir að stunda hömlu- laus atkvæðakaup á kostnað ríkis- sjóðs og mörg dæmi voru nefnd í fjölmiðlum sem gáfu til kynna að gagnrýnin væri réttmæt. „Ég spái því að stjórnin muni í kyrrþey stinga mörgum loforðunum niður í skúffu. Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til að komast hjá hlutunum og fara milliveg", sagði vestrænn hagfræðingur sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann benti einnig á að stjómvöld gætu dregið úr útgjöldum til ýmissa áætl- ana og launaliða. Hert innheimta Víktor Tsjernomýrdín forsætis- ráðherra, sem segist munu kynna nýja ríkisstjórn á næstu dögum, sagði á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun að aðaláherslan yrði lögð á fjárlögin í væntanlegri stjórn. /íifer/ax-fréttastofan hafði eftir Tsjernomýrdín að leysa bæri vanda- mál er stöfuðu af því að „skattar em ekki greiddir og innheimta þeirra gengur illa, allt of mikið er um undanþágur frá sköttum og rík- isábyrgðir em of miklar á fjárlög- um“. Kynnt var áætlun í 30 liðum um róttækar umbætur í þessum efnum í gær og vonast ráðamenn til þess að þær dugi til að inn- heimta það fé sem á vantar á seinni helmingi ársins. Joachim Wermuth, vestrænn hagfræðingur sem starfar hjá rúss- neska fjármálaráðuneytinu, sagði að lagðir yrði háir vextir á vanskila- skattana og skuldunautum yrði hótað að opinberir eftirlitsmenn yrðu settir yfir þá þeir borguðu ekki. Eftirlit með innflutningi yrði hert og álögur á áfengi hækkaðar. Vitað er að ráðamenn í ýmsum risafyrirtækjum frá sovétskeiðinu hafa undanfarna mánuði vanrækt að greiða skatta og önnur gjöld til stjórnvalda í von um að Zjúganov sigraði. Öflugur stuðningur við þessar leifar kommúnismans var ofarlega á stefnuskrá Zjúganovs en mörg þessara fyrirtækja, þar sem milljónir manna starfa, eru í reynd löngu gjaldþrota og framleiðsluvör- ur þeirra úreltar. Getur þakkað sigurinn hræðslu fólks við komm- únismann Moskvu. Reuter. RÚSSNESK blöð höfðu ýmsa fyrirvara um sigur Borís Jeltsíns er þau fjölluðu í gær um úrslit rússnesku forsetakosninganna. Sögðu þau að Jeltsín gæti naum- ast hreykt sér þar sem 14% fylgismunur væri lítill þegar haft væri í huga að hann hefði unnið allar fyrri kosningar með miklum yfirburð- um. Jafnvel^ fijálslynt blað sem Izvestía. fagn- aði sigri Jeltsíns á Gennadí Zjúganov, frambjóðenda kommúnista, hóf- lega. „Stuðningur við Jeltsín hefur minnkað stórum miðað við fyrri kosningar," sagði Ízvestía. Bætti það við, að Jeltsín ætti sigur sinn að þakka hræðslu fólks við kommúnismann fremur en eigin vinsældum. „Andstaðan gegn Zjúganov-ógninni varð andstöð- unni við mistök Jeltsíns yfirsterk- ari,“ sagði Otto Latsís, einn helsti stjórnmálaskýrandi blaðsins. I skrifum fijálslyndu blaðanna birtust áhyggjur manna af því að forsetinn væri ef til vill ekki nægilega nógu heilsugóður til að leiða landið næstu fjögur árin. „Við höfum ríka ástæðu til að halda að við okkur blasi mörg alvarleg vandamál," sagði frjáls- lynda blaðið Sevodnja og bætti við: „Og heilsa forsetans er með- al þeirra alvarlegustu." Izvestía sagði að Jeltsín þyrfti að vera heilsuhraustur til að geta glímt við efnahagsvanda Rúss- lands. Hið vinsæla og útbreidda blað Moskovskí Komsomolets sagði að samstarfs- menn Jeltsíns myndu taka fram fyrir hend- urnar á honum væri hann heilsuveill. „Hann mun hafa töglin og hagldirnar verði hann hraustur," sagði blaðið. Kommúnistar virtust margir ánægðir með hversu mikið fylgi Zjúganov fékk þrátt fyrir allt. „Við skulum ekki glata trúnni og ekki hugsa sem sigraðir menn,“ sagði Sovétskaja Rossíja sem fylgt hefur kommúnistum að málum, er það reyndi að beija í brestina. „Við fyllum milljóna- tugi sem enn erum reiðubúin að leggja hart að okkur til þess að bjarga landinu frá tortímingu,“ sagði það ennfremur. Stjórnmálaskýrendur segja um niðurstöður kosninganna, þar sem Jeltsín hlaut 53,7% atkvæða en Zjúganov 40,4%, að margir kjósendur hafi í raun talið sig vera að velja skárri kostinn af tveimur illum. Rússnesk blöð um kosn- ingasigur ieltsíns Fjölskyldan mikilvæg Moskvu. Reuter. ÞOTT margar ástæður liggi að baki sigri Borís Jeltsíns í for- setakosningunum í Rússlandi, er ekki ólíklegt að honum detti i hug að grundvöllur að sigrinum hafi verið lagður í hans eigin ranni. Fréttaskýrendur fullyrða að Jeltsín, sem kom illa út í skoð- anakönnunum fyrir áramót þeg- ar fylgi við hann mældist innan við 10%, eigi mikið að þakka framtaki konu sinnar, Naínu, og dóttur, Tatjönu, sem tók að sér að móta ímynd föður síns í kosn- ingaslagnum. Tatjana er sögð hafa beðið lífverði hans að taka af sér svört sólgleraugun, fannst þeir minna of mikið á bófa. Einn- ig er hún sögð hafa átt mikinn þátt í því að forsetinn rak nokkra harðlínumenn úr innsta hring, þ. á m. Alexander Korz- hakov, yfirmann lífvarðarins. Jeltsín talaði oft um framtíð fjölskyldu sinnar þegar hann hélt ræður og í Jekaterínbúrg voru barnabörnin hans fjögur samferða afa sínum. En það eru konurnar í lífi hans sem áttu stærstan þátt í að breyta ímynd manns, sem almenningur hafði fylgst með breytast úr frjáls- lyndri hetju í blóði drifinn stríðs- herra í Kreml. Ymis smáatriði, á borð við það, að Naína hnýtti bindið á bónda sinn á hverjum morgni, og uppskriftin að uppáhalds tert- unni hans, unnu gegn myndinni af fjarlægum nútímakeisara sem sendi herlið til þess að berja á uppreisnarmönnum í Tsjetsjníu og lagði efnahag landsins í rúst. Austurríki styð- ur aðild Slóveníu Bled, Slóveníu. Reuter. THOMAS Klest- il, forseti Aust- urríkis, lýsti því yfír á fímmtudag að austurrísk stjómvöld styddu viðleitni Slóveníu til að fá inngöngu í Evr- ópusambandið. Klestil sagðist telja að pólitískar hindranir í vegi aðild- ar landsins væru ekki lengur fyrir hendi. Slóvenía gerði í síðasta mánuði svokallaðan Evrópusamning, sem felur í sér aukaaðild að Evrópu- sambandinu. Klestil sagði undirritun samn- ingsins mikil- vægt skref og að Austurríki rnyndi styðja Slóveníu í fram- haldinu. Slóven- ar stefna að aðild fyrir árið 2001. Austurríki á landamæri að Slóv- eníu og búa um 70.000 Slóvenar í austurríska héraðinu Kámten. Klestil og Milan Kucan, forseti Slóveníu, ræddu málefni minni- hlutahópsins í opinberri heimsókn þess fyrrnefnda til Slóveníu. ^.★★★* EVRÓPA^ Douglas Hurd um ESB-andstæðinga Draga úr áhrifum Breta I.ondon. Keuter. DOUGLAS Hurd, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bretlands, sakar „efasemdamenn" á hægrivæng íhaldsflokksins, sem eru and- vígir frekari samrunaþróun í Evrópu, um að draga úr áhrifum Bretlands á vettvangi Evrópusambandsins. „Áhrif þess, sem forsætisráðherrann seg- ir, og þess sem aðrir ráðherrar segja um málefni Evrópu, hafa minnkað, minnkað verulega, af völdum fólks sem þykist styðja forsætisráðherrann," sagði Hurd á blaða- mannafundi, sem haidinn var til að kynna nýjan bækling hins Evrópusinnaða íhaldsþing- manns Rays Whitney. Hurd sagði að leiðtogar annarra Evrópuríkja væru „gersamlega furðu lostnir" yfir Evrópu- umræðunni í Bretlandi. „Þeir telja kannski að nú um stundir sé ekki rétt að taka Breta of alvarlega,“ bætti hann við. Bænaþulan um missi fullveldis í bæklingi sínum gagnrýnir Ray Whitn- ey andstæðinga ESB fyrir „stanzlausa endurtekningu á bænaþulunni „missir fullveldis““, sem hann segir ekki í neinu samhengi við raunveruleika nútímans. Edwina Currie, annar fyrrverandi ráð- herra í stjórn íhaídsflokksins, hvatti í vik- unni til þess að andstæðingar ESB gerðu hlé á baráttu sinni til þess að gera Ihaldsflokknum kleift að ganga sameinaður til komandi þingkosn- inga. „Landsmenn hafa aldrei kosið and-Evrópu- sinnaðan flokk til valda og þeir eru ekki líklegir til að gera það,“ sagði Currie. Douglas Hurd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.