Morgunblaðið - 06.07.1996, Side 45

Morgunblaðið - 06.07.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1996 45 FOLKI F Arkitektar klæðast skýjakljúfum ► ARKITEKTAFELAGIÐ Beaux- ' " ' ,~rrrrí /" r r r Art í New York héltárið 1931 r r r rr rrn 'ír r r r árshátið á Hótel Astoria og datt r r r rrrrrrir rrr frerastu skýjakljúfaarkitektunurr /- r r r T T T r I " r (" T f í hug að klæðast byggingura sín- / l í' rrrrri”f ri" T um á dansleiknum. Þannig fögn- rrr í" l~ f / r f f fTf uðuþeirfyrstaáratugskýja- ; ; j rrrr' ri rrr kljúfsins. rrr rrr r rrrr r Hasarmynd fyrir gáfnaljós TOM Cruise segir um nýjustu mynd sína „Mission Impossible“ að hún sé hasarmynd fyrir hinn hugsandi mann. Fleiri óvænt atvik og fléttur eru í myndinni en lík. „Ef menn bera myndina saman við aðrar has- armyndir má sjá að minna ofbeldi er sýnt. Fremur þarf aðalpersónan að nota hugsunina til að komast út úr erfiðum aðstæðum" segir Cruise. Hugmyndin er að áhorfand- inn geti notað ímyndunaraflið í stað þess að fá allar lausnir á silfur- bakka. „Mission Impossible“ er fyrsta myndin sem Cruise framleiðir, auk þess að leika aðalhlutverkið. Á móti honum leikur hin franska Emmanuelle Beart, en ákveðið var að taka út svitastorkna ástarsenu með henni og Cruise vegna þess að hún þótti hægja um of á sögu- þræðinum. Leikstjóri myndarinnar er Brian de Palma. Grikkinn Zorba veikur HINN gamalkunni leikari Anthony Quinn var lagður inn á sjúkrahús vegna hjartveiki síðastliðinn sunnu- dag, en var útskrifaður tveimur dögum seinna. Quinn, sem er 81 árs, dvaldi í sumarhúsi sínu í Brist- ol í Bandaríkjunum þegar ósköpin dundu yfir, en er að sögn óðum að braggast. „Hann var útskrifaður í morgun. Eg geri ráð fyrir að hann sé nú á heimili sínu í Bristol," sagði tals- maður sjúkrahússins á Rhode Is- land á þriðjudag. „Hann var ánægð- ur með þjónustu okkar. Hann var ekki alvarlega veikur,“ bætti tals- maðurinn við. Quinn er einna kunnastur fyrir titilhiutverk myndarinnar Grikkinn Zorba (1964), en hann hlaut Óskar- inn fyrir leik sinn í myndunum „Viva Zapata!“ (1952) og „Lust for Life“ (1956). Á meðal annarra QUINN er að ná sér eftir vægt hjartaáfall. þekktra mynda hans má nefna Hringjarann frá Notre Dame (1956), „Requiem for a Heavy- weight“ (1963), Arabíu-Lawrence (1962), Byssurnar í Navarone (1961) og „La Strada“ (1954). Leik- kona frá Norður- Irlandi ROMA Downey sem leikur aðal- hlutverkið í sjónvarpsþáttunum „Touched by an Angel“ segir að uppvöxtur sinn í Norður-Irlandi hafi hvatt hana til leiklistarnáms. „Hryllingurinn í kringum mig var slíkur að ég sótti í afþreyingu svart-hvítra mynda til að gleyma raunveruleikanum. Eins fór ég fljótt í leiklistina í skólanum, því þar var hægt að búa til nýja ver- öld sem átti ekkert skylt við þá sem í kringum mig var“ segir Downey. Hún segir að líkt og aðrir hafi ROMA Downey í hlutverki sínu í „Touched by an Angel“. hún verið full vonar um að ófriða- rástandinu myndi linna á Norður- írlandi á síðasta ári þegar friðar- viðræður virtust ganga vel, en atburðirnir í byijun ársins voru gífurleg vonbrigði. „Ég veit að mikill meirihluti Norður-íra er gjörsamlega búinn að fá nóg af ofbeldinu,“ segir Downey, sem er núna bandarískur ríkisborgari. TOM Cruise framleiðir „Mission Impossible" auk þess að leika aðalhlutverkið. Flórída Lamara Motel, St. Pete Beach MUsiO enduraýjoðar og góöar Ibúðir. Heit suudlaug. Dagsdvöl 40$ • vikudvöl 22B$. Sími 00 1 813 360 7521, fax 00 1 813 363 0193. Grænt nrnner 1 800 211 5108. Ath: Nýr eigandi. G 0TT V E R Ð I VÖNDUÐ VARA V E L K 0 M I N ! ...merkin eraekki afverri endanum a.m.k. 15% lægra! ♦ ^ adidas EVI PROTECTION M A T S U D A II TOOP !<ansai [ eye wear ] mu/t de ( ar/ic/ Q1AI® HOYACDLLECTION PERFECTION PURE TITAN YOHU/YAMATOTO Lækjargötu 6 ■ Reykjavík ■ sími 551 6505 OPIÐ: virkadagaftá kl. 10:00 -18:00 °g langan laugardagftá E 11:00 -14:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.