Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ KETTY ROESEN ELÍASSON + Ketty Roesen Elíasson fædd- ist í Bregninge í Danmörku 30. apríl 1918. Hún lést á sjúkrahúsi í Holstebro 3. júní síðastliðinn, eftir stutta sjúkdóms- legu. Eiginmaður hennar var Jóhann- es Elíasson frá Nesi í Grunnavík, en hann lést 1978. Bál- för hennar fór fram í Holstebro 7. júní sl. Minningar- athöfn fer fram í ísafjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mjög náið og vitum við hvað Ketty var henni þakklát fyrir hvað hún hugsaði vel um leiðið hans Jóa. Við vitum að vel er tekið á móti henni í nýjum heimkynnum og erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera henni samferða í þess- um heimi. Minningin um Ketty mun lifa með okkur um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Þuríður, Sigríður, Elísa, Stefán og fjölskyldur. Kær vinkona okkar er nú farin yfir móðuna miklu og langar okkur að rifja upp nokkur minningarbrot af kynnum okkar. Við systkinin eigum margar ljúfar minningar um Ketty. Við eldri systumar munum vel eftir er fyrsta fundi okkar bar sam- an, en það var í Grunnavík sumar- ið 1952, þar sem við dvöldumst " flest öll sumur á okkar uppvaxtará- rum eða þar til systkinin frá Nesi í Grunnavík hættu búskap og fluttu til ísafjarðar. Magnús, móðurbróðir okkar, hafði orðið fyrir slysi, við vinnu sína, á Straumnesfjalli og legið á Sjúkrahúsi ísafjarðar og þar kynnst þeim hjúkrunarkonunum Ketty og Björney, sem síðar varð eiginkona hans. Hann bauð þeim í heimsókn í sveitina og tóku þær sér far með Fagranesinu norður. -®r þær hugðust halda til baka með bátnum fannst þeim bræðrunum þetta alltof stuttur stans og þeir myndu flytja þær með Eljunni sem þeir og gerðu. Þetta var í fyrsta skipti sem Jói og Ketty hittust. Ketty fór aftur til Danmerkur, eftir að hafa unnið eitt ár á Sjúkrahúsi ísafjarðar, en kom svo aftur árið 1957 og gengu þau Jói í hjónaband 7. mars það sama ár. Minningin um sunnudagsboðin til Ketty, á gamla Sjúkrahúsið, er hún bjó þar, er okkur ógleymanleg og í minningunni eru þau ævintýri líkust, allt var svo fínt og fágað og ,margir hlutir okkur framandi eins til dæmis grænlenska dúkkan í þjóðbúningi og margir munir og myndir frá Danmörku og Græn- landi, en þar hafði hún starfað sem hjúkrunarkona, og ekki fannst okk- ur verra að fá að smakka á erlenda sælgætinu hennar. Eftir að Jói og Ketty giftust bjuggu þau að Krók 3, á ísafirði, og bar heimili þeirra vott um ein- staka snyrtimennsku og myndar- brag. Sérstaklega var okkur systk- inunum mikið tilhlökkunarefni að fara í áramótaveislurnar hjá Ketty og Jóa, þau höfðu lag á að gera hlutina svo skemmtilega og eftir- minnilega, ekki síst fyrir börnin. Margar ferðir voru famar á Elj- unni norður að Nesi og eftir að Ketty flutti til Danmerkur 1980 kom hún á hveiju sumri í heimsókn til íslands og var þá yfirleitt farið norður að Nesi og þar oft dvalið um lengri eða skemmri tíma. Síðasta ferð hennar til íslands var í febrúar 1995 er hún kom til að vera við útför móður okkar og þótti okkur afar vænt um að hún skyldi koma, en ekki grunaði okkur þá að það væri okkar síðasti fund- ur. Við systurnar fórum til Dan- merkur síðastliðið vor og hugðumst ' Ifeimsækja Ketty, en nokkm áður en við lögðum af stað veiktist hún svo alvarlega að fundum okkar bar aldrei saman og lést hún meðan á dvöl okkar stóð ytra. Fallin er frá mikilhæf og vel I gerð kona og er hennar sárt sakn- að af tengdafólki hér á íslandi og —ekki síst Björney, svilkonu hennar, en samband þeirra var alla tíð Ketty Roesen, eða „Rósen“ eins og hún var kölluð uppá ísfirsku, var fædd i Bregninge á Sjálandi og var dóttir þeirra hjóna Jens Roesen og Tora K.V. Jorgensen. Móðir hennar lést af spönsku veikinni í ágúst 1918 og Ketty var látin í fóstur til móðurömmu sinnar strax að jarðar- förinni lokinni. Hún dvaldist í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni til 4 ára aldurs, en þá fluttist hún aftur til föður síns, sem í millitíðinni hafði kvænst mágkonu sinni, Betty. Ketty fannst þetta mjög erfitt, ekki síst vegna þess að hún fékk allt sem hún vildi hjá ömmu sinni. „Ef ég fékk ekki það sem ég vildi, þá lagð- ist ég bara á gólfið og leið þá ekki á löngu þar til stungið var upp í mig sykurmola." Uppvöxturinn í föðurgarði reyndist henni mjög erf- iður. Faðir hennar var diykkjumað- ur og kallaði hana sjaldnast annað en litla ljóta ungann sinn. Betty reyndist henni hins vegar mjög vel, en það var þó ekki fyrr en amma hennar hafði lofað henni matrósa- kjól að launum að hún fór að kalla Betty mömmu. Biturleiki Ketty í garð föður síns var áberandi allt til dauðadags og hún átti engar góðar minningar um hann. Fermingar- dagurinn var henni minnisstæðast- ur og hann bar oft á góma þegar við sátum saman yfír gömlum myndum og Ketty sagði mér sögur varðandi hveija mynd. Hún fékk nákvæmleg 56 krónur í ferming- argjöf og Betty hafði lofað að fara með henni að kaupa stígvél að vinnu lokinni. Þegar Ketty kom til að hitta Betty hitti hún fyrir föður sinn. Betty dró hana afsíðis og sagði henni að faðir hennar yrði að nota peningana til áríðandi mála og stíg- vélakaupin yrðu að bíða betri tíma. Ketty komst fljótt að því að pabbi hennar hafði eitt peningunum í brennivín og þeir voru henni að eilífu glataðir. Erfið æska átti mik- inn þátt í að skapa persónuleika Ketty. Hún varð mjög sjálfstæð og dreymdi um ævintýri langt frá föð- urhúsum. Kettý átti eina systur og sjö hálfsystkini. Hún hafði engin afskifti af systur sinni en nokkurt samband var milli hennar og hálf- systkina hennar. 22 ára gömul fór Ketty að heiman og hélt til náms við hjúkrunarskóla Amtssjúkra- hússins í Assens. Fjölskyldan bjó á þeim tíma í Holstebro á Vestur-Jót- landi og 120 km skildu þau að. Ketty átti frí 5. hveija helgi og lét sig ekki muna um að hjóla heim snemma á laugardegi og aftur til baka á sunnudegi. Hún átti margar góðar minningar úr hjúkrunarskól- anum. Hún lauk námi í febrúar 1943 með fyrstu einkunn. Eftir að hafa starfað við hjúkrun í Dan- mörku í nokkur ár hélt hún til Noregs og var þar í eitt ár. Hún fór frá Osló árið 1948 og hóf störf á Blönduósi hjá Kolka lækni. Þetta voru fyrstu kynni hennar af íslandi en ekki þau síðustu. Á næstu árum fór Ketty víða og starfaði meðal annars í Wasa, Kaupmannahöfn, og í Reykjavík. Hún kom í fyrsta sinn til starfa á Isafírði þann 1. mars 1952 og var þar um 9 mán- aða skeið. Á þessum tíma kynntist hún Jóhannesi Elíassyni frá Grunnavík. Frá ísafirði fór hún til Danmerkur og síðar til Grænlands. Þar dvaldist hún í 2 ár. Það liðu tæp 4 ár þangað til Ketty kom aft- ur til ísafjarðar. í þetta skiptið kom hún til að vera. Ketty hreifst mikið af náttúru Grænlands og íslands auk þess sem henni fannst mjög gaman að mannfólkinu í þessum löndum, sem var svo ólíkt því sem hún átti að venjast að heiman. Hún var ráðin sem yfirhjúkrunarkona á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði frá 1. september 1956. Það árið end- urnýjuðust kynni hennar og Jó- hannesar og fór svo að þau voru gefin saman í hjónaband þann 7. mars 1957. Það fór sérlega vel á með Ketty og Jóhannesi og vógu þa_u hvort annað fyllilega upp. Árin á ísafirði voru gleðiár og Ketty og Jóhannes eignuðust hóp góðra vina. Meðal annarra voru foreldrar mínir í þeim hópi. Fyrstu minningar minar um Ketty eru frá því að ég var 4 ára og þurfti að leggjast inn á sjúkra- húsið. Hún hélt mikið upp á börn, ekki síst ef þau voru fátæk eða minnimáttar. Ketty kom reglulega inn á stofuna til mín til að sjá hvern- ig ég hefði það. Hún var ströng, en beygði reglurnar ef um börn var að ræða. Ketty og Jói bjuggu útí Krók og þaðan hafði hún gott út- sýni til Djúps og gat fylgst með því þegar Jói kom af sjó. Hún hafði aldrei áhyggjur af Jóa þegar hann reri. Jói dó í júlí 1978 og Ketty flutt- ist aftur til Danmerkur þar sem hún átti hálfsystkini. Hún tók þar upp eftirnafnið Elíasson til minningar um Jóa. Hún kom árlega til íslands og ferðaðist um landið með foreldr- um mínum. Þetta voru tjald- og gönguferðir og Ketty lét sitt ekki eftir liggja. Það var í einni af þessum ferðum sem við Ketty urðum vinir. Hún bjó yfir mikili kímnigáfu og átti létt með hlátur. Ferðirnar urðu fleiri og ég fór meira og meira að taka þátt í samverustundum Ketty og foreldra minna. Þau voru ófá kvöld- in sem við sátum og spiluðum og spjölluðum um heima og geima. Þegar ég og Runi fluttum til Danmerkur árið 1989 dvöldumst við hjá Ketty og hún tók okkur opnum örmum. Hún tók strax að sér að vera varamamma mín í Dan- mörku og fórst það hlutverk vel úr hendi. Hún kallaði okkur aldrei annað en drengina sína og maður fann að við vorum í miklu uppá- haldi hjá henni. Henni fannst óskap- lega gaman að taka á móti gestum og var þá ekkert til sparað. Hún passaði alltaf vel uppá að drengirn- ir hennar væru ekki svangir og að við fengjum að borða 5-6 sinnum á degi hveijum. Hún var mjög þakk- lát fyrir öll viðvik og viðgerðir á húsinu eða í garðinum, því henni þótti leiðinlegt ef hlutirnir voru ekki í lagi. Garðurinn var hennar líf og yndi og var mjög vel hirtur. Það fór að halla undan fæti hjá Ketty síðustu árin og hún var efins um að hún kæmist í sína árvissu ferð til íslands. Hún átti sér ósk um að komast til Grænlands og Finnlands áður en hún yfirgæfi þessa jörð. Sumarið 1994 fór hún ásamt Björneyju svilkonu sinni til Grænlands. Hún geislaði af gleði þegar hún kom aftur heim til Dan- merkur og hafði frá miklu að segja. Minni hennar fór að skerðast upp úr þessu og hún fann vanmátt sinn aukast með hveijum deginum. Hún átti erfiða tíma og var mikið ein. Hún var full af baráttuhug og lét ekki bugast þótt oft væri erfítt að fást við einföldustu verkefni. Um miðjan maímánuð varð hún fyrir áfalli sem varð henni um megn. Við áttum okkar síðustu stund sam- an að morgni þess 3. júni sl. en þá lét Ketty undan og kvaddi í hinsta sinn. Það var erfítt að sjá á eftir varamömmu minni, en nokkur léttir að hún skyldi fá að fara eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Elsku mamma, pabbi, Björney og aðrir vandamenn, við Runi send- um okkar innilegustu samúðaróskir til ykkar allra. Jón Aðalbjörn Jónsson. BJARNIEINARS BJÖRNSSON + Bjarni Einars Björnsson fæddist í Melgerði, Glerárþorpi, 3. des. 1940. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 18. júlí síðast- Iiðinn. Foreldrar hans voru Stefanía Jónsdóttir, fædd 8. nóv. 1917, og Björn Olsen Sig- urðsson, fæddur 24. febr. 1916, dá- inn 10. apr. 1982. Systkini Bjarna voru: Gylfi, Katr- ín, d. 26. júli 1985, Jón Hall- dór, Sigurður Mars, Klara, Björn, Sigrún, Aðalheiður, Indriði og Sólrún Hvönn. Síminn hringdi og það var Erna að láta okkur vita að Bjarni hefði veikist mikið og verið fluttur suður um nóttina. Honum var ekki hug- að líf út daginn. Þegar ég sá þenn- an vin minn, sem aldrei lét í ljós að hann væri lasinn, liggja þarna svona hjálparvana og hvítan, vit- andi að ef hann vaknaði aftur yrði hann aldrei sá Bjarni sem ég þekkti, bað ég þess að hann fengi að fara sem fyrst, því bæði ég og aðrir vissum að hann gæti aldrei sætt sig við að vera ekki fær um neitt sem áður var. Þegar ég minnist Bjarna kemur margt gott upp í hugann. Hann var alveg einstök persóna og mik- ill grínisti, alltaf kátur og hress og minnist ég margra stunda þar sem þeir bræður, hann og Jón, létu gamminn geysa bæði á okkar heimili og bara hvar sem var ef við vorum saman. Jón og Bjarni voru ekki bara bræður heldur líka góðir vinir. Bjarni hafði gott lag á að æsa menn upp og- gera svo grín að öllu saman. Hann var mjög fastur á sínu, eiginlega skipti ekki máli hvort hann hafði rétt fyrir sér eða ekki, hann bara sat á sínu. Hann gat alveg sett mann á gat. En í eitt skipti þegar þau komu í heim- sókn mátaði ég hann alveg. Hann byijaði að stríða mér og sagði: „Hvað er þetta kona, ertu ekki búin að grilla.“ Nei, en ég skal redda því snöggvast og svo fór að hann fékk grillmat þó seint væri. En hann var góður vinur, mér þóttu það forréttindi að eiga hann sem vin. Ég á eftir að sakna sam- talanna sem við áttum oft á kvöld- in, þau voru oft fjörug og skemmti- leg og margt rætt. Bjarni var ekki bara faðir dætra sinna, heldur líka vinur og félagi. Hann talaði aldrei um þær öðru- visi en með blik í augum og bros á vör og kallaði þær drottningarn- ar sínar. Fyrir þær og Ernu fannst honum hann aldrei geta gert nóg. Að koma i heimsókn til Bjarna og Ernu var einstaklega gott. Þau áttu þægilegt heimili sem bauð mann velkominn og þar var gott að vera. Bjarni var gift- ur Ernu Einars- dóttur, f. 5. sept. 1946, og eignuðust þau þrjár dætur. Þær eru: Sigríður Björg, f. 14. jan. 1972, í sambúð með Gísla Lár- ussyni, Klara, f. 5. sept. 1976, og Ey- gló, f. 9. júlí 1983. Bjarni starfaði til sjós og á verk- stæði, en nú síð- ustu ár hjá Bú- landstindi á Djúpavogi. Utför Bjarna fer fram frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Bjarni var mjög duglegur og laginn maður. Og margur maður- inn man örugglega eftir að hafa komið á verkstæðið á Djúpavogi til að láta gera við. Bjarni var maður sem aldrei sagði nei og fre- staði stundum sínum ferðum með- an hann gerði við fyrir aðra. Hann var alltaf vinnandi, allt lék í hönd- um hans, sér í lagi vélar og bílar, enda Bjarni áhugamaður um bíla og átti nokkra góða. Örugglega minnast margir bíls sem Jón Har- aldur frændi hans kallaði Sue El- len-bílinn, hann var stór og mik- ill, alveg í stíl Bjarna. Hann vildi bara eiga flotta ameríska bíla en ekki neitt dósarusl eins og hann sagði. Oft minntist Bjarni á Bronco- jeppa sem hann duddaði lengi við í bílskúrnum. Hann var alveg djásn í hans augum og ætlaði Bjarni aldrei að tíma að selja hann. Énda leið ekki á löngu þar til hann keypti annan eins, til þess að hafa nú Bronco í skúrnum. Fyrir nokkr- um mánuðum lét hann svo stóra drauminn rætast, þá keypti hann húsbíl og hann var svo montinn þegar hann hringdi og sagði okkur frá því. Nú þyrfti sko ekki að tjalda í roki og rigningu, nú var bara hægt að keyra eitthvert afsíðis. Þetta er toppurinn, sagði hann - og nú getum við farið í ferðalag og skoðað Vestfirði og Strandir í sumar. En sú ferð verður ekki farin, heldur önnur og mun lengri. Þegar ég hugsa til baka var ég heppin að eiga hann sem vin, að taka í hönd hans hrjúfa og smá skítuga af olíu og kannski fá koss á vangann, finna skeggbroddana stinga svolítið var bæði hlýlegt og notalegt. Við Jón eigum eftir að sakna heimsókna Bjarna og Ernu, en við þökkum fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Elsku Erna, Sigga, Klara, Ey- gló, Gísli, Lóa og aðrir aðstand- endur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Bjarni minn, þótt þú hverfír um sinn munt þú lifa í hjörtum okkar og huga um ókom- in ár. Sjáumst síðar, vinur. Hanna og Jón. Frágangur afmælis- og minningargreina Mikil áhersla er Iögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.- Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfír eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd - eða 2.200 tölvuslög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.