Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 35 BJÖRN EIRÍKSSON + Björn Eiríksson fæddist að Krossanesi í Helgu- staðahreppi, Suður- Múlasýslu, 20. jan- úar 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 19. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Eiríkur Þorleifsson, útvegs- bóndi á Krossanesi, síðar í Dagsbrún í Neskaupstað, 15.9. 1958, og kona hans Aldís Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 7.12. 1868, d. 26.3. 1945. Alsystkini Björns voru: Þóra, Ármann, Guðjón, Stefán, Rósamunda og Sigríður, sem dó á barnsaldri. Af þeim er nú aðeins Rósamunda á lífi. Hálf- systkini Björns, börn Aldísar Stefánsdóttur og fyrri eigin- manns hennar, Ármanns Hildi- brandssonar, voru Sigurbjörg, Stefanía, Eiríkur og Pálína. Þau eru öll látin. Björn kvæntist 5. desember 1936 Ingibjörgu Hjörleifsdótt- ur frá Starmýri í Álftafirði. Hún lést árið 1979. Börn þeirra eru: 1) Guðný, lög- fræðingur, f. 31.12. 1938. 2) Guðrún, kennari, f. 24.5. 1945, maki Halldór Kristinsson, sýslu- maður. Þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. 3) Vil- hjálmur, vélstjóri, f. 7.9. 1950, maki Jakobina Sörens- dóttir, húsfreyja. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Björn fluttist til Norðfjarðar með foreldrum sínum og systkinum árið 1913 og bjó hann þar allan sinn starfsaldur. Framan af ævi tók hann þátt í vélbátaút- gerð með föður sinum og bræðrum og stundaði hann sjó- sókn og landvinnu við bátana. Seinni hluta starfsævinnar starfaði hann sem verkamað- ur, aðallega við fiskverkun. Björn hætti störfum árið 1979 og fluttist hann þá frá Nes- kaupstað. Útför Björns fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tengdafaðir minn og vinur, Björn Eiríksson, er látinn. Hann fæddist á Krossanesi við mynni Reyðarfjarðar 20. janúar 1903. Þar sér til Seleyjar og úthafsaldan fellur óbrotin að ströndinni. Stutt er til fengsælla fiskimiða. Strax í bernsku var Birni ljóst að nærtæk- ast væri að sækja lífsbjörgina í sjóinn. Jarðirnir við utanverðan Reyðarfjörð voru útvegsjarðir og þar bjuggu ættmenni hans. Það leiddi því af sjálfu sér að sjó- mennska, útgerð og fiskvinna varð ævistarf hans. Eigi að síður var það lífsskoðun Björns að ekki skipti máli hvert ævistarfið væri. Mest um vert væri að vinna það af trúmennsku, vandvirkni og dugnaði. Hann leit á vinnuna sem dyggð. Hann var laghentur, sam- viskusamur og mikið snyrtimenni og kom það skýrt í ljós í öllum hans störfum. Ungur að árum flutti Björn með foreldrum sinum, Eiríki Þorleifs- syni og Aldísi Stefánsdóttur, til Norðfjarðar þar sem faðir hans MINNINGAR stundaði útgerð og sjóróðra með sonum sínum. Þeir feðgar áttu stóran þátt í útgerðarsögu í Nes- kaupstað á fyrstu áratugum aldar- innar. Þegar fjölskyldan flutti til Norðfjarðar bjó hún sér heimili í myndarlegu húsi sem kallað var Dagsbrún. Þar er fagurt útsýni til Norðfjarðarflóa, Hellisfjarðar og Viðfjarðar. Aldís var tvígift og var Eiríkur seinni maður hennar. Sam- an áttu þau sjö börn og einn fóst- urson. Með fyrri manni sínum, Ármanni Hildibrandssyni, átti Ald- ís fjögur börn. Börnin voru öll búsett í Neskaupstað um lengri eða skemmri tíma. Sá hópur var löngum kenndur við Dagsbrún. Af systkinum Björns eru aðeins Rósamunda og fósturbróðirinn Sveinn Þorleifur enn á lífi og búa þau bæði í Neskaupstað. Björn dvaldi í foreldrahúsum fram á fertugsaldur. Árið 1935 kom til starfa á heimilinu tvítug stúlka sunnan úr Álftafirði, Ingi- björg Hjörleifsdóttir. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 5. desember 1936. Árið 1947 festu Ingibjörg og Björn kaup á húsi í Neskaupstað sem nefnt var Ný- búð. Upp frá því var þar heimili þeirra meðan Ingibjörg lifði. Þau hjónin voru vinsæl og vinmörg. Það vakti athygli mína þegar ég kom til þeirra í upphafi að leið margra Norðfirðinga til aðdrátta í Kaupfélagið lá í gegnum hús Björns og Ingibjargar. Má segja að eldhúsið hjá þeim hafi verið nokkurs konar áningarstaður. Hjónaband Björns og Ingibjargar var farsælt og einkenndist af ástúð og vinnusemi þeirra beggja. Þau eignuðust þijú börn sem þau veittu öruggt, traust og gott uppeldi. Þá bjó Hjörleifur, faðir Ingibjargar, hjá þeim síðustu tuttugu ár ævi sinnar. Ingibjörg féll frá fyrir aldur fram í ársbyijun 1979. Allt til þess tíma hafði Björn unnið langan vinnudag, oft langt fram á kvöld. Nú var svo komið að ekki var um annað að ræða fyrir hann en draga sig í hlé af vinnumarkaðnum og flytja úr átthögum sínum. Leiðin lá alla leið til Bolungarvíkur til fjölskyldu minnar. Á árinu 1986 tókum við okkur upp og fluttum til Húsavíkur og hefur Björn verið búsettur þar síðan. Að sjálfsögðu var þetta allt mikil röskun á hög- um hans þótt hann æðraðist á engan hátt yfir því. Hugur hans var þó enn fyrir austan. Þar átti hann afkomendur og þar lágu sporin hans. Eftir því sem við var komið fór hann til sumardvalar til dóttur sinnar sem býr í Reykjavík og sonar síns og fjölskyldu hans sem búa á Eskifirði. Á efri árum gafst Birni tóm til að sinna bóklestri, sem alla tíð var honum mikið hugðarefni. Hann hafði mikið yndi af bömum, var þolinmóður og umhyggjusamur. Börnin mín og barnabörn nutu góðs af því og milli hans og þeirra ríkti gagnkvæmur hlýhugur og kærleikur. Mér er vel ljóst að hann gegndi mikilvægu uppeldishlut- verki á heimilinu bæði með nær- veru sinni, viðmóti og beinum af- skiptum. Með þessum orðum kveð ég Björn Eiríksson, þakka honum samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hans. Halldór Kristinsson. í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Björn Eiríksson, með söknuð og þakklæti í huga. Við vitum að þetta er gangur lífsins, afi á langa og góða ævi að baki og nú hefur Guð veitt honum hvíld. Við systkinin áttum því láni að fagna að fá að alast upp með afa. Hann flutti inn á heimilið árið 1979 eftir að amma dó. Hátt á annan áratug bjuggum við því undir sama þaki. Það eru forrétt- indi að alast upp við þessar að- stæður, í stórri fjöiskyldu, þijár kynslóðir saman. Sú reynsla verð- ur okkur dýrmætt veganesti alla ævi. Á sinn rólega og hlédræga hátt miðlaði afi okkur af reynslu sinni og visku. Hann var einstakt ljúf- menni, tranaði sér aldrei fram en stóð fastur á sínu þegar svo bar undir. Snyrtimennska og reglu- semi voru honum í blóð borin. Afi bar öll bamabörnin og barnabarnabörnin á höndum sér. Lýsingarorðin voru ekki spöruð þegar hann sagði hveijum sem heyra vildi hve einstök þau væru. Sérstaklega þótti honum mikið til koma þegar þau yngstu voru ung- börn. Hvert spor eða nýtt orð var í hans augum kraftaverk. Enda hafði hann sem sjómaður misst af mörgum dýrmætum augnablik- um í ævi sinna eigin barna. Bjössi og Brynhildur voru ekki há í loft- inu þegar þau voru farin að tala spekingslega um veðrið eða sjó- mennskuna — eins og afi. Herbergið hans afa var okkur öllum athvarf þegar við vildum eiga rólega stund eða vantaði fé- lagsskap. Þá var oft spilað eða bara setið og spjallað. Og notalegt þótti okkur að koma aldrei að tómu húsi að loknum skóladegi. Afi veitti okkur alla sína um- hyggju og kærleika. Fyrir það uppskar hann ótakmarkaða virð- ingu okkar og ást. Hann mun allt- af eiga sinn stað í hjörtum okkar allra. Elsku afi, hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Ingibjörg, Kristinn, Björn og Brynhildur. + Steinar Eiríkur Sigurðsson var fæddur á Seyðis- firði 26. nóvember 1949. Hann Iést í Borgarspítalanum 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrin Sigurð- ardóttir, fædd 24. júlí 1926, dáin 5. mars 1962, og Sig- urður Dagnýsson, fæddur 25. júlí 1925. Systkini Steinars voru: Anna Sigríður, f. 31. janúar 1945, Leifur Krist- inn, f. 27. júní 1946, d. 3. jan. 1977, andvana bræður fæddir 31. ágúst 1948, Guðný, f. 24. mars 1953, Steinunn Lilja, f. 24. sept. 1958, Björgvin, f. 20. sept. 1960, d. 22. sept. 1960. Steinar kvæntist Sigríði Gunnarsdóttur frá Þingeyri, dóttur hjónanna Ólafíu Jónars- dóttur frá Lokinhömrum í Arn- arfirði og Gunnars Jóhannes- sonar frá Þingeyri. Börn Steinars og Sigríðar í dag verður til moldar borinn á Þingeyri, langt um aldur fram, Steinar E. Sigurðsson í Ásgarðs- nesi. Söknuðurinn er mikill. Langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Steinari, Siggu og börnum þeirra fljótlega eftir að ég flutti til Þingeyrar og tel mig ríkari af þeim kynnum. Kynnin hófust þegar Sléttanesið kom 1983 og Steinar var þar í áhöfn. Haldin var árshátíð þá um sumarið og ég kom svo til ókunnug inn í þann hóp. Við Steinar tókum tal saman og ég var að líta yfir hópinn, til að sjá hvort ég kannaðist ekki við einhver and- eru: 1) Rakel, fædd 18. júní 1966, henn- ar maður er Krist- ján Geir Jóhannes- son, f. 29. sept. 1973, eiga þau einn son, fæddan 6. júlí 1996. 2) Gunnar, f. 31. maí 1970, hans kona er Magnea Þorbjörg Einars- dóttir, f. 14. jan. 1973, eiga þau dótt- ur, Sigríðir Frey- dísi. Sonur Gunnars er Steinar Ingi, f. 29. sept. 1988. 3) Katrín, f. 30. ágúst 1971, henn- ar maður er Skarphéðinn Rún- ar Grétarsson, f. 14. febr. 1966, eiga þau dóttur, Lindu Rún, f. 24. júlí 1994. 4) Sigurveig, fædd 7. maí 1974, hennar maður er Gísli Eyland Sveinsson, f. 2. ágúst 1973. 5) Þuríður, f. 21. apríl 1975, hennar maður er Hörður Einarsson, f. 25. júní 1973.6) Ólafía, f. 21. sept. 1982. Útför Steinars fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lit. Ég sé þá andlit fijálsíþróttakonu nokkurrar, sem ég hafði séð gera góða hluti að Núpi sumarið 1965. Spyr ég þá Steinar hvort þetta sé ekki Sigríður Gunnarsdóttir. Hann var snöggur að svara eins og venju- lega og sagðist hafa hlaupið hana uppi á 100 metrunum og ekki sleppt henni síðan. Hún sé eiginkona sín í dag. Það var án efa gæfuspor beggja. Þar með hófust kynni mín og minnar fjölskyldu af þeim Siggu, Steinari og börnum og höfum við átt margar ánægjustundir saman í gegnum tíðina. Steinar hafði mikla frásagnargáfu og var gaman að hlusta á hann segja frá. Hann var með ákveðnar skoðanir á hlutunum og var hreinn og beinn í öllum sam- skiptum. Það voru góðar stundir þegar sest var niður með þeim hjón- um og spjallað og mikið hlegið. Ég kann ekki að rekja ættir og uppruna Steinars en ég veit að hann var stoltur af sínum austfirska uppruna og fæðingarbæ sínum Seyðisfirði. Einnig var honum Hafnarfjörðurinn hugleikinn, þar sem hann bjó síðan á unglingsárum sínum. Steinar var trillusjómaður í eðli sínu og gerði síðustu árin út á bát- inn Búa ÍS 56, fram á dánardag. Það átti ekki við hann að vera á togurum þó að hann léti sig hafa það um árabil. Veikindi Steinars stóðu ekki yfir í langan tíma en erfið voru þau án efa. Barnaláni áttu Sigga og Steinar að fagna. Þau elstu eru búin að stofna sitt eigið heimili og það er yndislegt til þess að hugsa að Steinari tókst að vera við fermingu yngstu dóttur sinnar, Ólafíu, um hvítasunnuna í vor. Það var myndarlegur hópur barna, tengdabarna og barnabarna sem kom við fermingu Ólafíu í vor og ég trúi því að þau verði móður sinni styrk stoð á erfiðri stundu. Kæri vinur! Við Kristján og börn okkar þökkum þér samfylgdina. Elsku Sigga mín! Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til þín og barna þinna, tengdabarna og barnabarna, einnig til föður Stein- ars, systkina og annarra vanda- manna. Bergþóra Annasdóttir. Það er fallegt í Dýrafirði. Þegar horft er úr norðurgluggunum á Dyrhól blasir hlaðið á Nesi við. Þar var kúabú hér áður fyrr og oft mikið um að vera. Steinar kom til Þingeyrar á vetrarvertíð og fór að slá sér upp með Siggu, annarri heimasætunni á Nesi. Hann var þá nítján ára og kom úr Hafnarfirði. Hann var dökkur yfirlitum, grann- ur, skarpleitur og kvikur í hreyfing- um. Þau hófu búskap í gamla hús- inu á Nesi en áttu eftir að byggja við hliðina. Börnin urðu sex talsins, gerðarleg og glaðvær. Steinar stundaði sjómennsku alla tíð, bæði á togurum og eigin bátum. Eins og svo margir sjómenn unni hann frels- inu sem felst í því að róa sjálfur og vera eigin herra. Kynni mín af Steinari hófust þegar ég gætti elstu barnanna stund úr degi eitt sumarið. Heillað- ist strax af heimilislífinu og varð heimagangur á Nesi. Þangað var mikið að sækja fyrir unglings- stúlku. Andrúmsloftið var fijáls- legt og óþvingað og sú hlýja sem á milli þeirra hjóna ríkti yljaði öll- um sem að þeim stóðu. Mörg voru þau síðkvöldin í stofunni á Nesi þegar málin voru krufin til mergjar og stundum var hánótt þegar ég hljóp við fót upp á Dyrhól, ríkari en áður. Steinar var hlýr maður og gef- andi, traustur og heilsteyptur. Hann hafði sérstaka kímnigáfu og lag á að setja háalvarlega hluti í spreng- hlægilegan búning. Sumir gullmol- arnir eru ógleymanlegir þeim er á hlýddu. Hann var ætíð hreinskilinn og einlægur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Hann greindist með krabbamein um páskana. Því miður of seint til þess að hægt væri að vinna bug á þessum illvíga sjúkdómi. Það er sárt því hann Steinar hafði baráttu- vilja og þrek. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann situr í eldhúsinu hjá okkur á Seltjarnarnesinu, kærkominn gest- ur. Heldur á vikugömlum syni okk- ar í fanginu. Á borðinu liggja fín- gerð barnaföt með silkibryddingum sem hann hafði sjálfur valið. Steinar var góður faðir og stoltur af barnabörnunum. Það er sárt að þau eigi ekki eftir að njóta afa öðru- vísi en í minningabrotum foreldr- anna. Það er stórt skarð hoggið í fjöl- skylduna á Nesi. Mikill missir fyrir samfélagið á Þingeyri, trillukarlana og alla sem nutu samvista við Stein- ar. Það er erfitt að sjá á eftir fjöl- skylduföður í blóma lífsins. Steinari skal þökkuð samfylgdin. Siggu og fjölskyldu sendum við samúðar- kveðjur. Megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Þórhildur G. Egilsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, systir og dóttir, BJÖRK RAGNARSDÓTTIR, Hjallalundi 5D, Akureyri, andaðist í Landspítalanum 25. júlí. Jóhannes Stefánsson. Maðurinn minn, GUÐMUNDUR ÓSKAR SIGURÐSSON frá Varmahlíð, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. júlí kl. 13.30. Ólöf Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. STEINAR EIRÍKUR SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.