Morgunblaðið - 06.07.1996, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
GAMLI bærinn í Bröttuhlíð.
KIRKJAN á Bergsstöðum.
LEGSTEINN sr. Guðmundar
Helgasonar.
Jónsmessubréf
úr Svartárdal
SÉÐ heim að Steinárbæjunum.
GREINARHÖFUNDUR í Stafnsrétt.
STAFN í Svartárdal.
AF bökkum Svartár, séð fram dalinn.
» Nú er öldin önnur og
bílvegnr ágætur fram
að Fossum. Leifur
Sveinsson hvetur
ferðamenn til að heim-
sækja Svartárdal.
i.
Þorkell Vignir, son Skíða ens
gamla, hann nam Vatnsskarð allt
ok Svartárdal. Þannig segir í
Landnámu, bls. 230, útgáfu Hins
íslenska fornritafélags, Reykjavík,
1968. „Landnám Þorkels er ein-
kennilegt. Það er í tveimur sýslum.
Bæir í Vatnsskarði eru í Skaga-
fjarðarsýslu allir nema hinn vest-
asti, Vatnshlíð, og liggja sýslumörk
þar um vatnið. Hinn hlutinn, Svart-
árdalur, er í Húnavatnssýslu. Það
er mikil byggð.“ Svo ritar Haraldur
Matthíasson í hinni merku bók
sinni, Landið og Landnáma, I.
bindi, Örn & Örlygur, 1982.
II.
Það er 24. júní 1996. Við hjónin
leggjum af stað frá Akureyri laust
eftir hádegi. Ferðinni er heitið til
Reykjavíkur með viðkomu í Svart-
árdal. Mjög heitt er í veðri, hitinn
þvingandi, þannig að erfitt er að
aka. Það eru 60 ár frá því að ég
kom fyrst norður í land, sumarið
1936 með BSA frá Borgarnesi. Það
var nefnd „hraðferð“. Mörg undan-
farin ár höfum við ætlað að heim-
sækja Svartárdal, en alltaf slegið
því á frest. „Vegurinn á eftir að
batna,“ var yfirleitt viðkvæðið hjá
okkur, en nú skal það verða. Við
beygjum til vinstri eftir að hafa
ekið niður hinn nýja veg um Botna-
staðabrekkur, sem ranglega eru
oftast nefndar Bólstaðarhlíðar-
brekkur.
III.
Fyrsti bær fyrir austan Bólstað-
arhlíð er bærinn Gil, en litlu austar
Fjós, jörð, sem þrír bræður, Einar,
Guðmundur og Friðrik Björnssynir,
gáfu til skógræktar. Einar Björns-
son (1891-1961) og Guðmundur
M. Björnsson (1890-1970) voru
kenndir við Sportvöruhús Reykja-
'víkur, en Friðrik Björnsson var
læknir (1896-1970). Þeir bræður
voru frá Gröf í Víðidal, systursynir
Guðmundar Magnússonar prófess-
ors frá Holti í Asum Péturssonar.
„Guðmundarnir", þrír prófessorar
í læknisfræði við Háskóla íslands,
voru allir Húnvetningar (skipaðirí
'Stöður sínar 17. júní 1911 við stofn-
un HÍ). Guðmundur Björnsson,
Guðmundur Hannesson og sá er
fyrr er nefndur, Guðmundur Magn-
ússon. Má telja með ólíkindum, að
ein sýsla skyldi geta af sér slíka
afburðamenn, sem lögðu grunninn
að íslenskri læknamenntun.
IV.
Fyrir framan Fjós þrengist
dalurinn og liggur vegurinn allhátt
í hlíðinni yfir svonefnt Fjósaklif.
Þar er flughengi niður í á, þar sem
brattast er. Beint á móti Fjósaklifi
eru Skeggsstaðir vestan árinnar.
Þar bjuggu um miðja 18. öld hjón-
in Jón Jónsson (d. um 1785) og
Björg Jónsdóttir. Þau áttu 14 börn
og náðu 8 þeirra áttræðisaldri.
Systkin þessi bjuggu á ýmsum jörð-
um í nágrenninu og er Skeggs-
staðaætt mjög útbreidd um austur-
hreppa sýslunnar, Skagafjörð og
víðar, svo víða, að jafnvel er talið
að Ronald Reagan, fyrrum forseti
Bandaríkja Norður-Ameríku, sé af
Skeggsstaðaætt. Eftir miðja síð-
ustu öld bjó á Skeggsstöðum Brynj-
ólfur Brynjólfsson er síðar flutti til
Vesturheirns og dó þar háaldraður
1917. Sonur hans, Magnús Brynj-
ólfsson ríkissaksóknari fyrir Pemb-
ina County í Norður-Dakota, var
fyrsti íslendingurinn, sem tók próf
í lögum vestan hafs (d. 1911).
Fyrir framan Fjós er jörðin
Brattahlíð. Þar er gamalt hús, sem
ekki er búið í að jafnaði, en jörðin
samt nýtt að nokkru til sauðfjárbú-
skapar. Næsti bær er Eiríksstaðir
og standa þeir niður við ána eins
og Brattahlíð: Frábært hrossakyn
er kennt við Eiríksstaði og hét
ættfaðirinn Fengur. Þegar ég
keypti flest hrossin af Steingrími
Magnússyni á Eyvindarstöðum í
Blöndudal í kringum 1960, þá var
mest áhersla lögð á það, að hrossin
væru ættuð frá Eiríksstöðum, af-
komendur Fengs. Löng bæjarleið
er frá Eiríksstöðum að Bergsstöð-
um. Þar var prestsetur fram til
1926, að sr. Gunnar Árnason sest
að á Æsustöðum í Langadal. Frá
1889-1895 var sr. Guðmundur
Helgason prestur á Bergsstöðum.
Ekkja hans, Guðrún Jóhanna Jó-
hannesdóttir, keypti síðar Arnar-
nesið, býlið í Garðahreppi, nú
Garðabæ. Þar ól hún upp syni
þeirra hjóna, Helga síðar lækni í
Keflavík, Jóhannes bónda í Arnar-
nesi, Steingrím cand.phil., lengst
starfsmann hjá Tollstjóraembætt-
inu í Reykjavík og Ingvar. Leg-
steinn Guðmundar er í kirkjugarð-
inum á Bergsstöðum, hann dó
18.11. 1895 langt um aldur fram,
aðeins 32 ára. Kirkja er á Bergs-
stöðum. Núverandi prestur í Ból-
staðarhlíðarprestakalli er sr. Stína
Gísladóttir og býr á Blönduósi.
VI.
Að vestanverðu í dalnum stóðu
fjórir bæir uppi í hlíð, Brún, Torfa-
staðir, Barkarstaðir og Steiná.
Tveir þeir fyrstnefndu eru eigi
lengur í byggð, en þess má geta,
að fyrir aldamót bjó á Brún Jón
Hannesson (d. 1896) bróðir Guð-
mundar prófessors, en faðir Guð-
rúnar er átti Hans Petersen kaup-
mann í Reykjavík. Guðrún Agnars-
dóttir læknir og forsetaefni heitir
eftir þessari ömmu sinni. Einn
þekktasti hestamaður á þessari öld
var Sigurður frá Brún. Hans get
ég síðar. Á Barkarstöðum hefur
sama ættin búið í hálfa öld, segir
Páll Kolka árið 1950, í bók sinni
Föðurtún, sem ég styðst aðallega
við í grein þessari. Nú býr þar
Þorkell Sigurðsson. Á Steiná virðist
nú vera þríbýli eftir símaskránni
að dæma.
Eftir miðja síðustu öld bjó á
Steiná Magnús Andrésson (d.
1887), faðir sr. Jóns Magnússonar
er prestur var m.a. á Mælifelli, Ríp
og í Bjarnarhöfn. Synir sr. Jóns
voru hinir þjóðkunnu menn sr.
Magnús Jónsson guðfræðiprófessor
og ráðherra og Þórir Bergsson
(Þorsteinn Jónsson) rithöfundur. í
frábærum endurminningum sínum,
er út komu 1984, lýsir Þórir æskuá-
rum sínum í Skagafirði og eftir-
minnilegum rekstri með fé frá
Skagafirði um Kiðaskarð í Stafns-
rétt. Hvet ég lesendur Morgun-
blaðsins eindregið til þess að lesa
þessa bók. Hún er ódýr og fæst í
Skjaldborg.
VII.
Skammt fyrir framan Steiná
snarbeygir dalurinn í austur, en
dalslakki heldur áfram til suðurs í
beina stefnu af útdalnum. Það er
Hólsdalur og rennur Hólsá um hann
norður í Svartá. Við hana stendur
bærinn Hóll. Páll Kolka segir í
Föðurtúnum, 1950, að jarðirnar
Skottastaðir, Hvammur og Kúfu-
staðir séu komnar í eyði, en nú er
Hvammur aftur í byggð. Nú fer
að styttast í Stafn (sjá mynd), en