Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjósendakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ um niðurstöður forsetakosninganna 29. júní 2-3% kjósenda söðl- uðu um vegna nei- kvæðra auglýsinga Hvað réð mestu um / c* Wm að þú kaust.. <T ^ Fjöldi Leist best á hann/ hana 6,7 55,8 49,3 40,2 320 Þekking/ reynsla/ menntun/ hæfni 0,0 6,4 33,9 11,3 136 Vildi ekki að annar kæmist að 6,7 7,1 0,7 19,1 53 Mannkostir 0,0 4,5 3,3 9,8 37 Málefni/ málflutningur 53,3 3,2 1,6 9,3 37 Kynferði 0,0 9,0 0,0 0,0 14 Framkoma/ útlit 0,0 7,7 7,6 9,3 54 Sá sem ég vildi átti litia möguleika 0,0 1,3 1,3 0,0 6 Traust/ heiðarleiki 0,0 1,9 0,3 3,4 11 Maki 0,0 0,6 2,3 0,5 9 Leist ekki á hina 20,0 5,8 3,9 2,0 28 Mest þjóðarsátt um hann/ hana 0,0 2,6 0,0 0,0 4 Fjölmiðlar/ auglýsingar 6,7 0,6 2,0 1,5 10 Ekki pólitísk(ur) 6,7 0,6 0,3 2,9 9 Pólitísk afstaða/ reynsla 0,0 0,0 2,0 1,0 8 Neikvæðar auglýsingar andstæðinga 0,0 0,0 2,3 0,0 7 Guðrún Pétursdóttir hætti við framboð 0,0 1,3 1,0 1,0 7 Best þekkt(ur) 6,7 0,0 1,6 1,0 8 Annað 20,0 1,3 3,0 3,4 21 Alls* 126,8 109,7 116,4 115,7 1 Nefna mátti fleira en eitt atriði og því er samanlögð prósenta hærri en 100%. 779 FLESTIR stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosn- ingunum 29. júní, eða 69%, segja að hæfni hans í samskiptum við útlend- inga hafi verið mjög mikilvæg ástæða fyrir vali þeirra í kosningun- um, skv. nýrri þjóðmálakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands fyrir Morgunblaðið. Þegar lesin voru upp tiltekin atriði og þátttak- endur spurðir hvort þau væru mjög mikilvæg fyrir val á þeim frambjóð- anda sem þeir kusu var heiðarleiki oftast nefndur meðal stuðnings- manna frambjóðendanna nema Ólafs Ragnars, en hjá stuðningsmönnum hans var það atriði í þriðja sæti. Olíkar áherslur stuðn- ingsmanna frambjóðenda Könnunin var gerð dagana 16. til 22. júlí og var meginviðgangsefnið að greina niðurstöður forsetakosn- inganna 29. júlí. í könnuninni var leitast við að greina hvað réð vali kjósenda. Var það annars vegar gert með því að spyija opinnar spurningar um hvað réð mestu um að kjósendur kusu við- komandi frambjóðanda og í fram- haldi af því voru kjósendur spurðir um tiltekin ellefu atriði, sem sýnt þótti að hefðu getað skipt máli fyrir ákvarðanatökuna. Fyrri spurningunni var oftast svar- að með því að viðkomandi kjósanda hafí litist best á þann frambjóðanda sem hann endanlega studdi. Nefna mátti fleira e_n eitt atriði. 33,9% stuðn- ingsmanna Ólafs Ragnars Grímsson- ar sögðu að þekking, reynsla, mennt- un og hæfni hans hefði ráðið mestu. 11,3% stuðningsmanna Péturs Kr. Hafstein og 6,4% stuðningsmanna Guðrúnar Agnarsdóttur sögðu það atriði hafa skipt mestu við val sitt, en enginn stuðningsmanna Ástþórs Magnússonar tiltók þetta atriði. 53,3% stuðningsmanna Ástþórs sögðu að málefni og/eða málflutning- ur hans hefði ráðið mestu um að þeir kusu hann. 3,2% stuðningsmanria Guðrúnar, 1,6% stuðningsmanna Ól- afs Ragnars og 9,3% stuðningsmanna Péturs nefndu þetta atriði. 19% stuðningsmanna Péturs nefndu að þeir hefðu ekki viljað að annar frambjóðandi kæmist að, en um 7% kjósenda Guðrúnar Agnars- dóttur, 6,7% stuðningsmanna Ást- þórs og 0,7% stuðningsmanna Ólafs Ragnars nefndu þetta atriði. Um 9% stuðningsmanna Guðrúnar sögðu að kynferði hefði verið mikilvægasta ástæðan fyrir stuðningi við hana, en hjá öðrum var þetta atriði ekki nefnt. Aðeins lítill hluti stuðningsmanna frambjóðendanna nefndi sem svar við fyrri spurningunni að traust eða heiðarleiki hefði ráðið mestu um val sitt, eða 3,4% stuðningsmanna Pét- urs, 1,9% stuðningsmanna Guðrúnar og 0,3% stuðningsmanna Ólafs Ragnars nefndu þetta atriði en eng- inn stuðningsmanna Ástþórs. Þegar hins vegar voru talin upp ellefu atr- iði sem svarendur voru spurðir sér- staklega um hvort hefðu verið mjög mikilvæg skáru stuðningsmenn Ólafs Ragnars sig einkum frá stuðnings- mönnum annarra hvað snertir mat á mikilvægi heiðarleika, hærra mati á hæfni hans í samskiptum við útlend- inga, hærra mati á framlagi maka hans og lægra mati á fyrri störfum og ferli en meðal stuðningsmanna Péturs og Guðrúnar. Hjá Olafi Ragnari skipti hæfni hans í samskiptum við útlendinga mestu (69%), þá framkoma hans (63%) og heiðarleiki (57%). Hjá Pétri skipti heiðaríeiki mjög miklu máli fyrir flesta stuðnings- menn hans (94%), þá framkoma hans (68%) og svo hæfni í samskiptum við þjóðina (58%). Hjá stuðningsmönnum Guðrúnar var heiðarleiki nefndur af flestum (88%), síðan framkoma (77%) og svo hæfni í samskiptum við þjóðina (61%). Stuðningsmenn Ástþórs nefndu flestir heiðarleika hans (58%), hæfni í samskiptum við útlendinga (50%) og almenna hæfni samanborið við hina (36%). 2,3% stuðningsmanna Ólafs Ragn- ars sögðu að neikvæðar auglýsingar andstæðinga hefðu ráðið mestu um að þeir kusu hann en enginn stuðn- ingsmanna annarra frambjóðenda nefndu þetta atriði. Spurt var sér- staklega um áhrif neikvæðra auglýs- inga sem beindust gegn Ólafi Ragn- ari í kosningabaráttunni og sögðust 70,9% hafa séð þessar auglýsingar. Þegar spurt var hvort þessar aug- lýsingar hafi orðið til þess að viðkom- andi hættu við að styðja tiltekinn frambjóðanda og kosið annan svör- uðu 95,8% þeirra sem sáu auglýsing- arnar því neitandi en 4,2% sögðust hafa skipt um skoðun vegna þeirra. Samsvara þeir að mati Félagsvís- indastofnunar um það bil 2-3% allra kjósenda í forsetakosningunum. 65% þessa hóps sögðust hafa hætt við að styðja Pétur Kr. Hafstein og 35% sögðust hafa hætt við að styðja Guð- rúnu. Ólafur Ragnar virðist því ekki hafa tapað fylgi vegna auglýsing- anna sem beindust gegn honum, að mati Félagsvísindastofnunar, heldur þvert á móti notið góðs af þeim í fylgisaukningu. Rúm 50% töldu neikvæðar auglýsingar Iýsa staðreyndum Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir teidu að upplýsingarnar sem fram komu í þessum auglýsing- um hafi verið réttar eða rangar lýs- ingar á staðreyndum um starfsferil Ólafs Ragnar Grímssonar. 51,3% þeirra sem sögðust hafa séð auglýs- ingamar töldu að lýsingarnar hefðu verið réttar, 26,3% töldu þær rangar en 22,4% svörðuðu bæði og. 3,5% töldu auglýsingar af þessu tagi eðlilegan þátt í kosningabarátt- unni, 3,9% sögðu að þær væru frek- ar eðlilegar, 18,5% töldu þær frekar óeðlilegar og 70,5% töldu þær mjög óeðlilegan þátt í kosningabaráttunni, 3,5% svöruðu hvorki af eða á. Ólafur Ragnar naut mests álitsauka af maka sínum Fram kom að framlag maka virð- ist hafa skipt miklu meira máli fyrir framboð Ólafs Ragnars en hjá hinum frambjóðendunum. Rúm 76% kjós- enda telja að Ólafur Ragnar hafi haft mestan álitsauka af maka sínum í kosningabaráttunni skv. könnun- inni. 7% nefndu Pétur, 6,2% Guðrúnu og 0,7% Ástþór. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóð- skrá sem náði til 1.200 manna á aldr- inum 18-75 ára, af öllu landinu. Viðt- ölin voru tekin í síma. Alls fengust svör frá 843 en það er 70,3% svar- hlutfall. Nettósvörun var 71,7%. 76,5% 110,9% 18,3% 17,9% 94,4% Þau atriði sem svarendur töldu „mjög mikilvæg“ fyrir val á þeim frambjóðanda sem þeir endanlega studdu STUÐNINGSMENN . . . ÁstþórsMagnússonar Guðrúnar Agnarsdóttur ÓlafsRagnarsGrímssonar PétursKr. Hafsteins Heiðarleiki frambjóðandans Wm 88,3% Almenn framkoma frambjóðandans Hæfni í samskiptum við útlendinga Hæfni í samskiptum við þjóðina Alm. hæfni í samanb. við aðra frambjóðendur Fyrri störf og starfsferill frambjóandans HH|15,4% Forsetaleg ímynd frambjóðandans HH16,7% Maki frambjóðandans | 0,0% Kosningabarátta frambjóðandans MMH 25,0% HHHI 24,7% Stjórnmálaskoðanir frambjóðandans H 8,3% Kynferði frambjóðandans I 0,0% | 0,9% 1 q q. KJósendur voru spurðir is,s% sérstaklega um ofangreind 11 atriði. Samanlögð prósenta fer yfir 100% þar sem svarendur máttu nefna fleiri en eitt atriði. Gagnrýnendur lofa Guðrúnarkviðu Dönsku blöðin birtu í ffær gagnrýni um Guð- rúnarkviðu hina fjórðu, sem Haukur Tómasson tónskáld samdi tónlist við. Sigrún Davíðsdótt- ir rekur hér dómana. SVO mikil var hrifning danskra gagnrýnenda, að góðir dómar um Guðrúnarkviðu hina fjórðu var há- degisfréttaefni í danska útvarpinu í gær um leið og flutt var brot af tón- list Hauks Tómassonar úr verkinu. Flestir gagnrýnenda benda á að mik- ið hafi verið lagt undir og fram- kvæmdin einkennst af djörfung og ríkulega sé upp skorið, en eru í vafa um hvort verkið sé tónlistar- eða leik- verk, en efu á því að hér sé á ferð- inni sviðslist, sem falli utan hefð- bundinna listgreina. Allir gagnrýn- endur gera sýningarstaðnum skil, þurrkví úti á Hólmanum. Hafið hand- an við járnhlerann sem iokar þurrk- vínni, en opnast í lokin vekur tilfinn- ingu um hættu, dauða og Ragnarök, sem ekki næst í venjulegu leik- eða óperuhúsi. Allir dómarnir eru ítarleg- ir og þeim fyigja stórar myndir. „Heimsleikhús undir yfírborði sjávar“ er fyrirsögn gagnrýni Jakob Levinsens í Berlingske Tidende og undirfyrirsögnin er: „Það var ekki aðeins, mögulegt, heldur fór fram úr björtustu vonum“ og segir sýninguna verða viðmiðun dansks nútímaleik- húss um ókomin ár. „íslenska tónskáldið Haukur Tóm- asson hefur skrifað frábæra tónlist, bæði þegar hún fylgir atburðunum og eins þegar hún stendur ein. Löng, þurr og taktföst streymir hún áfram, harmrænt mikilúðleg, ísköld en til- finningavekjandi. Sjaldan hef ég heyrt tónlist, kammertónlist, sem tókst á loft, einnig hljóðrænt, með því að vera mögnuð upp í tækjum.“ „Einstök leikhúsupplifun með heiílandi tónlist“ segir Lilo Sorensen í Det fri Aktuelt. Gagnrýnandinn segir talaða texta danska textahöf- undarins og skáldsins Peter Lauge- sen stundum valda spennufalli, kannski af því að leikararnir berjist við hið mikla rými, en tónlist Hauks hrífi, beri uppi dramatíska spennu verksins og lyfti hinu blóðuga drama yfir hinn talaða texta. „Yfírþyrmandi" er fyrsta orðið, sem Anders Beyer gagnrýnandi In- formation notar um sýninguna. Með því að hrista rykið af gömlu Eddunni hafi orðið úr „snilldarleg sýning í tíma og rými, þar sem listgreinar mætast, fortíð og nútíð, og hug- myndaheimum lýstur saman í ákafri nærveru ástríða, löngunar og lausnar í þjáningu og sameiginlegri dauða- þrá“. Beyer segir sýninguna leiða hugann að Wagner, sem notaði sömu sögur, en hér sé horfið frá stirðnuðu formi óperuhúsa og haldið yfir í lífið og hættuna. Óbein þátttaka áhorf- enda, sem reika um og bregðast við, ljái sýningunni kraft hins ófyrirséða. Beyer þakkar völdum hópi aðstand- enda sýningarinnar hve vel hafi tek- ist til og í þeim hópi nefnir hann Hauk Tómasson. „Upplifun, sem skekur“, eru lokaorð Beyers. Monna Dithmer gagnrýnandi Poli- tiken segir það áhrifamikla mvndröð, sem renni upp fyrir áhorfendum í krafti sviðsmyndar Louise Beck, Ijós- tækni Taija Ervastis og míni- malískrar en fjarska tilfinninga- þrunginnar tónlistar Hauks Tómas- sonar. Dithmer finnst sýninguna vanta skýrari línur, því hún sé hvorki ópera, leikrit né innsetning, en sterk- ust verði sýningin þegar tónlistin komist að og fái að bera hana upp í goðsögulegar víddir. I lokin segir FORSÍÐA menningarblaðs Berlingske Tidende, þar sem fjallað er um Guðrúnarkviðu. Dithmer að sýningin einkennist af kjarki og þori, hátt sé stefnt, en slíkt sjáist annars sjaldan í dönsku leik- húsi. ■ Sagan/B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.