Morgunblaðið - 20.07.1996, Page 20

Morgunblaðið - 20.07.1996, Page 20
20 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR í SÍÐASTA mánuði birtust í leið- urum DV skrif sem kunna að valda misskilningi og ranghugmyndum um tilgang og störf Tölvunefndar. Til að leiðrétta þessi skrif og í því skyni að gera fólki grein fyrir starfí Tölvu- nefndar, og hvað það er sem lögin fela henni að hafa eftirlit með, mun ég hér reyna að skýra með almennum orðum helstu sjónarmið sem liggja starfi Tölvunefndar til grundvallar. Á hvaða grunni starfar Tölvunefnd? í stjórnarskrá íslands er að finna ákvæði um grundvallarmannréttindi þegnanna. Þar er m.a. mælt fyrir um mannréttindi sem felast í því að njóta friðhelgi einkajífs, heimilis og fjölskyldu. Þá er ísland aðili að ýmsum alþjóðasáttmálum sem hafa það að markmiði að vernda slík mannréttindi. í lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga er kveðið nánar á um mannréttindi til friðhelgi einka- lífs að því er meðferð skráðra upplýs- inga varðar. Þessi lög hafa að geyma ákvæði sem eiga að tryggja skráðum aðilum vernd og kveða á um skyldu skráningaraðila. Er Tölvunefnd ætl- að það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Tölvunefnd ber m.a. að tryggja einstaklingum vemd gegn því að persónuupplýs- ingar um þá séu skráðar án þeirra samþykkis og vernd gegn því að viðkvæmum einkalífsupplýsingum sé miðlað án þeirra vilja, s.s. í hagn- aðarskyni. Tölvunefnd starfar þannig eftir nákvæm- um lagaramma og hef- ur eftir bestu getu reynt að tryggja að lögbundinna persónu- verndarsjónarmiða sé gætt í allri meðferð persónuupplýsinga. Markmið Tölvunefndar Því var haldið fram í leiðara DV í síðasta mánuði að Tölvunefnd reyndi að stöðva nyt- samar upplýsingar. Var fullyrt að nefndin væri skaðleg þar sem hún reyni að koma í veg fyrir að þjóðfélagið verði gagnsærra og auð- skildara öllum. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Tölvunefnd reynir að koma í veg fyrir að einstaklingurinn verði gegnsær hverjum sem er en því fer fjarri að hún standi gegn því að þjóð- félagið verði gagnsætt öllum og auðskilið. Gagnsætt þjóðfélag og auðskilið er í allra þágu og stóraukin upplýs- ingatækni getur þar komið að mikl- um notun. Augljósir eru kostir þess að tryggja lýðræði og jafnrétti með tilstilli upplýsingatækninnar, t.d. með því að upplýsingar verði öllum að- gengilegar án tillits til efnahags og búsetu. Hins vegar hljóta ailir líka að sjá að á sama tíma og ný tækni býður upp á sífellt stórvirkari aðferð- ir við öflun, skráningu og miðlun upplýsinga eykst hættan á misnotk- un persónuupplýsinga. Framtíðin Öðru hvoru hafa heyrst mótmælaraddir gegn starfí Tölvunefnd- ar. Eru þar einkum á ferð íjölmiðlar og aðrir sem sjá sér fjárhagsleg- an ávinning í því að komast yfir og selja per- sónuupplýsingar um fólk. Viðbúið er að starf Tölvunefndar og ann- arra sem láta sig per- sónuvernd varða kunni að sæta auknum mótbyr í framtíð- inni. Það er vegna þess að á sama tíma og stöðugt meiri upplýsingar liggja fyrir á tölvutæku formi minnk- ar kostnaður við að vinna úr þeim að sama skapi og jafnframt eykst getan til að misnota persónuupplýs- ingar. Á síðustu árum hefur fjölgað fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að selja ýmiskonar persónuupplýsingar. Reynslan sýnir aukna misnotkun persónuupplýsinga og víða erlendis hefur víðtæk söfnun upplýsinga á grundvelli sálfræði og persónuleika- prófa ýtt undir slíka starfsemi. Dæmi eru um að fólki hafí, t.d. af hálfu lánveitenda, tryggingafyrir- tækja og atvinnurekenda, verið gróf- lega mismunað vegna þess að mis- farið hafi verið með viðkvæmar per- sónuupplýsingar um fólk. Tölvunefnd reynir að koma í veg fyrir, segir Sigrún Jóhannesdótt- ir, að einstakllingurinn verði gegnsær hverjum sem er. Getur hver og einn gætt sín? I leiðara DV í síðasta mánuði var fullyrt að Tölvunefnd sé óþörf þar sem eðlilegra sé að hver og einn passi sjálfan sig og setji sér eigin umgengnisreglur. Að mínu mati er þetta álíka og að halda því fram að hætta megi löggæslu þar sem hver og einn beri ábyrgð á því sem á hans hlut sé gert. Vissulegt er ákjósanlegt að hver og einn reyni að veijast að því marki sem hann sjálfur kýs og hefur tök á. Slíkt frumskógarlögmál getur hins vegar ekki orðið fullnægjandi lausn. I fyrsta lagi vitum við að menn eru afar misvel í stakk búnir til að átta sig á nútímaupplýs- ingaumhverfi og bregðast við því. Þó fræðsla eigi að standa öllum til boða er ekki þar með sagt að allir geti sjálfkrafa nýtt sér hana. Mjög stór hópur fólks tekur ekki þátt í upplýsingasamfélaginu nema að litlu leyti. Meðan svo er ber Tölvunefnd að gæta hagsmuna þeirra sem minna mega sín gagnvart þeim sem kunna að færa sér upplýsingatækni nútím- ans í nyt. í öðru lagi er útilokað fyrir ein- staklinginn að veija sig á öllum svið- um þó hann feginn vildi. Hugsum okkur mann sem vill veijast á eigin spýtur og koma í veg fyrir að einka- líf sitt verði kortlagt. Hann getur hætt að nota greiðslukort, hætt að nota Internetið, hætt að nota síma þar sem símtöl eru skráð o.s.frv., en öðru verður erfiðara að hætta. Verði maðurinn t.d. veikur þarf hann að leita til læknis. Læknirinn skráir ítarlegar upplýsingar um manninn og tekur úr honum blóðsýni. Maður- inn getur ekki séð fynr hvort þessi gögn verði seinna notuð í allt öðrum tilgangi en var með töku þeirra í upphafi. Sýni fara í sýnabanka og verða e.t.v. seinna notuð til rann- sókna á ýmsum sjúkdómum. Til eru erlend dæmi um að óviðkomandi aðilar hafí komist yfir slík rannsókn- argögn þannig að til tjóns varð fyrir þá einstaklinga sem sýnin voru tekin úr. Hér kemur að Tölvunefnd að gæta hagsmuna þessa manns. Tölvunefnd hefur eftirlit með notkun sýna og annarra persónuupplýsinga vegna slíkra rannsókna og mælir oft fyrir um eyðingu persónuauðkenna af sýnum og öðrum rannsóknar- gögnum. Er þá jafnan fundin leið sem tryggir að tillit sé tekið til per- sónuverndar án þess að skaða vís- indalegt gildi rannsóknar. Að lokum við ég þó undirstrika mikilvægi þess að hvereinstaklingur geti skilið breytt upplýsingaum- hverfí og brugðist við á þann hátt sem hann kýs. Væri óneitanlega skemmtilegra að fá frá fjölmiðlum liðsinni við að skýra fyrir fólki nýjan upplýsingaheim, frekar en skrif sem villa fólki sýn. Höfundur er framkvæmdastjóri Tölvunefndar. Persónuupplýsingavemd - sjálfsögð mannréttindi Sigrún Jóhannesdóttir Helgi Hálfdanarson Náttúruperlu fórnað REYKVÍKINGUM hefur náttúr- an reynzt örlát á fegurð sína. Auk þess að gera tilkomumikinn fjallahring að umgjörð höfuð- staðarins hefur hún prýtt bæjar- landið sjálft á ýmsan veg. Þar verður meðal þess bezta talinn Elliðaárdalur. En svo hraklega hefur til tek- izt, að þar hafa framin verið náttúruspjöll sem Reykvíkingum eru til skammar. Með frekju ráðamanna var önnur meginkvísl árinnar stífluð, og Kermóafoss, sú einstaka gersemi, þar með brott hrifinn úr landslaginu. Út yfír tekur, að engin nauður rak til þessara skemmdarverka, sem vart verða kölluð annað en opinber strákapör. Þar var ein- ungis dekrað við ógerðareðli lax- veiðimanna, sérstæðu náttúru- djásni fómað fyrir ágengni þeirr- ar manntegundar sem hefur ekki hugmyndaflug til annarrar skárri afþreyingar en að kvelja kvik- indi. Þar er ekki til að dreifa þörf í atvinnuskyni, heldur óartinni einni saman. í Elliðaárdal hefði siðað fólk margs að njóta, einnig þess að fylgjast með tápmiklu háttemi laxins og þokkafullum hreyfing- um hans í tæru bergvatninu, ef ekki þyrfti að hafa ömun af veiði- görpum, sem mega ekki vita af svo fallegri skepnu án þess að brenna af fýsn til að krækja öngli í kjaftinn á henni, og helzt í magann innanverðan, og gerast þeim mun sælli og hreyknari sem lengur treinist kvöl hennar unz hún örmagnast. Það eitt skortir, að laxinn geti gefið frá sér þján- ingarhljóð, sem hlytu að auka hamingju veiðimannsins til muna. Það væri viðlíka mannsbragur að mega ekki sjá sprækan fola í haga nema senda honum dugleg haglaskot í kviðinn og njóta þess í sæluvímu að sjá hann æða um í lokaðri girðingu trylltan af kvöl og angist, unz honum loks hyrfi dagurinn og hann hnigi niður, hefði hann þá ekki áður sloppið burt með sár, sem verri væm en bráður dauði. Svo góð skemmtun er reyndar bönnuð, og lög sett sem kveða á um aflífun dýra á sem mannúð- legastan hátt. Þó verður laxinn að þola atlot stangveiði-þjarka óátalið, hvers sem hann á að gjalda. Svo kóróna þessir heiðurs- menn manndóm sinn með því að rífa upp ánamaðka, sem ætla má einhver viðkvæmustu dýr sem móðir Jörð elur, og þræða þá kvika upp á öngulinn. Síðan eru þeir vísir til að rausa íjálglega um fegurð og yndisleik náttúr- unnar, lifandi og dauðrar, og dilla upp í hástert ást sinni á blessuðu sköpunarverkinu. Omurlegast er þó að heyra þetta lið státa sig með steigur- læti af því sem það kallar „veiði- íþrótt“. Sér er nú hver íþróttin! Þeir raupa jafnvel af iðju sinni sem einhvers konar frækilegu „einvígi" við laxinn, og láta mynda sig með óvættina dauða í greipum sér og rogginn hetju- svip Georgs drekabana á andlit- inu. Kannski er það dálítið sér- kennilegt einvígi og ekki beint hetjulegt, að einungis annar þeirra, sem eigast við, er í hættu, sá sem ekki á kost á öðrum bar- daga en að reyna í örvæntingu að slíta sig helsærðan úr fólsku- brögðum árásarmannsins. Jafn- vel spænskir nautabanar leggja sjálfa sig í nokkra hættu í atinu, svo að sú siðlausa skrílskemmtun er að því leyti ekki nærri eins löðurmannleg og stangveiði. Ekki er langt síðan fréttist af erlendum veiðigörpum sem vildu óðfúsir kaupa það af bændum að fá að stunda stangveiði í ám þeirra með því skilyrði, að þeir slepptu þeim fiskum lifandi sem þeir veiddu, hvemig sem þeir kynnu að verða útleiknir. Enda hafa þessir sómapiltar lýst því yfir, að það eina, sem þeir sæk- ist eftir, sé gamanið af að „þreyta laxinn“. Þar er ekki verið að fela eðlið á bak við uppgerðar-afla- hvöt; fúlmennskan er auglýst blygðunarlaust. Oft hefur heyrzt, að það séu öðrum fremur lítilmótlegar aura- sálir, sem haldnar séu þessari náttúru. Kannski er þess að vænta, að saman fari hvötin til að pína varnarlausar skepnur og að féfletta náungann. Hér skal það ósagt látið. En maklegt væri að dæma hvern þann í tukthús, sem léti sjá sig úti í friðsælli náttúrunni með annað eins písl- artól og veiðistöng; og væri samt óverðugum sýnd miskunn. Ef þeirra eigið innræti væri haft með í ráðum, þá yrði þeim járn- karl í rass rekinn og út um kjaft. Það er Reykvíkingum til stórr- ar vanvirðu, að sjálf borgaryfír- völdin skuli ala á þessari kauða- legu villimennsku og fóma fyrir hana dýrmætu djásni, sem nátt- úran var svo gálaus að trúa þeim fyrir. Ef einhver menningar- glæta tórði í stjórn Reykjavíkur- borgar, léti hún banna allan veiði- skap í Elliðaánum nema í drag- net, og færa suður-kvíslina í sitt náttúrlega horf, svo að Kermóa- foss fengi að nýju skartað sinni sérkennilegu fegurð. Vetrarræktun á gúrkum SKRIF um verð- myndun grænmetis undanfama mánuði, meðal annars í leiður- um tveggja stærstu dagblaða þjóðarinnar, byggjast í grundvallar- atriðum á misskilningi að því er varðar vetrar- ræktun á gúrkum. Ekki er hægt að komast hjá því að leiðrétta þau. Hér á Laugalandi í Borgarfirði hafa gúrk- ur verið ræktaðar allt árið síðstastliðin ijögur ár, yfír veturinn með hjálp sérstakrar raflýs- ingar. Vetrarræktunin er í beinni samkeppni við innfluttar gúrkur, aðallega spænskar og hol- lenskar. Innfluttu gúrkurnar bera ekki „ofurtolla" frá 1. nóvember til 15. mars, þær bera enga tolla eða gjöld og eru ekki háðar neinum magntakmörkunum. Þær íslensku bera hins vegar ýmis sjóðagjöld. Sú skoðun sem fram kemur í leiðara Morgunblaðsins 12. júlí að þessi framleiðsla kunni að orka tví- mælis fyrir neytendur byggist að því er virðist á röngum upplýsingum um þetta atriði og er að mínu mati algerlega út í hött. Gæðamálin skipa mestu máli þegar rætt er um vetrarræktaðar gúrkur. Þar stendur íslenska fram- leiðslan framar hinni erlendu, meðal annars vegna nálægðar við markað- inn. Kaupendur hafa frjálst val og yfir veturinn eru innfluttu og ís- lensku gúrkurnar víða hlið við hlið í verslunum. Neytendur kunna að meta íslensku framleiðsluna, það hefur reynslan sýnt. Það er dýrt að rækta gúrkur við rafmagnsljós, rétt er það, en það hefur sýnt sig að neytendur vilja í mörgum tilvik- um greiða heldur hærra verð fyrir betri vöru. Rétt er að taka fram að frumkvöðlar vetrar- ræktunar á gúrkum hér á landi hafa stuðst við norskar tilraunan- iðurstöður og hefur ekki verið lagt í kostn- að við tilraunir á þessu sviði hér. Ég tel að sú ánægju- lega nýjung í íslensku atvinnulífi sem felst í ræktun á gúrkum og jafnvel öðru grænmeti yfír vetrartímann haldi áfram og þróist enn frekar enda er hún til hagsbóta fyrir neyt- endur eins og framleið- endur og þjóðarbúið í heild. Erlend samkeppni skákar ekki þessari ræktun, heldur miklu frekar innlend Blaðaskrif um verð- myndun grænmetis hafa, að mati Þórhalls Bjarnasonar, byggst á misskilningi og röngum upplýsingum. samkeppni í kjölfar offramleiðslu eða hugsanlega aukinn innlendur kostnaður, til dæmis við rafmagns- kaup. Ég hvet til umræðu um garð- yrkju og landbúnað en bendi á að hún þarf að vera grundvölluð á rétt- um upplýsingum og skoðanir studd- ar skynsamlegum rökum. Annars kemur hún ekki að gagni. Höfundur er garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði. Þórhallur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.