Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARÐAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR Yfirlæknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur gagnrýna áformaðan niðurskurð innan spítalans Spamaður kemur niður annars staðar Yfírlæknar á þeim deildum Sjúkarhúss Reykjavíkur, sem fyrirhugað- ur niðurskurður bitnar á, gagnrýna harðlega tillögur stjómar spítal- ans. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér viðhorf þeirra. Morgunblaðið/Ásdís ÁFORMAÐ er að flytja endurhæfingardeild frá Grensási í húsnæði geðdeildar í Fossvogi. ETTA kemur auðvitað mjög illa við okkur eins og alla aðra sem þetta snertir og ég held að það séu flestir á því að sá sparnaður, sem af þessu hlýst, komi niður annars staðar sem auk- inn kostnaður," segir Ásgeir Karls- son, starfandi yfírlæknir á geðsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann segir erfitt að sjá fyrir hvaða afleiðingar aðgerðirnar muni hafa, en bara umræðan ein og sér hafi mjög slæm áhrif á sjúklinga sem og aðstandendur. í tillögunum er gert ráð fyrir að sameina geðsviðið, sem nú er rekið á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Grensásdeild og loka deild 35, sem er í Arnar- holti á Kjalarnesi, en, að sögn Ás- geirs, eru þar þrettán langlegusjúkl- ingar sem þurfa stöðuga umönnun. Hann gerði ráð fyrir að þessir sjúk- lingar myndu dreifast á önnur þau rúm sem geðsviðið hefði yfir að ráða, jafnvel á móttöku- og ellideildir inn- an geðsviðsins. Aðrar deildir fyllast „Það segir sig sjálft að niður- skurður af því tagi, sem fyrirhugað er að beita nú, hittir sjúkrahúsið mjög illa. Tillögurnar koma harðast niður á öldrunarlækningum, en af þeim 83 rúmum, sem tekin verða úr notkun, tilheyra 54 rúm öldrunar- lækningadeildum,“ segir Ársæll Jónsson, staðgengill yfirlæknis öldr- unarlækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ársæll segir ráðherra nú beina spjótum sínum að sjúkrahúsunum, sem sé dýrasti þáttur heilbrigðisþjón- ustunnar, á þeim forsendum að sjúkrarúm séu fleiri á íslandi en ann- ars staðar í hinum vestræna heimi. Staðreyndin sé sú að framlög til heil- brigðismála, miðað við vergar þjóðar- tekjur, eru síst meiri hér en annars staðar. Þjónustan er þó með því besta sem gerist og það sem ísland hafi fram yfir aðrar þjóðir er hversu góð- an aðgang fólk hafi haft af hátækni- þjónustu, spítölunum og sérfræðing- um. „Ég held að það sé álit flestra, sem líta raunsætt á málin, að ís- lenska þjóðin fái mikið fyrir lítið í því sem kallast heilbrigðisþjónustan.“ Viðbrögð stjómar spítalans hafí verið þau að skera niður þá þætti, sem ekki tilheyrðu bráðaþjónustu. Áfram yrðu öldrunarlækningar hafðar út undan, eins og stjómendur spítalans hafi, því miður, barist leynt miklu fremur en ljóst á móti í gegnum tíð- ina eða allt frá því að B-álman var reist, upphaflega fyrir 170 rúm sem ellispítali borgarinnar. Með nýjustu tillögum stjómarinnar má segja að verið sé að skera öldrunarlækningar niður við trog, að sögn Ársæls. Spítalinn stíflast Sjálfur sagðist hann ekki vera í aðstöðu til að meta með hvaða hætti best væri að standa að niðurskurði. Þetta væri spurning um hvað almenn- ingur er tilbúinn að sætta sig við því aukinn sparnaður þýddi minni þjón- ustu. Ársæll sagði mikla óvissu ríkja um hag sjúklinga sem og starfs- manna. Menn vonuðust í lengstu lög til þess að ekki þyrfti að koma til slíkra aðgerða, en ef af þeim yrði væri ljóst að afleiðingarnar yrðu þær fyrir bráðaspítalann að gamalt fólk, sem ekki væri hægt að útskrifa, myndi teppa rúm á öðrum deildum. „Spítalinn mun hreinlega stíflast ef öldrunarlækningar verða óskil- virkar. Rúm annarra deilda munu fyllast af gömlu fólki, sem fær ófull- nægjandi umönnun, sem aftur kallar á lengri biðlista eftir annars konar lækningum. Að sama skapi má bú- ast við auknu álagi á heimaþjónustu og hjúkrunarheimili, en í dag er vit- að um á annað hundrað manns, sem hafa brýna þörf fyrir hjúkrunar- heimili án þess að hafa fengið úr- lausn sinna mála, þannig að ástand- ið úti í bæ er heldur ekki gott. Hver einasti nútímaspítali verður að hafa mjög virkar öldrunarlækningar til þess að rúmanýtingin geti verið með sem eð'.ilegustum hætti. Þetta er eins og blaðra. Ef klipið er í á einum stað bólgnar hún út á öðrum.“ Fjölþætt öldrunarvandamál Ársæll sagði tillögurnar vera mikla öfugþróun við það sem væri að gerast á öllum meiriháttar sjúkra- húsum í nágrannalöndunum þar sem ellideildum hefði fjölgað og vaxið fiskur um hrygg inni á bráðasjúkra- húsum, þar sem að þjónustan væri markvissust. Hjúkrunarheimilin væru dýrasti kosturinn þar sem hvert hjúkrunarheimilspláss kostaði ríkið um tvær milljónir króna á ári, en ef bráðaþjónusta spítala væri sniðin að þörfum hinna öldruðu hjálpaði það þeim við að búa sem lengst heima. Sú hafi reyndar verið hugsun yfirvalda í Reykjavík þegar ákveðið var að reisa B-álmu. „í dag er staðan sú að um helm- ingur þeirra, sem leita bráðaþjón- ustu Sjúkrahúss Reykjavíkur, eru 70 ára og eldri og stór hluti þeirra á við íjölþættan öldrunarvanda að glíma, sem best er sinnt á öldrunar- lækningadeildum, en vegna tak- markaðrar getu þeirra fara þessir sjúklingar á aðrar deildir, bíða eftir því að komast inn á öldrunarlækn- ingadeildir eða fá ófullnægjandi þjónustu. Og nú á að fara að skera niður þá þjónustu, sem tekur á þess- um fjölþætta vanda aldraðra og hef- ur það að markmiði að fólk komist heim sem fyrst til að geta lifað áfram sínu sjálfstæða lífi,“ segir Ársæll. Hættuástandi verði aflétt Ingólfur H. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir til- lögurnar þvílíka ógnun við velferð og heilbrigði geðsjúkra að óhugsandi sé að þær nái fram að ganga. Að nota tilfinningar geðsjúkra og fjöl- skyldna þeirra, sem peð í eilífu þrá- tefli um íjármuni væri ekki sæm- andi siðuðu fólki. Geðhjálp gerir þær kröfur til heilbrigðisyfirvalda að not- aðar verði aðrar aðferðir við rekstur heilbrigðiskerfisins í framtiðinni og skorar á heilbrigðisráðherra að snúa við blaðinu og efla svo þjónustu við geðsjúka að því hættuástandi, sem ríkir í málefnum þeirra, verði aflétt og þjónustan þess í stað byggð upp á viðunandi hátt. Hörð átök urðu milli ráðuneyta og innan Sjúkrahúss Reykjavíkur um fjárhagsvanda spítalans Þ ,ÆR forsendur sem iágu að baki tillögum stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur byggjast á því að stefnt hafí í 392 milljóna mun á tekjum og útgjöldum spítalans á þessu ári. Að auki á hann við að etja 97 milljóna króna halla frá síðasta ári. Þegar hefur verið gripið til 150 milljóna króna sparnaðar í rekstri spítalans í ár, en til viðbótar ákvað stjórn hans að grípa til aðgerða sem spara 47,8 milljónir í ár og 293,9 milljónir á ársgrundvelli. Þar af á að spara 63,9 milljónir með lokun Hvíta- bandsins, 69,4 milljónir með lokun öldrunardeilda á Heilsuverndarstöð, 3 milljónir með lokun Hafnarbúða, 30 milljónir með lokun öldrunar- lækningadeildar D4 í Fossvogi, 20 milljónir með lokun skurðdeilda á Landakoti og 107 milljónir á að spara með tilflutningi og lokunum á Grensásdeild og geðdeildum. Mikil átök hafa verið í stjórnkerfmu og innan spítalans um tillögurnar. Unnið hefur verið að tillögum um lausn á fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur í margar vikur. Við vinn- una hefur m.a. verið byggt á tillögum nefndar um samvinnu og verkaskipt- ingu sjúkrahúsanna á höf- uðborgarsvæðinu, sem skilaði skýrslu í mars sl. ““““"“ Nefndin lagði fram tillögur í 22 liðum sem áttu að spara 200 milljónir á þessu ári, en stofnkostnaður er þá ekki meðtalinn. Meginefni tillaganna er að færa sjúklinga úr rúmum fyrir bráðatilfelli í ódýrari rúm og auka heimahlynningu. Að mati nefndar- innar væri hægt að spara 112 milljón- 305 millj. vantaði í rekstur spítalans Tillögur stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur gera ráð fyrir 47,8 millj- óna króna spamaði á þessu ári. Það vantar hins vegar 305 milljónir í reksturinn til að leysa fjárhagsvanda þessa og síðasta árs. Egill _____ __ _____ Olafsson skoðaði aðdraganda þeirra tillagna sem nú liggja fyrir. Viðræður um aukafjárveit- ingar ir með því að taka 30 bráðarúm úr notkun og breyta þeim í rúm fyrir langlegu- eða endurhæfíngarsjúkl- inga. Einnig gera tillögumar ráð fyr- ir að vaktafyrirkomulag sérfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga verði endurskoðað með tilliti til aukinnar _________ samvinnu og bakvaktakerfí einfölduð. Þá er gert ráð fyrir að launadeildir sjúkra- húsanna verði sameinaðar og ráðinn einn starfs- mannastjóri, sem sæm- ræmi allar starfsmannaráðningar. „10 daga nefnd“ stofnuð Ekki náðist samstaða um þessar tillögur milli sjúkrahúsanna. í maí héldu heilbrigðisráðherra, fjármála- ráðherra og borgarstjórinn í Reykja- vík fund þar sem fjárhagsvandi Sjúkrahúss Reykjavíkur var ræddur. Niðurstaða fundarins var að setja á stofn svokallaða 10 daga nefnd, sem var undir forystu Kristjáns Erlends- sonar, skrifstofustjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu. Með honum í nefndinni voru Olafur Hjálmarsson, deildar- stjór í fjármálaráðuneytinu, og Jó- hannes Pálmason, framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ekki náðist samstaða í nefndinni um aðgerðir framan af og við lá að Kristján og Ólafur skiluðu séráliti. Að endingu náði nefndin saman um tillögur um 129 milljóna króna sparn- að á ársgrundvelli. Tillögurnar gera m.a. ráð l'yrir lokun barnaheimila, sameiningu þvottahúsa, flutning augndeildar, lækkun á stjórnunar- kostnaði, lækkun á kostnaði við rann- sóknir og útboðum á þjónustu. Ekki er að finna í tillögunum nákvæma útfærslu á því hvemig eigi að spara í stjómun, rannsóknum eða með út- boðum. í tillögunum er ekki gert ráð fyrir skerðingu á þjónustu öldmnar- deilda, en hins vegar er þar að finna tillögu um tímabundinn samdrátt í starfsemi Grensásdeildar. -------- í greinargerð með til- lögunum segir að ástæðan fyrir því að ekki hafi náðst samkomulag um að sparna með nánara sam- starfi sjúkrahúsanna í Reykjavík sé sú „að stóru sjúkrahúsin hafi hvort sinn eignaraðila og lúti hvort sinni stjórninni, sem geti staðið í vegi fyrir samvinnu í ákveðnum verkefn- um. Þannig hefur, þótt samstaða fagaðila liggi fyrir, ekki fundist sam- komulag um stjórnun verkefnisins Samstaða milli fagaðila um sparnað og „við-þið“ sjónarmiðið orðið ríkj- andi í umræðum." Ágreiningur milli fjármála- og heilbrigðisráðherra Segja má að þó að nefndin hafí skilað tillögum hafi hún ekki náð markmiðinu, að ná samstöðu um aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur. Boltinn fór því til stjórnar sjúkrahússins, sem lagði fram þær tillögur sem nú hafa verið samþykktar. Áður en stjórnin kom saman til fundar ræddu fjár- málaráðherra og heilbrigðisráðherra saman um vandann í þeim tilgangi að ná saman um sparnaðartillögur. Fundurinn varð árangurslaus, en fram kom hjá heilbrigðisráðherra að hann myndi ekki styðja fyrirliggj- andi tillögur. Þessi ágreiningur ráð- herranna endurspeglaðist síðan við afgreiðslu stjórnar spítalans. Fulltrúi fjármálaráðherra í stjórninni sam- þykkti tillögurnar, en fulltrúi heil- brigðisráðherra sat hjá. í þessari vinnu allri hefur legið fyrir að hluti af lausn fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur yrði auka,- --------- fjárveiting úr ríkissjóði. Af hálfu ijármálaráðu- neytisins var sett það skil- yrði að áður en slík fjár- veiting yrði samþykkt kæmu fram „raunhæfar tillögur til sparnaðar". Ekkert liggur fyrir hvort ráðuneytið samþykkir auk- aíjárveitingu að öðru leyti en því, að með samþykkt stjómar Sjúkrahúss Reykjavfkur fylgir bókun þar sem stjórnin óskar eftir viðræðum við heil- brigðis- og fjármálaráðuneyti uin auknar ljárveitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.