Morgunblaðið - 06.07.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HVERAGERÐI 50 ARA
Morgunblaðið/Ásdís
SUNDLAUG Hveragerðisbæjar í Laugaskarði er glæsileg, sem kemur sér vel í bæ sem ætlar
sér stóran hlut sem aiþjóðlegur heilsubær.
Alþj óðlegur heilsu-
og ferðamannabær
Hveragerðisbær er fímmtugur, Afmælisins
er minnst með ýmsum hætti í hálft ár, en
aðalhátíðin er í dag. Elín Pálmadóttir kom
þar o g heyrði að mikill hugur er í Hvergerð-
ingum, sem eru með átak til að gera bæinn
að ferðamanna- og heilsubæ framtíðarinnar,
miðstöð listamanna og gróðurs.
KNÚTUR Bruun, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði.
AF KAMBABRÚN blasir við
einstaklega faliegur og
snyrtilegur bær í leir-
brúnflekkóttum og mosa-
grænum dal brúna á milli. Upp af
stíga gufur af jarðhita, sem gefa til
kynna að hann eigi ylrækt upphaf
sitt að þakka. Það vekur athygli á
þessum árstíma hve grænn bærinn
sjálfur er, enda teygja trén sig upp
fyrir lága einbýlishúsabyggð. Það
hefur orðið gróðursprenging síðan
bærinn var girtur af fyrir um 15
árum. Hvergi vaxa tré betur.
Þessi bær hefur á ýmsan hátt
sérstöðu á íslandi. í miðjum bænum
er jarðhiti, sem bæjarbúar hyggjast
nú nýta til að draga að ferðafólk. Á
þjóðveginum er á gatnamótunum að
bænum komið hringtorg sem hægir
á umferð og veitir fólki inn í bæinn.
Þess má geta að þarna við veginn
austan við Breiðumörk eru hug-
myndir um að reisa 1,500-3.000 fer-
metra hús, sem yrði verslunar- og
þjónustuhús, er gæti tekið stórmark-
að, banka og fleira, og yrði þeim sem
eru á ferðinni tilefni til að hafa við-
dvöl í Hveragerði.
Á leið inn í bæinn má sjá að búið
er að rækta meðfram veginum og í
bænum þurfti að aka sveig vegna
gatnagerðarframkvæmda fyrir há-
tíðina. Það fer ekki á milli mála að
markvisst átak er nú í gangi til að
auka umsvif til framtíðarinnar. Um
það var leitað frétta hjá forseta
bæjarstjómar Knúti Bruun.
„Við höfum að undanförnu verið
að koma ýmsum framkvæmdum í
gang í bæjarfélaginu eftir nokkra
stöðnun. M.a. opnuðum við félags-
miðstöð fyrir unglinga og réðum
starfsmann og höfum farið S gatna-
gerðarframkvæmdir sem haldið er
áfram. Við erum líka að undirbúa
það að fara út í miklar frárennslis-
framkvæmdir. Ætlum að gera
Hveragerði að aiþjóðlegum heilsu-
og ferðamannabæ, auk þess að vera
garðyrkju- og gróðurhúsabær, eins
og hann hefur verið frá upphafi. Það
á ákaflega vel saman og það ætlum
við að leggja áherslu á að auka. En
til þess verðum við að ljúka þessum
áföngum, að leggja bundið slitlag á
göturnar og koma frárennslismálum
í lag, Ætlunin er að koma upp
hreinsistöð hérna neðan við þjóðveg-
inn til að hreinsa skolpið, óþverrann
úr ánni.“
Vísir að þessu er fyrir hendi á
staðnum. Má segja að bærinn sé
þegar heilsubær þótt enn stærra sé
hugsað til framtíðarinnar. Þar eru
tvær heilsustofnanir fyrir, Heilsu-
stofnun Náttúrulækningafélagsins
og Dvalarheimilið Ás.
Ássvæðið er vestan og ofan við
miðbæ Hveragerðis, í einstaklega
snyrtilegu og vel við höldnu um-
hverfi. Það er sjálfseignarstofnun í
eigu Grundar, sem tók 1952 að
kaupa þarna hús og rekur dvalar-
heimili fyrir aldraða og fleiri, m.a.
í sambandi við Geðdeild Landspítal-
ans. Þarna búa nú yfir 100 manns
í um 40 húsum með sameiginlega
þjónustu. Starfsfólkið er um 70
manns. Framkvæmdastjórinn, Gísli
Páll Pálsson, upplýsti að sótt hefði
verið um til ríkisins að fá að byggja
hjúkrunarheimili fyrir 26-28 manns,
sem rekið verður á sama hátt af
sjálfeignarstofnuninni.
Hjá Heilsustofnun NLFÍ austast
í bænum er sem kunnugt er rekin
endurhæfingastofnun, sem hefur frá
upphafi tengst hugsjón náttúru-
lækningafólks. Þar eru til reiðu 160
rúm í 9.000 fermetra byggingum.
Koma þar um 2.500 sjúklingar á ári
og um 140 manns eru á launaskrá,
svo nærri má geta að það hefur
bein og óbein áhrif á bæjariífið í
Hveragerði. Þarna er rekin hjarta-
og lungnadeild fyrir Suðurlandið.
Framkvæmdastjórinn Árni Gunnars-
son sagði að þar væru menn líka í
stækkunarhugleiðingum. Væri í
undirbúningi að fá rými fyrir endur-
hæfingaraðstöðu, hugsanlega yrði
þá hægt að reka heilsugæslu í sam-
vinnu við almennu heilsugæsluna,
hugmyndir væru um þjónustustofn-
un fyrir aldraða sem fengi þarna
heilbrigðisþjónustu. Þá yrði í haust
opnuð rannsóknastofa sem byði
dvalaraðstöðu vísindamönnum á
sviði endurhæfingar er tengdist
náttúrulækningum, viðræður væru
við heilbrigðisráðuneytið um heilsu-
skóla. Þá sagði Árni að Heilsustofn-
un NLFI væri í samvinnu við bæinn
með í athugun samstarf við útlend-
inga og er þegar í sambandi við
þýska heilsubæi. Þarna er mjög
myndarleg starfsemi og vel að henni
staðið.
Undanfarin 10 ár hefur verið rek-
ið í Hveragerði gott nútímahótel,
Hótel Örk, sem mun vera eina hótel-
ið sem byggt er með afþreyingu í
huga. Það er í gangi allan ársins
hring og hefur náð ágætri nýtingu.
Hótelhaldarinn Jón Ragnarsson er
alltaf með eitthvað nýtt í gangi,
daga fyrir eldri borgara á veturna
og helgarpakka fyrir fyrirtæki og
félög og á sumrin koma mikið er-
lendir ferðamenn. Við hótelið er opin
sundlaug.
Sundlaug bæjarins í Laugaskarði
þykir einstaklega glæsileg og
skemmtileg. Og er mikið sótt af
heimamönnum og öðrum. Svo tvær
góðar útisundlaugar eru á staðnum.
Við spyrjum Knut Bruun forseta
bæjarstjórnar hvað þeir hugsi sér
að taki við í þessum málum þegar
undirstöður hafa verið lagðar með
þessum miklu fráveituframkvæmd-
um, gatnagerð og snyrtingu.,, Þá
hugsum við til þess að koma á sam-
vinnu við erlenda aðila og hér rísi
heilsustofnanir á alþjóðamæli-
kvarða. Að því erum við að vinna
hægt og rólega. Og höfum með okk-
ur ágætan mann, Davíð Scheving
Thorsteinsson, sem veitt hefur
Hveragerði atvinnuráðgjöf. Grund-
völlurinn að þessari heilsustefnu
bæjarins og að fá hingað erlent fjár-
magn, er auðvitað Heilsuhæli Nátt-
úrulækningafélagsins. Mikill áhugi
er fyrir þessu hér, en fyrst verðum
við að vinna heimavinnuna okkar.“
Fræðslumiðstöð um
jarðhita og örverur
Í miðjum bænum er hverasvæði,
sem hefur nú verið snyrt og fegrað
og gert aðgengilegt fyrir ferðamenn
með stígum. Það verður nú opnað I
eftir að hafa verið lokað í mörg ár. |
Þarna við torgið í námunda við Hót- .
el Hveragerði er hægt að sjá bull-
andi hveri. Knútur segir að á afmæl-
inu verði opnað hús, sem var verið
að ljúka við, þar sem verður upplýs-
ingamiðstöð í glerhúsi. Þar verður
frætt um jarðhitann, eðli hans og
nýtingu og þær örverur og það líf-
ríki sem lifir í sjóðandi og vellandi
hverum.
„í sambandi við þetta höfum við (
í samvinnu við Iðntæknistofnun unn- |
ið að því að búa til litla rannsókna-
stofnun um hitakærar örverur. Dval- '
arheimilið Ás hóf samvinnu við Iðn-
tæknistofnun um rekstur gömlu
rannsóknastofunnar sem Gísli Sigur-
björnsson setti upp á sínum tíma og ■
veitti þýskum vísindamönnum að-
stöðu til rannsókna. Þetta vonast ég
til aðverði vísir að akademísku starfi
hér. í þetta fengum við milljón krónu
styrk frá Alþingi fyrir rúmu ári og j
höfum sjálfir sett í þetta dágóðan j
pening. Svona svæði fyrirfinnst
varla í neinu bæjarfélagi í heiminum. »
Og er auðvitað hluti af því draga
að ferðafólk, innlent og erlent."
Land til framtíðar
Knútur segir að í þessari viku
hafi verið gengið endanlega frá
samningum við ríkið um kaup
Hveragerðisbæjar á Vorsabæjarvöll-
um þarna fyrir ofan. Það sé land til j
framtíðarinnar og verði nýtt sem .
útivistarsvæði. Og hann bætir við
að rétt fyrir síðustu alþingiskosning- j
ar hafi landbúnaðarráðherra skrifað
undir makaskiftasamning, þar sem
bærinn fékk um 72 ha landspildu
úr Reykjatorfunni austan Varmár í
makaskiftum fyrir annað land neðan
vegar, en þetta land nær frá Ölfus-
borgum niður að þjóðvegi og í aust-
urátt að Gljúfurárholti. Með þessum
hætti hafi verið tryggt framtíðarland j
undir byggð a.m.k. í hálfa öld. ,
Það berst í tal að í Reykjatorf- '
unni er m.a. jarðhiti. „Við eigum líka j
sjálfir mikið land með jarðhita sem
við getum borað í,“ segir Knútur.
Þetta bjóði upp á stórauknar hita-
veituframkvæmdir í samvinnu við
nágrannasveitarfélögin, jafnvel allt
Árborgarsvæðið sem er um 10 þús-
und manna byggðarlag. Þá mætti
koma upp einni stórri veitustofnun.
„Ég held að þetta verði eitt af j
eftirsóknarverðustu byggðarlögum á
öllu landinu, enda er það nálægt '
Reykjavík," segir Knútur. j
En hvað um íjármálin, allt er þetta
mikið og dýrt? „Við í bæjarstjórnar-
meirihlutanum ætlum okkur að skila
miklum framkvæmdum með sömu
skuldastöðu og við tókum við fyrir
tveimur árum. Og það hefur okkur
tekist hingað til, þó þannig að við
höfum lækkað skuldir frekar en
aukið þær. Þó að við skuldum um j
200 milljónir, þá má ekki gleyma
því að við eigum skuldlaust raforku-
dreifikerfið okkar sem gæti verið j
150-200 milljón króna virði. Fjár-