Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDÁGUR 20. JÚLÍ 1996 Riðuveiki hefur herjað á sauðfé í Svarfaðardal í langan tíma Þrír bændur taka lífgimbrar í haust ÞRÍR bændur í Svarfaðardal, sem skáru niður allt sitt sauðfé vegna riðuveiki 1994 og ’95 ætla að hefja fjárbúskap á ný. Bóndinn á Ingvör- um keypti reyndar um 90 lífgimbrar sl. haust og hann ætlar að kaupa 15 til viðbótar á komandi hausti. Hins vegar hyggst bóndinn á Tjörn ekki hefja fjárbúskap á ný. Þá er óvist hvað bóndinn á Þverá gerir í framtíðinni. Riða kom upp á fimm bæjum í Svarfaðardal á þessum árum, á Þverá, Dæli, Hofsá, Ingvörum og Tjörn og var allt fé á bæjunum skor- ið niður. Riðuveiki hefur reynst bændum í dalnum erfið viðureignar og haustið 1988-89 var Svarfaðar- daiur fjárlaus með öllu í kjölfar riðu- veiki sem þá kom þar upp. Þrisvar skorið niður á Tjörn Kristján Hjartarson bóndi á Tjörn segist hættur fjárbúskap og hann er búinn að rífa fjárhús sín, sem reyndar voru orðin léleg. Þrisvar hefur þurft að skera niður allt fé á Tjörn vegna riðuveiki, nú síðast eft- ir sauðburð í fyrra. Kristján er aðal- lega með kúabúskap og hann segir mun hagstæðara fyrir sig að skipta sauðfjárkvóta sínum yfir í mjólkur- kvóta og halda áfram á þeirri braut sem og á söngbrautinni. Gunnar Rögnvaldsson bóndi á Dæli í Skíðadal er búinn að panta 25 lífgimbrar í haust en hann var með um 60 ær er riðan kom upp síðast. Tvisvar hefur hann þurft að skera niður sinn stofn vegna riðu. Gífurleg vinna við þrif og sótthreinsun Árni 'Steingrímsson, bóndi á Ing- vörum, sem jafnframt er formaður fjárskiptanefndar, segir að nú síðast hafí fyrst greinst riða hjá sér og í kjölfarið á hinum bæjunum fjórum. Arni sagði að bændur hafi þurft að leggja í gífurlega vinnu við þrif og sótthreinsun á húsum sínum eftir að fénu var slátrað og til viðbótar þurfi þeir nú að úða við heymaur. Hann er nýlega búinn að selja mjólk- urkvóta sinn en er þó með eitthvað af nautgripum. Guðrún Lárusdóttir, húsfreyja á Þverá, segir að þar á bæ hafi ekki verið tekin ákvörðun um áframhald- andi fjárbúskap en þó sé ljóst að ekki verði teknar lífgimbrar í haust. Á Þverá er rekið nokkuð stórt kú- abú, sem og á Hofsá og þar er ver- ið að reisa nýtt fjós með 60 básum. Á Hofsá verða teknar lífgimbrar í haust en ekki fékkst uppgefið hversu margar þær verða. Flestar gimbrarnar eru keyptar af Ströndum og eitthvað frá Þistil- firði og Langanesi og þeim fylgir auðvitað einn og einn lambhrútur. KEA hætt með verslun í Vöruhúsinu Tölvutæki Bókval tek- ur húsnæðið á leigu TÖLVUTÆKI Bókval hefur tekið húsnæði Vöruhúss KEA á leigu til 10 ára og jafnframt keypt hljómdeild fyrirtækisins. Húsnæðið er alls um 2.200 fm og er verslunarrými á jarð- hæð um 800 fm og verslunarrými á 2. hæð um 1.000 fm. Jón Ellert Lárusson, fram- kvæmdastjóri Tölvutækis Bókvals, segir að bókabúð fyrirtækisins verði flutt úr Kaupvangsstræti 4 í stærra og rýmra húsnæði í Vöruhúsinu í október, þar sem sportdeild KEA er nú staðsettt. Vegna aukinna umsvifa bókabúðarinnar og lengri afgreiðslu- tíma sé nauðsynlegt að stækka hús- næðið. Verslunin Tölvutæki, sem rekin er að Furuvöllum, verður þar áfram, en hins vegar er stefnt að því, að auka vöruúrvalið í báðum verslunum. Tölvutæki Bókval tekur við rekstri hljómdeildar KEA um næstu mán- aðamót og verður hún rekin á sama stað út ágústmánuð. Eftir það verður deildin flutt í stærra húsnæði í Vöru- húsinu, þar sem herradeild KEA er nú. Jón Ellert segir að 2. hæð Vöru- hússins verði ónotuð fyrst um sinn, en stefnt sé að því að leigja hana út síðar. Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri, segir að KEA sé þar með hætt rekstri verslunar í Vöruhúsinu. Hluti af sportvörudeildinni verður fluttur út í byggingavörudeiid og fatnaðurinn fer að einhveiju leyti út í aðrar verslanir KEA, sem selja fatn- að. rrn 1 j rn CCO 1Q7Í1 úbusþ.vaioimarsson.framkvæmoastjóri UÖL I IJU UÖL lu/U ÞÓROllRH,SUEINSSONHOL,LÖGGILTURFASltlCNASftll Nýkomnar á skrá - til sýnis og sölu: Fyrir smið eða laghentan Góð, sólrík 3ja herb. íbúð á 2. hæð, tæpir 80 fm. Nýlegir gluggar og gler. Gömul snyrtileg innrétting. Góð sameign. Gott verðtilboð óskast. Sérhæð - Hólmgarður - tilboð óskast Mjög góð og sólrík 3ja herb. efri hæð, um 80 fm, í tvíbhúsi. Allt sér. Útsýni. Gott geymslu- og föndurris fylgir. Vinsæll staður. Fyrir smið eða faghentan. Á vinsælum stað við Frostafold 3ja herb. glæsileg íb. á 3. hæð, 100 fm. íbúðarhæf, ekki fullgerð. Sérþvottahús. Fullgerð mjög góð sam- eign. Gamla góða 40 ára húsnæðisl. kr. 5,2 millj. Góð eign - gott verð - Dalsel Ágæt 4ra herb. íbúð á 1. hæð, rúmir 100 fm. Mjög gott bílhýsi. Öll sameign eins og ný. Skipti möguleg á lítilli íbúð niðri í bæ. Ódýr íbúð við Hjallaveg Sólrik 3ja herb. samþykkt íbúð, tæpir 70 fm, í þríbhúsi. Sérhiti. Föndur- herb. um 9 fm. 40 ára húsnlán kr. 2,6 millj. Ennfremur nokkrar ódýrar 2ja herb. íb. á vinsælum stöðum í borginní. Opiðídag kl. 10-14. Fjöldi kaupenda á góðum eignum í borginni _______________________________ og "ágrenni L>U6ftVE6l 18 S. 552 1150-552 137« ALMEMMA FASTEIGNASALAN aiŒAJaMUÓHOK MORGUNBLADIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján VÉLASAMSTÆÐA 1 í Kröflu getur framleitt um 30 MW en eftir að vél 2 hefur verið tekin í notkun í lok næsta árs verður framleiðslugeta virkjunarinnar um 45 MW. Kröfluvirkjun gangsett á ný í vikunni Vinna við gufuöflun fyr- ir vélasamstæðu 2 hafin BJARNI Már Júlíusson, stöðvarsfjóri Mývatnssvæðis, í stjórnherbergi Kröfluvirkjunar. KRÖFLUVIRKJUN var gangsett á ný sl. mánudag en rafmagnsfram- leiðsla hafði þá legið niðri frá 6. maí. Frá upphafí hefur verið sumar- stopp í Kröflu í 4-5 mánuði og tíminn notaður til viðhalds. Ein vélarsam- stæða hefur verið keyrð í virkjuninni og er framleiðslugeta hennar um 30 MW (megawött). Eins og komið hef- ur fram hefur stjóm Landsvirkjunar samþykkt að vélasamstæða 2 verði sett upp og að gufu verði aflað til framleiðslu á 15 MW í fyrsta áfanga, sem geta gefið um 100-120 GWst (gígawattstundir) á ári. Áætlaður kostnaður við þennan fyrsta áfanga er um 700 milijónir króna. Bjarni Már Júlíusson, stöðvarstjóri Mývatnssvæðis, segir að fram- kvæmdir við gufuöflun hafi hafist fyrir um tveimur vikum en þá var byrjað að höggbora. Þá er verið að flytja borinn Jötun norður í Kröflu og er reiknað með að borun hefjist í kringum næstu mánaðamót. Tvær lágþrýstiholur boraðar „Boraðar verða tvær lágþrýstihol- ur og þá verður gömul og ónýtt hola hreinsuð. Sjálf stöðin verður klár í þessum fyrsta áfanga en til að hægt verði að keyra vél 2 með fullum af- köstum þarf að fara í frekari gufuöfl- un og meðfylgjandi uppbyggingu á gufuveitunni. Ákvörðun um slíkt liggur hins vegar ekki fyrir á þess- ari stundu,“ segir Bjarni. Vél 2 hefur verið til staðar ósam- sett í Kröflu frá upphafi og einnig er húsnæði, kæiiturn og spennir fyr- ir hendi. Stefnt er að því að fram- kvæmdum við þennan fyrsta áfanga verði lokið á síðasta ársfjórðungi næsta árs, að sögn Bjama, og að þá geti framleiðsla með vél 2 hafist. Frá því að rafmagnsframleiðsla hófst formlega í Kröflu árið 1978 hefur vél 1 ávallt verið stöðvuð í 4-5 mánuði á sumri og annað hvert ár er vélin tekin upp. Að þessu sinni er stoppið aðeins rúmir tveir mánuð- ir og er stysta stopp til þessa. „Ástæða þess að við föram svo snemma í gang aftur hér er m.a. sú að margar stöðvar Landsvirkjunar eru í endurbótum og stækkun vegna aukinnar orkusölu, auk þess sem vatnsbúskapur landsins er undir meðallagi. Því þykir tryggara að fara með Kröfiu inn um leið og unnið er að því að bæta vatnsstöðuna." Næg orka á Kröflusvæðinu Bjami segir að á Kröflusvæðinu sé nægjanleg gufuorka til að fulinýta virkjunina. Búið er að gera viðnáms- mælingar á svæði í nokkurri fjarlægð frá stöðinni og lofa þær góðu. Hins vegar þarf að bora tilraunaholur til að kanna svæðið betur. Bjarni segist því ekki hafa áhyggjur af því að orkan sé ekki til staðar en hins veg- ar sé spurning hvað kosti að ná í hana. Á undanförum áram hefur verið unnið markvisst að því að færa virkj- unina og stjómbúnað hennar til nú- tímalegra horfs. Bjarni segir, að þessar breytingar kalli m.a. á breytt vaktafyrirkomulag og geri jafnframt fjargæslu stöðvarinnar mögulega. Hugsanleg bygging tveggja 20 MW stöðva í Bjarnarflagi er nú í umhverfismati, en þar hefur verið rekin 3 MW gufuaflsstöð frá árinu 1969. Bjarni segir að þó ekki hafi verið tekin ákvörðun um að fara í frekari uppbyggingu þar enn, sé nauðsynlegt að hafa tilskilin leyfi til að heija framkvæmdir þegar kallið kemur. Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Dfottinn Gud, voit mör vernd þina, og lát mig minnast ábyrgðar minnar or úg ok þessari bifteiö. i Jesú nafni. Amen, ^ .............. Fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.