Morgunblaðið - 06.07.1996, Side 25

Morgunblaðið - 06.07.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Hver er áhuginn? LAU G ARDAGINN 22. júní sl. var haldin ráðstefna í Reykjavík í tilefni af 50 ára af- mæli Norræna skóg- arsambandsins, NSU. Tæplega 200 erlendir gestir mættu auk fjölda íslendinga og var þetta því stærsta skógræktarráðstefna sem hér hefur verið haldin og reyndar með stærri ráðstefnum yf- irleitt sem haldnar eru á Islandi. A ráðstefn- unni voru flutt mörg fróðleg erindi, en tvö þeirra standa upp úr í huga undirritaðs; ávarp Vigdísar Finnbogadóttur og fyrirlestur kanadíska skógarvistfræðingsins Hamish Kimmins, en hjá báðum kom fram ákveðin framtíðarsýn um vaxandi mikilvægi skóga og aukna útbreiðslu þeirra. Dagana tvo fyrir fundinn skipt- ust þátttakendur í þrjár vettvangs- ferðir, um Suðurland, Norðurland og Austurland. Gott veður var á öllum stöðunum þessa tvo daga (hugsanlega einstakt í íslandssög- unni) og voru gestirnir yfir sig hrifnir. Fengu menn þá tækifæri til að kynnast og þurftu íslending- arnir að hafa sig alla við við að svara spurningum þessa áhuga- sama fólks. Aleitnustu spurningar sem undirritaður þurfti að leitast við að svara ijölluðu um ástand lands- ins, skógleysið og hvert við stefn- um í þeim efnum, t.d. „miðað við að 30% landsins hafi verið skógi vaxið við landnám og nú sé aðeins 1% þakið skóglendi, hvaða mark- mið hafið þið sett um endurheimt skóga?“ Ja, þegar stórt er spurt... Sem svar við slíkum spurning- um hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að vissulega væri æskilegt að endurheimta allt það skóglendi sem tapast hefur (til jarðvegsverndar, skjóls, útivistar, timburframleiðslu o.fl.) en miðað við þörfina fyrir land til landbún- aðar er sennilega ekki raunhæft að endurheimta skóg nema á 10% af flatarmáli íslands, eða u.þ.b. einni milljón hektara. Hins vegar eru engin opinber markmið um endurheimt skóga á íslandi. í lög- um um skógrækt og landgræðslu er sú stefna lögð fram að auka beri skógrækt þar sem henta þyk- ir og í stefnu núverandi ríkisstjórn- ar er tekið undir það. En óútfærð stefna er ekki það sama og mark- mið. Að rækta eins mikinn skóg og fjárveitingar leyfa hveiju sinni er ekki heldur markmið og reynd- ar háfa framlög ríkisins til skóg- ræktar dregist saman undanfarin 4 ár. Hver eiga markmiðin að vera? Hversu mikið land vilja íslending- ar græða upp og hversu mikið leggja undir skóg? Hvernig á skógurinn að vera? Hver er áhuginn? Um þetta eru eflaust skiptar skoð- anir. Sumum finnst landið e.t.v. i lagi eins og það er og óttast að skógar spilli útsýni. Aðrir vilja gjarnan breyta hinni blásnu ásýnd landsins, græða landið og auka skjól með skógi. Sennilega hafa flestir ekkert á móti því að meira en 1% landsins verði vax- ið skógi, enda leggja mjög margir stund á uppgræðslu lands og gróðursetningu tijáa. En hversu mikið meira og hvenær? Gróðursetning tijáa er það sem flestum dettur í hug þegar talað er um skógrækt. Með gróðursetn- Gróðursetning er vinnufrek og dýr aðferð við að koma upp skógi, segir Þröstur Ey- steinsson, en bendir á að sjálfsáning birkis er ódýrari og árangursríkari. ingu er hægt að koma upp skógi þar sem enginn skógur var fyrir, nota erlendar tijátegundir sem auka möguleika á skógarnytjum og blanda tegundum. Gróðursetn- ing er besta aðferðin til að stofna til nytjaskógræktar og bland- skóga til útvistar. Hins vegar er gróðursetning vinnufrek og dýr aðferð við að koma upp skógi og dugar því ekki ein og sér ef klæða á mjög stór svæði. íslendingar munu gróðursetja u.þ.b. 4 milljón- ir tijáa á þessu ári, sem er veru- legur samdráttur frá því hámarki sem náðist 1993 þegar gróður- settar voru yfir 5 milljónir. Gróð- ursetning síðustu ára svarar til skóggræðslu á 1000 til 1500 hekturum árlega eftir því hversu þétt er gróðursett. Ef gróðursetn- ing er eina aðferðin við að auka útbreiðslu skóga tekur það 60 til 100 ár að gróðursetja í 1% lands- ins með núverandi hraða. Þá líða 540 til 900 ár þar til við náum að þekja 10% landsins. Áhuga- menn um skógrækt hafa þurft að læra þolinmæði en hún getur nú gengið úr hófi fram. Árangursríkari og ódýrari leið til að auka útbreiðslu skóga er að nýta sjálfsáningu birkis. Islenska birkið er mjög duglegt að sá sér í ýmsar landgerðir og reynslan sýnir að birkiskógur vex upp á Þröstur Eysteinsson Blað allra landsmanna! fáum áratugum þar sem land er friðað fyrir beit og fræuppspretta birkis ekki langt undan. Til þess að þessi kostur nýtist þarf að koma gróðureyjum með birki fyrir á frið- uðum svæðum þar sem ekki er birki fyrir. Mest gagn væri þó í því að breyta skipulagi sauðfjár- ræktar, en það er einkum beit sauðfjár sem víðast kemur í veg fyrir landnám birkis. Takmarka þarf beit í nágrenni skóga. Þetta kostar þó skipulag beitar á jarð- ar-, héraðs-, eða landshlutavísug og talsverðar girðingafram- kvæmdir, en einstakir bændur hafa ekki efni á því þótt áhugi sé víða fyrir hendi. „Grænum greiðsl- um“ eða öðrum stuðningi við sauðijárrækt mætti beina í þennan farveg. Hins vegar flóknara en bara að segja það að breyta al- dagömlum landnýtingarhefðum. Þess vegna er líklegt að gróður- setning verði enn um hríð helsta aðferðin við að auka útbreiðslu skóga á íslandi. Aukin skógrækt eykur fjöl- breytni lífríkis og landslags, eyk- ur möguleika til útivistar, dregur úr jarðvegsrofi, bindur koltvísýr- ing, verður undirstaða iðnaðar og er forsenda fyrir því að íslenskur landbúnaður geti talist vistvænn og landnýting sjálfbær. Nú stefnir í að við náum að tvöfalda flatar- mál skóga á íslandi fyrir árið 2100. Er það nóg? Skógarþekja upp á 2% breytir ásýnd landsins ekki mikið frá því sem nú er, en 5% þekja myndi þýða að skógur væri talsvert áberandi á láglendi og 10% að víðast á láglendi sæist til næsta skógar og að fræðilegur möguleiki væri á að villast í ís- lenskum skógi. Það er raunhæft markmið að 5% íslands verði skógi vaxið fyrir árið 2100 og 10% árið 2200. Til þess að ná því þarf að fjórfalda núverandi skóg- græðslu, en kostnaður við þá aukningu væri kr. 400 til 500 milljónir árlega eftir því hvaða aðferðir væru notaðar. Þetta eru 200 nýir jeppar eða brot úr kaup- verði nýs togara. Höfum við efni á þessu? Höfum við efni á að gera þetta ekki? Hvað finnst þér? Höfundur er fagmálastjóri Skógræktar ríkisins. Auglýsingar Sjálf- stæðra kvenna SJALFSTÆÐAR konur hafa í málflutn- ingi sínum gert al- menna viðhorfsbreyt- ingu að aðalatriði, enda í henni fólgin eina var- anlega lausnin í átt til jafnréttis kynjanna. Einn liður í því að stuðla að slíkri við- horfsbreytingu er sjón- varpsauglýsing sem Sjálfstæðar konur sýna í þessari viku. Fyrstu skrefin Fyrir síðustu alþing- iskosningar birtu Sjálf- stæðar konur sjón- varpsauglýsingu sem vakti mikla athygli. Sú auglýsing sýndi fæð- ingu stúlkubarns og hugleiðingar föður um fæðinguna og framtíð stúlkunnar. Auglýsingin sem nú er birt er í raun sjálfstætt framhald af þeirri auglýsingu. Stúlkan hefur tekið sín fyrstu skref, er orðin eins árs, og enn er minnt á mikilvægi þess að hennar bíði sömu tækifæri og jafnaldra hennar af hinu kyninu. Sömu tækifæri Tilgangur beggja þessara aug- lýsinga er að vekja fólk til umhugs- unar um jafnréttismál. Með þeim, og öðrum aðferðum sem Sjálfstæð- ar konur hafa beitt til að vekja athygli á málstað sínum, viljum við leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að ýta undir þá viðhorfsbreyt- ingu sem við teljum nauðsynlega. Sjálfstæðar konur gera þá kröfu að allir einstaklingar, bæði karlar og konur, séu metnir á grundvelli eigin verðleika og hæfileika - óháð kynferði. Við viljum ekki forréttindi kvenna, en höfnum hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna sem hefur skert valfrelsi bæði kvenna og karla varðandi lífsstíl, starfsframa og barneignir. Sjálfstæðar konur hafna einnig þeim vinstrisinnuðu áherslum sem hingað til hafa verið ráðandi í íslenskri jafnréttisbar- áttu. Sú nálgun að gera baráttuna fyrir jöfnum tækifærum kynjanna að einka- máli kvenna, og að stilla konum upp sem kúguðum minnihluta- hópi, er að okkar mati ekki til þess fallin að ná árangri. Viðhorf sbreytingin er hafin Sjálfstæðar konur telja almenna við- horfsbreytingu einu raunverulegu leiðina að settu marki. Fyrstu skref í átt til slíkrar viðhorfsbreytingar teljum við þegar hafa verið stigin, ekki með nýjum lagasetningum eða yfirgripsmikl- um stjórnvaldsaðgerum, heldur með nýju hugarfari og aukinni meðvitund um mikilvægi þess að við tryggjum báðum kynjum sömu tækifæri. Sjónvarpsauglýsingu Sjálfstæðra kvenna er ætlað, segir Auður Finnbogadóttir, að vekja fólk til umhugsun- ar um jafnréttismál. Að frekari framgangi slíkrar við- horfsbreytingar þarf að vinna markvisst og stöðugt. Það er hins vegar ekki einungis hlutverk stjórnvalda eða stjórnmálaflokka - ábyrgðin er okkar allra. Þetta telja Sjálfstæðar konur aðalatriði og í anda þeirrar hugmyndafræði höld- um við áfram að vinna að settu marki - fullu jafnrétti kvenna og karla. Höfundur starfar með Sjálfstæðum konum. Auður Finnbogadóttir Landslags- arkitektinn leggur línurnar! Ókeypis ráðgjafíirþjónusta BM»ValIá Björn Jóhannsson landslagsarkitekt aðstoðar þig við að útfæra skemmtilega innkeyrslu, gangstíg, verönd, blómabeð eða annað með vörum frá BM*Vallá % og veitir margvísleg góð ráð um lausnir í garðinum. I < V) Hringdu í 577 4200 og pantaðu tíma. Grænt númer 800 4200. | Hafðu með þér grunnmynd af húsi og lóð í kvarða 1:100 og útlitsteikningu eða góða ljósmynd af húsinu. Netfang: bmvalla.sala@skima.is BM-VAIIÁ Breiðhöfða 3 112 Reykjavík. AþLAN SOLAR HRINGINN 577 4200 48 siina hugmyndabæklingur fyrir gcrðinn þinn. Pnntnðu ókeypis eintak!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.