Morgunblaðið - 20.07.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 20.07.1996, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Framlag íslands til Bosníu 50 millj. til þeirra sem misstu fætur RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögur um ráð- stöfun 100 milljóna króna framlags íslands tii uppbyggingar í Bosníu og Hersegóvínu. Lagt er til að fénu verði varið með þrennum hætti, þ.e. til þess að aðstoða fómarlömb stytj- aldarinnar sem hafa misst fætur, til kennslu og búnaðar á sviði mæðra- vemdar og ungbamaeftirlits og í þriðja lagi til aðstoðar við skipulagn- ingu og framkvæmd þess á til- teknum stöðum í landinu. Ríkisstjómin samþykkti að tryggja fímmtíu milljóna króna íjárheimild, sem ráðstafað verður á þessu ári. Um er að ræða helming þess fjár sem íslendingar láta af hendi rakna og verður því varið til aðstoðar þeim sem misstu fætur í styijöldinni, bæði í búnað og tækniaðstoð. Upphæðinni er ráðstafað í sam- vinnu við Alþjóðabankann og sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið að með því móti væri tryggt að meira yrði úr framlagi íslendinga. Ríkis- stjórnin samþykkti í mars að 110 milljónum yrði varið til endurreisnar og uppbyggingar, þar af voru tíu milljónir lagðar strax í sjóð bankans til styrktar uppbyggingarstarfínu á fyrsta ársfjórðungi. Samþykkt var á fundinum í gær að vetja l'A milljón svo Blindrafélag íslands gæti hafið samstarf við systurfélög í Bosníu og Hersegóvínu og sömu upphæð til Stúdentaráðs Háskóla íslands til söfnunar og flutnings kennslugagna, og Lyfja- verslunar ríkisins og Islenska heilsufélagsins ehf. vegna athugun- ar á hagkvæmni dreypilyfjaverk- smiðju. Strætóstæði fær á sig mynd FRAMKVÆMDUM við nýja endastöð Strætisvagna Reykja- víkur á svæðinu milli Tryggva- götu og Hafnarstrætis næst Lækjargötu miðar samkvæmt áætlun og verður væntanlega lokið í byrjun næsta mánaðar. Þar verða stæði fyrir fimm strætisvagna sem hafa endastöð á Lækjartorgi. Að sögn Guð- mundar Nikulássonar, verk- fræðings hjá embætti gatna- málastjóra, eru snjóbræðslurör lögð í vagnstæði og gönguleiðir en sérstök áhersla verður lögð á að tryggja aðgengi fatlaðra um svæðið. Hluti svæðisins er malbikaður og hluti hellu- og steinlagður. Framkvæmdirnar eru gerðar í tengslum við nýtt leiðakerfi SVR sem tekur gildi 15. ágúst nk. Þá verður Hafnar- stræti austan Pósthússtrætis, sem nú er lokað, opnað fyrir umferð strætisvagna og leigu- bifreiða en það verður áfram lokað almennri umferð. Aðstoðarmaður ráðherra um SHR Engin tillaga um breytt launakerfi „AF HALFU ráðuneytisins standa nú yfír viðræður við stjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur um hvernig unnt sé að leysa fjárhagsvanda sjúkra- hússins og vonandi komumst við að niðurstöðu í næstu viku. Það er ekki auðvelt að finna lausn til fram- búðar, en yfirlýsingar forstjóra sjúkrahússins, á sama tíma og unn- ið er að lausn, koma undarlega fyr- ir sjónir," sagði Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, í gær. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Jóhannesi Pálmasyni, forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, að mæta þyrfti rekstrarvanda spítalans, sem næmi 200-250 milljónum, með auk- inni hagræðingu og markvissara starfí og að hann vonaði að ekki kæmi til uppsagna starfsmanna. „Nauðsynlegt er að taka á fjár- hagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur með nýjum hætti, enda hefur sjúkra- húsið þurft að kljást við hann lengi,“ sagði Þórir Haraldsson. „í viðræðum ráðuneytisins og stjórnar hefur ýms- ar tillögur borið á góma, en við erum að leita lausnar til frambúðar. Það vekur því ákveðna furðu að engin tillaga stjórnar lýtur að því að taka á launakerfí þeirra sem mest bera úr býtum, eins og gert hefur verið hjá öðrum sjúkrastofnunum." Smugnveiðar Islendinga í óþökk Norðmanna Klakkur fær ekki að leita hafnar upp að fjögurra mílna mörkunum, hafi leyfíð verið dregið til baka. „Ég hafði samband við norska utanríkis- ráðuneytið og varnarmálaráðuneytið og fékk þau svör að skipið fengi ekki að leggjast að bryggju vegna þess að það hefði verið að veiðum í Smugunni. Vísað var í reglur frá 23. desember 1994 sem heimila norskum yfirvöldum að meina er- lendum skipum að koma til hafnar ef þau hafa verið að stunda veiðar, sem ekki eru þeim þóknanlegar." Ingimar Jónsson, íjármálastjóri hjá Fiskiðjunni Skagfírðingi hf., sagði óvíst til hvaða ráða yrði gripið. „Við ætlum að sjá hvemig þetta mál klár- ast áður en við tökum ákvarðanir um framhaldið. Á sama tíma og þetta á sér stað, getur norski loðnuflotinn athafnað sig hér að vild. Hér hefur honum ekki verið neitað um neitt.“ TOGARINN Klakkur frá Grandar- firði, sem verið hefur að veiðum í Smugunni að undanförnu, liggur nú fyrir utan Tromsö í Noregi með bilað spil og hefur skipinu verið meinað að koma að landi. Skipstjórinn, Jó- hannes Þorvarðarson, óskaði eftir því að komast til hafnar svo hægt yrði að sinna viðgerðum, en norsk stjórnvöld neituðu skipinu um að fara inn fyrir fjögurra mílna land- helgismörkin síðdegis í gær. Útgerð Klakks, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., hugðist senda iðnaðarmenn og vara- hluti frá íslandi. Eiður Guðnason, sendiherra ís- lands í Noregi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að skip- stjórinn hefði í gærmorgun, þegar hann hefði leitað eftir leyfí til að koma til hafnar, fengið jálcvætt svar, en síðdegis þegar skipið var komið Atvinnulausum í heild hefur fækkað að meðaltali um 29,1% frá júní í fyrra Yfir 900 bótaþegar í hlutastarfi Atvinnuleysi í apríl, maí og juní 1996 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.487 atvinnulausir á bak viðtöluna 4,3% í júní á \ og fækkaði um 760 ,£^ “ frá þvi i mai. Já k 0,p vest- . Alls voru 4.951 atvinnu- H ■ ■FIRÐIR lausir á landinu öllu A M J í júní og hafði fækkað um 1.289 frá því í maí. A M J A M J A M J 3KRÁÐIR atvinnuleysisdagar í sein- asta mánuði jafngilda því að 4.951 maður hafí að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í júní, þar af 1.941 karl og 3.010 konur. Þetta jafngild- ir 3,6% atvinnuleysi, og eru að með- altali um 1.289 færri atvinnulausir en í maí, en um 2.026 færri en í júní í fyrra, sem þýðir að atvinnulausum hefur fækkað í heild að meðaltali um 20,7% frá maímánuði en um 29,1% frá júní í fyrra. Athygli vekur að af fjölda skráðra atvinnulausra, en þeir vora 5.788 seinasta dag júnímánaðar, voru 904 í hlutastörfum, eða um 15,5%. Kon- ur era í áberandi meirihluta í þessum hóp, eða 762 alls. Páll Pétursson félagsmálaráðherra kveðst telja þessa þróun ískyggilega. „Það er greinilega aukning í því að fólk, sérstaklega konur, njóti hlutabóta og maður getur látið sér detta í hug að í einhveijum tilvikum sé um að ræða fólk sem kæri sig ekki um að vinna nema hálfan daginn og vill njóta bóta fyrir heimaveruna." Engar einhlítar skýringar Á atvinnuleysisskrá era að sögn ráðherra ekki allir þeir sem ættu að njóta bóta, þar sem ýmsir hafa ekki bótarétt samkvæmt gildandi lögum, t.d. einyrkjar, bændur, trillukarlar o.fl. Ráðherra segir engar einhlítar skýringar á batnandi atvinnuástandi nú aðrar en auknar framkvæmdir og almenna eftirspurn í þjóðfélag- inu. Fiskafli hafi að vísu verið held- ur meiri en í júní í fyrra, en þó nokk- uð minni en í síðasta mánuði. Átaks- verkefni séu ívið fleiri en í fyrra, en þó ekki svo mjög að þar felist skýr- ing á betri útkomu nú en í fyrra. Hann telji hins vegar tæpast að um einkenni þenslu í efnahagslífinu sé að ræða. „Það er kannski varla hægt að tala um þenslu ennþá en það er auð- vitað hætta á að um þenslu geti orð- ið að ræða. Þetta sýnir hins vegar greinlega batnandi árferði. Pólitískar áherslur skila hagsveiflu og hag- sveifla skilar aukningu í störfum. Þetta er að mínu mati mjög marktæk- ur og gleðilegur árangur,“ segir Páll. „Við viljum ekki líða neitt atvinnu- leysi en miðað við lönd Evrópu- bandalagsins er atvinnuleysi hér við- unandi, því að þar er atvinnleysi 10% og allt upp í 20% sums staðar. 1-3% getur verið eðlilegt atvinnuleysi, því að alltaf eru einhvetjir sem ekki geta tekið störf eða hafa ekki heilsu til annars en allra léttustu vinnu. Með hliðsjón af hagvaxtarspá ætti atvinnuástandið að halda áfram að lagast.“ Iðnaðarmenn hverfa af skrá Hlutfallsleg fækkun atvinnu- lausra er mest á Vestfjörðum og Vesturlandi að sögn Gunnars Sig- urðssonar deildarstjóra vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins en fækkun atvinnulausra er mest á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi kvenna minnkar um tæp 15% milli mánaða, eða talsvert minna en karla, þar sem atvinnuleysi minnk- ar um rúm 28%. Gunnar segir einkum mjög lítið atvinnuleysi á meðal iðnaðarmanna og hverfí þeir hvarvetna af skrám. „Við eigum ekki von á að atvinnu- lausum fjölgi aftur fyrr en kannski í ágúst þegar fiskvinnsluhúsum verður lokað,“ segir Gunnar. Gunnar segir að árið 1987 þegar atvinnuástand hafi verið mjög gott hafi um 800 manns verið á atvinnu- leysisskrá að meðaltali og í þeirra röðum fjölgi þegar atvinnuástand versni. Úm sé að ræða fólk sem eigi oft á tíðum mjög erfítt með að komast aftur á vinnumarkaðinn og það „drabbist“ niður og gefíst upp á atvinnuleit. Ekki séu hins vegar tök á að mæla hlutfall þeirra sem eru atvinnulausir að staðaldri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.