Morgunblaðið - 20.07.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Fækkun her-
stöðva Frakka
hörmuð í Bonn
Berlín. The Daily Telegraph.
TILKYNNING Frakka um að þeir
hyggist kalla heim 17 til 20 þúsund
hermenn, sem staðsettir eru í
Þýskalandi, hefur ýtt undir ótta
þýskra stjórnvalda um að snurða
sé hlaupin á þráðinn í samruna
Evrópu.
Volker Riihe, varnarmálaráð-
herra Þýskalands, kvaðst harma
ákvörðun Frakka, sem felur í sér
að þeir loki 14 af 18 herstöðvum
sínum í suðvesturhluta Þýskalands
fyrir árið 2000. Rúhe lét engan
vafa leika á því að Þjóðveijar hefðu
ekki verið hafðir með í ráðum þeg-
ar þessi ákvprðun var tekin.
Engin tilkynning barst um málið
frá skrifstofu Helmuts Kohls kansl-
ara og sagði í þýska dagblaðinu
Frankfurter Allgemeine Zeitung að
það væri engin furða þótt kanslar-
inn kysi að virða ákvörðun Frakka
að vettugi. Hún stangaðist á við
hugmyndir hans um raunveruleik-
ann.
í blaðinu var því bætt við að eina
ríkið, sem enn hefði umtalsverðan
herafla í Þýskalandi, væri Banda-
ríkin.
Peter Hausmann, helsti talsmað-
ur þýsku stjórnarinnar, bar á móti
því að ráðamönnum í Bonn líkaði
iila að hafa verið sagt seint frá
Á degi píslar-
vottanna
AUNG SAN SUU KYI, leiðtogi
lýðræðissinna i Búrma, lagði i
gær blómakörfur að grafhýsi
föður síns, Aungs Sans, hershöfð-
ingja, sem leiddi Búrma til sjálf-
stæðis á fimmta áratugnum. Ár-
leg minningarathöfn, dagur písl-
arvottanna, var í gær, og kom
Suu Kyi til hennar í fylgd Then
Tun, liðsforingja, sem var tengi-
liður hennar og herstjórnarinnar
í landinu, á meðan Suu Kyi sat
í stofufangelsi. Fjölmiðlar i land-
inu atyrtu Suu Kyi í gær fyrir
að hafa hvatt Vesturlönd til þess
að Ieggja efnahagsþvinganir á
Búrma, í því skyni að neyða
stjórnvöld til lýðræðisumbóta.
fyrirætlunum Frakka. Hann sagði
að tilkynning hefði borist „við fyrsta
tækifæri" og Þjóðveijar hefðu hvatt
til þess að eins margir franskir
hermenn yrðu hafðir áfram í Þýska-
landi og mögulegt væri.
Ósennilegt verður að teljast að
mikið tillit hafi verið tekið til þeirr-
ar óskar Þjóðveija því að hermenn-
irnir, sem verða eftir, eru Frakkarn-
ir, sem eru í sameiginlegri sveit
Frakka og Þjóðveija og samevr-
ópskri könnunarsveit, alls 3.000
manns.
Mikil fækkun í Þýskalandi
Brottkvaðning Frakkanna er í
samræmi við ákvarðanir, sem önnur
aðildarríki að Atlantshafsbandalag-
inu hafa tekið frá lokum kalda
stríðsins.
Frá árinu 1989 hefur breskum
hermönnum í Þýskalandi fækkað
úr 70.000 í 30.000, bandarískum
hermönnum hefur verið fækkað úr
250.000 í 76.000, kanadískum úr
8.000 í 100, belgískum úr 27.000
i 2.000 og hollenskum úr 8.000 í
2.500.
Um hálf milljón sovéskra her-
manna var í Austur-Þýskalandi, en
nú er þar enginn rússneskur her-
maður.
Reuter
Reuter
BOSNÍSK kona yfirgefur líkhúsið í borginni Visoko eftir að hafa borið kennsl á lík ættingja
síns, sem grafið var upp við þorpið Svarke. Morðin voru hluti þjóðernishreinsana Serba í Bosníu.
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag
Vinnubrög’ð dómstólsins
sæta aukinni gagnrýni
ALÞJÓÐLEGI dómstóllinn, sem
settur var upp í Den Haag í Hol-
landi til að rétta yfir mönnum, sem
grunaðir eru um að hafa framið
stríðsglæpi í stríðinu í fyrrverandi
Júgóslavíu, hefur að undanfömu.
sætt nokkurri gagnrýni fyrir vinnu-
brögð sín.
Mikið er í húfi að dómstólnum
takist að byggja upp trúverðugleika
hjá öllum aðilum, sem ér þó erfitt
verk með tilliti til þess að hann er
undir miklum alþjóðlegum þrýst-
ingi. í fyrradag sakaði rússneski
utanríkisráðherrann dómstólinn um
hlutdrægni, og tíndi til sem rök
fýrir þessari skoðun sinni að hann
væri of pólitískur og gætti ekki jafn-
vægis í aðgerðum sínum.
Vitni sökuð um að bera
ljúgvitni
í réttarhöldum yfir Bosníu-Serb-
anum Dusan Tadic, sem hafa verið
á dagskrá dómstólsins undanfama
daga, hafa nú tveir bosnískir múslím-
ar verið sakaðir um að bera ljúgvitni.
Dómstóllinn hefur nú starfað í
níu vikur. A þeim tíma hefur hann
hlýtt á vitnisburð 33 vitna, og byggt
þannig upp mynd af víðtækum og
skipulegum þjóðernishreinsunum
Serba í héruðum í Bosníu.
Dusan Tadic er ákærður fyrir 15
morð og misþyrmingar á múslímsk-
um föngum í fangabúðunum í Om-
arska, Keraterm og Trnopolje á
árinu 1992. Hann heldur því fram
að villzt hafi verið á mönnum, hann
hafi aldrei komið í búðirnar. Fjöl-
mörg vitni, sem lifðu af vist í búðun-
um hafa borið, að þau hafi séð
Tadic þar. En veijendur hans halda
því fram að mörg vitnanna fari
aðeins með sögusagnir og lýsi Tadic
aðeins eftir frásögnum annarra.
Þannig tókst veijendum hans að
leiða tvö vitni í mótsagnir í vitnis-
burði sínum, og saka nú vitnin um
að bera vísvitandi ljúgvitni vegna
haturs síns á öllum Serbum; þeim
sé sama hver sé dæmdur, þau vilji
aðeins hefnd.
Mál Tadic er aðeins eitt af mörg-
um og sýnir þann vanda sem réttur-
inn er í. Hann þarf að temja sér
mikla varkárni í vinnubrögðum þar
sem hann starfar í hápólitísku um-
hverfi. En það eru einmitt vinnu-
brögð réttarins sem hafa hlotið
mestu gagnrýnina upp á síðkastið.
Sérfræðingar óvandvirkir
í Der Spiegel fá vinnubrögð sér-
fræðinga dómstólsins, sem höfðu
það hlutverk að safna saman heim-
ildum og vitnisburðum um stríðs-
glæpi í stríðinu, ekki háa einkunn.
Til dæmis hafi þeir aðeins endurtek-
ið fyrir réttinum það, sem vitnazt
hafði fáum vikum eftir fall Sre-
brenica og birzt hafði í fjölmiðlum
um allan heim. Sérfræðingur dóm-
stólsins, sem sérstaklega var sendur
til að rannsaka voðaverk í Austur-
Bosníu, Frakkinn Jean-René Ruez,
vitnaði í framburði sínum hvað eft-
ir annað í blaðagreinar úr Figaro
og Washington Post.
Spiegel segir Ruez hafa blandað
saman staðfestum frásögnum af
staðreyndum við hryllingssögur,
sem hann þekkti sjálfur aðeins sem
sögusagnir og hafði ekki leitað stað-
festingar á.
Allar óstaðfestar sögusagnir,
sem fram eru bomar fyrir réttinum,
eru fengur fyrir veijendur hinna
ákærðu. Þeir geta með þeim dregið
trúverðugleika og hlutleysi réttarins
í efa, taki hann tillit til þeirra. Þær
staðreyndir sem kunnar eru og stað-
festar um atburðina við Srebrenica
eru nógu hryllilegar, engin þörf er
á að tefia trúverðugleika þeirra í
tvísýnu með óstaðfestum sögusögn-
um.
Heimildir: Politiken, Der
Spiegel, Reuter.
Frakkar
kæra fækk-
un funda
París, Strassborg. Reuter.
FRANSKA ríkisstjórnin er æf
yfir þeirri ákvörðun Evrópu-
þingsins, annað árið í röð, að
stytta þinghald sitt í Strassborg
á næsta ári. Tillaga um að þing-
fundir í borginni yrðu ellefu í
stað tólf var samþykkt með eins
atkvæðis mun (269 atkvæðum
gegn 268) fyrr í vikunni.
Evrópuþingið starfar á
þremur stöðum. I Strassborg á
að halda tólf þingfundi á ári,
sem standa í eina vinnuviku
hver. í Brussel — þar sem nýtt
og glæsilegt þinghús hefur ver-
ið reist fyrir nokkra milljarða
króna — eru haldnir nefnda-
fundir og styttri þingfundir,
sem standa í tvo daga. Loks er
aðalskrifstofa þingsins í Lúx-
emborg.
Mörgum Evrópuþingmönnum
þykir þetta fyrirkomulag frá-
leitt og eru leiðir á tíðum ferða-
lögum milli Brussel og Strass-
borgar. Þessi skipan mála er
hins vegar málamiðlun, sem
náðist fram í löngum og ströng-
um samningaviðræðum Evrópu-
sambandsríkjanna árið 1992.
Þrýsti á rangan hnapp
Talsmaður franska utanríkis-
ráðuneytisins segir ákvörðun
þingsins stríða gegn samkomu-
laginu frá 1992 og að Evrópu-
dómstólnum verði send kæra
vegna málsins.
Það kaldhæðnislega í málinu
er að úrslitin í atkvæðagreiðsl-
unni réðust vegna mistaka
fransks Evrópuþingmanns,
Antoinette Fouque. Hún þrýsti
á rangan hnapp er hún greiddi
atkvæði og neitaði forseti þings-
ins að leyfa henni að leiðrétta
mistökin.
Metnaðarfull Mið-
j arðarhafsáætlun
Brusðel. Reuter.
METNAÐARFULL áætlun Evrópu-
sambandsins (ESB) sem miðar að
stofnun fríverzlunarsvæðis í kring
um Miðjarðarhaf, er nú loks komin
til framkvæmda, þó enn eigi eftir
að yfirvinna ýmis vandkvæði.
Þróunaraðstoðaráætlunin fyrir
Miðjarðarhafið (MEDA) er fimm
ára viðskipta- og fjárfestingaráætl-
un fyrir löndin umhverfis Miðjarð-
arhafið, sem kosta mun samtals um
4,7 milljarða ECU, eða um 395
milljarða króna.
Aætlunin tafðist mánuðum sam-
an vegna andstöðu Grikkja við að
Tyrkland fengi að vera með í henni.
Grikkir fengust loks til að láta af
andstöðu sinni, með því að í texta
samkomulagsins, sem liggur áætl-
uninni til grundvallar, voru teknar
inn yfirlýsingar um góða hegðun
gagnvart grannríkjum og virðingu
mannréttinda.
Þótt aðeins aðildarríki ESB séu
formlega séð einu stofnendur áætl-
unarinnar líta Grikkir svo á, að
*★★★*.
EVRÓPA^
yfirlýsingarnar leggi skuldbinding-
ar á herðar Tyrkjum. Theodoros
Pangalos, utanríkisráðherra Grikk-
lands, sagði í gær, að nóg tækifæri
myndu gefast síðar til að útiloka
Tyrkland frá því að njóta góðs af
áætluninni, ef þeim finndist ástæða
til.
Önnur aðildarríki ESB hafa þrýst
mjög á Grikkland að láta af and-
spymu sinni, m.a. vegna þess að
þau líta svo á að áætlunin kunni
að nýtast þeim öflum í stjórnmálum
Tyrklands sem opin eru fyrir vest-
rænum tengslum í baráttu þeirra
við uppgang bókstafstrúarmanna.