Morgunblaðið - 06.07.1996, Page 22

Morgunblaðið - 06.07.1996, Page 22
22 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1996 1 MORGUNBLAÐIÐ ÚTI AÐ BORÐA HEÐ ÞÓRHILDI ÞORLEIFSDÓTTUR LEIKHÚSSTJÓRA Þórhildur Þorleifsdóttir er kunn af starfí sínu á vettvangi stjórnmálanna.jafnt sem leiklistarinnar. Hún tók nýlega við starfí leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur og ívar Páll Jónsson spjallaði við hana yfír kvöldverði á Grillinu. tilbúið til að hrista dálítið fjaðrirnar og taka flugið að nýju. Að því leyti er staðan góð. Afmælisárið setur nú hug í fólk og mér finnst allir vera tilbúnir til að taka höndum saman til að gera það sem glæsilegast. Er búið að ákveða afmælisdagskrána? Línur eru famar að skýrast, en að sjálf- sögðu hvílir mikil leynd yfir áformum okk- ar. Dagskráin verður kynnt með formlegum hætti. Sumt á ég eftir að bera undir leikhús- ráð og auk þess held ég að þetta sé ekki vettvangurinn fyrir yfirlýsingu af þessu tagi. En ég get sagt að ég vona að það stefni í dálítið óvenjulegt og nokkuð glæsilegt leikár. Hyggstu leggja áherslu á léttleika í verk- efnavali eða verða fyrir valinu þung bók- menntaverk? Þegar um er að ræða leikhús af þeirri gerð sem Leikfélag Reykjavíkur er liggur í hlutarins eðli áð þar þarf að vera ákveðið jafnvægi. „Eitthvað fyrir alla,“ eins og það myndi vera kallað á leiðinlegu máli. Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að bjóða upp á létt eða þung verk. Þau skil eru líka mjög óljós. Létt verk eru ekki endilega verri bókmenntir og þung hafa ekki endi- lega meira innihald. Laxinn er Ijúffengur Hvernig bragðast laxinn ? Hann er mjög ljúffengur, þakka þér fyrir. Mér finnst sósan mjög frísk og góð, ólík þessum venjulegu graflaxsósum. Vínið er líka mjög gott, ekki mjög kryddað og mátu- lega bragðmikið. Mig langar til að leggja talsverða áherslu á hið leikhúslega, en reyna aftur að setja mörk í ytri skilyrðum. Við höfum náttúrulega ekki mjög mikið fé á milli handanna miðað við stærð hússins og það hefur reyndar aldrei verið fullnýtt, sök- um peningaskorts. Ég stefni að því að nýta hugmyndaauðgi og kraft fólksins sjálfs, draga frek- ar úr umbúnaðinum. Leikhúsið er eftir allt saman fólkið sjálft, ekki byggingin. Ég myndi gjarnan vilja hafa kjörorðið „Fá- tækt leikhús". Pjónninn kemur með millirétt í boði hússins, pressaða kjúklingalifur og rúsínur í portvínshlaupi. Hvað finnst Þór- hildi um stöðu íslensks leikhúss, þar sem nýir leikhópar hafa sett upp vinsæl verk síðastliðin sum- ur? Auðvitað eru markaðinum einhver takmörk sett. Við náum ekki hverjum Islendingi í leik- hús 50 sinnum á ári. En ég held nú að maður geti litið á þetta þannig að eitt styðji annað. Það hefur reyndar ekki verið gerð nein markaðskönnun til að kanna þau mál, en ég vona að einhverjir hafi komist upp á lag- ið með að fara í leikhús eftir að hafa horft á eina af þessum sum- aruppfærslum. Væri ekki þörf á slíkri könn- un? Ég held það væri alls ekki vit- laust að fylgjast með því hvað leiðir af öðru. Skila þessir söngleikir, sem stíla inn á unglinga, áhorfendum í leikhúsin eða vilja þeir bara sjá alveg eins sýningar aftur? Enginn hefur gert tilraun til að finna svarið við þessari spumingu. Kemur til gi-eina hjá leikfélaginu að róa á þessi mið, setja upp léttari verk á sumrin? Reynslan hefur tvímælalaust sýnt að ís- lendingar eru ekki tilbúnir til að horfa á þung leikverk þegar daginn fer að lengja og sólin er sem hæst á himni. Ég sé ekkert því til íyrirstöðu að róa á þessi mið. Hvernig eru lambaorðurnar? Þessar lambaorður eru hreint hnossgæti. Svona meyrt kjöt hef ég ekki smakkað í langan tíma, ef þá nokkurn tímann. Eg hef hug á að koma upp sumarstarfi í Borgarleikhúsinu, vonandi næsta sumar, og tengja það ferðaþjónustunni. Við höfum kannski ekki treyst því að við hefðum eitt- hvað að bjóða þessum mikla fjölda erlendra ferðamanna annað en stórkostlega náttúru. Við mættum vera duglegari við að kynna ís- lensk leikskáld og íslenska menningu yfir- höfuð. Ég hef sjálf verið í ferðaþjónustu í 30 ár og hef oft heyrt fólk spyrja: „Hvað er hægt að gera“ og þá hefur stundum verið fátt um svör hvað varðar menningarlífið. Þórhildur þakkar fyrir sig og heldur nið- ur í Ráðhús Reykjavíkur, í hringiðu kosn- ingabaráttunnar sem setti svo mikinn svip á mannlífið í síðustu viku. ÞEGAR við erum búin að gæða okk- ur á þessu ætla ég á fund með Guð- rúnu Agnarsdóttur,“ segir Þórhild- ur. „Að minnsta kosti rétt koma þar við og sjá hvemig hefur gengið,“ bætir hún við. „Ég er búin að vera fjarri góðu gamni í þrjár vikur.“ Hvar ertu búin að vera? Ég var á norrænni leiklistar- hátíð og fundum í Kaupmanna- höfn og alþjóðlegri leiklistarhátíð í Dresden. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvort ég ætla að fá mér laxinn eða humarbiskuna í forrétt. Hvað er biska? „Biska er súpa. Þetta er komið úr frönsku," svarar þjónninn. Nú, þetta er súpa. Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf. Má ég spytja hvers vegna íslenska orðið er ekki notað? „Þetta er ættað frá matreiðslu- meistaranum okkar,“ útskýrir þjónninn. Einiherjagrafinn lax Hver er galdurinn við gott samstarf; að láta sér lynda við samstaifsmenn sína ? Ég veit svo sem enga töfraformúlu. Ég tók náttúrulega við þessu starfi undir óvenjulegum kringumstæðum. Erfiðleik- amir em fólgnir í því að ég hef mjög stuttan tíma til undirbúnings fyrir leikárið, en eins og flestum er kunnugt heldur leikfélagið upp á 100 ára afmæli sitt á næsta ári. Kost- irnir em líka ótvíræðir. Þetta er ekki vond staða að koma inn í þegar allt hefur ein- hvern veginn ekki gengið sem skyldi. Þetta fór því miður eins og það fór og eftir liggja allir í hálfgerðum sámm. Þá er fólk auðvitað Ég held ég fái mér frekar eini- berjagrafinn lax með epla- og hvítlaukssósu. Mér líst líka mjög vel á grillaðar lambaorður með hvítlauks- og gulstönguls krydd- aðri brauðskel fi-amreiddar með rjómasoðnum villisveppum í aðal- rétt, ekki síst vegna þess að orðu- veitingar eru í sviðsljósinu núna. „Má bjóða þér f'ordrykk" spyr þjónninn. Já, takk. Eftir smá umhugsun ákveður Þórhildur að panta White Russian. Þjónninn er beðinn um aðstoð við vinval og verður Montecillo rijo fyrir vaiinu. Hvemig líkar henni í nýja starfinu, sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur? Mjög vel. Mér finnst bara rosalega gam- an. Er samstarfið eins og best verður á kos- ið? Mér hafa ekki mætt neinar hindranir eða erfiðleikar. Mér hefur verið afskaplega vel tekið og hef ekki undan neinu að kvarta. Engin tnfrafhrmúla IONTY Python-flokkur- inn gjörbylti gaman- hefð Breta, sem var þó skrautleg fyrir. Þeir félagar drógu dár að öllu og öllum; ekk- ert var þeim heilagt og mest gaman höfði þeir af að draga breskt þjóð- félag, hefðir og háttu sundur og saman í háði. Eftirminnilegar eru kvikmyndir þeirra fé- laga, þá helst The Quest for the Holy Grail, sem sagði sögu Artúrs konungs og riddara hans, sem sagði meðal annars frá viðskiptum þeirra við mannætukanínuna illvígu, blóð- baðinu við brú svarta riddarans og hinum ógurlegu ridurum sem segja ní. Nýkominn er út leikur sem byggir á myndinni. Leikurinn gengur út á að finna gralið helga og Artúr leggur upp í förina með treggáfuðum aðstoð- armanni sínum og tvær kókoshnetur. Hver þáttur í leiknum er þáttur úr kvikmynd- inni og leikandinn á að leysa ýms- ar þrautir til að safna því sem þarf og komast áfram. Hægt er að halda áfram án þess að leysa allar þrautirnar, en það endar í Bresku háðfuglarnir í Monty Python-flokknum hafa haslað sér völl á leikjamarkaði. Ámí Matthíasson komst að því að nýr leikur þeirra fé- laga er all geggjaður. blindgötu og því er best að reyna til þrautar á hverjum skjá. Innan- um er einnig að finna ýmsa skemmtilega „aukaleiki", eins og „Drepstu", þar sem raða á plágu- fórnarlömbum í líkgryfju; eins- konar Tetris-afbrigði, „Brenndu nornina", með viðeigandi hljóð- um, „Flengdu jómfrúna", „Ridd- araslagur", og svo mætti lengi telja. Einnig þarf að skjóta niður svölur með kókoshnetum öðru hverju, en aldrei er skýrð sú gáta hvort svölurnar eru afrr'skar eða evrópskar. Ekki er nauðsynlegt að hafa séð myndina til að geta leikið leikinn og er jafnvel til trafala. í leiknum höggva þeir Monty Python-liðar í sama knérunn og gera grín að öllu og öllum, meðal annars að þeim sem álpaðist til að kaupa leikinn. Tölvuleikir ýmiss konar fá líka fyrir ferðina, til að mynda er Riddaraslagur samfellt grín að Mortal Kombat. B.T. Tölvur lögðu til leikinn Monty Python & the Quest for the Holy Grail. Til að nota hann þarf að minnsta kosti 33 MHz 80486-tölvu með 8 Mb minni, 256 lita skjá, mús, geisladrif, MPC-samhæft hljóð- kort og MS-DOS/Windows 3.1 eða Windows 95.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.