Morgunblaðið - 20.07.1996, Side 28

Morgunblaðið - 20.07.1996, Side 28
28 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR VALDIMARSSON + Ragnar Valdi- marsson var fæddur í Bolungar- vík 20. júní 1918. Hann lést á heimili sínu á Hólmavík 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Herdís Marís- dóttir og Valdimar Samúelsson. Börn þeirra auk Ragnars voru Marín, Gísli, Jónas, Þuríður og Magnea. Hálfsmánaðar gamall var Ragnar tekinn í fóstur að Hvalsá í Steingrímsfirði af þeim hjónum Aðalheiði Aðalsteinsdóttur og Ormi Samúelssyni, en þau áttu þá fyrir fóstursoninn Benedikt, sem dó 1930, 15 ára gamall. Fósturbræður Ragnars eru Jón Ólafur og Halldór, synir Aðal- heiðar og Orms, en Aðalheiður lést 1926. Fóstursystkini Ragn- ars, Aðalheiður Benedikta og Jón Ormar, eru börn Orms og seinni konu hans, Jóhönnu Daníelsdóttur. Arið 1937 gekk Ragnar að eiga Þuríði Guðmundsdóttur, hennar foreldrar voru Vigdís Guðmundsdóttir frá Bæ á Sel- strönd og Guð- mundur Magnússon vitavörður. Börn Þuríðar og Ragnars eru Valdís, hennar maður Karl Lofts- son bankaúti- bústjóri í Mos- fellsbæ, Aðalheið- ur, hennar maður Sigurður Vil- hjálmsson bifreiða- sljóri, Unnar skip- stjóri á Hólmavík, hans kona Þorbjörg Stefánsdóttir sím- stöðvarstjóri, Vig- dís, hennar maður Kjartan Jónsson skipsljóri, látinn, Jónas sjómaður, hans kona Alma Brynjólfsdóttir, Baldur raf- verktaki á Akureyri, hans kona Þorgerður Fossdal, Guðmunda, hennar maður var Jóhann Skúlason, en þau slitu samvist- um, Olver rafverktaki á Hólma- vík, hans kona Sunna Vermund- ardóttir, og Sigurbjörn starfs- maður Eimskips í Færeyjum, sambýliskona Frigerð. Barna- börn Þuríðar og Ragnars eru 27 og barnabarnabörnin 24. Útför Ragnars verður gerð frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Mánudaginn 15. júlí var ég staddur hjá systur minni vestur í bæ þegar síminn hringdi og í síman- um var Jón eldri bróðir okkar og sagði að Heiða næstelsta dóttir Ragnars hefði verið að hringja og tilkynna lát hans þá um morgun- inn. Þetta var snöggt og þungt högg fyrir okkur öll því Raggi var mjög einlægur bróðir okkar uppeld- t Mófiir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUÐMUIMDSDÓTTIR HANNAH, andaðist í Borgarspítalanum 18. júlf. Georg V. Hannah, Eygló Geirdal, Bryndis Þ. Hannah, Gisli Thoroddsen, Guðmundur B. Hannah, Svandís Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORSTEINN BJÖRN JÓNSSON bifvélavirki, Norðurgötu 60, Akureyri, lést 18. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Halldórsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi, RAFN ÞÓRÐARSON, Skipholti 4, Ólafsvík, sem lést 13. júlí, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju þriðjudag- inn 23. júlí kl. 14.00. Anna Jónasdóttir, Garðar Rafnsson, Guðrún Pétursdóttir, Lydía Rafnsdóttir, Hjálmar Kristjánsson, Svanur Rafnsson, María Sölvadóttir og afabörn. t Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs sonar okkar, bróð- ur, unnusta og barnabarns, ARNÓRS BJÖRNSSONAR, Ljósheimum 7. Álfheiður Steinþórsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Björn Arnórsson, Kristín Guðbjörnsdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Sara Jónsdóttir, Sólborg Sigurðardóttir, Pálína Eggertsdóttir. MINNINGAR issystkina sinna og um leið ákaflega ættrækinn í garð systkina sinna í Bolungarvík. A yngri árum stundaði Raggi sjó, enda ekki um annað að velja á þeim árum. Hann var góður sjómað- ur, ósérhlífinn, lipur og verklaginn. Þegar sjómennskunni lauk stundaði hann bifreiðaakstur hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar til ársins 1956 er hann varð fyrir þeirri ógæfu að fá heilablóðfall, en 1957 fór hann til Danmerkur í heilaskurðaðgerð sem lánaðist það vel, að hann náði hokkru vinnuþreki í nokkur ár og stundaði þá póst- og farþegaflutn- inga norður Strandir. Þetta voru erfiðar og langt í frá hættulausar ferðir á haustnóttum og þar kom að hann varð að hætta og eftir það var hann að mestu óvinnufær. Allir sem til þekkja vita hve gestrisið heimili þeirra Lillu og Ragga var, oft á tíðum nánast eins og hótel. Eins og gefur að skilja mæddi þá mjög á húsmóðurinni. Raggi var mjög skemmtilegur í við- ræðum og með afbrigðum orðhepp- inn og eru margar sögur til um smellin tilsvör hans. Elsku Lilla, böm, bamabörn og barnabamaböm. Við systkinin vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Að lokum, elsku Raggi, við systkini þín, Nonni, ég, Stella og Ninni, kveðjum þig með söknuði og þökk- um Guði fyrir að hafa átt þig fyrir bróður. Halldór Z. Ormsson. Hann afi Raggi er dáinn, farinn þangað sem allir fara að lokum. Afi var alltaf svo kátur og glettinn, eins og eitt barnabamið hans sagði: „Það er alltaf svo gaman þar sem afí Raggi er.“ Á góðum stundum þegar einn eða fleiri vom saman komnir með afa var afi hrókur alls fagnaðar. Hann sagði svo einstak- lega skemmtilega frá. Hann sagði okkur ungu kynslóðinni margar skemmtilegar sögur frá því sem var í gamla daga. Frásögnin var alltaf svo myndræn og hann dró fram spaugilegu hliðina á atburðunum þó að heilmikil alvara væri á bak við. Hann var orðheppinn með ein- dæmum og átti alltaf svar á reiðum höndum. Afí var alltaf að og alltaf hafði hann tíma til að sinna okkur krökkunum sem bjuggum í ná- grenni við hann. Ef hjólið bilaði gerði afi við það, lagaði skíðasleð- ana, bjó meira að segja til skíði úr tunnuspýtum og reyndi að poppa fyrir okkur úr hænsnabyggi, allt reyndi og gerði afí Raggi. Við sem vorum þess aðnjótandi að fá að kynnast og vera í návist afa Ragga búum að dýrmætri reynslu, sem við búum að alla ævi. Til stóð að íjölskyldan hittist um næstu helgi og gleddist saman og allir ættingjarnir sem eru staddir á landinu ætluðu að mæta því það lætur enginn sig vanta þegar Ragga Vall fólkið ætlar að hittast og eiga helgi saman. Afí var farinn að hlakka svo til að fá alla hingað til Hólmavíkur. En skjótt skipast veður í lofti og nú hittumst við við aðrar aðstæður en ákveðið hafði verið því í dag kveðjum við afa okkar í hinsta sinn. Elsku afí, takk fyrir allar sam- verustundirnar, við vitum að þú ert nú á góðum stað og trúum því að þú sért enn á meðal okkar þó að við sjáum þig ekki. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matt. 7,12). Þessi einkunnarorð hafði afi að leiðar- ljósi og benti okkur á að hafa sem einkunnarorð við ferminguna og JÓN JÓNSSON + Jón Jónsson var fæddur á Tann- staðabakka í Hrúta- firði 24. febrúar 1920. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 13. júlí siðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Einarsson á Tann- staðabakka og eigin- kona hans Jóhanna Þórdís Jónsdóttir frá Hróðnýjarstöð- um í Laxárdal. Jón var næstyngstur af sjö börnum þeirra hjóna. Systkini hans voru: 1) Guðrún, lést ung. 2) Guðlaug Dahlmann, lengi á ísafirði, vann síðast hjá Ritsí- manum í Reykjavík. 3) Svan- borg, lést ung. 4) Herdís, á Hraunsnefi í Norðurárdal, siðan starfsstúlka í Reykjavík. 5) Ein- ar, bóndi á Tannstaöabakka. 6) Guðrún, átti Karl Bigseth í Ála- sundi í Noregi. Guðlaug og Guð- rún yngri létust báðar 1993, en Herdís og Einar lifa bróður sinn. Árið 1958 kvæntist Jón Láru Pálsdóttur, f. 31. ágúst 1933, d. 31. ágúst 1993. Lára var dóttir hjónanna Páls Theodórssonar og Vinbjargar Ástu Albertsdóttur á Sveðjustöðum í Miðfirði. Jón og Lára eignuðust sex börn: 1) Jó- hanna Svanborg, f. 22.4. 1959, d. 1.3. 1960. 2) Jóhanna Svan- borg, f. 12.5. 1961, sjúkraliði í Vestmannaeyjum, gift Sigurði Franz Þráinssyni. 3) Jón Bjarni, f. 31.7. 1962, verktaki í Reykja- vík, kvæntur Jó- hönnu Jóhannesdótt- ur. 4) Albert Jóns- son, f. 13.1. 1964, bóndi Eyjanesi. 5) Guðrún, f. 1.4. 1967, félagsráðgjafi í Vest- mannaeyjum, gift Hreggviði Ágústs- syni. 6) Þorgeir, f. 23.6. 1973, verka- maður í Eyjanesi. Lára átti fyrir tvö börn; Þröst Guðlaugsson, f. 26.3. 1955, bakara á Akranesi, og Vin- björgu Ástu Guðlaugsdóttur, f. 30.12. 1956, gift Jóni Einarssyni á Blönduósi. Barnabörnin eru orðin á annan tug. Jón stundaði nám í Reykja- skóla tvo vetur. Hann vann á búi foreldra sinna, stundaði félags- búskap með Einari bróður sínum á Tannstaðabakka þar til jörðinni var skipt og Jón og Lára stofna nýbýlið Eyjanes 1959. Þau reistu þar öll hús og ræktuðu Iandið. Jón og Lára bjuggu í Eyjanesi þar til 1991, er þau fluttu á Hvammstanga. Jón var virkur í félagsmálum, sat m.a. um árabil í hreppsnefnd. Útför Jóns fer fram frá Stað- arkirkju í Hrútafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jón Jónsson ólst upp í systkina- hópnum hjá foreldrum sínum á Tann- staðabakka. Foreldrar hans bjuggu þar myndarbúi og skópu bömum sín- um ástríkt heimili með traustum fjöl- skylduböndum. Sterk tengsl og rík tryggð við heimahaga hefur fylgt systkinunum frá Tannstaðabakka alla tíð. Svo rík var tryggðin að er systir Jóns, Guðrún, er bjó í Ála- sundi, lá banaleguna, sagðist hún frekar vilja verða að blómum á ís- landi en illgresi í Noregi. Jón móðurbróðir minn er í dag lagður til hinstu hvílu við hlið eigin- konu sinnar og í seilingarfjarlægð frá dótturinni sem þau misstu unga, foreldrum sínum, systur sinni og afa og ömmu. Hann mun eins og þau með tímanum sameinast hrútfírskri mold. Kanski er ekkert betur viðeig- andi en svo verði eftir langa samvinnu bóndans og jarðarinnar. Jón og for- feður hans hafa mann fram af manni lifað í náinni samvinnu við moldina í Hrútafirðinum. Með þrotlausu starfí hafa þeir bætt hana, - rutt burtu gijóti, hlúð að henni með áveitum og áburði, sáð í hana fræjum og hún hefur launað umhyggjuna með upp- hafa að leiðarljósi í gegnum lífið. Bára, Ragna Þóra og Elín Gróa Karlsdætur. „Skjótt hefur sól brugðið sumri." Vinur minn Ragnar Valdimarsson er látinn. Skipsfélagi minn og tryggðarvinur allt frá því er við hitt- umst á Hólmavík 1934 og til þessa dags. Þá lærði ég að þekkja þennan góða mann sem alltaf var svo kátur og hlýr. Hann var líka svo einstak- legá orðheppinn að allir löðuðust að honum, bæði ungir og gamlir. Hann var mikið snyrtimenni og allt skyldi vera á sínum stað og öll hans störf heiðarlega af hendi leyst. Um margra ára skeið var Ragnar bílstjóri bæði á vörubíl og fólksbíl- um. Höfum við í fjölskyldunni notið margra góðra stunda með Ragnari í bílnum hans undanfarin ár. Sér- lega munum við ferð norður á Strandir sumarið 1984. Það er oft vitnað í þá gleði sem ríkti í bílnum hans þá. Og alltaf var vináttan við Ijölskylduna jafntraust og einlæg og munum við öll minnast hans með þökk og virðingu. Ég og fjölskylda mín sendum Þuríði konu hans, börnum þeirra og ijölskyldum innilegustu samúð- arkveðjur okkar. Við vitum að sökn- uður ykkar er mikill við þessi snöggu umskipti, en minningin um hann Ragnar verður alltaf ljósgeisli í lífí ykkar. Það var kyrrt og fallegt við Stein- grímsfjörð daginn sem Ragnar lést. Við höfðum svo oft dáðst að fegurð Hólmavíkur saman. Þar átti hann heima öll sín manndómsár og þar mun ég kveðja hann. Ég veit að þar sem góðir menn fara, þar eru guðsvegir. Blessuð sé minning góðs vinar. Einar Hansen. skerunni sem er ein af undirstöðum búskaparins og lífsafkomu bóndans. Jón var bóndi af lífí og sál, góður bóndi og ævistarf hans var að halda áfram starfí forfeðra sinna að rækta og byggja upp á föðurleifðinni. Hann tók fleira í arf frá áum sínum, hann var ágætlega gefínn og hagvirkur í besta Iagi, áhugasamur og afkasta- mikill. Jón var ekki fyrirférðarmikill í fjölmenni, var ekki gefínn fyrir að láta á sér bera, en naut sín því betur þar sem fámennt var og góðmennt. Jón átti við margháttuð veikindi að stríða mörg undanfarin ár og eins eiginkona hans, áður en hún lést fyrir u.þ.b. þrem árum. Þó Jón væri markaður af langvarandi heilsuleysi var hann síðustu misserin hress og ánægður, var ósínkur á að deila með öðrum hvort sem var spaugsögum, fróðleik frá fyrri tímum eða koníak- inu sínu og var vakandi yfír hvernig búskapurinn gengi í Eyjanesi og á Tannstaðabakka. Hann var mjög ánægður með að hafa verið fær um að taka aðeins þátt í heyskapnum á Eyjanesi síðastliðið sumar og dreymdi um að geta það aftur í sum- ar. Hann lét sig mjög varða hag barna sinna og var mjög ánægður er hann tilkynnti mér að Jóhanna dóttir hans ætti von á barni. Þá gladdi það hann afar mikið hve böm hans hafa tekið í arf tryggð við heimahagana og fagnaði mjög að Jón Bjarni sonur hans væri að reisa sum- arbústað á Eyjanesi. Síðustu mánuðina var Jón á sjúkrahúsum, Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hann var þakklátur fyrir umönnunina, einkum lofaði hann starfsfólk á deild 12G á Landspítalanum. Jón vissi vel hvemig heilsa hans var og hvaða áhættu hann tæki með því að gangast aftur undir aðgerð. Hann gat ekki hugsað sér lífíð sem alger sjúklingur, var tilbúinn til að leggja á sig erfíða aðgerð til að reyna að ná betri heilsu, en var líka tilbú- inn til að kveðja þennan heim. Hann ræddi veikindi sín og tæpar batahorf- ur af æðruleysi, en sagði líka frá með glampa í augum hve sjúkrabíll- inn hefði verið fljótur í förum í síð- ustu ferð hans norður, - hann hafði ennþá gaman af að fara hratt yfír. Far þú í friði, frændi sæll, og hafðu þökk fyrir allt. Hjördís Hjartardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.