Morgunblaðið - 20.07.1996, Page 25

Morgunblaðið - 20.07.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1996 25 AÐSEIMDARGREIIMAR N ei-þýðir-j á-lögmáliö ... eftir sjónum breiðum VINSTRI menn hafa nú misst glæpinn, eða öllu heldur, glæpn- um var beinlínis stolið af þeim. Eyjólfur hresstist nefnilega aldrei. Hann dó. Syrgj- endurnir leita nú nýrra patentlausna dyrum og dyngjum, en finna fátt sem fútt er í. Það er viss eftirsjá í Eyjólfi. Meðan hann tórði var auðveldara að fylgjast með þeim sem önnuðust hann. í Þjóðviljanum, sem andaðist skömmu eftir fráfall Eyjólfs, mátti t.d. ávallt ráða í hvað vinstra fólk bar helst fyrir brjósti þá stundina. Til dæmis komst blaðið yfir það í liðlega hálfrar aldar sögu sinni að styðja flestalla þá ógnarbílda, sem herjuðu á mannfólkið á tímabilinu. Má minna á afdráttarlausan stuðn- ing Þjóðviljans við Hitler og hernað hans árin 1939-41, sem varð til þess að Bandamenn stöðvuðu út- gáfu blaðsins og fangelsuðu að- standendur þess. Ekki þarf að tí- unda lofgerðirnar óteljandi um hina harðsvíruðu alræðisherra kommún- istalandanna, en auk þeirra lenti hver sá, sem barðist gegn hags- munum vestrænna lýðræðisþjóða, sjálfkrafa í náðinni. Má þar nefna Khomeini og hans menn, og undir lokin átti Saddam Hussein athvarf á síðum blaðsins, þ.e. ef rúm gafst fyrir „friðarbaráttunni“, sem fékk æ meira rúm ásamt „mannréttinda- baráttunni". Einnig birtust gjarnan í blaðinu auglýsingar um fundi samtaka sem tengdust áhugamálum áhangenda þess, svo sem hinum ýmsu „vin- áttufélögum“, sem íslenskir menn stofnsettu við erlendar alræðis- stjórnir. Þá mátti finna í Þjóðviljan- um, eins og við var að búast í höfuð- málgagni „mannréttindabarátt- unnar“, tilkynningar um fundi Amnesty. Vakti sérstaka athygli mína að stundum stóð sama fólkið að þeim og auglýsingum „vináttu- félaganna“. Ekkert skorti heldur á um „frið- arbaráttuna“ sem rekin var sam- hliða stuðningi við „þjóðfrelsisbar- áttuna“ (þ.e. hernað kommúnista). M.a. fengu „Menningar- og friðar- samtök kvenna" pláss, ásamt öðr- um „friðarsamtökum" sem ekki voru jafn afdráttarlaust rekin á vegum Sovétríkjanna (að því er sýndist, a.m.k). Friðaruppeldi og föðurlandsást Það er freistandi að álykta að summa lastanna og dyggðanna Vilhjálmur Eyþórsson verði alltaf hin sama. Því meiri dyggðir, þeim mun meiri lestir. Allir kannast við kristna vandlætara og siðapostula sem hafa verið sekir um ýmiss k'onar glæpi. Dæmi má finna um fólk sem orðið hefur þjóðkunnt fyrir baráttu sína gegn fíkniefnavandanum, en síðan dæmt fyrir eiturlyljasmygl. Þetta má skýra með nei-þýðir-já-lögmálinu sem segir að menn fordæmi það ávallt harðast 1 orði, sem ,þeir styðji afdráttarlausast á borði. Miklu fleiri dæmi má finna en þau, sem ég hef þegar nefnt: í stríðslok kom upp í Þýskalandi hreyfing um „friðaruppeldi" og var fóstra Ulrike Meinhof, sem seinna var heimskunn í tengslum við hryðjuverk, þar framarlega í flokki. Má því segja, að Baader-Meinhof- samtökin hafí þannig verið skilget- ið afkvæmi „friðaruppeldis“. Ég missti reyndar trúna á „frið- arbaráttunni" fyrir margt löngu, um líkt leyti og ólíkum hópum frið- arsinna lenti saman á „heimsfriðar- móti“ í Japan og tugir manna féllu í valinn. í „verkamannalýðveldum", t.d. á Kúbu, er hver sá, sem reynir að stofna til verkfalla eða beijast fyr- ir hag verkamanna tafarlaust fang- elsaður. Þetta er gert með þeim rökum að „verkamenn" hafi völdin og sé verkalýðsbarátta því „gegn hagsmunum verkalýðsins“. Það leiðir því af sjálfu sér að vinstri menn, vinir Castros og ann- arra slíkra, hafa alltaf talið sig vera alveg sérstaka fulltrúa og kraftbirtingu verkalýðs og verka- lýðsbaráttu hér á jörðu. íslenskir verkalýðsleiðtogar sóttu því t.d. þing opinberra „verkalýðsfélaga" alræðisríkj anna á Kúbu fyrir nokkrum árum, ein- mitt um það leyti, sem „hægri sinn- aðir“ (andkommúnískir) verka- menn í Samstöðu voru að beijast fyrir lífí sínu í Póllandi. Þingið sam- þykkti að sjálfsögðu ýmsar álykt- anir, sem fordæmdu „kúgun verka- manna“ víðs vegar á Vesturlönd- um. Einn stjórnmálaflokkur, sem hefur heitið ýmsum nöfnum, telur sig alveg sérsakan og útvalinn and- stæðing erlendra stórvelda. Liðs- menn hans hafa því í gegnum tíð- ina vandlætast afar mikið og m.a.mjög sakað andstæðinga sína ALMANMATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. júlí 1996 ... Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir(grunnlífeyrir) 13.373 ’/2 hjónalífeyrir 12.036 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 30.510 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 31.365 Heimilisuppbót 10.371 Sérstök heimilisuppbót 7.135 Bensínstyrkur 4.317 Barnalífeyrir v/1 barns 10.794 Meðlag v/1 barns 10.794 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 3.144 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 8.174 Ekkjubætur/ekkilsbæturé mánaða 16.190 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða 12.139 Fullur ekkjulífeyrir 13.373 Dánarbæturí8ár(v/slysa) 16.190 Fæðingarstyrkur 27.214 Vasapeningarvistmanna 10.658 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.658 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.142,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 571,00 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri . 155,00 Slysadagpeningareinstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .. 150,00 um „landsölu" ogjafnvel „landráð“. Það þarf því ekki að koma nein- um á óvart að nú er fullsannað og skjalfest í Moskvu, að einmitt þessi flokkur þáði samtímis mikla fjár- styrki og var um áratugaskeið bein- línis stjórnað úr ráðuneytum er- lends stórveldis. Af illum verkum... Nú, að Rússa-Grýlu liðinni, er í sjálfu sér ágætt að þurfa ekki leng- ur að sitja undir því að vera kallað- ur „fasisti“ fyrir þær sakir einar að benda á staðreyndir um ástand- ið í sæluríkjum. Þeim staðreyndum mótmælir enginn lengur. Mér fannst miklu verra fyrr á árum að vita af málsvörum alræðis og kúgunar meðal áhrifamanna hvarvetna í þjóðfélaginu, ekki að- eins í stjórnmálum, heldur einnig og ekki síst í lista- og menningar- lífí þjóðarinnar. Hitt fannst mér þá og fínnst enn allra verst, og reyndar óþolandi, að sitja undir tali þess sama fólks um „lýðræðið", „tjáningarfrelsið“, „lítilmagnann" og „mannréttind- in“. Havel Tékklandsforseta var ör- ugglega ekki kunnugt um, þegar hann var hér á ferð fyrir nokkrum árum, í hvaða félagsskap hann Rússa-Grýlan er dauð, segir Vilhjálmur Eyþórsson í þessari síðustu grein sinni af fjórum, en Grýlubömin lifa áfram. var. Mér fannst beinlínis viðbjóðs- legt að fylgjast með því að þeir sem flöðruðu allra mest upp um forset- ann voru einmitt þeir áhrifamenn í stjórnmálum, listum og menn- ingarlífi sem af mestu alefli höfðu stutt kvalara hans fáum árum áður meðan hann var andófsmaður og fangi. Þetta fólk kann ekki að skamm- ast sín. Rússagrýla er dauð. En Grýlu- börnin lifa og munu halda áfram að geta af sér afkvæmi, því skýr- ingar á háttalagi þeirra er fremur að leita á grundvelli sálfræði en stjórnmála. Vinstrimennskunni verður varla útrýmt, fremur en sýndarmennskunni, vandlæting- unni eða óskhyggjunni. Hún mun skjóta upp kollinum í einhverri mynd, undir einhverju nafni. Blekk- ingin er fallegri en raunveruleikinn, og menn munu halda áfram, enn sem fyrr, að beijast af miklu meiri sannfæringu fyrir lyginni heldur en sannleikanum. Því munu íhaldsmenn seint öðl-' ast þann töfraljóma, sem umlykur málsvara blekkingarinnar. Við það verður að búa. Barnið í ævintýri Andersens hef- ur örugglega fengið skömm í hatt- inn. Svo var a.m.k. um okkur sem reyndum að benda fólki á úr hvaða efni nýju fötin væru sem skraddar- arnir Marx og Lenin höfðu sniðið á keisarana í Kreml. Boðberar vá- legra tíðinda verða aldrei vinsælir, og fólk er alltaf reiðubúnara til að trúa lyginni heldur en sannleikan- um. Kíkóti skildi hvarvetna eftir sig slóða eyðileggingar. Það gera vinstri menn, stuðningsmenn, já- bræður og umþegjendur Gúlagsins, líka. Fulltrúar og arftakar Rússa- Grýlu eru ekki meinlausir, sjónum- hryggir riddarar. Auðvelt er samt að þekkja þá: Þeir tönnlast nefni- lega í síbylju á fallegum orðum. Nafni minn frá Skáholti orðaði nei-þýðir-já-lögmálið dálítið öðru vísi en ég, nefnilega svona: Af illum gjörðum sínum þekkjast þeir, sem þykjast geta frelsað heiminn. Það er vissulega rétt að auðveld- lega má þekkja þá af illum gjörðum þeirra. En það er jafn auðvelt að þekkja illvirkjana af fögrum orðum sínum. Höfundur er ritstjóri. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 858. þáttur Mannsnafnið Ármann má að réttu lagi skýra á tvo vegu. 1) Réttast mun að gera ráð fyrir merkingunni „verndar- vættur“ eða „sendimaður". Orðið ármaður gat þýtt verndarvættur, en reyndar fleira, það er trúlega dregið af fornyrðinu árr=sendiboði, fleir- tala af því er ærir. Englarnir eru í gömlum bókum nefndir „ærir guðs“. Eignarfall af ármaður er náttúrlega ármanns, og þannig verður til nafnið Ármannsfell. En Jón lærði Guðmundsson (1574-1658) orti Rímur af Ármanni 1636. Hann lætur hollvættina í fellinu kynna sig svo: „Ármann heiti eg...“ Þar með hefur Jón lærði búið til nýtt nefnifall ÁRMANN. Síð- an var búin til saga eftir rím- unum og margar rímur eftir henni, og þar er nefnifallið alltaf haft Ármann, sbr. nöfn eins og Hermann, Frímann, Guðmann og Kristmann . Fyrsti maður á íslandi, sem Ármann hét, svo að vitað sé, var Ármann Jónsson á Flögu í Vatnsdal, fæddur 1793. Baldvin Einarsson lögfræð- ingur frá Hraunum í Fljótum gaf svo út um stuttan tíma ritið Armann á alþingi (1829-32) og upp úr því tekur nafnið að breiðast út. Árið 1855 hétu tólf íslendingar Ármann, árið 1910 voru þeir 60. Nú eru í þjóð- skránni rétt um 300. Um það bil þriðjungur þeirra heitir svo síðara nafni. 2) Önnur skýring, en ótrú- legri: Þýska nafnið Hermann, sem við höfum líka tekið upp, barst inn í frönsku og breyttist þar í Armand, og varð það nafn býsna frægt í Frakklandi. Hugs- anlegt er að franska nafnið Ar- mand liggi til grundvallar ís- lenska nafninu Ármann. Niðurstaða. Nafnið Ármann merkir trúlega verndarvættur eða sendiboði (og þá sendiboði góðra afla). Hugsanlegt er að Ármann merki hermaður. Held ég litla harmabót, þá heimur er flár og stnðinn að ganga út á gatnamót og gráta framan í lýðinn. (Theodóra Thoroddsen, 1863-1954) „Heill og sæll! Þegar þetta er skrifað er hlé í leik Tyrkja og Dana. Þá eru auglýsingar m.a. frá Coca Cola, sem hljóða, að hluta, á þennan veg: „hugsaðu fótbolta" og „dreymdu fótbolta". í Degi í dag, 19. júní, er sýnd mynd frá því er Paul Gascoigne hafði skorað mark og gladdist að vonum ásamt félaga sínum Teddy Sheringham. Fyrirsögnin undir myndinni er: „Ovenjulegt fagn“ og síðar í textanum kemur fleirtölumyndin „fögn“. Þetta brýtur í bága við máltil- finningu mína og því sendi ég þér þessar línur til að heyra skoðanir þínar. Með bestu kveðjum." Umsjónarmanni þykir þetta heldur böngulegt hvort tveggja. En í minningu þess að séra Jón Blámann í Guðsgjafaþulu færði allt til betri vegar getur hann þess að ragn=blót eða bölv er dregið af ragna, en fleirtalan „rögn“ dugir ekki, því að þá er komið að goðunum sjálfum sem bæði heita rögn og regin. Inn ég fer og afklæðist í einum spreng. Kem svo fram í kattarþvott, út keikur geng. í laugum syndi litla stund, svo leggst í pott, þar úr kroppnum þreyta fer og þykir gott. Af mér skola allan klór og annað salt, undir sturtu, ylja mér, fer ekk’í kalt. Þvinæst má ég þurrka mér og þerra bak. Að fara svo í fót á ný er fýrirtak. (Sundvísur eftir Sigurstein Hersveinsson.) ★ Vilfríður vestan kvað: í fjárhúsinu gimbillinn gekk (inn), fyrir guðs miskunn bar engan flekk(inn) og jarmaði glatt: „þetta gekk vel og hratt, og ég græt ekki framar við stekk(inn). Guðmundur Benediktsson fv. ráðuneytisstjóri segir mér að Þorgrímur Maríusson á Húsavík hafi notað lýsingarorðið tökull um þjófóttan mann. Þetta sagði próf. Halldór Halldórsson að væri gott dæmi um skrauthverft orð. Nú langar okkur Guðmund að vita hvort fleiri þekki orðið tökull um þann sem á bágt með hendurnar á sér. Auk þess þótti mér það góð lausn í sjónvarpsfréttum að breyta mælieiningunni desibel (um hávaða) í desíbil, en sam- setningin „hávaðamengun" þyk- ir umsjónarmanni svona humm humm. Og fáeinar einfaldar prentvill- ur voru í síðasta þætti, t.d. „creseas" í stað crescas og auka n í limrunni. Slíkt hendir stund- um um hásumarið og er beðist velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.