Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Sjúkrahús Reykjavíkur komið í „greiðsluþrot" að mati stjórnenda Ingibjörg undir hæl Friðriks - segir Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðisnefndar Alþingis. „Vinnubrögð heilbrigðisráðuneYtísins með ólikindum.' Þetta er allt í lagi Össur minn, táfýlan er hinumegin, góði... Samherji hf. og dótturfyrirtækin á Islandi sameinuð Stærsta útgerðar- og vinnslufyrirtæki landsins Björgólfur Jóhannsson ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja ÁFORMAÐ er að sameina í eitt stórt útgerðar- og vinnslufyrirtæki Samheija, Oddeyri, Stokksnes, Söltunarfélag Dalvíkur og Strýtu og er stefnt að því að hið nýja félag fari á hlutabréfamarkað og sæki um skráningu á Verðbréfaþingi Is- lands. Nýja fyrirtækið verður stærsta útgerðar- og vinnslufyrir- tæki landsins, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samheija, sagði í samtali við Morgunblaðið að fljótlega yrði hafin vinna varðandi þessi sameiningará- form en ekki væri hægt að segja á þessari stundu hversu langan tíma hún tekur. Veltan um 4,5 milljarðar króna Hjá fyrirtækjunum sem samein- ast starfa um 350-400 manns og velta þeirra á síðasta ári var rúmir 4,5 milljarðar króna. Þorsteinn Már segist reikna með að velta þeirra verði svipuð á þessu ári. Tvö stór vinnslufyrirtæki tengjast hinu sam- einaða fyrirtæki, Söltunarfélag Dal- víkur og Strýta, svo og 8 stór fiski- skip, 6 togarar og 2 nótaskip. Til saman- burðar má geta þess að á síðsta ári var velta Granda hf. um 3,5 milljarðar króna og velta ÚA á sama tíma- bili um 3,3 milljarðar króna. Þá hefur Samheiji ráðið Björgólf Jó- hannsson, ijármála- stjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf. og starfandi fram- kvæmdastjóra ÚA, í starf framkvæmda- stjóra á nýsköpunar- og þróunarsviði. Helstu verkefni á því sviði munu annars vegar lúta að fyrirhugaðri sameiningu Samheija og dótturfyr- irtækja hér á landi og hins vegar að frekari þróun á atvinnustarfsemi fyrirtækisins erlendis. Líst vel á nýja starfið Björgólfur mun hafa umsjón með þessum veigamiklu þáttum í starf- semi Samheija og er áformað að hann heiji störf á haustmánuðum. Björgólfur hefur gegnt starfi ijármálastjóra ÚA undanfarin ár en áður starfaði hann hjá Endurskoðun Akur- eyrar hf. og var m.a. endurskoðandi Sam- heija í tæpan áratug. „Það leggst vel í mig að taka við þessu starfi enda er hér um ögrandi verkefni að ræða,“ sagði Björgólfur í sam- tali við Morgunblaðið. Þátttaka Samheija í atvinnurekstri erlendis hefur vaxið mjög á undanfömum árum og má sem dæmi nefna sam- starf við Royal Greenland á Græn- landi, þátttöku í rekstri fyrirtækja í Færeyjum og Þýskalandi og ný- stofnað fyrirtæki í Englandi. Jan- framt er stefnt að þvi að styrkja enn frekar þennan þátt og sækja fram. Seagold fer vel af stað Dótturfyrirtæki Samheija í Þýskalandi, Deutsche Fishfang Union, gerir út þijá togara og leig- ir auk þess togarann Akraberg af Framheija í Færeyjum, sem Sam- heiji á einnig hlut í. Árleg velta DFFU er um 2,2 milljarðar króna og hjá fyrirtækinu starfa um 240 manns. Þá starfa um 35 manns hjá Framheija. Samheiji stofnaði á vordögum fisksölufyrirtækið Seagold í Hull á Englandi. Fyrirtækið einbeitir sér að sölu á sjófrystum afurðum fyrir- tækja sem tengjast Samheija á ís- landi, í Færeyjum og Þýskalandi. Þorsteinn Már segir að fyrirtækið hafi farið vel af stað og reksturinn gangi vel. Samstarf íslands o g Nam- ibíu á sviði samgöngnmála HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra kynnti á fundi ríkisstjómarinn- ar í gærmorgun samkomulag sem gert var milli samgönguráðuneyta Islands og Namibíu þegar sam- gönguráðherra Namibíu, Oscar Va- lentin Plichta, var hér á landi í opin- berri heimsókn í lok júní sl. Fulltrúar samgönguyfírvalda í Namibíu höfðu óskað eftir samstarfi á sviði siglingamála vegna uppbygg- ingar sjávarútvegs í landinu. Meðal þess sem um hefur verið samið er að Helgi Jóhannesson, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu fari tíma- bundið til starfa í samgönguráðu- neyti Namibíu og veiti aðstoð við undirbúning löggjafar um siglinga- mál, einkum um menntun og skilyrði atvinnuréttinda yfirmanna á fiski- skipum, mönnun fiskiskipa og skipa- skrá. Einnig hefur verið ákveðið að Siglingastofnun ríkisins taki á móti Namibíumönnum til starfsþjálfunar vegna skipaskoðunar og eftirlits með öryggi skipa. "’:'0 Björgólfur Jóhannsson Fyrsti kvengoðinn á Islandi Hugsjón mín er að efla tengslin við náttúruna Jónína K. Berg mynd- listarmaður tók form- lega við goðorði á Vesturlandi í júni síðastl- iðnum. Hún er því fyrst kvenna til að hljóta goðorð í Ásatrúarfélaginu á ís- landi, en það var stofnað árið 1972. Innsetningin í goðorðið fór fram á blóti Ásatrúarfélagsins á Þing- völlum á fimmtudegi í 10. viku sumarsins, þar sem Jónína fór með eiðstaf og hét því meðal annars að sinna goðorðinu eins vel og hún gæti og vissi. Jónína var valin til þessa starfa af því fólki sem er í Ásatrú- arfélaginu á Vesturlandi og var það samþykkt á aðal- fundi félagsins í október í fyrra. Haft var samband við Jónínu og hún spurð að því hvert væri hlutverk goða? „Þeir eru fyrst og fremst trúar- embættismenn og eru því leiðbein- endur um það hvað ásatrúin snýst, en einnig sjá þeir um að halda svokölluð blót á sínu svæði,“ segir Jónína og heldur áfram: „Þá er hlutverk goða að sjá um jarðarfar- ir, gefa börnum nafn eða að „nafn- festa“, eins og við köllum það, vígja unglinga eða að „siðfesta“, sem er. hliðstætt við fermingar í Þjóðkirkjunni, en auk þess er hiut- verk goða að gefa fólk saman sem kallast að „ráðfesta“. Þá má geta þess til frekari fróðleiks að mikið er um það að útlendingar komi hingað til lands í þeim tilgangi einum að láta allsheijargoða gefa sig saman. Ástæðan er aðallega sú að heiðin trúféiög eru ekki lög- gilt í mörgum löndum og því er gifting innan heiðins trúfélags ekki viðurkennd þar í löndum. Á íslandi hlýtur gifting innan Ása- trúarfélagsins hins vegar iagalega staðfestingu og er skráð hjá Hag- stofunni eins og giftingar innan Þjóðkirkjunnar." — Hvað eru margir goðar í Asatrúarfélagin u 1 „í dag eru fimm goðar á land- inu auk allsheijargoðans. Goðorð- in eru eins og gefur að skilja mis- munandi stór og ekki í öllum landshlutum. Flestir þeirra sem skráðir eru í félagið búa á Stór- Reykjavíkursvæðinu, en þó nokk- uð margir búa á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Sum goðorðin eru staðbundin og kennd við fæðing- arstað viðkomandi goða.“ _ — Á hvað trúa þeir sem eru í Ása trúarfélaginu? „Ásatrúin er forn norræn trú. Margt og misjafnt rúmast innan hennar. Sumir trúa á goðin eins og Frygg, Freyju, þór og Óðin eða æsina, en aðrir trúa til dæmis á náttúruna, náttúruöflin, landvætt- ina, álfa og dverga. Það má eiginlega segja að það sé afar persónulegt hvað hver og einn trúir á. Ekki þarf að uppfylla nein skilyrði til að ganga í félagið og getur hver sem er skráð sig í það hjá Hagstof- unni.“ — Hvað eru margir skráðir í Ásatrúarfélagið um þessar mund- ir? „Á síðustu þremur árum hefur fjölgað ört í félaginu og eru nú um 250 manns skráðir í það. Karl- menn eru í meirihluta en konum fer óðum fjölgandi. Ég hef enga tæmandi skýringu á því af hveiju félagsmönnum hefur fjölgað svo ► Jónína K. Berg myndlistar- maður er fyrst kvenna í Ásatrú- arfélaginu til að taka við goð- orði á Islandi. Hún er fædd á Akranesi 3. september 1962. Hún ólst upp í Giljahlíð í Borg- arfirði og vann við ýmis störf þar til hún hóf nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Þaðan útskrifaðist hún árið 1989. Eftir það hóf hún störf sem leiðbeinandi í mynd- og handmennt og hefur starfað við það upp frá því, nú síðast í grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði. Jónína hefur mikinn áhuga á fornri norrænni andlegri menningu og hefur verið í Ásatrúarfélaginu í sex til sjö ár og tók við goðorði á Vesturlandi í júní síðastliðnum. Sambýlismaður Jónínu heitir Rúnar Þór Hermannsson og eiga þau fimm börn til samans. mikið á undanförnum árum, en ég held að það skipti máli að nú er meiri umræða um önnur trúar- brögð og andleg málefni en oft áður.“ — Hvernig fer starf Asatrúar- félagsins fram? „Goðar og stjórn Ásatrúarfé- lagsins hittast Qórum sinnum á ári á fundum sem kallast lögréttu- fundir og eru þar öll meiriháttar mál tekin fyrir. Almennir félags- menn koma síðan saman á aðal- fundi einu sinni á ári, en þar fara fram almenn fundarstörf, þar sem skýrsla stjórnar er lögð fyrir og reikningar samþykktir, svo dæmi séu tekin. Þá eru blót haldin fjór- um sinnum á ári þar sem ýmsar trúarathafnir fara fram. Þess má geta að meðlimir í Ásatrúarfélag- inu reyna að styðjast mikið við þær heimildir sem fjalla um hina fornu norrænu trú. Til dæmis er sitthvað að finna um þennan heiðna sið í íslendinga- sögunum. Þá má kannski taka fram að í heimildum er þess getið að til forna hafi konur verið hofgoðar." — Er eitthvert ákveðið mark- mið sem þú stefnir að sem goði í Ásatrúarfélaginu? „Ég hef verið í Ásatrúarfélag- inu í sex til sjö ár og hef látið mig starfsemi þess heilmiklu varða. Ég hef mikinn áhuga á fornri norrænni andlegri menn- ingu og hef hug á að efla hana. I mínum huga er ásatrú þó meira náttúrutrú en annað og er það því hugsjón mín að auka tengsl mannsins við náttúruna." Til forna voru konur hofgoðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.